Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Siðlausir hommar og trúleysingjar

Esjan

Fyrir fáeinum áratugum var það almennt viðhorf manna að samkynhneigð væri annað hvort siðleysi eða sjúkdómur, jafnvel bæði; sjúkdómur sem gerði menn siðlausa. Vafalítið eru einhvers staðar í háskólum heimsins til gamlar glærur og annað kennsluefni sem í dag þykir hneykslanlegur óhroði, en enginn sá neitt athugavert við á sínum tíma.

Nema auðvitað hommarnir. Flestir voru þeir í felum með áskapaðar tilfinningar sínar sökum þessara fordóma samfélagsins, en einstaka hugrakkur maður steig fram og hvatti menn til að vera þeir sjálfir, að það væri ekkert siðlaust eða sjúkt við að vera eins og maður er. Hvatning þessara manna gat verið eitthvað á þessa leið: "Alveg sama hvað þeir tuddast á þèr, hrækja á þig, berja og niðurlægja, alveg sama hvað þeir kenna um þig í skólum, það er í lagi að vera gay -það er ekkert rangt við það."

Þegar við nú, áratugum síðar, höfum áttað okkur á því að þessir menn fóru með rétt mál dáumst við að hugrekki þeirra í glímunni við fordóma, fáfræði og grimmd.

Af hverju er ég að tala um þetta? Gæti þessi réttindabarátta átt sér hliðstæðu í nútímanum? Gætu almenn viðhorf til trúleysingja á okkar tímum stafað af fordómum sem kveða á um að trúleysi sé einhvers konar siðleysi, jafnvel sjúkdómur eða í það minnsta hættulegar öfgar?

Við könnumst öll við sönginn: "Ég hef ekkert á móti hommum, ef þeir bara láta mig í friði". Ég kannast við hann, enda talaði ég einmitt svona á unglingsárum mínum. Það er ekki lengra síðan þessi viðhorf voru almenn og okkur flestum þótti stofnun Samtakanna '78 dálítið skerí.

Í dag er söngurinn sá að menn hafi ekkert á móti trúleysingjum ef þeir halda kjafti um skoðanir sínar. En vogi trúleysinginn sér að halda þeim fram og jafnvel gagnrýna skoðanir annarra, gagnrýna hindurvitni og kukl, þá er litið svo á að hann sé hættulegur samfélaginu og grafi undan almennu siðferði.

Það er m.a.s. kennt í háskólum.

Ef almenna viðhorfið er þetta er ekkert skrýtið að við komum hvarvetna að lokuðum dyrum. Við höfum einfaldlega ekki mannréttindi á við aðra þegna og almennt þykir í góðu lagi að tuddast á okkur, úthúða okkur og útskúfa.

Er eitthvert vit í þessari samlíkingu, eða er þetta bara enn eitt dæmið um að við trúleysingjarnir séum sífellt vælandi eins og stungnir grísir? Eða er kannski einmitt þessi grísaorðræða til marks um einelti á hendur okkur? Þessu má velta fyrir sér og þessa hluti þarf að ræða.

Orðið er laust.

Birgir Baldursson 11.03.2013
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Guðný - 11/03/13 10:55 #

Ég hef ekki orðið vör við mikla trúleysingja fóbíu í samfélaginu almennt en ég hef töluvert séð af fólki sem fer á límingunum yfir þeim sem að trúa... Og því miður þá er aldrei hægt að búast við fólk taki því mjög vel þegar ráðist er að gáfnafari fólks. Sama hvur dæmir í það skiptið...


