Á morgun, þann 27. janúar, verður málþing um akademískt frelsi í kennslu og rannsóknum, haldið í Háskóla Íslands. Málþingið fer fram í stofu 132, í Öskju, klukkan 13:00. Í frétt Stúdentablaðsins kemur fram að kveikjan að a.m.k. einu erindi á málstefnunni eru "viðbrögð við umræðu sem skapaðist um akademískt frelsi í Háskólanum eftir að félag Vantrúarmanna kærði umfjöllun Bjarna Randvers Sigurvinssonar um félagið í kennslustund við guðfræðildeild háskólans".
Þetta gæti orðið fróðlegt málþing og við hvetjum áhugamenn að mæta, bæði háskólafólk og aðra.
Þarna hlýtur að vera fjallað um hagsmunaárekstra starfsmanna sem bæði þiggja laun fyrir trúarkennslu í HÍ og fyrir trúboðsstörf hjá Þjóðkirkjunni. Skrifa í blöð sem fræðimenn HÍ jákvætt um kirkjuna og neikvætt um alla gagnrýni á hana og kristindóminn. Þessir menn hafa ekkert akademískt frelsi heldur er bundnir fjárhagslegum styrk kirkjunnar. Það er ljóst að þeir hafa mikla fjárhagslega hagsmuni á því að gleðja biskupstofu til að komast að kjötkötlunum.
Akademískt frelsi felst auðvitað í því að segja hvaða helvítis vitleysu sem er án þess að nokkur megi mótmæla.
... og hvert er akademískt frelsi þess sem hefur gert það heit að gera Jesúm Krist að leiðtoga lífs síns. Trúir og tekur leiðsögn yfirnáttúrulegra afla. Hefur slíkt áhrif á kennsluna eða fræðimanninn? Hvernig fer það saman kennsla og leiðtogadýrkun? Þjóna þeir einum herra eða sínu akademíska frelsi? Hvað ræður á endanum rannsóknarniðurstöðu þeirra?
Þetta er ósköp einfalt.
Kennarar hafa fullt málfrelsi á meðan þeir eru á kaffistofunni.
Þegar þeir eru í kennslustofu, eru þeir að sinna því starfi sem þeir voru ráðnir til - að kenna nemendum námsefnið.
Vinnustaðir hafa fullan rétt til þess að takmarka málfrelsi starfsmanna, sérstaklega ef þeir eru að bera út róg um fólk eða stofnanir, hvort sem það tengist náminu eða ekki. Það er nógu slæmt ef kennarinn lætur falla dylgjur og rangfærslur um einhvern eða eitthvað sem kennarinn er ekki sammála, það er verra ef það er partur af námsefninu og skólastjórn gerir ekki athugasemd.
Það yrði sjálfsagt talsvert uppistand ef kennari hefði það í glærum sínum að Sjálfstæðisflokkurinn væri samansafn af óyndismönnum og notaði til þess tilvitnanir í ýmsa ráðamenn slitnar úr samhengi. Ég sé lítinn mun á því eða því sem varð til kæru Vantrúar.
Felst ekki akademíkst frelsi í því að mega RANNSAKA það sem mann langar og segja skoðanir sínar í opinni umræðu, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af starfinu sínu?
Varla felst akademískt frelsi í því að mega KENNA hvað sem er ef ekki er passað upp á jafnvægi milli mismunandi viðhorfa.
Svo er eins og að það hafi gleymst að minnast á akademíska ábyrgð (öllu frelsi fylgir jú ábyrgð), akademísk vinnubrögð og akademíska ögun í þessari tilkynningu.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Matti (meðlimur í Vantrú) - 26/01/12 13:40 #
Ætli rætt verði um frelsi kennara til að skila einkunnum seint? Hvaða ofstæki er þetta eiginlega að kæra?