Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Mannakorn Vantrúar

Mynd af biblíunni

Sumir kristnir trúmenn hafa tekið upp á því að klippa úr biblíunni vers sem þeim finnst hljóma fallega, þó svo að það þurfi að slíta þau úr öllu samhengi, og draga svo reglulega eitt "mannakorn" úr þessu versasafni. Á Facebook síðu ríkiskirkjunnar er til dæmis sett inn “mannakorn dagsins”. Tveir geta leikið þennan leik og þess vegna viljum við bjóða fólki upp á Mannakorn Vantrúar:


Ýtið á takkann til að draga mannakorn Vantrúar

Ritstjórn 18.08.2014
Flokkað undir: ( Biblían )

Viðbrögð


Adda Guðrún Sigurjónsdóttir - 18/08/14 12:56 #

Ef hönd þín tælir þig til falls, þá sníð hana af. Betra er þér handarvana inn að ganga til lífsins en hafa báðar hendur og fara til helvítis, í hinn óslökkvanda eld. (Mk 9:43)

Smart!


Hörður Þormar - 18/08/14 14:24 #

Jesús mælti: Setjum svo að þeir sem eru í forsvari fyrir yður segi:" Sjá, ríki konungsins er í himingeimnum". Þá yrðu fuglar himinsins á undan yður ef satt væri. Sömuleiðis segi þeir: "Ríki konungsins er í undirdjúpunum". Þá yrðu fiskarnir yður fyrri til ef satt reyndist. En þar skjátlast þeim því konungsríkið er bæði innra mér yður og utan yðar. Þá aðeins að þér þekkið sjálfa yður munu kennsl vera borin á yður og yður mun skiljast að þér eruð afkomendur hins lifanda föður. Ef yður ekki hlotnast að þekkja yður sjálfa munuð þér lifa í fátækt og fátæktin mun eiga yður. Tómasarguðspjall.


Linda Björk - 19/08/14 16:20 #

Þú skalt deyja dauða óumskorinna manna fyrir hendi útlendinga, því að ég hefi talað það, segir Drottinn Guð. (Esk 28:10)


Nessi - 19/08/14 21:02 #

Svo fallegt og kærleiksríkt <3

Svo segir Drottinn Guð: Mannsafnaður sé gjörður að þeim og þær framseldar til misþyrmingar og rána. Og mannsafnaðurinn skal lemja þær grjóti og höggva þær sundur með sverðum sínum. Sonu þeirra og dætur skulu menn drepa og brenna hús þeirra í eldi. Þannig vil ég útrýma saurlifnaðinum úr landinu, til þess að allar konur láti sér að kenningu verða og breyti eigi eftir saurlifnaðar-dæmi yðar. (Esk 23:46-48)


Atli Jarl - 20/08/14 16:52 #

Ég vil sópa burt mönnum og skepnum, ég vil sópa burt fuglum himinsins og fiskum sjávarins, hneykslunum ásamt hinum óguðlegu, og ég vil afmá mennina af jörðunni - segir Drottinn. (Sf 1:3)

Það jafnast ekkert á við heilnæmt og gott mannakorn.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?