Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vantrú á ferð

Félagar úr Vantrú munu í dag, miðvikudaginn 16. febrúar, halda fyrirlestur á lagningardögum Menntaskólans við Hamrahlíð. Fyrirlesturinn verður í stofu 18 klukkan 10.

Á morgun, fimmtudaginn 17. febrúar, klukkan 9, verður Vantrú einnig með fyrirlestur á skóhlífadögum í Borgarholtsskóla.

Síðar sama dag, klukkan 17:15, mun Reynir Harðarson, formaður Vantrúar, halda erindi í bókasafni Kópavogs. En það er hluti af erindaröð um guð sem haldin er á bókasafninu alla fimmtudaga í febrúar.

Ritstjórn 16.02.2011
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð


Ásta Elínardóttir - 16/02/11 09:10 #

En um hvað verður fjallað? Bara starfsemi Vantrú og hver tilgangurinn er með þessari "baráttu" ?

Ekki að það sé neitt bara, finnst bara skemmtilegra að vita.

Og um hvað er Reynir að fjalla í bókasafninu?


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 16/02/11 09:43 #

Ásta, tilgangur Vantrúar er að stuðla að gagnrýninni umræðu um trúmál og halda úti vefsíðu sem fjallar um trúmál, trúleysi og efahyggju. Félagið vinnur að tilgangi sínum með upplýsingagjöf, útgáfustarfsemi, rekstri vefsíðu, þátttöku í umræðum, ráðstefnum, fyrirlestrum, rannsóknum og greinaskrifum.

Fyrirlestur minn er hluti af erindaröð um guð og því er ekki ólíklegt að umfjöllunarefnið verði guðir.


Þröstur - 16/02/11 10:13 #

Fyrirlesturinn í Borgó fjallar um miðla, hómopatíu, faith healers, skynvillur og eitthvað auðvitað um trúarbrögð/guði.


Ásta Elínardóttir - 16/02/11 17:12 #

Ég veit nú alveg hver tilgangur Vantrúar er Reynir minn, ég var bara að velta því fyrir mér um hvað þessir fyrirlestrar ættu að vera. Hvort þeir væru bara svona almennir eða um eitthvað tiltekið efnið.

Grunaði líka að þú myndir ræða um guði en það er þá greinilega bara svakalega stór og langur fyrirlestur hjá þér þar sem þú ætlar ekki að tala um neitt sérstakt efni.

Afsakið ef þér fannst það dónaleg spurning. Var aðeins að sýna áhuga og gleði yfir framtakinu.


Ásta Elínardóttir - 16/02/11 17:14 #

Og þakkir Þröstur, það var ákúrat þetta sem ég var að spyrja um. Mjög gleðilegt að fá svar við því.


Þórður Ingvarsson - 16/02/11 18:27 #

Ég held nú að Reynir hafi nú bara verið að svara þér almennt án einhvers sérstaks skætings.

En ég og Hjalti fórum uppí MH og ræddum lítillega um félagið, en þess meir um ríkiskirkjuna. Þetta var stuð.


Ásta Elínardóttir - 16/02/11 21:43 #

Það getur verið Þórður en mér sárnaði samt og baðst því afsökunar á dónaskapi mínum.

Ég trúi því að mikið stuð hafi verið. Voru þessir krakkar allir á sama máli eða voru "rökræður" í gangi? Er ekki eitthvað um prestabörn í MH? Eða er ég að rugla núna kannski?


Siggeir F. Ævarsson (meðlimur í Vantrú) - 17/02/11 00:10 #

Það er kannski rétt að halda því til haga að það voru skólarnir sem settu sig í samband við okkur að eigin frumkvæði.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 17/02/11 01:06 #

Ég hef misskilið þig, Ásta. Ég hélt þú værir að spyrja hver tilgangurinn væri með þessari baráttu, sumsé af hverju við værum að halda fyrirlestra. Mér til varnar er texti þinn dálítið óljós.

Efni fyrirlesturs míns verður auðvitað um það af hverju ég trúi ekki á guði og hvað mér finnst athugavert við trú fólks á guði.


Ásta Elínardóttir - 17/02/11 09:52 #

Ég er reglulega misskilinn og því ekkert skrítið að þú gerir það líka Reynir.

Ætli það séu ekki aðalega gæsalappirnar sem ég á það til að setja utan um orð sem mér finnst asnalegt að nota um ákveðnar athafnir. Til að mynda þykir mér orðið barátta alltaf jafn asnalegt í samhengi við millitant atheist. Það er bara eitthvað svo kjánalegt. Sem og rökræður um tilfinningar.

Gangi þér vel með erindið.


EEG - 23/02/11 13:04 #

Fór á fyrirlesturinn á Bókasafni Kópavogs og þótti hann ágætlega skilmerkilegur.

Eftir á brást Reynir bæði málefna- og kurteislega við fyrirspurnum frá fólki í salnum, sem kom með athugasemdir við Ranghugmyndabókina sem hann þýddi fantavel, en þeir sömu höfðu greinilega ekki lesið. Það spurði a.m.k. spurninga sem öllum hafði verið svarað í bókinni og virtist auk þess í bullandi varnarstöðu fyrir trú sína, sem er nokkuð forvitnilegt, því Reynir var ekki þarna til að setja út á trú annarra, heldur einungis útskýra af hverju hann trúir ekki og af hverju honum er meinilla við trúarofstæki.

Takk fyrir mig EEG

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.