Ingvar Sigurgeirsson prófessor var skipaður formaður siðanefndar í máli sem lesendur ættu að þekkja vel og flestir eru væntanlega búnir að fá nóg af. Í kjölfar yfirlýsingar hóps háskólamanna sendi Ingvar þennan tölvupóst á póstlista HÍ. Fréttastofa RÚV vitnar í póstinn. Nú hafa báðir formenn siðanefndar tjáð sig um málið opinberlega, því áður hafði Þórður Harðarson skrifað grein í Morgunblaðið.
Kæra þessi var dregin til baka þann 28. apríl sl. Engin kæra liggur því fyrir í málinu.
Sá sem þetta ritar átti að stýra sérstakri siðanefnd til að fjalla um þetta erindi Vantrúar. Ég tók við málinu þegar Þórður Harðarson hvarf frá því í júlí á síðasta ári.
Það segir sína sögu um þróun þessa máls að formaður Vantrúar varð hvumsa við þegar hann var boðaður á fund siðanefndar til að útskýra kæru félagsins. Samtökin hefðu aldrei kært neinn, heldur gert alvarlegar athugasemdir við kennslugögn á námskeiði þar sem m.a. var fjallað um félagið og einstaklinga innan þess. Vantrúarmenn töldu þau ummæli meiðandi.
Ég leyfi mér, í tilefni af þessari yfirlýsingu, að lýsa mikilli hryggð yfir því hvernig þetta mál hefur verið rekið af ýmsum málsaðilum. Það hefur skaðað Háskólann. Umræðan hefur einkennst af óútskýranlegum „hroka, þröngsýni og mannfyrirlitningu” sem mér finnst ósamboðin háskólaborgurum. Gæsalappirnar utan um orðin „hroka, þröngsýni og mannfyrirlitningu” set ég af því að þau eru tekin úr tölvuskeyti frá einum þeirra sem undirritar þessa yfirlýsingu, en hann notar þau um siðanefnd Háskóla Íslands! Það er sorglegra en tárum taki að orð sem þessi skuli vera dæmigerð fyrir umræðuna í þessu máli.
Í yfirlýsingunni kemur fram að fjöldi fræðimanna innan og utan Háskólans hafi fullrannsakað málið og komist að niðurstöðu. Vel má vera að þær niðurstöður séu réttar. Einn vandinn í þessu máli er aftur á móti sá að þessu ágæta fólki var ekki falið þetta verkefni. Mér var falið það, ásamt fjórum öðrum siðanefndarmönnum, allt mætum einstaklingum. Okkur tókst ekki að ljúka þeirri rannsókn og raunar varla að hefja hana.
Fyrir hinni nýju nefnd vakti að kynna sér málið til hlítar, skoða kennsluefnið, afla nauðsynlegra gagna um námskeiðið og fara í saumana á athugasemdum Vantrúar, sem og að lesa ítarlega greinargerð Bjarna Randvers sem hann hafði lagt fram. Þá vildu nefndarmenn ræða við hann og helst einhverja af þeim nemendum sem sátu námskeiðið. Þessi áform náðu ekki fram að ganga. Bjarni Randver Sigurvinsson kom aðeins einu sinni til fundar við okkur og þá eingöngu til að tjá okkur að ekkert yrði af fundi. Hafi Bjarni Randver verið beittur ranglæti var það mitt verk og nefndarinnar að sjá til þess að mál hans fengi réttláta málsmeðferð. Bjarni Randver kaus að ræða ekki við okkur og taldi nefndarmenn alla vanhæfa. Hálfu ári var sóað til einskis í lagaþrætur um þetta. Ég árétta að Bjarni Randver var margboðaður til viðræðna við nefndina. Á fundi nefndarinnar mættu stuðningsmenn hans og lögfræðingar sem ekki kom að miklu gagni því ekki höfðu þeir frekar en við setið þá kennslustund eða kennslustundir þar sem kennsluefnið umdeilda var til umfjöllunar.
