Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Tvískinnungur eđa heimska?

Mynd af börnum

Ţau merku tímamót urđu á Alţingi nýveriđ ađ Barnasáttmáli Sameinuđu Ţjóđanna var lögfestur. Reyndar hefur ţađ tekiđ Alţingi rúmlega tuttugu ár ađ lögfesta samninginn, en hann var fullgiltur á Alţingi síđla árs 1992. Munurinn á fullgildingu og lögfestingu er sá ađ í fullgildingunni felast engin lagalega bindandi skilyrđi, en međ lögfestingu er erfiđara fyrir stjórnvöld ađ sniđganga sjálfsögđ mannréttindi íslenskra barna. Staulsveinar og –meyjar valdsins sýndu hins vegar hvers ţau eru megnug er hygla ţarf ríkiskirkjunni.

Á sama tíma og Barnasáttmálinn var til međferđar hjá allsherjar- og menntamálanefnd og í umrćđum á Alţingi var svo nefnt lífskođunarfrumvarp (lög nr. 6/2013) til međferđar hjá sömu nefnd og á sama ţingi. Ţar var m.a. fjallađ um ađild barna ađ skráđum trúfélögum og lífsskođunarfélögum, en tíđkast hefur um langa hríđ ađ skrá nýfćdd börn í sama trúfélag og mćđur ţeirra hafa tilheyrt. Viđ ţessari skikkan er lítillega hróflađ í nýju lögunum ţví nú hefur trúfélagsađild föđur nokkurt vćgi ađ uppfylltum ákveđnum skilyrđum og einnig er gert ráđ fyrir ađ lífsskođunarfélög komist á sama tilberaspenann og trúfélögin sátu áđur ein ađ. Í meirihlutaáliti allsherjar- og menntamálanefndar kemur skýrt fram ađ nefndarmenn gera sér ljósa grein fyrir ţví ađ lögbundin skráning barna í trú- eđa lífsskođunarfélög sé andstćđ hagsmunum og mannréttindum ţeirra. Samt sem áđur lagđi meirihlutinn til ađ frumvarpiđ yrđi samţykkt međ ţessum augljósu annmörkum.

Sama nefnd og sömu ţingmenn er mćltu međ og brutu á mannréttindum barna međ lögum nr. 6/2013 hafa nú einnig lögbundiđ sáttmála er verndar börn gegn lögleysunni, sem ţeir samţykktu. Í umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarpiđ til lögfestingar Barnasáttmálans kemur skýrt fram ađ sjálfkrafa skráning barna í trú- eđa lífsskođunarfélag er brot á 2. mgr. 14 gr. sáttmálans. Ţađ verđur ekki betur séđ en ađ nýsamţykkt lög um sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög séu dauđ og ómerk sé eitthvert mark tekiđ á löggildingu Barnasáttmálans. Óvíst verđur samt ađ telja ađ Alţingi taki upp hjá sjálfu sér ađ leiđrétta ţessa handvömm enda er ţar ćvinlega langt um seilst til ađ maka krók ríkiskirkjunnar á kostnađ lýđ- og mannréttinda. Titill greinarinnar stillir upp tveimur mögulegum ástćđum fyrir ţessari óskiljanlegu málsmeđferđ. Skylt er ţó ađ taka fram ađ önnur ástćđan útilokar ekki endilega hina.

Guđmundur Guđmundsson 06.03.2013
Flokkađ undir: ( Stjórnmál og trú )

Viđbrögđ


Reynir (međlimur í Vantrú) - 06/03/13 09:44 #

Úr áliti Mannréttindaskrifstofu:

Ţrátt fyrir almenna ánćgju Mannréttindaskrifstofu viđ frumvarpiđ ţykir ţó tilefni til athugasemda viđ 9. gr. frumvarpsins er lítur ađ skráningu barna í trúfélög. Í frumvarpinu er lögđ til sú breyting ađ skráning fari nú ekki eingöngu eftir skráđu trúfélagi móđur heldur beggja foreldra. Sú breyting er jákvćđ ađ ţví leyti ađ hún stenst betur jafnréttislög en núgildandi ákvćđi. Hins vegar er Mannréttindaskrifstofan ţeirrar skođunar ađ ţađ eigi ađ vera í verkahring foreldra barns ađ ákveđa hvađa trúfélagi eđa lífsskođunarfélagi barn eigi ađ tilheyra og ţví eigi ţau ađ sjá um ţá skráningu sjálf en ekki ríkiđ. Í 2. mgr. 14. gr. samnings Sameinuđu ţjóđanna um réttindi barnsins (Barnasáttmálanum) segir; „ađildarríki skulu virđa rétt og skyldur foreldra, og lögráđamanna, til ađ veita barni leiđsögn viđ ađ beita rétti sínum, til frjálsrar hugsunar, sannfćringa og trúar, sem samrćmist vaxandi ţroska ţess.“ Í ţessu ákvćđi felst ţví ađ ţađ er skylda foreldra til ađ ađstođa barn viđ slíka ákvörđun og taka afstöđu hafi barn ekki ţroska til ţess sjálft ađ taka ákvörđun um ţessi mál. Ţví er lagt til ađ ákvćđiđ kveđi á um ţađ ađ foreldrar barns í hjúskap eđa skráđri sambúđ taki sameiginlega ákvörđun um skráningu barns í trúar- eđa lífsskođunarfélag og fram til ţess tíma verđi stađa barns ađ ţessu leyti ótilgreind.


Gummi - 06/03/13 19:29 #

Ef sjálfvirkri skráninu barna er hćtt, leiđir ţađ ekki af sér ađ eftir 16 ár muni tekjur ríkiskirkjunnar fara stöđugt minnkandi ár frá ári? Ţá muni ţetta trúskatta fyrirkomulag hćtta ađ vera "arđbćrt" og ađskilnađur ríkis og kirkju hlýtur ađ vera eđlilegt framhald (ef mađur er bjartsýnn).


Haukur Ísleifsson (međlimur í Vantrú) - 07/03/13 01:42 #

Ég vil nú gefa íslensku trúfólki ađeins meira "credit" en ţađ. Ćtli ţađ vćru ekki einhver 30-50% landsmanna sem myndu hafa fyrir ţví ađ skrá sig og sín börn í ríkiskirkjuna. Jafnvel fleiri ef ađ hún sendir út markpóst á nýbakađa foreldra eđa tengir ţetta skírn/fermingu.

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.