Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Samsærisfíknin

Eyjafjallajökull

Ég hef aðeins haft annað augað á undarlegum athugasemdum hér eignuðum undarlegum vef sem rekinn er undir nafninu Kryppan - og reyndar fleiri vefsíðum, sem taka hugmyndum um samsæri fegins hendi. Nú hvarflar ekki að mér að útiloka öll samsæri og fráleitt að ég vilji letja fólk til að spyrja gagnrýninna spurninga, efast og velta upp möguleikum. Það sem vekur stöðugt furðu mína er hvernig þessi þekkingarleit snýst stundum í andhverfu sína. Verður að forpokaðri fullyrðingagleði og fullkominni hunsun á upplýsingum og mótrökum - í rauninni öllu sem ekki fellur að "kenningunni".

Ég ímynda mér að oftar en ekki byrji hugmyndin sem eðlileg spurning um eitthvað sem virðist ekki standast skoðun í fyrstu. Hugsanlega verður svo örvænting þess sem vill vekja athygli á málinu - þegar lítil viðbrögð fást - að fullyrða meira og meira til að fá athygli. Leita að frekari rökstuðningi og ákafinn í rökræðum verður sennilega til að viðkomandi festist í að verja sína skoðun, málar sig kannski smátt og smátt út í horn og það verður alltaf erfiðara og erfiðara að viðurkenna að nýjar upplýsingar eða mótrök breyti nokkru.

Það sem verra er, leitin að nýju samsæri verður að áhugamáli í sjálfu sér. Kannski vonin um að finna "samsærið" þar sem viðkomandi getur sannfært "alla", sýnt að hann hafði rétt fyrir sér. Hvernig má annars skýra að fólk sameinast um ólíkar kenningar, á ólíkum forsendum og sem eignaðar eru ólíkum aðilum. Það eina sem sameinar er áhuginn á samsærum, hvort sem það eru elleftiseptember, loftslagsbreytingar, bólusetningar, þoturákir, geimverur, eðlufólk eða hvað.

Og þegar áhuginn á samsærum er orðinn þannig að það er takmark í sjálfu sér að finna samsæri þá er endanlega öll rökhugsun fokin út í veður og vind.

Valgarður Guðjónsson 07.02.2011
Flokkað undir: ( Hugvekja )

Viðbrögð


Ármann Trausti - 07/02/11 13:30 #

Já, segðu. Ekki ólíkt og vantrúarfólk virðist lifa fyrir að hjakkast á gamalli stofnun sem hefur engin völd lengur. :P

Ég trúi því... að valdamiklir menn hittist ekki á leynifundum og plani framtíðaráætlanir fyrir heiminn. Að trúa slíku er bara vitleysa og þjást slíkir einstaklingar sem trúa slíku einfaldlega af miklum ranghugmyndum.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 07/02/11 14:03 #

gamalli stofnun sem hefur engin völd lengur.

Ríkiskirkjan hefur töluverð ítök ennþá.


Ármann Trausti - 07/02/11 19:18 #

Þú segist ekki "útiloka" öll samsæri, en gúgúl getur ekki grafið upp margar kenningar sem þú telur líklegar. Það er frekar eins og þú notir samsærisstimpilinn á afar hefðbundinn hátt, til að slá umræðu út af borðinu án umræðu.

Það væri gaman að heyra um nokkur samsæri sem þú telur möguleg. JFK? 11. sept? Gulf of Tonkin? Eða varstu bara að slá þessu fram sem tæknilegum möguleika, kannski í annari vídd, þar sem þú værir enn pönkari og uppreinarseggur?


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 07/02/11 20:13 #

Kirkjan hefur bæði talsverð völd og er stór liður á fjárlögum.

Það er fullt af samsærum möguleg, ég man ekki ekki eftir mörgum sem mér þykja líklegt, en ég er svo gamall að ég man eftir Watergate og Iran-Contra og var þá nokkuð viss um að stjórnvöld væru ekki að segja allan sannleikann.

Ég man ekki eftir Tonkin að öðru leyti en því að mig minnir að það hafi sannast.

Mér þykir ekki sérstaklega líklegt að Lee Harvey Oswald hafi verið einn að verki en hef enga skýringu séð sem gengur upp.

En eins og ég tók nú skýrt fram þá er ég ekki að gera lítið úr því að draga opinberar skýringar í efa og leita að réttum upplýsingum.. það er þegar sú þörf snýst í andstæðu sína sem þessi færsla snýst um.

En þetta var hvork í annarri, þriðju eða fjórðu vídd, aðeins bein afleiðing af hefðbundnu óþoli fyrir samhengislausu röfli.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 07/02/11 20:30 #

Ármann Trausti, upplýsingarnar um 11. sept í linknum sem þú vísar á (það væri óskandi að þú vísaðir á hann í meginmál í stað þess að misnota vefslóðarsvæðið) eru bull.


Frikki - 07/02/11 21:04 #

Ég kýkti á kryppuna og þetta er eins og blanda af dreggjum moggabloggsins og barnalands.


Vésteinn Valgarðsson (meðlimur í Vantrú) - 08/02/11 00:17 #

Það eru náttúrlega gerð samsæri, enda er nóg til að siðblindum mönnum sem hafa bæði tækifærin og hagsmunina, þar á meðal innan stjórnsýslunnar í flestum eða öllum ríkjum.

Þegar eitthvað virðist ekki ganga upp í opinberum skýringum, þá er eðlilegt að gagnrýna þær. En um leið og alls konar fólk byrjar með alls konar spekúlasjónir, þá er líka næsta víst að fjöldinn allur af bull-tilgátum koma fram, og kannski kemur líka fram tilgáta sem er sennileg.

Ellefti september er ágætt dæmi. Fyrir það fyrsta er opinbera sagan sjálf samsæriskenning sem ég, fyrir mitt leyti, trúi ekki á. Ég hef heyrt óteljandi aðrar tilgátur, sem mér finnst flestar ósennilegar, en svo eru líka til tilgátur sem mér finnst sennilegar. Aðalatriðið er spurningin um hvort stjórnvöld halda fram ósannindum eða ekki. Spekúlasjónirnar eru aukaatriði.


samsærisnuttari.. - 08/02/11 04:07 #

margt á þessari síðu meikar sence en þessi skrif bera vott um endalausa fáfræði sem er í raun aðalvandamálið í heiminum okkar í dag.

þið munuð vonandi vakna einn daginn =)


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 08/02/11 06:00 #

Hvernig bera þessi skrif "vott um endalausa fáfræði"?

Og vonandi munum við vakna... við hvað?

Þessi athugasemd er lítið annað en innantómt hjal sem segir í raun ekki neitt, en bera þó vott af akkúrat því sem Valgarður bendir á:

Það sem vekur stöðugt furðu mína er hvernig þessi þekkingarleit snýst stundum í andhverfu sína. Verður að forpokaðri fullyrðingagleði og fullkominni hunsun á upplýsingum og mótrökum - í rauninni öllu sem ekki fellur að "kenningunni".


