Vefritið Pressan fjallar í dag enn og aftur um erindi Vantrúar til Siðanefndar Háskóla Íslands vegna kennslu Bjarna Randvers Sigurvinssonar um félagið.
Það vekur furðu Vantrúar að fréttamenn Pressunnar hafa aldrei haft samband við félagið en ítrekað rætt við aðra aðila málsins.
Við bendum á að hægt er að hafa samband við Vantrú með því að senda bréf á ritstjorn@vantru.is. Aukinheldur eru allir helstu forkólfar Vantrúar skráðir á já.is.
Sjá einnig:
Mér þykir ansi frekt að ætlast til þess að blaðamenn pressunnar vinni vinnuna sína og þykist vera alvöru blaðamenn.
Til hvers að pirra sig á Pressunnni, er við einhverju öðru að búast af því liði? Enginn með viti les Pressuna hvort eð er.
Þetta er engin ógurlegur pirringur. Það vekur bara furðu að fréttamiðill - sem vill kannski láta taka sig alvarlega - getur ekki haft fyrir því að hafa samband við "hinn aðilan" í málinu; þ.e. okkur í Vantrú. Ekki einsog þetta sé eitthvað leynifélag.
En ef það vill svo til að einhver blaðamaður frá Pressunni les þetta:
Bjarni Randver er gerandinn í þessu máli. Vantrú er þolandinn. En einsog kristnir einstaklingar með ofsóknarblæti og fórnarlambskomplexa er tamt þá vill Bjarni Randver láta þetta líta út einsog við höfum ráðist á hann af ósekju.
En raunin er sú að Bjarni Randver hefur verið að mála félagið og félagsmenn sem einhverja ómarktæka ólátabelgi og ósiðlega sóðakjafta í töluverðan tíma. Hann notar ódrengilegar og ómerkilegar aðferðir til þess, s.s. að þjófnað og dreifingu á trúnaðargögnum. Bjarni Randver kallar það fræðimennsku. Við köllum þetta fíflaskap.
Hegðun hans er honum til skammar og verður honum til ævivarandi háðungar ef hann fer ekki að hætta þessari vitleysu.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Einar - 26/08/11 14:04 #
Sá þessa umfjöllun um málið á Pressunni áðan. Var einmitt að pæla í því afhverju ekki var haft samband við Vantrú og einhver þar spurður út í málið.
Það mætti halda að prestur væri í ritstjórninni, eða guðfræðingur frá HÍ.