Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Til hamingju Ísland: Einn af hverjum fimm sniðgengu messu

Mynd

Nú um helgina var Alþingi sett. Vitanlega var athygli fjölmiðlanna beint að hinni árlegu göngu alþingismanna milli húsakynna Alþingis og Dómkirkju (og sömu leið til baka), ásamt tilheyrandi messu í kirkjunni. Athyglin var vitanlega ekki að öllu leyti óverðskulduð.

En nánast enga athygli fékk sú staðreynd að einn af hverjum fimm þingmönnum þessa lands mætti á hugvekju hjá Siðmennt, félagi siðrænna húmanista. Þetta er mikil breyting frá fyrri árum. Með þessu áframhaldi má vænta þess að þessi ósiður - að mæta í Ríkiskirkjuna fyrir þingsetningu - leggist af eftir einhver ár.

Hugvekjan fjallaði um hugsunarskekkjur og var flutt af sálfræðingi sem hefur sérstaklega kynnt sér slíkar skekkjur. Við í Vantrú höfum fjallað dálítið um hugsanaskekkjur og okkur eru þær mjög ofarlega í huga, hvort sem það er í gagnrýni okkar eða daglegu lífi. Þetta er svo sannarlega tilvalið efni fyrir þingmenn, fremur en gamalkunnugt, staðnað röfl um Jesú Krist, Guð og vini hans. Við mælum sérstaklega með því að sem flestir lesi erindi sálfræðingsins, enda á það erindi við alla.

Það er mikið gæfuskref fyrir Lýðveldið Ísland að svo margir þingmenn hafi kosið að mæta á veraldlega samkomu til að sækja sér næringu fyrir komandi þingstörf og er vonandi að þetta verði áframhaldandi þróun. Til hamingju Ísland, með að komast enn nær hinum veraldlegu samfélögum heimsins.

Guðmundur D. Haraldsson 05.10.2011
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Jón Ferdínand - 09/10/11 16:06 #

Frábærar fréttir! Það virðist sem þingmenn séu hægt og rólega að vakna af dásvefni trúarinnar og sleppa undan því andlega og vitsmunalega ofbeldi sem þeir eru beittir af höndum galdradýrkenda ríkiskirkjunnar og þeirra blaðri.


gös - 10/10/11 12:57 #

Ég sakna þess að fá ekki að vita hvaða þingmenn mættu. Ekki er þetta það viðkvæmt mál að fólki finnst óþægilegt að nafngreina viðkomandi?


Baldvin Dagur - 10/10/11 16:14 #

Þeir sem mættu voru:

  • Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari þingmenn Hreyfingarinnar.
  • Óháðu þingmennirnir Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Guðmundur Steingrímsson.
  • Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður VG og Davíð Stefánsson varaþingmaður flokksins.
  • Samfylkingarþingmennirnir Skúli Helgason, Róbert Marshall og Magnús Orri Schram.
  • Eygló Harðardóttir var sú eina sem kom frá Framsóknarflokkun
  • Enginn þingmaður frá Sjálfstæðisflokknum mætti.

Heimild: http://www.svipan.is/?p=25878

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.