Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ég trúi ekki

Mynd af Jesú

Hver getur fariđ međ ţessa trúarjátningu kinnrođalaust? "Ég trúi á heilagan anda, heilaga almenna kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu mannsins og eilíft líf."

Ţessi yfirlýsing hugsanaleti og trúgirni kallast Postullega trúarjátningin og hefur veriđ ţulin í kirkjum frá 8. öld og börn sem fermast eru látin tyggja ţetta. Ađ vísu var talađ um "upprisu holdsins" en ekki "upprisu mannsins" ţar til fyrir stuttu - en ţađ ţótti ekki lengur viđ hćfi.

"Holy ghost"

Heilagur andi er ţriđjungurinn af guđi, sem er ţríeinn (einn en ţó ţrír!). Heilagur andi hefur barnađ nokkrar konur og stundađ tungumálakennslu međal útvaldra (ađ vísu skilur enginn tungumáliđ sem hann kennir mönnum). Heilagur andi er svo agalega spes ađ eina "syndin" sem ekki verđur fyrirgefin og kostar helvítisdóm er ađ lastmćla gegn heilögum anda. Trúir ţú á heilagan draug?

Heilög kirkja

Heilög almenn kirkja er í hugum flestra steinrunnin stofnun og ređurtákn út um allar koppagrundir en "ţjónar hennar" halda ţó fram ađ hún sé frekar samfélag trúađra - ţegar ţađ hentar betur. Ekki veit ég hvađ "almenn" ţýđir en skilst ađ ţađ sé sama merking og kaţólsk. Kaţólska kirkjan er ţví hin almenna kirkja - sem er auđvitađ allt annađ en lútherska kirkjan - en ţó ţađ sama og sú lútherska sem er almenn, ţ.e.a.s. kaţólsk. Ef ţú ţekkir sögu kirkjunnar eđa hefur fylgst međ fréttum undanfarin ár og daga vćri lýsingarorđiđ "heilög" líklega ţađ síđasta sem ţú veldir kirkjunni (skulum viđ vona).

Samfélag heilagra

Hverjir eru heilagir? Eru ţađ leiđtogar kirkjunnar? Eđa eru ţađ allir sauđirnir í "almennu kirkjunni" sem leiđtogarnir eru alltaf ađ minna á hvađ ţeir eru ófullkomnir og syndugir, líkt og ţeir sjálfir? Eđa er ţetta kannski einhver dýrđlingaklúbbur - kannski uppi í loftinu, ţarna á himnum? Af hverju ađ trúa á samfélag heilagra?

Fyrirgefning syndanna

Kristnir kenna ađ "allir menn, sem getnir eru á eđlilegan hátt, fćđist "međ synd, en ţađ merkir án guđsótta, án guđstrausts og međ girnd. Ţessi upprunasjúkdómur eđa spilling er raunveruleg synd, sem dćmir seka og steypir í eilífa glötun ţeim sem ekki endurfćđast fyrir skírn og heilagan anda." Ţess vegna eru börn skírđ, ţví ţau eru fćđast helsek og brennandi af girnd, sjúk og spillt. Flott ađ hafa ađgang ađ mönnum sem geta reddađ ţessu međ vatnsgusu. Ef menn skírast og trúa geta ţeir stólađ á fyrirgefningu allra sinna óhćfuverka ţví stóri pabbi í himninum er svo réttlátur.

Upprisa holdsins og eilíft líf

Upprisa holdsins er hversdagslegur viđburđur en kirkjan hefur löngum haft horn í síđu mannlegs eđlis og holdlegra lystisemda, a.m.k. svona út á viđ, og ţví trúa menn nú á "upprisu mannsins". Ţarna er átt viđ ađ menn rísi upp frá dauđum, í sínum jarđneska líkama og skjótist síđan "međ skít og öllu saman" upp í loft - ef ţeir eru í náđinni auđvitađ. Og ţar sem ţessi "heppnu" eru svo merkileg og ómissandi fá ţau ađ tóra í geimnum um aldir alda, alla eilífđ. Ţetta mikilmennskubrjálćđi kennir sig svo viđ hógvćrđ og lítillćti en ćtlar ţeim sem kaupa ekki kredduna hroka og stćrilćti.

Er guđfrćđin ekki dásamleg?

Reynir Harđarson 01.07.2011
Flokkađ undir: ( Kristindómurinn )

Viđbrögđ


Jón Ferdínand - 03/07/11 15:33 #

Snilld!

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.