Eins og áður hefur verið bent á þá eru Passíusálmarnir ekki þjóðargersemi, heldur þjóðarskömm. Árlegur lestur þeirra á Rás1 er núna fluttur af börnum. Það féll í hlut stelpu að fara með allra ljótasta sálminn:
Einnig er hægt að sækja skrána hér [.mp3 0,8 MB]
2. Hendur í vatni þá nam þvo,
þar næst við Júða mælti svo:
Sjálfir um yður sjáið þér.
Saklaus við réttlátt blóð ég er. -
Allur almúginn upp á það
andsvarar greitt í þessum stað:
Hans blóð, þó nú hann kvelji kross,
komi yfir börnin vor og oss. –9. Blóðshefnd á sig og börn sín með
blindaður lýður hrópa réð.
Efldist svo þessi óskin köld,
enn í dag bera þeir hennar gjöld.
Athugagjarn og orðvar sért,
einkum þegar þú reiður ert.
Formæling illan finnur stað,
fást mega dæmin upp á það.
Í þessum sálmi fjallar Hallgrímur um vers 24-25 í 27. kafla Matteusarguðspjalls. Í þeim er sagt frá því að Pílatus þvær hendur sínar af blóði Jesú, en gyðingalýðurinn hrópar: “Komi blóð hans yfir okkur og börn okkar.”
Að gyðingar sem heild beri ábyrgð á því að hafa drepið Jesú hefur í gegnum aldirnar verið ein af aðalrökunum fyrir kristilegu gyðingahatri. Orð gyðinganna í þessu versi hafa með réttu eða röngu verið talin boða þessa skoðun. Í Passíusálmunum er þessi skoðun hins vegar alveg klárlega boðuð. Hallgrímur segir að lýðurinn hafi kallað á sig og börn sín “blóðshefnd” og að “enn í dag bera [gyðingar] hennar gjöld”. Þessi tvö erindi úr 28. sálminum boða að gyðingar séu sekir um að hafa drepið Jesú, þessi sálmur boðar gyðingahatur.
Það ætti ekki að koma manni á óvart að lútherskur prestur á þessum tíma hafi verið gyðingahatari. Um það bil öld áður en Passíusálmarnir voru samdir gaf einn alræmdasti gyðingahatari sögunnar, Marteinn Lúther, einmitt út bók sína, Um gyðingana og lyga þeirra. Í þeirri bók lagði Lúther til að það ætti að brenna hús gyðinga, afnema ferðafrelsi þeirra og láta þá stunda þrælkunarvinnu. Þannig að það er ekkert undarlegt að Hallgrímur hafi verið haldinn einhverju gyðingahatri.
En þrátt fyrir að Hallgrímur hafi verið barn síns tíma, þá er það engin afsökun fyrir því að halda upp á þau verk sem boða hatur gegn gyðingum. Fólk ætti ekki að hampa þessum haturskveðskap og ég held að það sé tími til kominn að ríkisútvarpið hætti að útvarpa kristilegu gyðingahatri.
Kristján, til að byrja með er gyðingahatur ekki einhver hugmyndarfræði sem dó út á 17. öld.
Og eins og ég segi, þá er hægt að útskýra með "sagnfræðilegu gleraugunum" af hverju gyðinahatur er boðað í þessum sálmi, en það afsakar ekki það að gyðingahatri sé útvarpað og dásamað.
Mér finnst nú fulllangt gengið að kalla þetta þjóðarskömm. Held þetta kalli ekki á nein viðbrögð af neins hálfu fyrr en e.t.v. núna. Mér finnst þessi grein svona eins og þegar fjallað er um handrukkara sem dægurhetjur - bara til þess fallið að kalla athygli að einhverju sem ætti ekki að hljóta neina. Orðfærið er auk þess þannig að þetta skilur venjulegt fólk ekki nema með útskýringum og þá er upplagt að nota sögulega vinkilinn á þetta og útskýra málið. Stormur í vatnsglasi. Og jú, ég er trúlaus þótt ég sé ekki meðlimur í Vantrú. En mönnum er frjálst að hafa mismunandi skoðanir.
Þunglyndið, bölsýnin, rotinpúruleg sjálfsvorkunin og sjálfsfyrirlitningin finnst mér ekki síður slæm í þessum sálmum. Við erum skítur á skóm guðs sem höfum ekki unnið okkur til neins nema eymdar. Fyrir svo utan að þetta er að mestum parti hryllilegt hnoð og endursögn upp úr guðspjöllunum. Snilldin margrómaða er allavega víðs fjarri.
Jújú, innihaldið er rotið en kveðskapurinn góður. Vantrú, ég spyr ykkur sem trúleysingi og skoðannabróðir í flestu: Er þetta ekki soldið 'Fox News'?
