Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Power Balance í þrot

Powerbalance drasl

Fréttir berast af því að fyrirtækið Power Balance sé orðið gjaldþrota . Fyrirtækið er frægt fyrir að selja plastarmbönd undir sama nafni sem það hefur fullyrt að auki jafnvægi, styrk og þol. Þessar fullyrðingar eiga hins vegar ekki við nein rök að styðjast. .

Ástæða gjaldþrotsins ku vera sú að fyrirtækið hafi þurft að greiða út tugmilljónir Bandaríkjadala til að gera út um dómsmál sem höfðað var vegna þess að Power Balance armböndin eru gagnslaust drasl úr plasti

Fyrir um ári viðurkenndi fyrirtækið opinberlega að varan væri gagnslaus, eftir að Samkeppnis- og neytendayfirvöld í Ástralíu komust að þeirri niðurstöðu að svik væru í tafli. Yfirvöld skylduðu fyrirtækið til að biðjast afsökunar opinberlega og endurgreiða öllum áströlskum viðskiptavinum sínum sem þess óskuðu.

Þrátt fyrir gjaldþrot og opinberar viðurkenningar á því að vera svikahrappar hyggjast Power Balance menn halda áfram að framleiða og selja skranið sitt

Íslenskir lyfsalar selja enn

Á sama hátt rembast íslenskir heilsuvörusalar, með Lyf og Heilsu fremst í flokki, við að selja sambærilegt plastdrasl hverjum þeim sem er nógu auðtrúa til að kaupa.

Baldvin Örn Einarsson 22.11.2011
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Jón Ferdínand - 23/11/11 11:02 #

Þetta eru nú meiri bjánarnir. Þeir fengu einhvern gaur sem vinnur í Brim í kringlunni og var að selja þetta drasl til þess að koma í viðtal í Harmageddon fyrir nokkrum vikum.

Það var nú alveg kostulegt, þó að dáðadrengirnir í Harmageddon voru því miður ekki nógu tilbúnir né upplýstir til þess að rakka hann niður af nógu miklum krafti.

Þessi gaur hélt því líka fram að hann hefði notað double-blind test á sér og nokkrum félögum sínum og þar með sannað virknina. Með líka svona stórt úrtak, uss suss suss.


Kristján (meðlimur í Vantrú) - 23/11/11 23:36 #

Flott að sjá samt að mönnum hefnist svikin, þ.e. gjaldþrotið.

Það er bara ekkert sjálfsagt í dag að menn séu áréttaðir fyrir að ljúga og svíkja fólk.

Sá samt þetta helvítis armband í Lyfju! Allir skammast í Lyfju!

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.