Sindri G (meðlimur í Vantrú) - 11/03/13 10:57 #

Hann Lech Walesa sagði nýverið að samkynhneigðir væru "minnihlutahópur og sem slíkur getur hann ekki troðið sínum gildum upp á meirihlutann.“

http://www.dv.is/frettir/2013/3/2/litil-samstada-med-samkynhneigdum/

Hvað hefur ekki verið oft sagt í tengslum við umræðu um trúboð í skólum o.þ.h. að trúleysingjar séu minnihlutahópur sem ekki eigi að troða sínum gildum upp á meirihlutann? Sama orðræða og Walesa hefur þarna um samkynhneigða er talsvert notuð hérlendis um Siðmennt, Vantrú o.fl. (sem vilja að skólar séu hlutlausir í trúmálum - hvílík frekja sem það nú er. Auðvitað eiga skólarnir að vera kristilegir)


Matti (meðlimur í Vantrú) - 11/03/13 10:57 #

Hver ræðst að gáfnafari fólks? Ekki við í Vantrú!


Arnar - 11/03/13 12:11 #

No worries, við getum öll treyst á að eftir 20 ár þá mun ríkiskirkjan hreykja sér af því að hafa rutt brautina fyrir íslenska trúleysingja og stutt þá dyggilega í baráttunni fyrir trúfrelsi.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/03/13 15:20 #

Algengur strámaður er þessi, að afgreiða þá sem tala fyrir trúfrelsi og benda á skaðsemi trúarhugmynda með þeim orðum að þeir séu að fara á límingunum yfir að aðrir trúi. Þessi málflutningur er óásættanlegur þótt ekki væri nema fyrir það eitt að þetta er ekki satt.

Þetta er bara gamla fantabragðið um stungna grísinn, enn og aftur.


Guðný - 11/03/13 17:39 #

Hahaha þú ertnáttúrulega fórnarlamb í þessu öllu Birgir en ég var nú bara að benda á það sem ég hef orðið vör við, persónulega held ég með hvorugu "liðinu" og trúi bara á það sem hentar mér hverju sinni ;)


Guðný - 11/03/13 17:43 #

Ps. Ég var ekki að saka ykkur (vantrúarmenn/konur) um árásir gegn fólk, höfum það á hreinu og ég er sammála því að Kristni á ekki heima innan skólaveggja.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/03/13 20:11 #

Hahaha þú ertnáttúrulega fórnarlamb

Heiðarleg rökræða eða háð?


Guðný - 11/03/13 20:44 #

Mér fannst þú fyndinn, þannig þetta var í raun hvorugt.


Guðný - 11/03/13 20:54 #

"Algengur strámaður er þessi, að afgreiða þá sem..."

Háð eða einbeittur vilji til að taka orð annarra og snúa þeim í einhvert persónulegt skítkast gagnvart sér eða málstað sem viðkomandi vill koma á framfæri ?

Ef að þetta er upphaf á rökræðu eða spjalli sem á að leiða að eðlilegum samskiptum á milli fólks þá er kannski ástæða til að skoða sjálfan sig með í pakkanum.

Eins og ég sagði, ég "held" ekki með neinum sérstökum í þessum efnum og sagði einfalldlega hvernig þessi efni kæmu mér fyrir sjónir sem "áhorfanda", því hingað til hef ég ekki verið að taka neinn þátt í umræðu um þessi mál og eða á hvorn hópinn hallar í "skítkastinu".


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/03/13 21:32 #

Þetta var ekki persónulegt skíkast og því síður háð. Ég var einfaldlega að benda á hvers eðlis innlegg þitt var. En þú vilt auðvitað ekkert við það eðli kannst. Og er þá ekki rétt að verja orð sín og rökstyðja fremur en fara í einhvern "hí á þig"-leik?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/03/13 21:47 #

Athugaðu að ég er ekkert endilega að hafna því að við séum í raun bara að væla eins og grísir, en vil sjá einhver almennileg rök færð fyrir þeirri fullyrðingu. Henni er hins vegar yfirleitt bara slengt fram, svona rétt ens og það eitt og sér geri út um málið.

Ef einu rök þín eru þau að þú hafir ekki orðið vör við að amast sé við trúleysingjum þá get ég vísað þér á ótal dæmi þess.


