Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Þrálátur niðurgangur þjóðkirkjunnar

Prestar

Í þeim ólgusjó sem gengið hefur yfir þjóðfélagið undanfarin misseri er ekki skrýtið að ýmsar opinberar stofnanir hafi misst tiltrú almennings. Í nýjustu tölum Þjóðarpúls Gallup er að finna sterkar vísbendingar um hið minnkandi traust til ákveðinna stofnanna, en sumar mega þó vel við una. Landhelgisgæslan, Lögreglan og Háskóli Íslands njóta mests trausts þeirra stofnanna sem mældar eru og er sérstaklega ánægjulegt að sjá að 89% landsins treysti Gæslunni, þó að það komi varla á óvart. Allar þessar stofnanir eiga það sameiginlegt að hafa þurft að gangast í gegnum talverðan niðurskurð.

Ríkiskirkjan er dæmi um stofnun sem virðist hafa næg fjárráð. Hún getur t.d. greitt almannatengslafyrirtæki tæpa milljón á fjórum mánuðum fyrir ráðgjöf. En jafnvel það dugir ekki til. Einungis þriðjungur þjóðarinnar treystir ríkiskirkjunni og fækkar stuðningsmönnum hennar ár frá ári. Setjum þá tölu svo í samhengi við þá staðreynd að seinustu ár hefur stuðningur við aðskilnað ríkis og kirkju verið í kringum 75%.

Vantrú hefur alltaf haldið því fram að ríkisvarin trúarbrögð sem boðuð eru af opinberri stofnum, sem þó virðist vera einskonar ríki í ríkinu þegar kemur að öllu nema fjárveitingum, séu tímaskekkja. Nú er að koma í ljós ár eftir ár að almenningur á Íslandi er okkur sammála. Nú þarf eitthvað að breytast. Varðstaða hins opinbera um ríkiskirkjuna er ekki lengur verjandi.

Ritstjórn 22.02.2011
Flokkað undir: ( Ríkiskirkjan , Stjórnmál og trú , Vísun )

Viðbrögð


Eiríkur - 22/02/11 13:03 #

Svo snúið sé út úr frægri bók , má líkja kirkjunni við kærleikann, sem "breiðir yfir allt, trúir öllu", þótt hún sé sé kannski minna í því að "umber[a] allt"(Kór. 13).

Ég efast ekki um að kirkjan og hennar fólk á feikinóg af kærleik, en varla myndi það skaða almenningsálitið ef hún "deildi út öllum eigum" sínum, "hegða[ði] sér ekki ósæmilega" og "l[e]gði niður barnaskapinn".

Páll segir einnig: "þekking, hún mun líða undir lok." Heilsa þekkingarinnar virðist þvert á móti ágæt í dag, í öfugu hlutfalli við heilsu þjóðkirkjunnar.


Kristján (meðlimur vantrú) - 04/03/11 02:16 #

Það fer reyndar dálítið í taugarnar á mér sá grunur sem ég hef að þetta vantraust sé bara eitthvað tímabundið, afleiðing lílegra skandala sem mun hverfa með tímanum. Flest allar stofnanir ef ekki allar munu bæta við sig trausti þegar kreppunni lýkur, þar væntanlega kirkjan meira en aðrar sorry to say.

20 árum síðar munu afar fáir hafa eitthvað jákvætt við kirkjuna að segja held ég, en það eru tvær kynslóðir núna sem eru bara fastar í stuðningi við kirkjunar grunar mig. Mér finnst leiðinlegt að segja þetta, en þetta er samt minn grunur.

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?