Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Þörfin fyrir að vita

Oft er því haldið fram að trúarþörf mannkynsins sé innbyggð í það. Telja þetta jafnvel sönnun fyrir tilvist skapara. Ég hallast að því að þetta sé ekki þörf fyrir að trúa heldur þörfin fyrir að vita.

Í forneskju þegar vitundarljósið var að kvikna í kolli okkar stóðum við ráðþrota og hrædd gagnvart náttúruöflunum. Við drógum ranglega þá ályktun að þrumurnar, jarðskjálftarnir og fellibyljirnir væru verk yfirnáttúrulegra vera og gengum svo út frá því sem vitneskju árþúsundum saman.

Trúarbrögðin eru ófullkomin leið forfeðra okkar að sannleikanum, leið sem farin var án farartækja. Vísindin létu okkur síðan farartækin í té. Og það er ekkert athugavert við það að trúuðum einstaklingum sé bent á að þessar rútur til sannleikalandsins séu til reiðu.

Það er nefnilega svo dapurlegt að sjá þá villast fótgangandi úti í auðninni.

Birgir Baldursson 09.10.2003
Flokkað undir: ( Vísindi og trú )