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 08/02/11 10:20 #

Ja, samkvæmt þessu hlýtur "samsærisnöttara" að finnast það "meika sence" að komast fyrst að niðurstöðu og hunsa svo allt sem ekki hentar.

Ég var ekki að halda fram að allar kenningar væru rugl. En þær standast ekki allar skoðun. Þess vegna er góð hugmynd að meta hvert tilfelli fyrir sig.

Ég vona að ég vakni aldrei í þeim heimi yfirgengilegrar heimsku sem samþykkir allt hugsunarlaust og hunsar allt sem ekki fellur að "stóra sannleikanum".

PS. "meikar sence" - athyglisvert að þeir sem hafa sig hvað mest í frammi eru varla talandi eða skrifandi á íslensku, enda fer óskýrt mál og takmarkaður orðaforði oft saman við sambærilega hugsun.


Arnar - 08/02/11 13:24 #

Talandi um JFK.

Michael Shermer var á staðnum fyrir stuttu við gerð sjónvarpsþáttar og póstaði eftirfarandi á scepticblog.org:

What is astounding is how close both X’s are to the sniper’s nest in the Book Depository building. Both from the street level looking up and from the window looking down (there is a museum on the sixth floor from which you can gain the perspective of the assassin), it seems clear that Oswald could hardly have missed. Given the fact that he was designated a sharpshooter by the Marines during his time in the service, and the fact that Kennedy’s car was traveling less than 10 miles per hour after making the sharp left turn onto Elm street, one is left whispering under one’s breath, “Kennedy was a sitting duck.”

http://skepticblog.org/2010/12/14/conspiracy-central/


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 08/02/11 14:14 #

Takk, Arnar, ég hef svo sem enga sannfæringu varðandi JFK á annan hvorn veginn. En það sem truflar mig er hvers vegna LHO ætti að hafa ráðist í þetta og hvers vegna Ruby skaut hann. Mér finnst hins vegar ekkert sérstaklega ólíklegt að hann hafi framkvæmt þetta einn.. þó ég hafi kannski ekki forsendur til að meta öll atriðin.


Tinna (meðlimur í Vantrú) - 08/02/11 17:36 #

http://www.youtube.com/watch?v=11Fl9ZVJ7B8

Ég held mig við Bill Hicks í JFK-málinu :D


samsærisnuttari - 08/02/11 21:53 #

ég eyði þó ekki tíma m+inum í að dæma allt í kringum mig eins og þið.... =)

mer er skitsama þótt þið vaknið eða ekki,,, þetta er ykkar líf ... eg nenni ekki að rökræða við APA EINS OG YKKUR LOL


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 08/02/11 23:33 #

Af tvennu 'illu' þá finnst mér skárra að líta gagnrýnum augum á hlutina en að trúa öllu sem stangast á við 'opinberu' skýringuna, sama hversu vitlaust það er.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 09/02/11 00:16 #

Nú veit ég ekki hvort þú, "samsærisnöttari", ert einn af þeim sem skrifar á kryppuna. En þar eyða menn svo sannarlega tíma sínum í að dæma allt í kringum sig.

Kannski er líklegt að þú sért einn af krypplingunum, (1) að uppnefna þá sem ekki eru sammála og (2) halda að það að skrifa í upphafsstöfum sé merki um að hafa rétt fyrir sér - er einmitt algengt á þeim slóðum.

En... lestu greinina aftur, ég stórefast um að þú hafir skilið hana.


Guðjón - 09/02/11 14:27 #

Nákvæmlega hvaða rök gegn hvaða rökum kryppu eru þetta?

Vísa í grein mína, 8 rökleysur gegn samsæriskenningum:

http://gagnauga.is/index.php?Fl=Greinar&ID=90

Þessi gengur aðallega út á afbrigði af rökvillu nr.3

"Fólk hefur sálfræðilega þörf til að leita að ótrúlegum útskýringum"

Eða aðrar óþolandi sálfræðilegar útskýringar á því hvers vegna fólk trúir samsæriskenningum...

Í staðinn fyrir að útskýra t.d. hvernig ein byssukúla getur útskýrt 7 mismunandi sár bregður fólk sér í hlutverk sálfræðings og fer að blaðra um hvernig fólk þarf "tilgang" í lífi sínu og hvað það sé skiljanlegt að fólk leiti að "ótrúlegum" útskýringum á atburðum sem það á erfitt með að sætta sig við.

Svo kemur meira blaður um þörf fólks til að trúa á eitthvað stórt og merkilegt þegar heimurinn sé í raun mun hversdagslegri og enn meira blaður um hvað það sé eðlilegt að stórir atburðir í mannkynssögunni valdi miklum vangaveltum o.s.frv.

Ekkert af þessu svaraði spurningunni minni né tók hana til greina. Enn ein alhæfingin sem ætlað er að drepa gagnrýna hugsun og læsa okkur inn í forriti sem heldur okkur jákvæðum gagnvart leiðtogum okkar."

Einnig bera skrif þín vott um alvarlegan misskilning á eðli kryppuvefsins. Innihald þeirra vefsíðu hefur ekkert með einhvern sérstakan "áhuga á samsærum" að gera, heldur eru bara margir, þar á meðal þú engan vegin að gera sér grein fyrir því hversu mikið af því sem þú myndir kalla samsæri eru að eiga sér stað.

Ef þú ert ekki einu sinni búinn að átta þig á 11.september og JFK ennþá þá er ekki að furða að þér finnist eins og þetta hljóti bara að vera einhver "samsærisfíkn".

Staðreyndin er sú að samsærisfíknin er hinum megin, þar sem aðilar eru gjörsamlega háðir því að stunda samsæri til að viðhalda blekkingunum sem viðhalda kerfi sem viðheldur fátækt og stríði, umhverfisspillingu og heilsuspillingu á öllum vígsstöðvum samfélagsins. Það verða þeir að gera vegna þess að allt vald þeirra byggist á þessu bilaða kerfi.

Allt byggist þetta á sama samsærinu sem á rætur sínar að rekja til peningakerfisins, hjarta þessa kerfis og smitar út frá sér í allar æðar samfélagsins.

Hinir almennu og ömurlegu áróðurspésar eru í fullri vinnu við að láta enn eins og allt sé með felldu og þeir sem séu að afhjúpa slík mál séu bara "samsærissinnar"...

Þá er búið að búa til trúarbrögð í kringum þessa afsakendur kerfisins sem halda alltaf að "sérfræðingarnir" verndi þá gegn því að svona samsæri eigi sér stað. Þessi trú getur fengið fólk til að trúa meiriháttar vitleysu í algjörri blindni, þvert á alla rökhugsun. Eins og að bygging geti hrunið til grunna af völdum eldsvoða einum saman, ein byssukúla geti búið til 7 mismunandi sár og að stríð séu nauðsynleg til að koma vondum einræðisherrum frá völdum. Þó svo að það þurfi að fá aðstoð annarra vondra einræðisherra til að taka þátt í þeirri "nauðsynlegu aðgerð".

