Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Power Balance: Gagnslaust drasl úr plasti

Jafnvægið ekki í lagi? Hvað er til ráða? Gæti verið að þú sért með of mikið af pening í öðrum vasanum sem er að valda þér ójafnvægi? Þá er ég með frábæra lausn fyrir þig, keyptu gagnslaust plastdrasl armband fyrir heilar fimm þúsund íslenskar krónur. Það ætti að koma þér í jafnvægi aftur!

Power Balance er gagnslaust plastdrasl armband sem nýtir sér einstaka tækni. Tæknin er það einstök að það er ekkert vísindalegt sem styður við hana. Hólógram í armbandinu er forritað til þess að gefa frá sér 7.83 hz sveiflur, sem (samkvæmt einhverjum gaur á netinu) merkilegt nokk hefur jákvæð áhrif á náttúrulegt orkusvið líkamans. Með þessu armbandi ertu að auka orkuflæði líkamans, sem hljómar næstum því vísindalega, ekki satt?

Ekki sannfærður? Hljómar einsog kjaftæði? Þá er hérna myndband með nokkrum mössuðum gaurum sem fengu borgað til þess að sannfæra þig um ágæti Power Balance armbandsins:

Vá, þetta bara virkaði! En þrátt fyrir það, þá var ástralski fréttaþátturinn Today Today hvorki sannfærður af þessu jútúbmyndbandi né af þessum vísindalega hljómandi orðum.

Ef þú ert ennþá spennt/ur fyrir að eyða fimm þúsund krónum í gagnslaust plastdrasl armband, þá geturðu nálgast vöruna hjá Púls.is.

Kristján Lindberg 29.10.2010
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Nonni - 29/10/10 16:29 #

Double blind test FTW!! Sorglegt samt hvað grey karlinn var samt tilbúinn að trúa öllu góðu um vöruna sína, jafnvel eftir að sýnt hafði verið fram á að þetta væri bara rugl.

Mér fannst líka mjög skemmtilegt þegar Dawkins bjó til double blind test f. dowsing í Enemies of reason.

Sjá á youTube


Eddi - 29/10/10 16:33 #

haha. þetta er svakalega fyndið, en það er ekki fyndið hvað fólk getur verið vitlaust.


Arnar - 29/10/10 20:15 #

Þetta test var gert þegar ég var í skólanum án þetta armbandsdrasl.


Gunnar - 29/10/10 22:09 #

Þetta er bara skattur á heimsku. Nóg af þessu til - og nóg af fólki tilbúið að kaupa það. Sad but true.


Heizi - 01/11/10 10:19 #

Trú byggist á blindu trausti. það virkar flest ef þú trúir nóg á það. bara jákvæðni skilar 50% árángri, staðreind. En málið er samt að heimurinn er fullur af snákasölumönnum sem eru tilbúnir að misnota þetta blinda traust.


Beggi - 01/11/10 13:21 #

Isss ... þið eruð bara öfundsjúkir yfir því að hafa ekki fundið upp á þessu sjálfir vegna þess að náunginn sem setti þetta á markað er búinn að græða milljónir dollara á þessu sprelli.

Ég meina ... er ekki alveg jafngott eða betra að græða á svona dóti og ... ja ... t.d. kexkökum sem gera ekkert annað en fita fólk og auka kólesterólið?

Armbandið gerir það þó ekki. Verið ekki svona neikvæðir. Always look on the bright site. Vitiði annars um einhvern sem vill kaupa notaðan lottómíða á hálfvirði?


Helgi - 01/11/10 17:46 #

Já Beggi, það er EKKERT slæmt við það að ljúga, pretta og svíkja.

Eigðu gott líf - samt ekki.


Halldór Logi Sigurðarson - 01/11/10 20:12 #

En þegar ég kaupi mér kexkökur vill ég einmitt kaupa kólestról (og sæta súkkulaðibita með kókos). Annað er með þetta armband, þar sem ég borga eitthvað sem ég síðan fæ aldrei. Þetta seinna er kannski kallað prett, eða svindl, jafnvel þjófnaður. Það skiptir ekki máli hvað er verið að selja, svo lengi sem varan og viðskiptin séu heiðarleg.


Bjarki (meðlimur í Vantrú) - 04/01/11 09:28 #

Neytendayfirvöld í Ástralíu hafa þvingað Power Balance til að biðjast afsökunar á lygum gagnvart neytendum og til að endurgreiða þeim sem keypt hafa draslið.


Einar Steinn - 30/04/11 20:27 #

"Misleading conduct" af þessu tagi hét nú bara lygar þegar ég var lítill. Það virðist ekki hafa verið hægt að þvinga þá til að segja það hreint út.

Fremur en hægt var að þvinga þá til að vea heiðarlegir og segja einfaldlega "We are filthy weasels".


Einar Steinn - 30/04/11 20:29 #

Takið líka eftir því að Púls.is markaðsetur vöruna ennþá svona þó að þessi dómur hafi fallið í Ástralíu. Heiðarleikinn í fyrirrúmi.


Einar Steinn - 30/04/11 20:44 #

Sendi eftifarandi póst á netfangið elli@puls.is

æll, Elli.

Á vefsíðu Púls auglýsið þið Power Balance-armböndin:

"Nú veit ég ekki hvort þið þekkið dóminn sem féll í Ástralíu, þar sem neytendayfirvöld þvinguðu Power Balance til að biðjast afsökunar á lygum gagnvart neytendum og til að endurgreiða þeim sem keypt hafa draslið: http://www.powerbalance.com/australia/ca

Mér spurn: Munið þið endurkalla vöruna? Munið þið breyta auglýsingunni ykkar í samræmi við þessa afsökunarbeiðni Power Balance eða vísa til hennar á einhvern hátt? Og síðast en ekki síst: Munið þið endurgreiða þeim sem keyptu þessi armbönd í góðri trú? Hafið það hugfast að auglýsingasvik geta varðað við landslög.

Virðingarfyllst Einar Steinn Valgarðsson"

Ef ykkur blöskrar að það sé verið að selja þetta á Íslandi á fölskum formerkjum þá hvet ég ykkur til að senda líka Ella póst.


Einar Steinn - 30/04/11 20:45 #

*Sæll


Einar Steinn - 01/05/11 22:29 #

Fékk svar frá Púls í dag:

"Sæll Einar þakka þér fyrir að benda á þetta. Ég sendi þetta áfram á innflytjenda armbandanna. Við höfum orðið vör við að armböndin eru alls ekki að standast notkun og erum mjög vonsvikin yfir þvi enda keyptum við þau í góðri trú til endursölu.

Ef kaupandi vill fá endurgreitt þá mun hann fá það.

Virðingarfyllst Lilja Petra Asgeirsdóttir og Erlendur Magnús Magnússon"


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 02/05/11 01:36 #

Vel gert.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.