Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kúgun kvenna

Kúgaðar konur

Sumir (ekki allir) múslimar hafa haldið því fram að vesturlönd kúgi konur jafn mikið og þeir*. Ekki mjög góð vörn en höldum áfram. Sem sagt að við á vesturlöndum neyðum konur til að ganga í afhjúpandi fötum sem er að þeirra mati jafn slæmt og að neyða konur til að ganga í kuflum.

Í frétt á Vísi um daginn gagnrýna múslimskar konur mótmæli vestrænna kvenna þegar þær gagnrýna þessa hefð múslima að hylja konur sem mest. Þessar konur telja sig alls ekki kúgaðar.

Það væri gaman að gera tilraun. Við myndum biðja berbrjósta mótmælendurna að ganga um með slæður í 10 mínútur niðri í bæ.

Við myndum svo biðja múslima konurnar að ganga um berbrjósta niðri í bæ í 10 mínútur.

Hvor hópurinn myndi geta orðið við þessari áskorun?

Hvor hópurinn yrði mögulega drepinn af löndum sínum?

Og hvor hópurinn er frjáls?

Ég veit ekki betur en að vestrænum konum sé frjálst að klæðast hverju sem er. Það má vel vera að það sé samfélagslegur þrýstingur á konur að klæðast djarflega. Ég held meira að segja að svo sé. Það má best sjá á auglýsingum í fjölmiðlum þar sem konur eru yfirleitt klæddar á kynferðislegan hátt. Þessu þarf að breyta en ég man ekki eftir því að konur séu grýttar hér á landi ef þær klæðast rúllukragapeysum eða víðum buxum.

Mér er minnistæð yfirlýsing hóps íslamskra kvenna þar sem þær mótmæltu gagnrýni vesturlanda á "umskurði" kvenna. Þær sögðu að þær gætu alveg notið kynlífs án sníps eins og vestrænar konur.

Ef vestræn kona myndi vilja láta fjarlægja snípinn á sér þá efast ég um að henni yrði útskúfað eða hún drepin. Kona, í þeim löndum þar sem kynfæri kvenna eru fjarlægð vegna trúarbragða þeirra, gæti ekki sagt það sama.

Þangað leitar klárinn þar sem hann er kvaldastur.

Eins ótrúlegt og það kann að virðast er til hópur fólks á vesturlöndum sem segir að við eigum að virða þessa "menningu".

Skoðanir á ekki að virða. Skoðanir á að gagnrýna. Við getum virt fólk. Við getum virt fólk með heimskulegar skoðanir. En það er okkar skylda að láta það vita þegar skoðanir þess eru heimskulegar.

Það að verða ekki móðgaður er ekki mannréttindi. Það er að mínu mati hins vegar mannréttindi að fá að heyra þegar skoðanir þínar eru heimskulegar, jafnvel ógeðslegar og næstum ögugglega rangar.

Það eru mannréttindi sem við eigum að virða.

* Þetta kemur t.d. fram í máli múslima sem rætt er við í heimildamynd Richards Dawkins "The root of all evil?"

Myndir frá David Shankbone og Luciano Rizzello.

Trausti Freyr 15.04.2013
Flokkað undir: ( Siðferði og trú , Íslam )

Viðbrögð


Laddi (meðlimur í Vantrú) - 15/04/13 09:10 #

Alltaf þegar einhver fer að tala um að hann hafi móðgast við að heyra/sjá hitt eða þetta þá bendi ég viðkomandi á Steve Hughes...


Svanur Sigurbjörnsson - 15/04/13 10:01 #

Flott grein Trausti Freyr.


Elin - 15/04/13 16:47 #

Sko. Eins mikið og þessi grein byrjaði vel þá fannst mér hún svoldið fara af slóðinni undir lokin.. Í fyrsta lagi er ég ekki viss hvað lætur þig halda að þú sért "kóngur alheimsins" og að bara þínar skoðanir séu réttar?.. En það að þú setjir orðið menning í gæsalappir segjir svosem kannski alveg nóg eitt og sér.

Menningin okkar er menningin okkar... Allar aðrar menningar mega alveg eiga sín einkenni og reglur. Sama hversu heimskulegar þér gæti fundist þær.... Hver segjir að þínar skoðanir séu réttar? Og hvað þýðir rétt? Hefuru einhverntíman stigið fæti út fyrir Ísland? , ég bara spyr.

Með von um að þú dragir hausinn út úr myrkrinu og áttir þig á því að við megum öll hafa okkar skoðanir án þess að þær séu kallaðar heimskulegar.....