Doublethink nægir ekki einu sinni til að útskýra slíka heimsku og er hún síst skárri en blindni fólks sem trúir á ímyndaða einræðisherra á himnum sem skipar þeim fyrir verkum í lífinu.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/02/11 16:03 #

Það væri óneitanlega kostur ef þú myndir halda þræði Guðjón.

Eins og að bygging geti hrunið til grunna af völdum eldsvoða einum saman, ein byssukúla geti búið til 7 mismunandi sár og að stríð séu nauðsynleg til að koma vondum einræðisherrum frá völdum.

Eitt af þessu þrennu er ekki eins og hitt.


Guðjón - 09/02/11 16:38 #

Jæja, Matti, fyrst þú ert augljóslega nógu heilaþveginn til að sjá ekki að þessir þrír hlutir eru allir jafn fáránlega órökréttir. Ég efast ekki um að þú sért búinn að dífa hausnum þínum ofan í öll díbönk vídjó og skeptik greinar sem til eru fyrst tekist hefur að sannfæra þig um þessar fjarstæður, fyrst þú býður þig fram: Hvernig veldur ein byssukúla 7 sárum á tveimur mönnum.

Ég bíð spenntur eftir að heyra hvaða kjaftæði þú keyptir. Hef heyrt ansi langsóttar tilraunir til þessa og hef alltaf gaman af góðu gríni. Tek fram að "Penn & Teller útskýringin" um að Connelly hafi verið aðeins til hliðar, er ekki fullnægjandi af augljósum ástæðum.


Guðjón - 09/02/11 16:54 #

http://kryppa.com/viltu-hafa-svertingja-a-islandi/

Var að rekast á þessa grein hjá þeim... ókei... þetta eru hálfvitar... skammast mín fyrir að hafa varið þá.

Tek þó fram að öll rökin sem ég kom með standa ennþá, en vissulega er það rétt að það verður að taka öllu með efa, líka samsæriskenningum. En mér og greinahöfundi ber ekki saman um hvað eru "fáránlegar samsæriskenningar" og hefði t.d. verið mun sterkari leikur á að benda á að þetta væru svona miklir rasistar. Að þú hafir bent á tal þeirra um samsæri í staðinn fyrir það finnst mér alveg fáránlegt.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/02/11 16:59 #

Jæja, Matti, fyrst þú ert augljóslega nógu heilaþveginn

Þetta eru áhugaverð og fróðleg viðbrögð Guðjón. Hvernig stendur á því að þú ferð að tala um að ég sé "heilaþveginn"?

til að sjá ekki að þessir þrír hlutir eru allir jafn fáránlega órökréttir.

Þessir þrír hlutir eru ekki allir eins.

Ég efast ekki um að þú sért búinn að dífa hausnum þínum ofan í öll díbönk vídjó og skeptik greinar sem til eru fyrst tekist hefur að sannfæra þig um þessar fjarstæðu

Sannfæra mig um hvað?

Kæri Guðjón, athugasemdir þínar sýna fullkomlega fram á það sem Valgarður skrifaði um í greininni.

Hvað ertu t.d. að tala um "eina byssukúlu"?

ps. Ég sé að þið í gagnauga vísið á umfjöllun Kryppunnar um Vantrú. Gott hjá ykkur! Þetta hjal um að margir í Vantrú trúi á "Gospel valdsins" er bæði heimskulegt og barnalegt.


magus - 09/02/11 17:30 #

"Það sem vekur stöðugt furðu mína er hvernig þessi þekkingarleit snýst stundum í andhverfu sína. Verður að forpokaðri fullyrðingagleði og fullkominni hunsun á upplýsingum og mótrökum - í rauninni öllu sem ekki fellur að "kenningunni".....málar sig kannski smátt og smátt út í horn og það verður alltaf erfiðara og erfiðara að viðurkenna að nýjar upplýsingar eða mótrök breyti nokkru." Valgarður G

Voðalega hafa sumir mikinn áhuga á Kryppunni..gaman af því. Það er líka alltaf gaman af svona pistlum sem sálgreina tilbúna stétt samsærissinna...

Þegar þú minnist á menn sem taka ekki nýjum sönnunargögnum, og neita að hlusta á mótrök, þá dettur mér í hug ykkur Vantrúarmenn í umræðum okkar um 11 sept nýlega. Talandi um menn sem eru búnir að mála sig út í horn...

Ef þú skoðar síðustu blaðsíður athugasemdanna þá getur þú séð Hjalta, Matta og Hafþór styðjast við falskar heimildir, og Matti neitar að hætta að benda fólki á debunkingsíðuna sýna, þrátt fyrir að hún fari með rangt mál, bæði hvað varðar opinberar niðurstöður, og svo hvað samsæriskenningar segja.Hafþór var búinn að mála sig svo rosalega út í horn að hann reyndi að ljúga sig út úr vandræðunum....og enginn þóttist taka eftir aðal Occam spurningunni.

Já sumir ganga ofsalega langt til þess að verja TRÚ sína...og halda að enginn taki eftir.TRúin á opinberu samsæriskenninguna varðandi 11 sept er ótrúleg, jafnvel aðdáunarverð.- Sama hversu mikið af gögnum kemur fram...

-Verst að þú gast ekki hjálpað Hjalta, Matta og Hafþóri þegar á reyndi.

Viltu skrifa fleiri pistla varðandi sálfræði?

Fáðu Matta til að viðurkenna að debunkingsíðan hans sé tröllasíða sem vara þarf við..eftir að sýnt var fram á að hún fer vitlaust með opinberu niðurstöðurnar.

Fáðu Hjalta til að biðjast afsökunar á því að nota falska tilvísun í heimild..

Fáðu Hafþór til að biðjast afsökunar á háttsemi sinni á lokablaðsíðunum...og þá á ég við lygarnar.

Og útskýrðu svo fyrir mér og lesendum hvers vegna menn sem vilja vera þekktir fyrir rökhyggju leggjast svo lágt í vísindalegri umræðu, til þess að reyna að verja vonlausa samsæriskenningu frá Bush og co.

Hvað með verkfræðingana 1400 sem hafa sett heiður sinn að veði með því að krefjast nýrrar rannsóknar á grunni gagna sem sanna sprengiefni? -VErkfræðingar frá NASA, sérfræðingar í stálgrindarbyggingum, og "controlled demolition"..

Eru þetta alltsaman einstaklingar með sálræn vandamál að þínu mati?