Eitt það sérstæðasta í þessu máli er að nokkrir þeirra sem undirrita þessa yfirlýsingu, virtir fræðimenn, lögðust með formlegum hætti gegn því að siðanefndin fengi tiltekin gögn í málinu.
Ég mun hér eftir sem hingað til reyna að halda mig til hlés í umræðu um þetta mál. Sú umræða sem fram fór innan siðanefndarinnar og við ýmsa aðila innan Háskólans var bundin trúnaði, a.m.k. hélt ég að svo ætti að vera – og held enn.
Ég vil líka, að marggefnu tilefni, leyfa mér að hvetja háskólafólk til að kynna sér erindi Vantrúar, kennsluefnið og greinargerð Bjarna Randvers áður en það tekur afstöðu í málinu.
Að lokum þetta: Á öllum stigum málsins hefði verið hægt að leysa það með yfirvegaðri og málefnalegri samræðu. Á því var í raun ekki gefinn kostur fyrr en daginn sem kæran var dregin til baka. Ég leyfi mér að leggja til að Bjarni Randver fái sanngjarnar bætur vegna þess skaða sem hann hefur orðið fyrir. Það virðist því miður hafa farið fram hjá mörgum, í allri yfirlýsingargleðinni, að það hafa margir fleiri skaðast af þessu máli. Nú verður að fara að græða sár og byggja upp. Jafnframt leyfi ég mér að brýna fyrir háskólafólki að temja sér kurteisi gagnvart því fólki sem hefur athugasemdir við störf okkar. Fordómar mega ekki einkenna viðbrögð okkar. Það má og það á að gagnrýna Háskóla Íslands. Hann á að nærast á samskiptum við samfélag sitt. Við eigum óhikað að eiga samskipti við alla þá sem láta sig mál skólans varða og fagna þeim sem vilja koma athugasemdum á framfæri.
Ingvar Sigurgeirsson prófessor, formaður siðanefndar Háskóla Íslands, skipaður ad hoc í kærumáli 1/2010
Og Bjarni Randver heldur því fram án þess að blikna, að hann hafi ekki fengið að tjá sig við siðanefnd.
Hvaða rugl er þetta?!
Og yfir hundrað háskólamenn skrifa undir þessa vitleysu.
Held að ég fari erlendis í háskóla, svei mér þá ef þetta er dæmi um vinnubrögðin.
Ég hef misst allt álit á því fólki sem skrifar undir þessa yfirlýsingu um að ekkert hefi verið athugavert við kennsluna.
Núna er ég í háskóla og hafa þessir kennarar og prófessorar sagt mér að þau kynni sér ekki gögn, taki afstöðu bilnt og án rökhugsunnar. Hvernig á ég að treysta þannig kennara?
Þessi listi verður geymdur og ætla ég að reyna að sneiða frá öllum þeirra kúrsum og verkum því það er bersýnilega ekki takandi mark á efni frá þeim! Óþolandi!
Þórður Ingvarsson, áður hafa komið fram ástæður þess að BRS vildi ekki koma fyrir nefndina. Hann treysti ekki nefndinni sem hóf sáttaumleitanir við Vantrú mánuðum saman án þess að hann fengið að koma að málum. Það gat litið út eins og hann væri sekur áður en málið væri skoðað. Og það stendur ekki í bréfi Ingvars að BRS hafi komið í veg fyrir að nefndin fengi gögn: "nokkrir þeirra sem undirrita þessa yfirlýsingu, virtir fræðimenn, lögðust með formlegum hætti gegn því að siðanefndin fengi tiltekin gögn í málinu". Það kemur illa út fyrir Vantrú ef þið snúið svona útúr málum.
Rósa, talandi um að snúa út úr málum.
Hann treysti ekki nefndinni sem hóf sáttaumleitanir við Vantrú mánuðum saman án þess að hann fengið að koma að málum
Eins og fram hefur komið ræddi formaður siðanefndar við yfirmann Bjarna, enda hafði sá maður sent siðanefnd bréf og sagt að hann kæmi fram fyrir hönd Bjarna í málinu.