Guðný - 11/03/13 22:07 #

Jésús minn :) Þú varst að benda mér á hvernig þú tókst innleggi mínu ekki hvers eðlis það var fyrir það fyrsta, þarf ég að sundurliða þetta fyrir þig ?

"Ég hef ekki orðið vör við MIKLA trúleysingja fóbíu í samfékaginu almennt" Gefur jafnvel í skyn að ég hafi þó orðið hennar vör ? Jújú ég hef séð fólk fljúgast á í þessum efnum.

"en ég hef töluvert séð af fólki sem fer á límingunum yfir þeim sem að trúa" Gefur jafnvel í skyn að ég verði meira vör við geðshræringuna sem myndast í kringum þá sem trúa ? Tökum sem dæmi Snorra í Betel, Gunnar í Krossinum og kirkjunarmenn sem hafa verið áberandi Ólaf Biskup en hann einn og sér ætti jafnvel að vera næg ástæða til að fólk hafni trú yfirhöfuð, hef séð hann notaðan sem "rök" og ekki ætla ég að dæma neitt um það sjálf.

Ég sagði þig ekki væla eins og grís, þú virðist hins vegar hafa tekið því sem fullyrðingu af minni hálfu.

Ég vona að ég hafi varið og rökkstutt "hí á þig" leikinn sem ég var ekki í og vonast til að þú sjáir jafnvel að þér og gefir mér "eðlið" mitt til baka óskaddað, ég mun ekki tjá mig undir færslum frá ykkur framar að launum :)


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/03/13 22:19 #

Kæru lesemdur, þetta innlegg hér að ofan lýsir ágætlega þeirri orðræðuhefð sem við þurfum að búa við á þessu skeri. Blammeringar, meiri blammeringar og svo flótti í kjölfarið. Hit and run.

Kennsla í gagnrýninni hugsun í grunnskólum landsins gæti eflaust rétt þetta eitthvað við með tímanum.


Guðný - 11/03/13 22:41 #

Gagnrýn hugsun, er það svona þegar maður gerir öðrum upp sitt eigið bull eða þegar maður spyr einfaldlega viðkomandi spurninga sé maður í vafa (sem þú virðist ekki enn hafa komist í þrátt fyrir tilraunir mínar til að benda þér á og leiðrátta tulkun þína á orðum mínum) um hvert viðkomandi er að fara með athugasemd ? Þú lætur eins og ég hafi komið vaðandi hérna inn með benzínbrúsa og eldspýtur og hótað að kveikja í helvítis svínabúinu ! ;) Ég hef bara aldrei tjáð mig á ykkar slóð áður, hef ekkert á móti ykkur, enga slæma skoðun á málstað ykkar en ég verð að viðurkenna að ég hef skoðun á því hvernig þjér takið þessari blásaklausu athugasemd, þú verður að átta þig á að ég var ekki að gera lítið úr þér eða þínum skoðunum eða upplifun, ég einfalldlega kom með athugasemd byggða á minni upplifun af umræðu er varðar trú/trúleysi. Þetta er ekki "hit and run" af minni hálfu og ég gerði mér ekki grein fyrir að ég væri að labba inní spuna leikrit hérna þar sem þú ert aðal karkaterinn og sögumaður.

Ps. annars hefur mér þótt það oftar en ekki þrálát orðræðuhefð að gera fólki upp skoðanir, meiningu og eðli og greinilegt er það úr þessu kæri herra að þú praktíserar það sem þú gagnrýnir.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/03/13 22:47 #

Þessi athugasemdahali er reyndar orðinn að ágætu viðfangsefni fyrir orðræðugreiningu og væri gaman að sjá einhvern menntaðan á því sviði kryfja þetta. En þar til Kristján Árnason eða aðrir háskólamenn með þá þekkingu mæta hingað inn ætla ég að prófa að fara í þeirra spor:

Ég hef ekki orðið vör við mikla trúleysingja fóbíu í samfélaginu almennt en ég hef töluvert séð af fólki sem fer á límingunum yfir þeim sem að trúa...

