Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hugsað án trúarbragða

Kalli og Dalli

Öll helstu trúarbrögð heims, með áherslu sinni á ást, samhyggju, þolinmæði, umburðarlyndi og fyrirgefningu, geta boðað og boða siðferði. En raunveruleikinn sýnir að í heimi nútímans nægir ekki lengur að byggja siðfræði á trúarbrögðum. Þess vegna verð ég æ sannfærðari um að tímabært sé að finna leið til að hugsa um andleg málefni og siðfræði án trúarbragða. [#]
Dalai Lama

Ritstjórn 13.09.2012
Flokkað undir: ( Fleyg orð )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 13/09/12 09:13 #

Öll helstu trúarbrögð heims, með áherslu sinni á ást, samhyggju, þolinmæði, umburðarlyndi og fyrirgefningu

Ef áherslan væri á þetta væri heimurinn eflaust betri en hann er - en ætli boðunin sé ekki ofar á forgangslista flestra trúarbragða.

Annars hefur Dalli alveg rétt fyrir sér, siðferði er óháð trúarbrögðum. Ég efast um að Karl sé sammála því, eða svo ég vitni í fyrrverandi biskup:

Og þegar Guði er úthýst úr lífi manns og mannhyggjan er sett á stall, þá verða það ekki frelsið og friðurinn og lífið sem við tekur, heldur helsið og hatrið og dauðinn. #


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 13/09/12 09:56 #

Menn geta borið saman tilvitnanir í Dalai Lama og biskupinn í gamalli grein á Vantrú af tilefni heimsóknar hans hingað.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.