Þessar sáttaumleitanir stóðu alls ekki mánuðum saman og um leið og þeim lauk reyndi nefdin að taka málið fyrir - en Bjarni og stuðningsmenn hans vildu ekki ræða við hana.
Það varð úr að formaður nefndarinnar vék og Ingvar tók við formennsku. Auk hans komu tveir aðrir aðilar inn í nefndina. Þannig að þeir sem fyrir höfðu verið í nefndinn (en ekkert komið að sáttaumleitunum) voru í minnihluta í nefndinni.
Ertu að segja að það hafi verið stuðningsmenn Bjarna Randvers, en alls ekki hann sjálfur, sem komu í veg fyrir að nefndin fengi gögn?
Bjarni Randver var ekki á móti því að mæta fyrir siðanefnd HÍ, hann vildi bara að skipt væri út öllum meðlimum nefndarinnar því óhæfi smitar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að nefndin fjalli um mál sem hún hefur þegar klúðrað og brotið gróflega á BRS, jafnvel þótt það sé búið að skipta út nokkrum meðlimum.
hann vildi bara að skipt væri út öllum meðlimum nefndarinnar því óhæfi smitar.
Ekki var sýnt fram á nokkuð óhæfi, þannig að jafnvel þó óhæfi smitist (sem mér þykir glannaleg fullyrðing) er ekki þar með sagt að Bjarni hafi átt nokkurn rétt á því að velja persónulega þá siðanefnd sem fjalla átti um mál hans.
1) Getur verið rétt hjá þér en fram hefur komið að málið hafi tekið langan tíma á þessu fyrsta stigi án þess að kennarinn hafi vitað af því.
2) Ég tek úr bréfi Ingvars hér að ofan: "... nokkrir þeirra sem undirrita þessa yfirlýsingu, virtir fræðimenn, lögðust með formlegum hætti gegn því að siðanefndin fengi tiltekin gögn í málinu", Þórður snýr útúr þessu með því að segja hér efst að BRS hafi komið í veg fyrir að nefndin gæti fengið gögn... en það er ekki rétt eins og allir geta lesið.
Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 14/12/11 16:06 # Það er áhugavert að BRS hafi þvertekið fyrir að mæta fyrir siðanefnd og kom auk þess í veg fyrir að nefndin gæti fengið tiltekin gögn til þess að meta málið.
Ekki gleyma aðalatriðinu! Félag sendir athugasemd inn til Siðanefndar HÍ (ekki "kæru" eins og stuðningsfólk BR segir alltaf)
Félagið uppsker eftirfarandi:
-Brotist er inn á lokað spjallsvæði og þaðan stolið gögnum.
-Þessi gögn eru svo notuð til að sjóða saman einhvern "pakka" sem er sundurslitin og tekin úr samhengi við alla heilbrigða skynsemi
-Orð fólks eru tekin úr samhengi og fólki gerðar upp skoðanir á allskonar lykilfólki í Háskólanum.
-Þessi pakki er síðan sýndur öllum þeim sem BR telur heppilega bandamenn. Í sumum tilfellum var þetta SAMSTARFSFÓLK þess sem fjallað var um.
-Þetta er sem sagt meðferðin á þeim sem voga sér að senda inn athugasemd vegna kennslu við HÍ.
-Hneyksli!
fram hefur komið að málið hafi tekið langan tíma á þessu fyrsta stigi án þess að kennarinn hafi vitað af því
Það er ekki rétt.
Já þetta er hneyksli.
Og ekki er það skárra að yfir hundrað starfsmenn háskóla á Íslandi skrifa undir vinnubrögðin.
Tökum sambærilegt dæmi úr heilbrigðislífnu. Hugsum okkur manneskju sem klagar (ekki kærir) einhvern lækni fyrir Landlænknisembættinu.
Eftirfarandi gerist:
-Brotist er inn í sjúkraskár viðkomandi
-læknaskýrslur eru lesnar, kokkaðar upp á nýtt svo að þær líti sem verst úr fyrir viðkomandi.