Undirliggjandi merking: Það eru engir að amast við ykkur, þið eruð bara paranoid. Aftur á móti sér maður nóg af hugaræstri umræðu um hinn vænginn af ykkar hálfu.

Þessu viðhorfi sínu hafnar höfundur síðan og reynir að láta það líta út fyrir að hafa táknað eitthvað allt annað:

"en ég hef töluvert séð af fólki sem fer á límingunum yfir þeim sem að trúa" Gefur jafnvel í skyn að ég verði meira vör við geðshræringuna sem myndast í kringum þá sem trúa ? Tökum sem dæmi Snorra í Betel, Gunnar í Krossinum og kirkjunarmenn sem hafa verið áberandi Ólaf Biskup en hann einn og sér ætti jafnvel að vera næg ástæða til að fólk hafni trú yfirhöfuð, hef séð hann notaðan sem "rök" og ekki ætla ég að dæma neitt um það sjálf.

Trú Ólafs biskups hefur ekkert verið í umræðunni, heldur þau kynferðislegu brot sem hann framdi, þrátt fyrir að hann hafi gefið sig út fyrir að vera æðsti siðferðisviti samfélagsins. Það er því enginn að fara á límingunum yfir fólki sem trúir þegar Ólafur er gagnrýndur. Gagnrýndar eru gjörðir en ekki viðhorf.

Svo eru það Snorri og Gunnar. Þar má kannski segja að gagnrýnin sé réttmætari. En samt - Þeirra útgáfa af kristni mótar að sönnu viðhorf þeirra, t.d. til samkynhneigðra og trúlausra og fyrir þau viðhorf eru þeir gagnrýndir, ekki það eitt og sér að þeir trúi.

Bent var á hvers eðlis hin fyrsta athugsemd var og hún dæmd sem óréttmæt. Höfundur þeirrar athugasemdar neitar að fallast á þá gagnrýni og færir til markstangirnar í viðleitni sinni til að snúa sig út úr gagnrýninni.

Er þessi greining boðleg? Vinsamlegast ræðið.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/03/13 22:53 #

En svo má líka vel vera að ég sé hér að drulla upp á bak. Það er ykkar að sannfæra mig um það. :)


Guðný - 11/03/13 23:03 #

Ég held við ættum að bíða eftir háskóla menntuðum orðgreininga mönnum :) Og þú mátt gera þér grein fyrir því að ég veit ekki hverjir standa að Vantrú og þekki ykkur ekki með nafni og hef því enga tenginu við þetta félag og þá gagnrýni (ofsafengna oft á tíðum) sem ég hef (oftar) orðið vör við í garð trúar fremur en hitt. Lesskilningur minn er samt með ágætara móti og ég er ekki lengi að sjá hvort er verið að fara í manninn eða málefnið, ég einfalldlega gerði þau mistök að álpast til að tjá mig hérna eftir lesturinn og átti seint von á svona móttökum.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/03/13 23:11 #

Sárindarökvillan?

Fór ég í manninn en ekki málefnið? Ég gagrnýndi málflutning þinn. Segðu mér hvernig ég hefði getað gert það á þann hátt að skilja þig ekki eftir í sárum? Hvar gerði ég mistökin? Sýndu mér.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/03/13 23:13 #

Byrjaðu kannski á því að segja mér hvað þú áttir nákvæmlega við með upphafsinnleggi þínu:

Ég hef ekki orðið vör við mikla trúleysingja fóbíu í samfélaginu almennt en ég hef töluvert séð af fólki sem fer á límingunum yfir þeim sem að trúa... Og því miður þá er aldrei hægt að búast við fólk taki því mjög vel þegar ráðist er að gáfnafari fólks. Sama hvur dæmir í það skiptið...


Guðný - 11/03/13 23:37 #

"Sárindarökvillan?

