Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Norðmenn taka skref í rétta átt

Frá Noregi berast þær fréttir að Norðmenn hafi ákveðið að taka stórt skref í átt til aðskilnaðar ríkis og kirkju. Héðan í frá munu biskupar og prestar ekki vera skipaðir af hinu opinbera og ekki verður gerð krafa um að meira en helmingur ríkisstjórnarinnar séu meðlimir í norsku ríkiskirkjunni. Enn vantar ýmislegt upp á aðskilnað, til dæmis verður enn ákvæði í norsku stjórnarskránni um forréttindastöðu norsku ríkiskirkjunnar.

Norðmenn eru semsagt eftirbátar okkar íslendingar í þessu efni. Skrefin sem þeir stíga nú hafa verið stigin hér á landi. Eins og lesendur Vantrúar vita hefur ekki enn verið klippt á naflastrenginn milli ríkiskirkju og ríkis á Ísland.

Vonandi munu Norðmenn og Íslendingar í nánustu framtíð taka skrefið til fulls og tryggja fullt jafnrétti í trúfrelsismálum.

Hægt er að lesa um málið hjá dagbladet.no og norsku húmanistasamtökunum.

Ritstjórn 15.05.2012
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú , Vísun )

Viðbrögð


Jon Steinar. - 18/05/12 17:01 #

Það er hinn uppdiktaði leigusamningur ríkisins á jörðum sem kirkjan átti aldrei, sem er þrándur í götu þess að hér verði aðskilnaður. Þetta er nákvæmlega sami díll og heldur bresku konungsfjölskyldunni í vellystingu praktuglega án þess að hún geri nokkurt gagn. Auðvitað vísað til hefðar jú, hvað sem það nú eiginlega þýðir.

Skoðið þetta: http://www.youtube.com/watch?v=_2IO5ifWKdw

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.