Matti (meðlimur í Vantrú) - 15/04/13 17:28 #

Hver segjir að þínar skoðanir séu réttar?

Tökum dæmi. Sú skoðun að það sé bæði rétt og eðlilegt að skera snípinn af kvenfólki er röng. Hún veldur skaða og sársauka, hefur engan tilgang, byggir á fáfræði, fordómum og kvennakúgun. Það eru engin rök sem réttlæta umskurð kvenna, ótal rök sem mæla gegn því.

Þannig að enginn hefur rétt á því að halda því fram að umskurður kvenna sé barasta í lagi í sumum menningarsamfélögum án þess að vera kallaður heimskingi því það er það sem hann er.


Trausti Freyr (meðlimur í Vantrú) - 15/04/13 18:58 #

Sæl, Elín Takk fyrir innlegg þitt. Mér þótti vænt um að þér fannst greinin byrja vel. En til að svara gagnrýni þinni þá skulum við skoða punktana sem þú settir fram.

Í fyrsta lagi er ég ekki viss hvað lætur þig halda að þú sért "kóngur alheimsins" og að bara þínar skoðanir séu réttar?

Allir halda að sínar skoðanir séu réttar. Ef manneskja telur skoðun sína ranga þá er það ekki lengur hennar skoðun ekki satt? Ef við erum á andstæðri skoðun þá tel ég augljóslega að skoðun þín sé röng.

Þú ert væntanlega sammála því nema ef þú aðhyllist póstmódernískri afstæðishyggju.

Allar aðrar menningar mega alveg eiga sín einkenni og reglur.

Finnst þér þá allt í lagi að konur séu drepnar ef þær klæðast ekki eins og þeim er skipað? Væntanlega ekki (amk vonandi ekki). En hvað ertu þá að segja?

Það að drepa konur vegna klæðaburðar síns er rangt. Alveg sama þó þú búir á Kópaskeri eða í Abu Dabi.

Við erum ekki að tala um smávæginleg atriði hérna eins og hvernig skal heilsa fólki eða hvað fólk telur eðlilega fjarlægð til að standa í þegar þú talar við manneskju. Ef þér finnst polkadoppóttir kjólar fallegir en mér ekki er hægt að segja að engin ein skoðun sé rétt eða röng.

En þegar það kemur að lágmarks mannréttindum þá er mjög auðvelt að segja það. Það að drepa er rangt.

...við megum öll hafa okkar skoðanir...

Já ég sagði aldrei að þú mættir ekki hafa skoðanir. Það ert jafnvel frekar þú sem ert að atast í mér fyrir að hafa skoðun ef eitthvað er.

án þess að þær séu kallaðar heimskulegar.....

Nei. Þú hefur nefninlega ekki þau mannréttindi að ég kalli ekki skoðanir þínar heimskulegar. Þú last kannski ekki greinina til enda en ég fer einmitt í þetta atriði.

Ef þér finnst heiðursmorð bara allt í lagi fyrst þau eru framin í annari menningu þá má ég, get ég og ég mun kalla þá skoðun ógeðslega og heimskulega. Alveg eins og það er ógeðslegur verknaður að fremja slíkt, sama í hvaða menningarheimi þú ert stödd.

Ég tel það t.d. miklu meira mannréttindi að fá að vera þess heiðurs aðnjótandi að heyra það þegar skoðanir þínar eru taldar vitlausar.

Því þannig er nú farið að ég er skeikull eins og allir og get því haft skoðun sem er röng. Ef enginn segði mér frá því þá gengi ég hugsanlega í gegnum lífið án þess að komast að hinu sanna. Hversu ömurlegt væri það?

Hefuru einhverntíman stigið fæti út fyrir Ísland?

Ég hef komið til Vestmannaeyja, telur það?


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 15/04/13 19:13 #

Æi, þessi menningarlega afstæðishyggja er ógurlega furðuleg stundum, Elín.

Þú segir að menning megi eiga sín einkenni og reglur. Eigum við þá bara að kyngja því gagnrýnislaust að konur séu stórskaðaðar? Eigum við að sitja sinnislaus hjá þegar börnum er þrælkað út? Af því að það tilheyrir einhverri menningu?

Þetta gengur ekki upp. Ég skil ekki hvernig fólk getur afsakað ofbeldi með afstæðishyggju.


Stefán - 29/05/13 23:17 #

Í mínum huga lendir Islam í í flokk með nasimsa,fasisma,kommúnisma og öðrum álíka viðbjóði mannkyns. Ekki fólkið heldur hugmyndafræðin.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.