Fór ég í manninn en ekki málefnið? "

"Trú Ólafs biskups hefur ekkert verið í umræðunni, heldur þau kynferðislegu brot sem hann framdi, þrátt fyrir að hann hafi gefið sig út fyrir að vera æðsti siðferðisviti samfélagsins. Það er því enginn að fara á límingunum yfir fólki sem trúir þegar Ólafur er gagnrýndur. Gagnrýndar eru gjörðir en ekki viðhorf."

Ég hef hinsvegar séð fólk fara i "kirkjuna" en ekki verknaðinn sem hann framdi og nota það sem nægilega ástæðu fyrir óraunhæfri tilvist hennar og þaðan eru þessi orð mín upprunninn

" Lesskilningur minn er samt með ágætara móti og ég er ekki lengi að sjá hvort er verið að fara í manninn eða málefnið"

Ég var ekki að saka þig um að fara í manninn Birgir :) með gagnrýni þinni á "eðli" mitt, það er búið að vera augljóst að þú ert aðgagnrýna bæði mig og það sem þú telur mig hafa verið að meina.

Það sem ég átti við með upphafs innleggi mínu er einfalldlega það sem stendur þar skýrum stöfum en án allra duldra meininga sem þú berð uppá mig.

En ég er ekki sár, ég átti bara ekki von á þessu.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/03/13 23:48 #

Ég var ekki að saka þig um að fara í manninn Birgir :)

Og:

Lesskilningur minn er samt með ágætara móti og ég er ekki lengi að sjá hvort er verið að fara í manninn eða málefnið, ég einfalldlega gerði þau mistök að álpast til að tjá mig hérna eftir lesturinn og átti seint von á svona móttökum.

Hmmm...

Ég hef hinsvegar séð fólk fara i "kirkjuna" en ekki verknaðinn sem hann framdi og nota það sem nægilega ástæðu fyrir óraunhæfri tilvist hennar og þaðan eru þessi orð mín upprunninn

Þessi orð voru semsagt ekki töluð til mín? Ok, ég skal þá trúa því í bili. Þarf samt eiginlega að gá betur hvort það gangi upp í samhenginu. En ég veit ekkert hvaða fólk þú ert að tala um. Þetta á ekki við um okkur hér. Varstu að bera þetta upp á okkur eða ekki?

með gagnrýni þinni á "eðli" mitt, það er búið að vera augljóst að þú ert aðgagnrýna bæði mig og það sem þú telur mig hafa verið að meina.

Eðli þitt? Eðli innleggs þíns frekar. Málflutning þinn eins og hann kom mér fyrir sjónir.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 11/03/13 23:57 #

Skoðum þetta innlegg aðeins betur:

Ég held við ættum að bíða eftir háskóla menntuðum orðgreininga mönnum :) Og þú mátt gera þér grein fyrir því að ég veit ekki hverjir standa að Vantrú og þekki ykkur ekki með nafni og hef því enga tenginu við þetta félag og þá gagnrýni (ofsafengna oft á tíðum) sem ég hef (oftar) orðið vör við í garð trúar fremur en hitt. Lesskilningur minn er samt með ágætara móti og ég er ekki lengi að sjá hvort er verið að fara í manninn eða málefnið, ég einfalldlega gerði þau mistök að álpast til að tjá mig hérna eftir lesturinn og átti seint von á svona móttökum.

Þegar þú talar um mannin/málefnið ertu ekki að tjá þig um Ólaf Skúlason og eitthvað fólk sem hafnar kirkjunni á forsendum brota hans, heldur kemur þetta í beinu framhaldi af orðum um Vantrú og þá meintu ofsafengnu orðræðu sem hér á að vera stunduð. Annað hvort ertu að reyna að snúa þig út úr þessu eða ert bara svona ofboðslega óskýr og samhengislaus í tjáningu þinni.

Nema ég sé enn að misskilja eitthvað.


Guðný - 12/03/13 00:03 #

Mér finnst þú voða sætur, þetta geturðu tekið til þín.

