Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

1891: Matthías Jochumsson áminntur

Merki únitara

Ţegar klerkar halda ţví fram ađ íslenskt ţjóđfélag sé rosalega kristiđ, ţá er ţjóđsöngurinn eitt af ţví sem ţeir benda á. Höfundur ljóđsins var jú prestur í ríkiskirkjunni og svo er talađ um guđ í textanum. En Matthías Jochumsson var ekki eins kristinn og prestarnir halda stundum fram, eins og atburđir ársins 1891 sanna.

Trúbođi erlends sértrúarsafnađar

Matthías var nefnilega alger villutrúarmađur. Hann var únitari: hann afneitađi ţrenningarkenningunni og guđdómi Jesú. Ţekktasti trúflokkur nútímans sem ađhyllist hálfgerđan únitarisma er líklega Vottar Jehóva, og ţeir eru einmitt oft ekki flokkađir sem kristinn trúflokkur af ríkiskirkjumönnum einmitt vegna ţess.

Matthías var meira ađ segja lengi vel launađur trúbođi únitara á Íslandi, og gerđist prestur ríkiskirkjunnar ţegar hann varđ blankur. Eftir ađ hann gerđist prestur missti hann nćstum ţví hempuna vegna villutrúar sinnar.

Áminning fyrir villutrú

Matthías trúđi nefnilega ekki heldur á eilífar kvalir helvítis. Samkvćmt höfuđjátningu Ţjóđkirkjunnar ţá er afneitun eilífra kvala í helvíti alger villutrú. Ţađ var auđvitađ í lagi fyrir prest ađ vera villutrúarmađur, svo lengi sem hann sagđi ekki frá ţví. Matthías gerđi ţau mistök ađ tjá skođun sína á helvíti í blađagrein:

Deiliđ ekki um lćrdóminn ljóta, sem svo vođalega neitar Guđs vísdómi, almćtti og gćzku! Sé nokkur kredda til, sem löngu er úrelt orđin og kristindóminum til tjóns og svívirđingar, er ţađ ţessi. Og ţó menn sakir ţrályndis eđa hjátrúar trúi ekki vísindamönnunum, ćttu menn ţó ađ trúa hinum ágćtustu guđsmönnum, sem nú lifa, og allir, eđa nálega allir, fordćma lćrdóminn um eilífa útskúfun! #

Biskupinn sendi honum alvarlega áminningu og Matthías bađst opinberlega afsökunar á skrifum sínum.

Ţó nú séu liđin meira en hundrađ ár eiga prestar ţađ enn yfir höfđi sér ađ vera reknir ef ţeir opinbera villutrú. Ţetta er eflaust ástćđan fyrir ţví ađ ríkiskirkjuprestar sem afneita játningunum fást ekki til ađ játa ţađ opinberlega.

Ritstjórn 16.01.2014
Flokkađ undir: ( Baksýnisspegillinn )

Viđbrögđ

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.