Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

5 leiðir til að njóta heimsendis

Háskóli Íslands

Einsog alþjóð veit mun heimsendir hefjast í dag, 21. maí. Það eru einhverjir sem skjálfa á beinunum yfir þessu, aðrir sem taka þessu með jafnaðargeði, og enn fleiri sem spá ekki mikið í þessu. En samkvæmt helstu boðberum sannleikans í þessum efnum þá er nokkuð öruggt að dómsdagur hefst í dag og heimurinn mun svo enda 21. október. Svo hér eru fimm leiðir til að njóta tímans meðan þú getur.

5. Farðu eitthvert út

Gönguferðir, bílrúntur, hjólreiðatúrar. Auðvitað fer þetta eftir veðri og vindum og upplagi hvers og eins. En stundum er ekkert jafn hressandi en að drífa sig út úr húsi og kynnast aðeins landinu. Það er svo margt fallegt að sjá á hverjum degi. Í Reykjavík er til dæmis hægt að lötra um miðbæinn og skoða mannlífið og nágrennið. Jafnvel hægt að taka bíltúr upp að Esju og ganga hana. Gullni hringurinn er vinsæll. Ef veðurspáin er frábær þá er um að gera að finna góð útivistarsvæði, rölta um, dást að náttúrunni, dýralífinu og njóta ferska loftsins. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn, Nauthólsvík, Mývatn, Skaftafell, Laugarvegurinn, Eyjafjallajökull. Möguleikarnir eru gríðarlegir;

4. Kíktu í sund og/eða söfn

Ein vinsælasta afþreying Íslendinga er að slaka á í heita pottinum og ræða um lífsins vandamál, stjórnmál og stundum trúmál. Þúsundir íslendinga fara í sund á hverjum degi. Sund er góð til heilsubótar og sundlaugaaðstöður eru holaðar niður útum allt land. Laugardalslauginn, Klébergslaug, Álftaneslaug, Sundlaug Hafnar. En ef þið eruð lítið fyrir að vera hálfnakin í sundlaugaaðstöðum landsins þá er einnig hægt að kíkja í söfnin sem í boði eru; Þjóðminjasafnið, Listasafn Reykjavíkur, Reðursafn Íslands eða eitthvað af þessum ótal byggðasöfnum sem dreifðar eru um sýslur landsins. En það sem er vitaskuld að fara að koma endalokum alls lífs, þá mættirðu einnig huga að;

3. Að nýta tímann með öðru fólki

Ef heimurinn er virkilega að enda þá er dagurinn í dag eflaust besti dagurinn til að heimsækja ömmur og afa, frændur og frænkur og aðra ættingja eða góða vini. Faðmaðu alla sem þú hittir, óeðlilega lengi, líka ókunnuga. Stattu alltof nálægt fólki þegar þú talar við það brosandi. Ekki snúa þér frá fólki. Manaðu það í störukeppni. Brjóttu bara almennt allar þessar óskrifuðu hegðunarreglur sem gilda - reyndu þó að halda þér innan siðsamlegra marka. Því þú mátt alls ekki gleyma að;

2. Skemmta þér

Það er ýmislegt hægt að gera á meðan heimsendir stendur. Fara á kaffihús, kíkja í bíó, spila heimsendabingó, fara í veislur eða bara hanga heima og glápa á vídjó eða stunda aðrar afþreyingar. Dansaðu línudans. Farðu í teygjustökk. Bakaðu kökur. Stingdu niður kartöflum. Vertu gay for a day. Farðu á hestbak. Sprangaðu. Gerðu eitthvað. Síðast en ekki síst;

1. Njóttu lífsins

Farðu á uppáhaldsveitingastaðinn þinn, borðaðu uppáhaldsmatinn þinn, drekktu uppáhaldsdrykkinn þinn, horfðu á uppáhaldsmyndina þína, sinntu þínu uppáhalds áhugamáli. Gerðu það sem þú vilt því þú getur gert allt ofantalið og meira til alla daga og algjörlega áhyggjulaus enda verður engin helvítis heimsendir.

Ritstjórn 21.05.2011
Flokkað undir: ( Grín , Listi )

Viðbrögð


Kristinn - 21/05/11 18:50 #

Gott og gaman. Ég sakna samt aðeins betri málfræði í greininni. Hún er skrifuð á hálfgerðu talmáli - sem kann að vera ætlunin.

Gagnrýnin vel meint.

Gleðilegan heimsendi.

mbk,


Ólöf Guðmundsdóttir - 21/05/11 23:28 #

Hvar er kynlífið?? Það vantar sárlega á þennann lista, verð ég að segja.


Guðbergur Ísleifsson - 22/05/11 05:15 #

Greinarhöfundur segir ...

"En samkvæmt helstu boðberum sannleikans í þessum efnum ..."

Ég spyr: Hvaða "helstu boðbera sannleikans" áttu við?

Ég veit ekki betur en það séu öfgafullir trúleysingjar sem halda þessu heimsendabulli helst á lofti um allan heim og tala mest um það.


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 22/05/11 09:01 #

Ólöf: Já það stakk mig líka. Kynlíf væri frekar ofarlega hjá flestum held ég:)


Siggi Óla (meðlimur í Vantrú) - 22/05/11 09:46 #

Ég er að velta fyrir mér hvort þeir sem spái heimsenda og þeim sem trúa heimsendaspámönnum sé létt eða hvort verði fyrir vonbrigðum þegar spádómarnir rætast ekki.


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 22/05/11 13:13 #

Þetta er nú líka spurning um að nota ímyndunaraflið. Njóttu kynlífsins.


Sigurgeir - 22/05/11 22:51 #

Soldið gaman hvað einn hérna í commentunum var fljótur, um fimm um morguninn næsta dag, að kenna trúleysingjum um mestu umræðuna um heimsendi.

Ég hélt að aðal umræða trúleysingjanna hefði verið partý og gaman.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.