Ég var ekki að saka hvorki þig né Vantrú um eitt né neitt, ég bara las þetta og gufaði inn athugasemd um það hvernig þessi mál koma mér fyrir sjónir, mér hefur einfalldlega þótt fordómar gegn trú vera háværari í samfélaginu en fórdómar gegn þeim sem trúa ekki.


Guðný - 12/03/13 00:18 #

"Og þú mátt gera þér grein fyrir því að ég veit ekki hverjir standa að Vantrú og þekki ykkur ekki með nafni og hef því enga tenginu við þetta félag og þá gagnrýni (ofsafengna oft á tíðum) sem ÉG hef (oftar) orðið vör við í garð trúar fremur en hitt."

Ekki af ykkar hálfu sumsé... ég hef aldrei lesið neitt hér fyrr en nú, hvorki það sem þið skrifið hér né athugasemdir. Þetta er ekki eini vettvangur skoðanaskipta og umræðna í netheimum.


Guðný - 12/03/13 00:20 #

Svo kem ég orðum að mínum lesskilning hefði átt að setja bil á milli en ég er að svara tveim innleggjum frá þér í einni gusu þarna.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 12/03/13 00:27 #

Ok, ég trúi þér. Látum þetta niður falla.


Guðný - 12/03/13 00:32 #

:) ok þá.


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 12/03/13 00:36 #

Ný orðræðugreining:

Greinarhöfundur fer mikinn um þá andúð sem trúleysingjar verða fyrir. Athugasemd kemur þar sem talað er almennt um hvernig trúarumræðan kemur kommentara fyrir sjónir, án nokkurra tenginga við greinarhöfund eða Vantrú. Greinarhöfundur les út úr þessu sleggjudóma yfir sér og sínum og bregst hart við. Það sannar endanlega að Vantrúarfólk er nojað og vælir eins og stungnir grísir undan hverju áreiti sem það verður fyrir. Case closed.


jack daniels - 28/03/13 18:01 #

Öllum sé sama bara ef þeir haldi kjafti. Er það ekki bara eins og ykkur líður gagnvart kristnum mönnum? Held að þið séuð eitthvað að ruglast á öðrum og sjálfum ykkur. Ég er hálfur Hindúi og held þann sið (út af menningarlegum ástæðum, án þess að trúa á neitt) og við lærum að bera virðingu fyrir öllum og skipta okkur ekki af trúarbrögðum annarra og tala aldrei illa um það sem aðrir menn virða. Við lærum fordómalaust um trú, listir og siðvenjur annarra þjóða. Allt er þetta "bull". Maðurinn þarf ekkert nema að sofa og borða og hefur ekki gagn af nema tækninýjugum sem bæta heilsu hans og gera líf hans sem dýrs auðveldara. En mannleg menning er ekki rökrétt og verður aldrei. Hún er 70% kjaftæði og 20% lygasögur sem geta verið trúarbrögð, stjórnmál, pólítískur rétttrúnaður, tíska og önnur meme sem hafa engan tilgang og standast engin rök. Þá er eftir 5% eðlilegt líf dýrs og 5% vísindi og annað gagnlegt.


jack daniels - 29/03/13 10:36 #

Ástandið í málum samkynhneigðra er verst á vesturlöndum í dag í fyrrum Sovétríkjunum og það er kommúnistunum og meðferð þeirra að kenna meira en kirkjunni, en staða samkynhneigðra versnaði á tímum kommúnista þar í landi, þó kommúnistarnir væru trúlausir og hafi barist gegn kirkjunni og kristni. Vandamálið var aldrei trú og kemur trú eða trúleysi ekkert við. Vandamálið var ofstæki, skortur á umburðarlyndi fyrir þeim sem aðhyllast annan lífsstíl, eða lífsskoðun, og maður sjálfur. Vandamál sem Vantrú er ein birtingarmyndin af. Hornsteinn fjölmenningarsamfélag er að halda kurteislegri fjarlægð og láta aðra menn hóflega í friði með sitt, og sýna því virðingu sem maður skilur ekki eða aðhyllist ekki. Öll samfélög sem virða ekki þessa miklu dyggð enda í borgarstyrjöldum og þær byrja alltaf með nöldri eins og hér á Vantrú sem þegar það nær rótfestu normaliserar einelti og gerir það eðlilegan hlut af samfélaginu, en ekki eitthvað sem fólk hafnar og berst gegn lengur, því það er orðið svo vant hatursáróðri og virðingarlausri gagnrýni á það sem öðrum er heilagt.