EF þú heldur að þú getir svarað "Occam Spurningunni" Valgarður G, þá hvet ég þig til að skrifa rökstutt bréf til Kryppunar. Þú getur alveg eins eytt tíma í það eins og fabúleringar um geðheilbrigði..


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/02/11 17:39 #

Voðalega hafa sumir mikinn áhuga á Kryppunni.

Ég held þetta sé í fyrsta skipti sem Kryppan er nefnd á forsíðu Vantrúar.

- # -

Svo merkilega vill til að magus vísar aldrei á þessa umræðu um 11. sept - við þurfum alltaf að gera það fyrir hann. Varúð, þetta er löng og leiðinleg umræða, en veitir þó ágæta innsýn í þankagang sumra samsærissinna.


samsærisnöttari - 09/02/11 17:43 #

nei eg skrifa ekki fyrir kryppuna.... en kæru vantrúarmenn....... þa' skiptir í raun ekki máli hvað þið haldið eða hverju þið trúið...
sumir sja bara hið augljóslega meðan aðrir afneita algjörlega öllu. eins og vantrú.is hefur komið mer fyrir sjónir...


Guðjón - 09/02/11 17:53 #

Ég kalla þig heilaþveginn því mér finnst það mun líklegri skýring en að þú sért heimskur. Fólk sem er fast í dáleiðslu er ekki endilega heimskt. Þar sem þú veist greinilega ekki einu sinni hvað þú ert að reyna að veja hérna býst ég við að wikipedia verði að duga:

According to the single-bullet theory, a three-centimeter-long copper-jacketed lead-core 6.5-millimeter rifle bullet fired from the sixth floor of the Texas School Book Depository passed through President Kennedy’s neck and Governor Connally’s chest and wrist and embedded itself in the Governor’s thigh. If so, this bullet traversed 15 layers of clothing, 7 layers of skin, and approximately 15 inches of tissue, struck a necktie knot, removed 4 inches of rib, and shattered a radius bone. The bullet was found on a gurney in the corridor at the Parkland Memorial Hospital, in Dallas, after the assassination. The Warren Commission found that this gurney was the one that had borne Governor Connally.[2] This bullet became a key Commission exhibit, identified as CE 399. Its copper jacket was completely intact.

Já... mikið þarf maður að vera klikkaður að sýna þessari skýringu smá "vantrú"...


Davíð - 09/02/11 18:12 #

Strákar mínir verið nú vinir. Þetta snýst einfaldlega um það hugsandi "samsærissinnar" rannsaka málefni og atburði til hin ýtrasta og dæma út frá því. Svo eru þeir sem horfa bara á Rúv og lesa opinberar fréttir af sömu málefnum og atburðum og treysta þeim fréttaflutningi. AF hverju ættu þeir ekki að gera það ?

jú einmitt vegna þess að margir opinberir fréttamiðlar hafa hagsmuna að gæta og fá heimildir sínar frá öðrum opinberum fréttamiðlum sem hafa líka hagsmuna sinna og annara stórfyrirtækja að gæta.

Það er rosalega einfalt að grípa til þeirra ráða að segja að "samsærissinnarnir" séu haldnir áráttu og þurfi á sálfræðilegri hjálp að halda. Hins vegar virkar rökræður þannig fyrir sig að það eru alltaf rökin sem vinna. Ég hef ekki séð nein rök frá ykkur sem aðhyllast því að "samsærissinnar" séu vænissjúkir einstaklingar sem þurfa eitthvað til að fylla upp í líf sitt.

Þvert á móti myndi ég frekar kalla þetta einlægan áhuga á því að rétt skuli vera rétt, með gagnrýna hugsun í fyrirrúmi. Það erum ekki við sem erum að samsæra, heldur erum við að reyna að uppræta samsærin sem móta nútímasamfélög. Við stöndum ekki fyrir því að samsæra heldur einmitt fólkið sem þið leggið allt ykkar traust til.

Ég er ekki að segja að ég viti allt og allar fréttir sem koma í sjónvarpinu séu eintóm samsæri og lygi heldur meina ég að eftir að hafa kynnt mér hin ýmsu málefni og atburði síðastliðna mánuði í lífi mínu hef ég einfaldlega komist að þeirri niðurstöðu að margt sem ég trúði áður, sem ég hafði gleypt af fjölmiðlum og almennri umræðu, stenst ekki frekari skoðun.

Sannleikurinn er ótrúlegri en maður gat ímyndað sér og mér finnst rangt að ég sé kallaður "samsærissinni" eða "fáviti" fyrir það eitt að hafa kynnt mér málin betur og rannsakað þau til mergjar. Ég mæli eindregið með því að þú, sem trúir að við séum bara að bulla, kynnir þér málin betur sjálfur áður en þú ferð að setja stimpil á þessa annars sívaxandi kynslóð, og reynir að styðjast við rök frekar en að halda því fram að við eigum við sálfræðileg vandamál að stríða.

Auðvitað eru svo "samsærissinnar" sem gleypa við öllu og vanda ekki málfar sitt og setja svartan blett á okkur hina sem erum að reyna að koma með málefnaleg rök fyrir því að það er ekki allt sem sýnist.

Ég vil taka það fram að þú getur ekki notað það sem rök gegn mér að ég hafi ekki stuðst við nein rök í þessu svari mínu, enda er það ekki tilgangur ummæla minna.

Ég vil líka benda á að titill þessa pistils "Samsærisfíknin" er mjög óljós enda er vart um fíkn að ræða, nema í þeim skilning að það sé fíkn að sækjast í það að fræðast um umheiminn. Frekar myndi ég segja það vera fíkn að lifa lífinu í þeirri trú að fjölmiðlar, stjórnmálamenn, stórfyrirtæki og aðrar stofnanir séu að bjarga málunum fyrir þig og þú þurfir ekkert að aðhafast. Þá ertu háður þessum fyrirbærum og það kallast fíkn. Við erum samt öll háð þessum fyrirbærum en sum okkar telja það betra að vera háð innri rökhugsun og leitinni að sannleikanum. Fyrir mitt leiti er það einfaldlega betri fíkn en sú fíkn að fylgja straumnum og leyfa öðrum að hugsa fyrir mig.


Davíð - 09/02/11 19:40 #

"Hugsanlega verður svo örvænting þess sem vill vekja athygli á málinu - þegar lítil viðbrögð fást - að fullyrða meira og meira til að fá athygli. Leita að frekari rökstuðningi og ákafinn í rökræðum verður sennilega til að viðkomandi festist í að verja sína skoðun, málar sig kannski smátt og smátt út í horn og það verður alltaf erfiðara og erfiðara að viðurkenna að nýjar upplýsingar eða mótrök breyti nokkru."