-læknaskýrslurnar eru síðan notaðar til sem vörn í máli þess klagaða. Aðferðin er að gera lítið úr persónu þess sem klagar (ekki að svara klöguninni)
-Sá sem klagar lækninn gefst upp.
-Læknirinn hrósar sigri.
-Læknirinn fær síða kollega sína til þess að skrifa undir plagg að á honum hafi veri brotið.
-Þetta er hneyksli.
Nýjasta nýtt í málinu. Stuðningsmenn Bjarna Randvers telja að það sé hans að velja þau gögn sem siðanefnd skoðar í málinu!
Það er mat kennaranna að próflausnir nemenda í námskeiðinu hafi ekkert haft með málið að gera, nær hefði verið að ræða við nemendurna um kennsluna, eins og nefndinni bar að gera...
Er þetta fólk ekki með háskólagráðu? Sá sem rannsakar mál metur hvaða gögn hann telur sig þurfa, ekki sá sem verið er að rannsaka eða félagar hans.
Ég er farinn að halda að það sé eitthvað í þessum prófúrlausnum (og mati kennara) sem þolir ekki dagsins ljós. Ætli þær "týnist" nokkuð bráðlega?
Bíddu bíddu bíddu.....
-Er sá sem var klagaður að velja út hvaða gögn séu notuð sem eiga að skera úr um áreiðanleika klögumálsins?
-Getur læknir sem er klagðaður fyrir Landlæknisembættinu, sigtað út hvaða gögn landlæknir má skoða þegar áreiðanleiki ásakana á hendur honum eru metnar?
-Hvaða rugl er eiginlega í gangi þarna í Háskólanum?
Hvað sjáum við næst? Verður trúnaðargögnum stolið, þeim breytt og látin líta illa út og dreift meðal samstarfsfólks fólksins í siðanefndinni?
Hvar er rektor í þessu leikriti? Hversvegna lætur hún þetta viðgangast?
Ef að það leynist í þessum prófum (sem ekki mátti leggja fram) spurning um Vantrúarhópinn, þá ætti að vera hægur leikur að sjá út hvort kennslan sé eðlileg eða ekki.
Ef að svör nemenda er á þá leið að Vantrúarhópurinn sé samansafn ómenna, er vel hægt að skilja að sumir hafi ekki viljað afhenda þessi próf.
Það væri gaman að vita hvort þessi próf séu til eða þeim hafi verið fargað.
Þá væri hægt að sjá hvort einhver spurningin fjallaði um Vantrúarhópinn.
Ef að það leynist í þessum prófum (sem ekki mátti leggja fram) spurning um Vantrúarhópinn, þá ætti að vera hægur leikur að sjá út hvort kennslan sé eðlileg eða ekki.
Það var spurning um Vantrú. Af hverju ætli siðanefnd hafi verið meinað að skoða úrlausnir?
Ég sé ómögulega að Bjarni Radver eigi sjálfsagða kröfu um bætur í máli, sem hann spillti vísvitandi og aldrei var til lykta leitt.
Ég tel eðlilegt að hann fari þá hefðbundinn farveg og stefni Háskólanum um bætur.
Til þess að hann hafi einhvern grunn fyrir slíkri stefnu, þá held ég að Vantrú ætti að leggja málið að nýju fyrir siðanefnd. Ef ekki er hægt að ná saman marktækri siðanefnd innan Háskólans, þá er hann orðinn að atlægi í alþjóðlegu samhengi. Ekki má þessi stofnun við meiru.
Það er Bjarni sem hefur skaðað orðspor Háskólans með framferði sínu og þessir 109 eru orðnir samsekir þar að einhverju leyti. Kannski að Háskólinn eigi frekar kröfu á hendur honum.
Allavega tel ég að akademískur trúverðugleiki og framtíð Bjarna sé rokin út í veður og vind. Hann ætti að finna sér einhvern annan starfa.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 14/12/11 16:06 #
Það er áhugavert að BRS hafi þvertekið fyrir að mæta fyrir siðanefnd og kom auk þess í veg fyrir að nefndin gæti fengið tiltekin gögn til þess að meta málið.