jack daniels - 29/03/13 17:11 #

Og meira að segja þegar þið gagnrýnið eigin trú hafið í huga að réttmæt gagnrýni snýst um verk, en ekki tilraunir til að leika hugsanalögreglu eða skoðanakúgun og einelti. Gangrýni á trúarstofnanir eins og aðra á að snúast um verk þeirra og framgöngu einstakra embættismanna. Ef Félag Áhugamanna um fljúgandi furðuhluti gerist uppvíst um glæpi eða ógnar mér á einhvern hátt, þá gagnrýni ég það að sjálfsögðu. Ég fer ekki að skipta mér af því hverju þeir trúa, það er þeirra mál og þeir mega bara hafa það í friði eins og aðrir. Það er heldur ekkert "rökrétt" eða heil brú í því að hlusta á country tónlist fyrir mér, og hafa sumir þetta nánast fyrir trúarbrögð og nærri hjartastað, en ég læt það bara afskiptalaust of sleppi því að níðast á áhangendum sveitatónlistar eða stofna vefsíður og reyna að færa "rök" fyrir því að þetta sé bara væl og léleg tónlist, hafi til dæmis fábreyttan hljómagang eða ófrumlega texta og skrifa ritgerðir um þetta. Hef betra við minn tíma að gera og aðrir mega una glaðir við sitt fyrir mér.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/03/13 17:17 #

Þú ert sinnulaus, við ekki. Gott hjá þér.


Jack Daniels - 29/03/13 21:17 #

Ad hominem þvættingur af verstu sort er ekki svaraverður. Aðeins skynsamt og rökvíst fólk tekur ábendingum, ofstækismenn aldrei.


Jack Daniels - 29/03/13 21:21 #

En virðing, tillitsemi og diplómatísk framkoma í garð þeirra sem eru frábrugðnir manni sjálfum, og að gera greinarmun á sínu eigin og því sem annarra er, rétt eins og maður gerir greinarmun á eigin eigum og annarra og heldur sig í hæfilegri fjarlægð frá því sem er ekki manns eigið (þú mátt ekki vaða um á skítugum skóm óboðinn í heimsókn hjá mér eða hringja úr gemsanum mínum, og sömuleiðis frábið ég mér dónalegar athugasemdir um móður mína og föður,) er ekki "sinnuleysi", það er hornsteinn fjölmenningarsamfélagsins og það er límið sem heldur samfélögum saman og aðaluppistaðan í uppskriftinni að friði. Menn eins og þið stuðlið að borgarastyrjöld með að gera ósmekklega framsetningu og skítkast á menningu samborgara ykkar að einhverju sem er "normal" og "viðtekið" og þannig afsiðið þið þjóðfélagið og stuðlið að fasísku andrúmslofti þar sem krafan um einsleitni veður uppi og ruddaleg framkoma þykir eðlileg.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 29/03/13 21:32 #

Hvaða "ad hominem" ertu að tala um? Lastu ekki greinina um sinnuleysi sem ég vísaði á?

Viltu ekki bara vera úti frekar en að reyna að trollast hér?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 30/03/13 15:42 #

Hvað er sambærilegt við það annars vegar að gefa skít í tónlistarsmekk einhverra og hins vegar þess að benda á skaðsemi hugmynda og áhrif þeirra á samfélagið? Hér er sannarlega ólíku saman jafnað.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.