Hérna lýsiru meira að segja nokkuð vel hvernig þeir sem liggja undir áreiti "samsærissinna" haga sér. Við samsærissinnarnir köllum þá "hnetuheila". Þeir eiga rosalega erfitt með að viðurkenna að það sem þeir áður trúðu sé rangt og Egóið kallar þá tilhneigingu fram að þurfa að verja sinn málstað. Skiljanlega, við vitum öll hversu pirrandi það er að hafa rangt fyrir sér ekki satt?

Það eru einmitt hnetuheilarnir sem eiga rosalega erfitt með að viðurkenna að "nýjar upplýsingar eða mótrök breyti nokkru." Fjölmiðlar og fleiri aðilar eru þegar búnir að móta skoðun hnetuheilanna og þeir samsvara sig við þá skoðun.

Þó að ný rök eða heimildir komi upp á yfirborðið finnst þeim rosalega erfitt að aðhyllast þeim því ákveðin öfl halda ennþá gömlu sögunni áfram og reyna að koma ljótu orði á þá sem aðhyllast nýju gögnunum.

Sjáðu bara hvernig meðferð höfuðpaur Wikileaks, Julian Assange, fær. Hann er kallaður svikari, læstur inni og þarf að hlusta á svívirðingar yfirvalda fyrir það eitt að koma gögnum á framfæri sem koma yfirvöldunum í opna skjöldu. Hann og lið hans eru bara að reyna að koma SANNLEIKANUM á framfæri og hafa gögn og staðreyndir sér til stuðnings, annað en spillt yfirvöldin.

En nú verður fólk að dæma fyrir sjálft sig og kaupa ekki allt sem það les eða heyrir. Ég geri það ekki og ég er samt "samsærissinni"!


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 09/02/11 19:48 #

Það hefur heldur betur fyllst í þráðinn, svona rétt þegar maður bregður sér í vinnu...

Guðjón: Ekkert af þessu svaraði spurningunni minni né tók hana til greina

Hvaða spurningu? Ég var ekki að svara einni einustu spurningu í greininni.

Guðjón: ...alvarlegan misskilning á eðli kryppuvefsins

Það má vera að hann sé fjölbreyttari en ég geng út frá.

Magus..

Ég fylgdist með þræðinum sem Matti bendir á alla leið, hef sjaldan séð aðila pakkað jafn illa saman í rökræðum og þér - og aumkunarvert að sjá þig grípa til leturbreytinga og upphrópana til að fela þekkingarleysið. En ætla ekki að halda þeirri umræðu áfram hér, bendi þeim sem áhuga hafa á að þræla sig í gegnum þann þráð..

En kannski er ég ósanngjarn og kannski er þetta gamla sagan um samanburð á rónum og víni, það má vel vera að þú sért að koma óorði á alvöru athugasemdir vegna 11. sept.

En, nei, ég tek ekki þátt í að senda eitt né neitt á "kryppuna".

Samsærisnöttari

Ég er ekki að afneita öllu, bara að biðja menn að hugsa í hverju máli fyrir sig.

Kannski þú leggir á þig að lesa greinina í þriðja sinn og sjáir þá setningar eins og "nú hvarflar ekki að mér að útiloka öll samsæri.."

Og svo væri gaman að þú læsir eigin athugasemdir áður en þú sendir inn, þú kæmist þá kannski hjá æpandi mótsögnum eins og "ég eyði þó ekki tíma m+inum í að dæma allt í kringum mig" og "eg nenni ekki að rökræða við apa" í sömu athugasemd.

Davíð

Ef þú hefur raunverulega kynnt þér viðkomandi mál af hlutleysi og í þeim tilgangi að komast að niðurstöðu þá er það hið besta mál og ég hef engar athugasemdir - og engin ástæða til að þú takir þessa grein til þín, jafnvel þó við kæmumst að ólíkri niðurstöðu í einstaka málum. Ég er aðeins að gagnrýna þá sem missa sig í ákafanum að vilja trúa hvaða vitleysu sem er og tapa því að geta unnið úr upplýsingum, einmitt í leit að "sannleikanum". Og engan kallaði ég fávita.

  • að lokum *

Annars vill svo skemmtilega til - fyrir mig - að ég verð að mestu utan þjónustusvæðis næstu daga og ætla að láta þetta gott heita. Enda er umræðan komin út fyrir efnið, ég ætlaði ekki að ræða hvort einstaka kenningar séu góðar, vondar, sennilegar eða ósennilegar - aðeins að benda á að stundum breytist þekkingarleit í andstæðu sína.

Til dæmis þegar fólk fer að trúa kenningum um þoturákir og eðlufólk...


Guðjón - 09/02/11 20:28 #

Það hefur heldur betur fyllst í þráðinn, svona rétt þegar maður bregður sér í vinnu...

Guðjón: Ekkert af þessu svaraði spurningunni minni né tók hana til greina

Hvaða spurningu? Ég var ekki að svara einni einustu spurningu í greininni.

Þetta var tilvitnun í greinina sem ég benti á "8 rökleysur gegn samsæriskenningum" og var þessari setningu þannig ekki beint til þín.

Guðjón: ...alvarlegan misskilning á eðli kryppuvefsins

Það má vera að hann sé fjölbreyttari en ég geng út frá.

Líklega. Þó er ég að sjá það betur og betur að ég hefði sjálfur mátt kynna mér vef þeirra betur áður en ég fór að verja þá. Þú virðist ekki hafa lesið restina sem ég sagði... en t.d. hefði mér þótt sterkara að ráðast á þá fyrir rasismann þeirra og tel greinina þína upprunalegu almennt ráðast á ímyndaða steríótýpu af "samsærissinnum"... Það var aðallega notkun þín á þeirri órökstuddu staðalmynd sem fór í taugarnar á mér, en þau virtust koma í stað nokkurra alvöru röksemdafærsla.

Annars er ég almennt auðvitað sammála því að meta hvert mál út af fyrir sig, ég kom bara ekki auga á nein alvöru rök gegn einhverju sem hafði komið fram á kryppu. Sem hefði þó verið hægt að finna.


Fúdsinn - 09/02/11 20:40 #

Ég get sannað það að heimurinn er sviðsmynd sett upp af geimverum eða vélum einsog í Matrix. Ég sá galla í umhverfinu um daginn. Ef maður heldur á spegli undir hlut á hvolfi bakvið hlutinn líka þá verður það öfuga í speglinu rétt. Þannig að maður spyr getur verið að það rétta sé öfugt og heimurinn sé bara birtingarmynd af skjávarpa annarlega afla og við erum bara leikarar í sápuóperu til skemmtunar þessara afla... Ég vill hitta leikstjórann!


Matti (meðlimur í Vantrú) - 09/02/11 23:09 #

Ég kalla þig heilaþveginn því mér finnst það mun líklegri skýring en að þú sért heimskur

Heilaþveginn - heimskur! Af hverju? Hvaða skoðanir hef ég sett fram í þessari umræðu sem verðskulda þennan dóm þinn?

