[Viðburðurinn@facebook] | [EÁK@Facebook]
Er eitthvað dularfullt við pýramídana eða eru þeir e.t.v. bara gríðarstórar grjóthrúgur? Reynir Harðarson (formaður Vantrúar) fræðir fundargesti um sögu þeirra og misgáfulegar getgátur um byggingu þeirra, ýmis fyrirbæri í þeim og í kringum þá o.s.frv.
Reynir hefur vitjað pýramídanna nokkrum sinnum og kynnt sér ótal hugmyndir um vísanir þeirra í flatarmálsfræði, stjörnurnar, Nasca-sléttuna, Cusco o.s.frv. Sumt er klárlega helber firra en annað hlýtur að vekja furðu hvers sem skoðar málið nánar.
Fyrirlesturinn tekur eflaust hálfan annan tíma og er byggður utan um ótal myndir frá Egyptalandi og víðar sem varpað verður á skjá eða tjald. Eitthvað fyrir alla, nöttara og efahyggjumenn.
Við ætlum að hittast á Thorvaldsen á Austurstræti 8, klukkan 20.00, þriðjudaginn 6. september.
Mætið og efist!
Mynd frá Darren Krape
Leitt að heyra. Þetta varð langur fyrirlestur.
Ætli það sé ekki með pýramídana eins og svo margt annað að þetta verður því áhugaverðara sem maður veit meira. Fyrir áhugalausa er Formúla1 bara mislitir bílar sem aka í hringi, HM í fótbolta bara 22 menn að eltast við uppblásna tuðru og Íslendingasögurnar óspennandi nafnaruna.
Nokkra punkta er hægt að sjá í nýlegri mynd á vefnum. Þar eru margar ágætar spurningar en vafasamari vangaveltur (svo eyðileggur niðurstaðan þáttinn).
Hefði viljað komast aðallega til að sjá hvernig Cusco og Nasca komu inn í þetta, enda var ég þar um daginn. Sýnist að myndin komi inn á það? (horfi þá á hana við tækifæri)
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 07/09/11 23:33 #
Náði þessu ekki, frekar fúlt, en lítið við því aað gera....
En væri ekki hugmynd að fá einhverja punkta? Reynir??
Við stoppuðum þarna fyrir nokkrum árum og þrátt fyrir að þetta væri stórt og mikið, þá datt einhvern veginn "sjarminn" af þessu. Ekkert ótrúlegt eða óskiljanlegt, bara fullt af fólki að púla í óratíma.