Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kjaftæði í sjónvarpinu

Living matrix

Í kvöld mun Ríkissjónvarpið sýna myndina Living Matrix: A film on the new science of healing. Umrædd mynd er sett upp sem heimildarmynd en er í raun lítið annað en auglýsing fyrir skottulækningar. Myndinni er ætlað að fjalla um „kraftaverkalækningar sem ekki er hægt að útskýra með hefðbundnum vísindum“, eins og stendur í lýsingu hennar. Í rauninni er það sem fram kemur í myndinni einn stór misskilningur á vísindum, já eða útúrsnúningur. Hægt er að finna ítarlega umfjöllun um myndina og tengsl hennar við raunveruleg vísindi hér.

Myndir á borð við þessa gera ekkert nema koma inn ranghugmyndum hjá áhorfendum og ýta undir notkun á skottulækningum og afneitun á þeim aðferðum sem sýnt er að virki. Það má spyrja sig að því hversu vel það fari saman við hlutverk RÚV að veita slíku kukli athygli með því að taka áróðursmyndir af þessu tagi til sýninga.

Undanfarið hefur farið mikið fyrir því að fjölmiðlar fjalli á gagnrýnislausan hátt um „óhefðbundnari“ hluta heilsugeirans. Slíkt getur haft slæmar afleiðingar og það má velta því fyrir sér hvort að ekki megi gera þá kröfur til fjölmiðlamanna að þeir kynni fleiri en eina hlið á málum sem vitað er að eru umdeild meðal fræðimanna á viðkomandi sviðum. RÚV ætti líklega að vera í fararbroddi þegar kemur að ábyrgri fjölmiðlun á Íslandi. Því miður virðist stofnunin ekki ná að uppfylla það hlutverk sitt.

Vantrú hvetur þá sem horfa á þessa mynd í kvöld að gera það með gagnrýnu hugarfari. Aðferðir kuklara til þess að koma sér á framfæri eru allstaðar eins. Þeir sem hafa skoðað þann heim hér á Íslandi munu án nokkurs efa sjá og heyra margt sem þeir kannast við í myndinni í kvöld

Ritstjórn 02.05.2012
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Halldór L. - 02/05/12 14:07 #

"Hefðbundin vísindi". Þessi frasi einn og sér dæmir allan þáttinn. Að segja "hefðbundin vísindi" er eins og að segja "hefðbundin stærðfræði" eða "hefðbundin rökhugsun".

Það eru engar óhefðbundnar lækningar; það eru einungis lækningar sem búið er að sýna fram á að virki og svo kjaftæði.


Jóhann Ingi (meðlimur í Vantrú) - 02/05/12 14:24 #

Ég veit ekki með ykkur en ég ætla að setjast niður í sófann með hefðbundið popp sem ég poppaði í hefðbundna örbylgjuofninum mínum og hlæja á hefðbundinn hátt að þessari vitleysu.


Halldór L. - 02/05/12 14:35 #

Word. Þetta er fyrir efahyggjumann eins og Klovn er fyrir venjulegt fólk.

Bara byggt á raunverulegum atburðum.


hilmar - 02/05/12 20:31 #

Ekki ætliði að ganga svo langt að kalla andalækningar, heilun og reiki Kjaftæði ? Hvað t.d með Einar lækningarmiðil sem komið hefur fjölda dauðvona sjúklingnum til heilsu og fjörs ?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 02/05/12 20:45 #

Jú, við göngum einmitt svo langt að flokka það sem þú telur upp sem kjaftæði.


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 02/05/12 20:59 #

Það er svo magnað, Hilmar, að ég get ekki greint í sundur grínista sem segja svona hluti eins og þú og fólk sem meinar þetta í raun.

Það er svo súrréalískt að heyra svona hluti að maður vonar alltaf að fólk sé að grínast.

Miðlar, galdrar, álfar, geimverur, galdrakallar og nornir.

Erum við 8 ára?

En jafnvel þótt þú sért að grínast þá er virkilega til fólk sem trúir þessu.

Það er magnað. Og sorglegt.


hilmar - 02/05/12 21:13 #

Miðlar, galdrar, álfar, geimverur, galdrakallar og nornir.

Ég skal taka undir efasemdir um norninar, nema þá þær sem ganga á meðal vor, en þar er vænn slatti á ferð að mér sýnist.

Geimverur ? Varla er alheimurinn líflaus að undanskilinni jörð.

Álfar eru auðvitað eins og hvert annað kjaftæði, en guð forði okkur um að efast um huldufólkið sem vakir yfir okkur og vill okku gott eitt.

Eða varla efist þið um hið góða líka ?


Arnar Sigurður (meðlimur í Vantrú) - 02/05/12 21:22 #

Í alvöru Hilmar? Ertu svona lítið hresst internet-tröll?


