Draumur íranska kvennalandsliðsins í knattspyrnu um að keppa á Ólympíuleikunum í Lundúnum á næsta ári er mögulega orðinn að engu. Talið var líklegt að stúlkurnar myndu geta tryggt sér þátttökurétt. Ástæðan ku vera keppnisbúningur þeirra sem samanstendur af höfuðklút og galla sem hylur mun meira en tíðkast í knattspyrnu.
Höfuðklúturinn telst vera trúarlegt tákn en samkvæmt reglum alþjóðlega knattspyrnusambandsins FIFA mega keppnisbúningar hvorki hafa skírskotun í trúarbrögð né pólitík. Einfaldar reglur sem gilda fyrir alla. Vandamálið liggur hinsvegar hjá írönskum stjórnvöldum þar sem knattspyrnukonur í Íran þurfa samkvæmt lögum þar í landi að bera höfuðklút og hylja líkama sinn.
Síðasti leikur landsliðsins átti að vera gegn Jórdönum en þar sem búningnum hafði ekki verið breytt var leikurinn dæmdur 3-0, þeim í óhag, án þess að hann færi fram. Minnkuðu þar með verulega líkurnar á þátttökurétti liðsins. Íranska knattspyrnusambandið hefur kært þessa ákvörðun og verður forvitnilegt að fylgjast með framvindu mála.
Írönsk stjórnvöld eru þó ekki talin líkleg til að endurskoða þessa afstöðu sína þar sem þau hótuðu fyrr í vetur að sniðganga Ólympíuleikana vegna þess að þeim tókst á einhvern hátt að lesa orðið ZION út úr 2012 merkinu sem var hannað fyrir leikana. Orðið vísar til Ísraelsríkis, en Ísraelsmenn eru ekki í sérlega miklu uppáhaldi hjá Írönum.
Sjálfur er ég menntaður grafískur hönnuður og með öllu ófær um að lesa orðið ZION út úr þessu merki. Mögulega þarf ég að mennta mig betur.
Hvað sem því líður þá get ég ekki annað en fundið til með írönsku stúlkunum.
Jú, eflaust er hægt að sjá þetta út úr merkinu með góðum vilja. En að gera mál úr því á alþjóðavettvangi er náttúrulega algjör firra.
Er 2012 ekki þá bara almennt ár Síonismans, fyrst að hægt er að víxla stöfum, snúa 2 á hlið, píra augun og fá út Z1ON?
Hvers eiga ólympíuleikarnir að gjalda?
Gætum við ekki öll með sömu röksemdafærslu krafist auglýsingatekna frá byssuframleiðandanum Zoli í hvert sinn sem við skrifum ártalið í ár, 2011? :)
Thor K - 08/06/11 10:45 #
"Hrein trúarmismunun að banna höfuðklúta, þótt það sé líka trúarfrekja að fyrirskipa þá. Annars er ekkert erfitt að lesa Zion út úr merkinu. Í bĺáa hlutanum er Olympíumerkið inn í O-inu, og Londin inn í N-inu sem snýr á hlið. Ofaná standa Z og I"
Það væri trúarmismunun ef þau leyfðu liðunum að hafa kross, gyðingastjörnu eða þá eitthvað annað tákn á meðan þau leyfðu ekki klútinn. Þetta er því ekki mismunun, en má eflaust kalla þetta eitthvað annað.
Í bláu útgáfunni sem er á hvolfi er hægt að lesa út Z.IOZ en ekki zion.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Thor K - 08/06/11 10:45 #
Hrein trúarmismunun að banna höfuðklúta, þótt það sé líka trúarfrekja að fyrirskipa þá. Annars er ekkert erfitt að lesa Zion út úr merkinu. Í bĺáa hlutanum er Olympíumerkið inn í O-inu, og Londin inn í N-inu sem snýr á hlið. Ofaná standa Z og I.