Við viljum minna lesendur okkar á að enn er hægt að taka þátt í kosningu Ágústínusarverðlauna 2013. Á meðan við bíðum eftir að kosningunni ljúki þá viljum við gefa lesendum leyfi á að njóta nokkurra þeirra tilnefninga sem ekki komust í úrslitin:
Gunnþór Þ. Ingason, ríkiskirkjuprestur:
Samkvæmt vitnisburði kirkjunnar og játninga hennar er Andinn helgi þriðja persóna Guðdómsins, samur og jafn Föður og Syni að eðli, vilja og mætti, þess Guðdóms, sem er samt einn, líkt og frumeindin, atómið og ódeilið er eitt, enda þótt að það sé samsett úr þrenningu; róteinda, nifteinda og rafeinda. #
Ólafur Jóhannsson, ríkiskirkjuprestur:
Kristin trú er undirstaða alls þess sem við teljum best og mikilvægast í samskiptum og siðferði, í löggjöf og líknarmálum. Sé undirstöðunni kippt burt hrynur það sem á henni hvílir. Þannig mun fara ef við köstum frá okkur þeim vonarríka kærleiksboðskap kristninnar sem leiðir af sér réttlæti miskunnsemi og sanngirni. #
Hildur Eir Bolladóttir, ríkiskirkjuprestur:
María frá Nasaret fyrsta staðgöngumóðir veraldar sem lánaði öllu mannkyni leg sitt svo það mætti lifa með Jesú.#
Solveig Lára Guðmundsdóttir, ríkiskirkjubiskup:
Það er hollt að lesa gagnrýni Marteins Lúters, sem birtist í bók hans: Til hins kristna aðals.
Það er gott að læra af honum gagnrýna hugsun. #
Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.
Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.