Ég verð að spurja þig Kári; hvað áttu við? Er einhver æsifréttamennska í gangi? Eða er verið að spila á einhverjar sérstakar tilfinningar hjá fólki til að vekja sem mestan viðbjóð á vissu málefni? Eða...?
Þarna er kristindómurinn lifandi kominn. Allt í lagi að þylja þessa passíusálma því að þeir eru svo "flottur kveðskapur."
Kristin trú á Íslandi er öll í þessum dúr, gamlar þulur, ekkert nema vaninn einn og merkingin engin.
Fermingarbörnin læra trúarjátninguna utanbókar, en hafa í raun litla sem enga hugmynd um hvað þau eru að leggja nafn sitt við, þetta er bara einhver gömul þula sem enginn tekur mark á hvort sem er.
Spyrjið næsta nýfermda barn sem þið hittið hverju það var að lofa með trúarjátningunni. Það verður líklegast fátt um svör hjá flestum.
Trúin er löngu orðin gömul innihaldslaus tugga og þreyttiur vani, en það er öllum alveg hjartanlega sama.
En Kári, er eitthvað varið í þennan kveðskap? Ég kíkti á þá nýlega forvitninnar vegna í leit að formi fyrir efni sem ég var að vinna. Og það kom eiginlega frekar flatt upp á mig að þetta var frekar hroðvirknislegt og illa unnið... hendi inn hliðargrein um það, hér eða á Eyjunni.
@Þórður: Þegar maður les fyrirsögnina spyr maður sig: á ég nú að fara að skammast mín fyrir þjóðerni mitt vegna þess hve menn voru fáfróðir og hatursfullir fyrr á dögum? Þ.a. já, það vakna upp tilfinningar sem eiga að vekja upp viðbjóð. En ég verð að taka fram að ég er sammála kjarna greinarinnar um að RÚV (allra landsmanna) á ekki að hampa þessum boðskap sem þjóðarstolti. Ég skammast mín frekar fyrir þá staðreynd frekar en fyrir sálmana sjálfa.
@Valgarður: Ég, ásamt mörgum öðrum erum sammála um að kveðskapurinn sé góður og ég held að 'nýju-fötin-keisarans'-áhrifin séu ekki ástæðan. Annars er það mjög óhlutlægt mat og ég er viss um að mörgum þyki ekkert varið í hann, eins og þér.
Æi Kári, þetta eru nú svakalegir smámunir. Það er alveg rétt að maður ber ekkert ábyrgð á því sem foverar manns gerðu. Þú ert þá líklega ekki sáttur við orðið "þjóðarskömm" almennt, allt í lagi. Aðalástæðan fyrir því að ég notaði það var nú bara til þess að geta sett inn vísun á gamla grein hérna á Vantrú.
Það er enginn að tala um að skammast sín fyrir fáfræði og hatur fyrr á dögum. En er það ekki hins vegar pínulítið til að skammast sín fyrir að þessu skuli enn vera hampað?
Þjóðarskömm?
Eru Passíusámarnir "þjóðarskömm"?
Og hver ert þú Hjalti?
Vormaður Íslands?
Þið eruð algerlega að missa ykkur.
Jóhann, lestu þarsíðustu athugasemd á undan þinni þar sem Hjalti skrifar:
Þú ert þá líklega ekki sáttur við orðið "þjóðarskömm" almennt, allt í lagi. Aðalástæðan fyrir því að ég notaði það var nú bara til þess að geta sett inn vísun á gamla grein
Þótt ég sé á móti hugmyndafræðinni sem Hallgrímur predikar í sálmunum hrífst ég samt af innlifun hans og tilfinningum - augljóslega er þetta honum mikið hugðarefni, ekki síst í kringum dótturmissirinn og uppgjör hans til trúarinnar og það ættu allir að geta samsvarað sig við.
Rétt eins og maður hrífst af skáldsögum og afdrifum sögupersónanna þótt maður viti að atburðirnir séu ekki raunverulegir.
Börn elska blóð og hrylling. En úr kletti var kveðið: ,,Halló þykja mér Hallgrímsrímur og rausið Pésú".
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Kristján Hrannar - 19/04/11 13:57 #
Ég á bágt með að skilja hvers vegna Íslendingar þurfi enn þá að skammast sín fyrir aldagamla hugmyndafræði (sem grasseraði einnig víðar í álfunni) í staðinn fyrir að setja á sig sagnfræðileg gleraugu þegar sálmarnir eru lesnir.
Það er fullmikið af RÚV að útvarpa þeim öllum hverja páska. Nær væri að búa til einhvern þátt þar sem farið er yfir páskahald á Íslandi gegnum tíðina þar sem Passíusálmarnir leika að sjálfsögðu stórt hlutverk. Þeir eru líka snilldarlega ortir, t.d. 44. sálmur. Hvers vegna þyrfti einhver sektarkennd að plaga okkur kringum þá?