Siggeir F. Ævarsson (meðlimur í Vantrú) - 02/05/12 21:28 #

Það hefði verið nær fyrir RÚV að sýna þetta: http://www.youtube.com/watch?v=YMvMb90hem8


Jóhann Ingi (meðlimur í Vantrú) - 02/05/12 22:57 #

Þetta er augljóslega tröll.

...vona ég.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 02/05/12 23:43 #

Ég held mér sé óhætt að segja að allir sem horfðu á þessa mynd séu nú örlítið vitlausari en þeir voru.

Þvílíkt og annað eins kjaftæði. Þetta er ótrúleg mynd.


Siggi - 03/05/12 00:12 #

http://weeksmd.com/2009/01/success-rate-of-chemotherapy-21-hunh/

http://www.pancreatic.org/site/c.htJYJ8MPIwE/b.891917/k.5123/PrognosisofPancreatic_Cancer.htm

Survival Rates According to the American Cancer Society, for all stages of pancreatic cancer combined, the one-year relative survival rate is 20%, and the five-year rate is 4%

Steve Jobs lifði með meinið í heil 8 ár, sem þýðir að hann var einn af þessum 4 prósent. Eruð þið sjálfir ekki stundum með tröllatrú á ykkar vísindum án þess að líta á þau með gagnrýnum hug. Getið þið sýnt mér fram á vísindalegar sannanir sem sýna fram á að chemotherapy sé mun betri kostur en að reyna laga meinið með mataræði? Hvað ef þetta 2% meðaltal, hefði lagast hvort eðer og meðferðin var einungis aukaóþægindi?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 03/05/12 00:24 #

Hver minntist á Steve Jobs?

Jobs var "heppinn", krabbamein hans uppgötvaðist snemma og hægt hefði verið að skera það. Lífslíkur hans voru því mun betri en þínar tölur benda til. Enda sá Jobs eftir þessari ákvörðun sinni síðar.


Björn Friðgeir - 03/05/12 07:27 #

Þar að auki "Jobs had a rare form of the cancer, known as neuroendocrine cancer, which grows more slowly and is easier to treat," "For that type, the sort that Jobs had, "survival is measured in years, as opposed to pancreatic cancer, which is measured in months."

http://www.scientificamerican.com/article.cfm?id=pancreatic-cancer-type-jobs
og
http://www.huffingtonpost.com/2011/10/21/steve-jobs-refused-surgery_n_1024423.html

Þannig að Steve Jobs kemur þessu einmitt við. Hann hefði líklega lifað mun lengur ef hann hefði ekki farið í bullið fyrst.


Ragna E - 03/05/12 09:34 #

sorglegt að sja reiðina i ykkur, þetta var falleg mynd af fallegum hlutum, þessir 2 heimar geta unnið saman, semsagt vestrænar lækningameðferðir og andlegar lækningameðferðir...

barnið mitt var osjukdomsgreind i 5 ár en ég trúði svo heitt að svarið var að finna og viti menn henni bráðvantaði vitamin B2... VITAMIN!! ég var buin að vera gratbiðja lækna um að tjekka a vitamin statusnum hennar siðan 2008 en ekkert nema þrongsyni og sparnaður...

Við vitum öll að án goðrar næringar, hvortsem það er matur eða andleg næring þrifumst við ekki og veikjumst!!

Hugurinn er eins og regnhlif, virkar best OPINN!!!!

kærleikskveðja


G2 (meðlimur í Vantrú) - 03/05/12 12:04 #

@ Ragna E

Hér er enginn reiður, aðeins umhugað um að þvaður sé aðgreint frá ábyrgri umfjöllun um lækningar og raunverulegar leiðir til góðrar heilsu.

Hjá sumum er hugurinn svo opinn að heilinn hefur dottið út - ekki láta það henda þig.


Jón Steinar - 03/05/12 20:16 #

DV liggur ekki á liði sínu: http://www.dv.is/fokus/2012/5/3/hvernig-ad-dreyma-fyrir-framtidinni/

Ég vona að ég móðgi ekki neinn þótt ég sé ekki PC hér, en mér virðist sem konur séu margfalt ginnkeyptari fyrir svona djöfurls rugli en karlar.

Hvað er málið með ykkur stelpur? Ekki eruð þið svona hlandvitlausar?


Jón Steinar - 03/05/12 20:22 #

Mér finnst annars að það sé hægt að stefna höfundum þessarar myndar fyrir vísvitandi blekkingar. Bara það að kalla þetta "The new SCIENCE of helaing" er örugglega brot á þó nokkrum siðareglum og lögum.

Það er væntanlega einhver skilgreining á því hvað geta kallast vísindi og hvað ekki.

