Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Guðfræði og trúarbragðafræði - viðtal við Guðmund Inga Markússon - fyrri hluti


Fyrir fáeinum misserum settust þeir Hjalti og Birgir niður með Guðmundi Inga Markússyni trúarbragðafræðingi og ræddu um þann geira fræðimennsku sem snýr að trú og trúarbrögðum. Í þessum sunnudagaskóla hlýðum við á fyrri hluta þess spjalls, en síðari hlutinn birtist hér að viku liðinni.

Einnig má hlaða niður skránni hér með því að hægrismella á tengilinn og velja "save as".

Ritstjórn 08.01.2012
Flokkað undir: ( Sunnudagaskólinn )

Viðbrögð


Pétur - 08/01/12 14:44 #

Áhugavert viðtal, held að bæði trúaðir og trúlausir geti fundið sterkan sameiginlegan grundvöll í þessari nálgun. Þá á ég við að samkvæmt þessu eru allir með þennan eiginleika sem að fellst í þeirri áráttu að þurfa að fylgja einhverri rútínu til að upplifa eitthvað sem er huglægt. Sumir fara í kirkju og aðrir horfa t.d. á íþróttaviðburði.

Fannst líka áhugavert með spurninguna um af hverju kristnir hafa svona mikla þörf fyrir því að fá fólk til að trúa á þrenninguna og hvort það væri ekki leið til að fá fólk til að ganga til liðs við sig. Í raun finnst mér svarið liggja í þessari vefsíðu. Við reynum öll að fá fólk til að fylgja okkar skoðun og leggjum mikið á okkur til að fá fólk til að ganga til liðs við okkur, þannig fáum við viðurkenningu í samfélaginu um að við höfum "rétt" fyrir okkur og getum haldið okkar fána á lofti með breiða fylkingu að baki okkar.

Ég er ekki að reyna að benda á að eitthvað sé betra en annað í þessum efnum en í öllum hugsjónum og/eða félagasamtökum, þá veldur sá er á heldur og við ættum ekki að reyna að finna alltaf það slæma í fari hvors annars til að sannfæra aðra um ágæti okkar. Við eigum að virða skoðun hvors annars og upphefja okkur á eigin ágæti en ekki á löstum þeirra sem eru annarra skoðanna en við sjálf.

Við eigum auðvita alltaf að gagnrýna og taka á hlutum ef að einhver persóna, aðili eða félagasamtök gera eitthvað rangt en það á ekki að vera til að upphefja okkur sjálf.

Hér þarf kirkjan að taka rækilega til hjá sér sem og aðrir sem telja sig hafa "sannleikann" i höndum sér.

Með vinsemd og virðingu Pétur


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 08/01/12 16:01 #

Í viðtalinu var komið inn á goðmögnun náttúrufyrirbæra og þörfina fyrir að vita.


Hjalti Rúnar (meðlimur í Vantrú) - 09/01/12 14:06 #

Og kannski rétt að benda á að grein Guðmundar sem ég minnist á er hérna: Eru trúarbrögð náttúruleg? (*.pdf)


Benni - 03/02/12 02:11 #

Pétur. Þú segir "Hér þarf kirkjan að taka til....." Ert þú þá undanskilinn. Ég vil fá fólk til liðs við okkur af því að ég tel kristna trú göfgandi,þ.e.a.s.,góðan siðferðilegan grunn.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.