Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kristnihroki í útvarpsmessu

Prestar ganga

Á hverjum sunnudegi sendir útvarp allra landsmanna frá guðsþjónustu ríkiskirkjunnar. Í dag var úvarpað predikun hjá ríkiskirkjuprestinum Ólafi Jóhannssyni.

Kristin trú er undirstaða alls þess sem við teljum best og mikilvægast í samskiptum og siðferði, í löggjöf og líknarmálum. Sé undirstöðunni kippt burt hrynur það sem á henni hvílir. Þannig mun fara ef við köstum frá okkur þeim vonarríka kærleiksboðskap kristninnar sem leiðir af sér réttlæti miskunnsemi og sanngirni.

Það mætti halda að sumt kristið fólk telji að allt gott í veröldinni sé kristni að þakka. Okkur í Vantrú finnst það dálítið hrokafullt.


Sjá einnig: Stolnar fjaðrir og Þröngsýni og hroki

Ritstjórn 15.09.2013
Flokkað undir: ( Ófleyg orð )

Viðbrögð


Flosi Þorgeirsson - 15/09/13 16:51 #

Réttlæti, miskunnsemi og sanngirni!? Kirkjan?? Klukktími með ágætri mannkynssögubók ætti að vekja upp spurningar um svona fullyrðingar.


Hannes Þ. - 15/09/13 19:18 #

Flosi, þú greinilega nennir ekki að skilja það sem hann sagði. Kirkjan og kristin trú er ekki endilega það sama. Margar kristnar kirkjur hafa misnotað kristnina til illra verka í gegnum tíðina,það þarf ekki einu sinni klst. stund til að lesa um það.Það er líka til kristið fólk sem vinnur að baki brotnu fyrir annað fólk. Vantrú er líka hrokafull að telja allt sem tengist kristni sé af hinu slæma. Þið megið ekki gleyma að það er til kristið fólk sem m.a annars telur fólk af öðrum trúarbrögðum og trúlaust gott fólk.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 15/09/13 20:18 #

Vantrú er líka hrokafull að telja allt sem tengist kristni sé af hinu slæma.

Jamm, við höfum einmitt sagt það! (ath. þetta er kaldhæðni)

Hannes, hvernig geturðu séð hvort að eitthvað sé "misnotkun" á kristinni trú eða ekki?

Svo væri gaman að fá að heyra hvort þú sért ekki sammála því að þarna sé presturinn ranglega að reyna að eigna kristinni trú nánast allt gott í samfélaginu okkar.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 15/09/13 20:35 #

Þar sem kaldhæðni getur verið varasöm, jafnvel þó hún sé rækilegt merkt, vil ég impra á því að Vantrú hefur aldrei haldið þvi fram að allt sem tengist kristni sé af hinu illa. Vantrú hefur ekki heldur reynt að eigna trúleysi nánast allt gott í samfélaginu.


Erlingur - 22/09/13 14:01 #

[Umræða sem tengist ekki neitt efni greinarinnar færð á spjallið - Hjalti Rúnar]

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.