Er þetta ekki sama hyskið og pródúseraði What the bleep... og The Secret, sælla minninga?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 03/05/12 23:39 #

Það er áhugavert að fylgjast með klappstýrum gervivísinda í þessari umræðu á vefnum. Margir virðast haldnir þeirri ranghugmynd að við sem gagnrýnt höfum RÚV fyrir að sýna þessa mynd viljum banna myndina. Hver hefur sagt eitthvað slíkt?

Það er reyndar óskaplega algengt að fólk sem þolir ekki Vantrú geri okkur upp bannhyggju. Af einhverjum undarlegum ástæðum getur sumt fólk ekki greint milli gagnrýni og ritskoðunar.

Reyndar er bannað að svíkja og pretta. Vörusvik og fjársvik eru ólögleg. Ég er ekki mótfallinn slíkum lögum.

Tel aftur á móti ekki ástæðu til að banna þessa "heimildarmynd" eða álíka rusl. Samt finnst mér algjörlega út í hött að Ríkissjónvarpið kaupi hana og sýni. N.b. þessi sama sjónvarpsstöð hefur hafnað ótal myndum, það fæst ekki allt sýnt í sjónvarpi allra landsmanna.

Svo er það þetta með að "vestræn læknavísindi" hafi brugðist einstaklingum og þar af leiðindi séu gervivísindi í lagi. Hvaða hugsanavilla er það? Hver hefur haldið því fram að læknavísindin séu fullkomin og hafi svar við öllu? Aldrei hef ég séð slíkar fullyrðingar. Veit bara að nútíma læknavísindi hafa bætt líf óskaplega margra afskaplega mikið. Meira að segja geðsjúklingar hafa það örugglega töluvert betra í dag heldur en fyrir hundrað eða tvöhundruð árum.


Jón Bergþór - 04/05/12 00:18 #

Þetta var þáttur sem átti fullan rétt á því að vera sýndur í ríkisjónvarpin, þessi afstaða ykkar gerir ekkert nema dæma ykkur sjálfa.


Leibbi - 04/05/12 02:37 #

Sá ekki nema brot af þættinum.

Þoli ekki handaryfirlagningu og hef bókstaflega enga trú á henni.

Velti hins vegar fyrir mér fyrir þeim viðbrögðum öllum þeim sem tjá sig hér sem eiga hugsanlega á unga aldri eftir að dvelja við dauðarins dyr.

þeir sem eiga eftir að koma lífs af eiga kannski fyrst og fremst þakka góðu hugarfari sínu og jafnvægi meira en lyfjagjöfum?

Enda sé jafnvægi og gott hugarfar góð leið að bættri heilsu.

Þeir sem láta í minni pokann munum við auðvitað lítið vita um eða neitt.


Kristján L (meðlimur í Vantrú) - 04/05/12 09:13 #

Takk fyrir þessa málefnilegu viðbót í þessa umræðu, Jón Bergþór. Við í Vantrú munum núna endurskoða lífsskoðanir okkar í kjölfari ummæla þinna.


gös - 04/05/12 10:25 #

@Leibbi:

Líka þeir sem sleppa við berkla? Er það líka kannski fyrst og fremst góðu hugarfari að þakka?


Sigurjón - 04/05/12 13:01 #

Er ekki spurningin þessi:

Af hverju er þetta sýnt í almenningssjónvarpi og kallað heimildamynd? Almenningssjónvarp á að vera trygging fyrir gæðum. Þess vegna er það til.

Það er ekki hægt að bjóða uppá rusl undir þeim formerkjum að allir heilvita menn eigi að sjá að þetta er rusl.

TLM-myndinni hefur verið dreift á DVD-diskum undanfarin þrjú ár. Þetta dellumak er þekkt um öll lönd. Hefur RÚV ekki efni á að kaupa vandaðar heimildamyndir? Fyllir þess í stað sendingatímann með aðsendum áróðri af því að hann kostar ekkert?


Jón Steinar - 04/05/12 18:21 #

Megin rangfærslurnar eru að kalla þetta vísindi og myndina heimildamynd. Hvort tveggja er rangt. Það er svo kannski vísindalegt verkefni að sýna fram á að innihaldið væri beinlínis hættullegt auðtrúa fólki. Sé svo, þá hefði vel mátt banna hana.

Boðskapur hennar byggir á því að fólk geti einfaldlega hugsað til sín bata á banvænum sjúkdómum. Að því leyti er hún hættulegri en t.d. efnishyggjumysteríudellumakeríið The Secret, sem hélt því fram að fólk gæti hugsað til sín peninga og hluti og jafnvel auð bílastæði. :D

Ég heyrði t.d. unga stúlku fullyrða að hún hafi "Síkretað" til sí Ipone.

Kuklklappliðið ætti kannski að reyna að "Síkreta" til sín grundvallar þekkingu um virkni og eðli heimsins. Geri það að áskorun minni.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.