Ég hef bara ekkert tjáð mig um þessa stöku byssukúlu en annars mæli ég með síðunni sem þú vísaðir næstum því á (ég var nefnilega búinn að lesa hana, þetta er fín umfjöllun, t.d. þar sem sagt er frá tilraunum sem gerðar hafa verið og sýna að einnar kúlu kenningin stenst prófanir). Það er n.b. eitt af því sem einkennir marga samsæriskenningarsinna að þeir eiga oft erfitt með einfalda hluti eins og vísanir. Afrita stundum óskaplegt magn af texta en setja ekki inn vísanir.

Svo kalla þeir annað fólk "hnetuheila"!

Sjáið til samsærisgaurar. Það eru til samsæri. Það neitar því enginn. Vandi ykkar er að þið kunnið ekki að vinsa úr, þið virðist ginkeyptir fyrir öllum samsæriskenningum - sama hve rangar þær eru.

Þannig má í skrifum ykkar lesa ósköp eðlilegar fullyrðingar í bland við argasta kjaftæði sem hvaða grunnskólabarn gæti afsannað.

Lærið að vinsa úr. Annars finnst manni ósköp lítil ástæða til að taka mark á nokkru sem þið segið.


samsærisnöttari - 10/02/11 04:27 #

http://www.youtube.com/watch?v=FVPH1rRH3Sg


magus - 10/02/11 07:29 #

"Svo merkilega vill til að magus vísar aldrei á þessa umræðu um 11. sept - við þurfum alltaf að gera það fyrir hann. Varúð, þetta er löng og leiðinleg umræða, en veitir þó ágæta innsýn í þankagang sumra samsærissinna." Matti

Jæja Matti minn, alltaf í boltanum? Getur þú vísað á þessi dæmi sem sanna mál þitt vinur? -Síðast þegar ég vísaði á þessa umræðu í greininni um Óla Gneista á Kryppunni þá lést þú þig hverfa...eins og venjulega.

Fólk þarf bara að lesa síðustu blaðsíðurnar af þessu 11 sept spjalli til sjá þig, Hjalta og Hafþór gera í buxurnar...með falsaðar heimildir og lygar, og algjöra vanþekkingu á hinum raunverulegu niðurstöðum NIST. Fyrir utan það að enginn gat svarað Occam spurningunni....VAntrú gat ekki hrakið sprengjurannsóknina hans Harrit...Hafþór greyið reyndi að halda því fram að hann hafi aldrei ætlað sér að "debunka" sprengjurannsóknina. Glæsilegur árangur.

Það kemur skýrt fram að NIST hefur viðurkennt litlar skemmdir á wtc7, frjálst fall og "nánast frjálst fall"...og viðurkennt að aldrei áður hafa stálgrindarháhýsi fallið vegnið elda. Allt saman þvert á það sem þið héldu, og debunking síðan þín...sem gerir mikið grín af "samsæriskenningum" er varða þessi atriði, eins og þið félagar...

Enn eins kom fram á síðustu bls þá hefur NIST samþykkt þessar "samsæriskenningar" og þar með er það á hreinu að síðan þín er tröllasíða. Þú getur ekkert deilt um það.

Matti, það er búið að skora á þig að draga til baka stuðning þinn við þessa debunkingsíðu á vefsíðunni þinni...ég geri það hér með aftur.

Ef þú gerir þetta ekki þá getur þú aldrei aftur böggað Mofa og aðra sköpunarsinna fyrir að vísa á Discovery Institute, því debunking síðan þín er í sama flokk.

Það þýðir ekkert að stinga hausnum í sandinn eins og strútur.


Hafþór Örn - 10/02/11 07:38 #

"og viðurkennt að aldrei áður hafa stálgrindarháhýsi fallið vegnið elda. Allt saman þvert á það sem þið héldu"

Þetta er ekki rétt hjá þér, það varst þú sem varst að halda því fram að aldrei hafi stálgrindarhús hrunið vegna elda fyrri 9/11. Ég benti þér á að það er rangt. Ótal stálgrindarhús hafa hrunið af völdum elda í gegnum tíðina.

Það er hinsvegar rétt að stálgrindar-HÁHÝSI höfðu ekki hrunið fyrir 9/11 af völdum elda. Það er bara annað mál. Vinsamlega hafðu rétt eftir.

Ástæðan fyrir því að þú fékkst ekki svar við þessari svokölluðu Occam spurningu er að hún var ekki svaraverð.

Svo væri nú gaman ef þú gætir bent okkur á þær lygar sem ég á að hafa komið með.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/02/11 07:51 #

Jæja Matti minn, alltaf í boltanum? Getur þú vísað á þessi dæmi sem sanna mál þitt vinur? -Síðast þegar ég vísaði á þessa umræðu í greininni um Óla Gneista á Kryppunni þá lést þú þig hverfa...eins og venjulega.

  1. Þú vísaðir einmitt ekki á umræðuna magús, ég þurfti að setja vísun í athugasemd. Þetta er því ágætt dæmi til að sanna mál mitt. Þetta er vísun.

  2. Ég sagði allt sem ég vildi segja í umræðunni. Fólk hverfur ekki þó það gefist upp á að svara lygum þínum. Það hættir bara að nenna að svara þér í tiltekinni umræðu vegna þess að svörin eru komin þó þess beri engin merki í athugasemdum þínum.


magus - 10/02/11 08:03 #

"Ég fylgdist með þræðinum sem Matti bendir á alla leið, hef sjaldan séð aðila pakkað jafn illa saman í rökræðum og þér - og aumkunarvert að sjá þig grípa til leturbreytinga og upphrópana til að fela þekkingarleysið. En ætla ekki að halda þeirri umræðu áfram hér, bendi þeim sem áhuga hafa á að þræla sig í gegnum þann þráð.. En kannski er ég ósanngjarn og kannski er þetta gamla sagan um samanburð á rónum og víni, það má vel vera að þú sért að koma óorði á alvöru athugasemdir vegna 11. sept." Valgarður G

Eins og svo oft áður, þá kemur þú með miklar fullyrðingar án þess að rökstyðja mál þitt, og án þess að svara beinum spurningum sem beint var til þín...og líkur svo máli þínu með lítilli skítalummu...þú hagar þér nákvæmlega eins og meintir samsærissinnar í pistili þínum:

"... Verður að forpokaðri fullyrðingagleði og fullkominni hunsun á upplýsingum og mótrökum - í rauninni öllu sem ekki fellur að "kenningunni"."VG

Þú ert m.ö.o. hræsnari Valgarður G, fyrrum pönkari.

Hvað fannst þér flottast við frammistöðu Matta, Hjalta og Hafþórs á síðustu blaðsíðum athugasemdanna við umræddan pistil? Var það tilvísun Hjalta í falsaða heimild? VAr það það vanþekking þeirra á helstu niðurstöðum NISt á hruni turnanna - og notkun á tröllaheimildum sbr debunkingsíðuna hans Matta, sem ruglar saman samsæriskenningum og opinberum niðurstöðum? Eða var það kannski tilraun Hafþórs til að ljúga því að hann hefði aldrei haldið því fram að stálgrindarháhýsi hafi fallið vegna elda? Eða var það kannski algjör uppgjöf Hafþórs við tilraunir til að svara athugasemdum, sem gekk svo langt að hann þóttis ekki sjá neinar athugasemdir? Eða var það uppgjöf Hafþórs gagnvært "Occam" spurningunni sem sannar að sprengiefni voru í wtc, þú veist aðal samsæriskenningunni sem þið segið að hafi verið löngu afsönnuð með góðum gögnum?

EF þú fylgdist svona vel með umræðunni, þá ætti að vera auðvelt fyrir þig að skrifa lítið bréf til Kryppunnar sem svarar Occam spurningunni.

Ekki að vera eyða tíma í ad-h árásir á Kryppumenn og samsærismenn, það er miklu betra að "debunka" hvert mál fyrir sig...

mbk


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/02/11 08:13 #

Af hverju léstu þig hverfa úr umræðunni magus? Ef þú vilt halda henni áfram er þráðurinn opinn. Þú átt enn eftir að svara spurningum þar. Vinsamlegast slepptu því að afrita allt ruglið í þennan tiltekna þráð.


Hafþór Örn (meðlimur í Vantrú) - 10/02/11 08:14 #

"Eða var það kannski tilraun Hafþórs til að ljúga því að hann hefði aldrei haldið því fram að stálgrindarháhýsi hafi fallið vegna elda?"

Því ertu að reyna að ljúga þessu Magús? Ég hef aldrei sagt að háhýsi með burðarvirki úr stálgrind hafi hrunið af völdum elda fyrir 9/11, hinsvegar sagði ég að hús með burðarvirki úr stálgrind hafi oft hrunið af völdum elda. Benti þér á fjölmörg dæmi.

Varðandi þessa Occam spurningu þá er þetta nú svo barnalegt að það er varla svaravert. Eigum við að telja upp allar þær spurningar sem þú hefur neitað að svara eða ekki þóst sjá? Hvað ætli það séu margir tugir?


magus - 10/02/11 08:39 #

[ fært á spjallborð - engin ástæða til að endurtaka umræðu sem þegar er í gangi þar - allir geta lesið spjallið - Matti ]


magus - 10/02/11 09:14 #

"1.Þú vísaðir einmitt ekki á umræðuna magús, ég þurfti að setja vísun í athugasemd. Þetta er því ágætt dæmi til að sanna mál mitt. Þetta er vísun." Matti

Í fyrsta lagi þá var ég búinn að nefna ákveðið dæmi þar sem ég vísaði á umræðuna, sbr Óla Gneista, og í öðru lagi þá þarf ég varla að vísa ykkur Vantrúarmönnum, hér á ykkar vefsíðu, á eina þráðinn á ykkar vef þar sem ég rífts við ykkur um 11 sept? -Auk þess hef ég vísað á þessa umræðu á öðrum síðum, á vefsíðu ARnars Pálssonar sem dæmi.

"2.Ég sagði allt sem ég vildi segja í umræðunni. Fólk hverfur ekki þó það gefist upp á að svara lygum þínum. Það hættir bara að nenna að svara þér í tiltekinni umræðu vegna þess að svörin eru komin þó þess beri engin merki í athugasemdum þínum" Matti

Hvaða lygar ertu að tala um, getur þú ekki nefnt skýrt dæmi eins og ég geri varðandi Hafþór? Þú hvarfst nokkrum sinnum frá umræðunni eftir að hafa drullað á þig með gullmolum eins og "þú ert þroskaheftur"..."lygari"...og þú hættir síðast á bls 37 eftir að í ljós kom að debunkingsíðan þín fer rangt með opinberar staðreyndir varðandi frjálst fall, nánast frjálst fall....og önnur atriði....ljóst er að NISt hefur samþykkt staðreyndir sem þið höfðu afskrifað sem lygar, eins og debunkingsíðan þín.

Fyrir utan það þá hættir þú án þess að svara Occam spurningunni....


Hafþór Örn (meðlimur í Vantrú) - 10/02/11 09:22 #

Hvernig má annars skýra að fólk sameinast um ólíkar kenningar, á ólíkum forsendum og sem eignaðar eru ólíkum aðilum. Það eina sem sameinar er áhuginn á samsærum...

Þetta hefur mér alltaf þótt virkilega áhugavert. Það hefur verið skrifað um þetta á vefnum Loftslag.is, virkilega áhugaverð færsla. Mæli með henni.

http://www.loftslag.is/?p=9327


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/02/11 09:26 #

Kæri magus. Þegar talað er um að vísa á eitthvað á netinu, þá felst það í því að setja vísun (link) á vefsíðu, þannig að fólk geti smellt á vísun og ratað þannig á það sem um er rætt.

Þú hvarfst nokkrum sinnum frá umræðunni

Þetta er skemmtileg setning.


magus - 10/02/11 09:49 #

[ fært á spjallborð ]


magus - 10/02/11 10:16 #

"Kæri magus. Þegar talað er um að vísa á eitthvað á netinu, þá felst það í því að setja vísun (link) á vefsíðu, þannig að fólk geti smellt á vísun og ratað þannig á það sem um er rætt....Þetta er skemmtileg setning." Matti

1)Það er fullkomlega eðlilegt að skilja eftir slóð á tengil sem þarf að klippa og líma í Google. Það gildir um háskólaritgerðir,líka þær sem eru birtar á netinu, þannig að það er nógu gott fyrir spjallsíðusíðu á netinu.

2) ÉG birti slóð í þessari færslu um Óla G sem þurfti að klippa og líma, en þú birtir hinsvegar ósýnilegan tengil.

3)Skemmtileg setning já...lýsir mjög vel framgangi mála í fyrra hluta spjallsins, þar sem þú lést þig vissulega hverfa oftar en einu sinni, eftir að hafa gert í buxurnar. Og talandi um skemmtilegar setningar Matti minn...þá er amk ein skemmtileg setning frá mér er varðar debunkingsíðuna þína...viltu ekki horfast í augu við þá staðreynd?


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/02/11 10:23 #

ÉG birti slóð í þessari færslu um Óla G sem þurfti að klippa og líma, en þú birtir hinsvegar ósýnilegan tengil

Þú gerðir það eftir að ég benti á að það vantaði vísun. "Ósýnilegi tengillinn" er einfaldlega css mál hjá Kryppunni.


magus - 10/02/11 10:50 #

"Þú gerðir það eftir að ég benti á að það vantaði vísun. "Ósýnilegi tengillinn" er einfaldlega css mál hjá Kryppunni." Matti

Já og ég tók fram að ég hef bent á þessa umræðu á öðrum stöðum. Auk þess skildi ég eftir tengil eftir ábendingu frá þér, og ég hef bent þér á að tengillinn þinn er ósýnilegur...formatt próblem hjá Kryppunni er engin afsökun, þú hlýtur að hafa séð það sjálfur eftir að þú birtir athugasemdina að tengillinn sést ekki...það hefði tekið þig eina min að senda aðra athugasemd sem bendir á tengilinn..eða skilja eftir klippa-líma slóð eins og ég.

Ég hef bent á að þar sem umræðan var á meðal aðila þar sem allir vita hvaða umræða rætt var um, þar sem aðeins ein kemur til greina, þá þurfti varla að benda VAntrúarmönnum á tengil á eigin vefsíðu.

-Þú átt ennþá eftir að draga til baka stuðning þinn við debunkingsíðuna...þú hefur enga afsökun.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 10/02/11 10:53 #

Auk þess skildi ég eftir tengil eftir ábendingu frá þér,

Nákvæmlega. Hættu nú þessu þvaðri og tjáðu þig á spjallborðinu um hitt málið.

Þú átt ennþá eftir að draga til baka stuðning þinn við debunkingsíðuna...þú hefur enga afsökun.

Ég hef þá "afsökun" að orð þín standast ekki.


magus - 10/02/11 11:08 #

[ spjallborðið er opið ]


Heisi - 11/02/11 00:29 #

Ég held að allir hérna séu hlynntir gagnrýnni hugsun og mér finnst umræðan aðallega snúast um að Vantrúarmenn segja "samsærissinna" gleypa við öllu og ekki taka við nýjum rökum og "samsærissinnar" segja það sama um vantrúarmenn. Vandamálið er þetta:

"Nú hvarflar ekki að mér að útiloka öll samsæri og fráleitt að ég vilji letja fólk til að spyrja gagnrýninna spurninga, efast og velta upp möguleikum"

Dæmi? Ef þú ert svona gagnrýnt hugsandi, hvaða samsæri útilokarðu ekki? Þú minntist á 11 sept í einu "commenti" en aftur var mjög óljóst hvaða skýringar þér fannst fráleitar og hvað líklegt.

"Það sem vekur stöðugt furðu mína er hvernig þessi þekkingarleit snýst stundum í andhverfu sína. Verður að forpokaðri fullyrðingagleði og fullkominni hunsun á upplýsingum og mótrökum - í rauninni öllu sem ekki fellur að "kenningunni"."

Svona fullyrðingu verður að fylgja dæmi. Annars taka allir sem trúa sæmsæriskenningum þetta til sín.

"Hugsanlega verður svo örvænting þess sem vill vekja athygli á málinu - þegar lítil viðbrögð fást - að fullyrða meira og meira til að fá athygli."

Dæmi um þessa fullyrðingagleði?

"Leita að frekari rökstuðningi og ákafinn í rökræðum verður sennilega til að viðkomandi festist í að verja sína skoðun, málar sig kannski smátt og smátt út í horn og það verður alltaf erfiðara og erfiðara að viðurkenna að nýjar upplýsingar eða mótrök breyti nokkru."

Getur þetta ekki átt við báðar hliðar hvort sem þú trúir á samsæri eða ekki?

"Og þegar áhuginn á samsærum er orðinn þannig að það er takmark í sjálfu sér að finna samsæri þá er endanlega öll rökhugsun fokin út í veður og vind."

Dæmi?

Mér sýnist allir sem hér tala mjög fylgjandi gagnrýnni hugsun. Vandamálið er að þessi grein fullyrðir að "samsærissinnar" stundi ekki gagnrýna hugsun án nokkurs dæmis þess til rökstuðnings. Síðan hefur umræðan aðallega snúist um hvort "samsærissinnar" eða þeir sem ekki trúa á samsæri stundi gagnrýna hugsun eða taki mótrök til greina.

Það er líka fyndið að benda á að sagan er full af viðurkenndum samsærum. T.d. Operation northwoods (svona svipað og 11.sept dæmi á sjöunda áratugnum sem var skrifað undir en fór ekki í framkvæmd) og MK-Ultra (CIA gerði "mind control" tilraunir á óafvitandi borgurum og ósamþykku fólki). Þetta eru tvö góð dæmi um samsæri þar sem skjölin hafa verið "declassified", s.s. þetta er viðurkennt af stjórnvöldum. Sagan er full af slíkum dæmum, þ.e.a.s. viðurkenndum samsærum, en samt heldur fólk að þeir sem sitja við völd hafi bara hætt að stunda samsæri og þeir sem reyna að koma upp um samsæri hafa í gegn um alla tíð verið kallaðir rugludallar, hálfvitar og geðsjúklingar.


Guðjón - 11/02/11 03:58 #

Þú Matti ert hið fullkomna dæmi um hnetuheila. Fyrir nánari útskýringu á hvað það er vísa ég í grein mína: "Baráttan við hnetuheilana"

http://gagnauga.is/index.php?Fl=Greinar&ID=120

Þá er ég ekki að kalla þig heimskan, bara að þú ert búinn að bygga hnetuskurn í kringum heimssýn þína sem ekkert sem er út fyrir kemst í gegnum. Hnetuheilunum hefur verið talin trú um að þeir þurfi ekki að hugsa um svona mál, því það séu sérfræðingar í öllum geirum samfélagsins sem sjá um að hugsa fyrir þá. Þeir myndu láta þá vita ef eitthvað væri að.

Þetta sannaðist þegar ég bað þig um að útskýra hvernig ein byssukúla gat valdið þessum sjö sárum og svarið þitt var að það stæði á wikipedia að það hefðu verið gerðar tilraunir sem hefðu sýnt að hún væri rétt!

Talandi um heilablokkeringu. Ég spyr aftur! hvernig!? Hugsaðu nú sjálfstætt í eina sekúndu og hættu að vera svona blindur! Þú sérð að þetta meikar ekki sens!

Og svo ætlisti til að við hlustum á ykkur með ykkar barnalegu fordóma gagnvart samsæriskenningum.

Þetta nýja finnst mér líka alveg frábært.... "það eru til samsæri, þið fókusið bara á vitlaus samsæri!"

ókei, ég er að biðja þig um tvö hluti hérna, vonandi er það ekki of flókið fyrir þig, nr.1 var að útskýra byssukúluna. Þetta er nr.2

Nefndu mér þrjár samsæriskenningar sem þú trúir á! Og ekki bara það sem er fullkomlega sannað og alvitað, það telst ekki með, (eins og WMD í Írak eða eitthvað) Heldur eitthvað sem viðurkennd fræði myndu og stórmiðlar nútímans láta sem séu fáránlegar.

Geturðu þetta tvennt fyrir mig? Verður fróðlegt og gaman að sjá.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 11/02/11 08:45 #

Guðjón, ég var bara ekki búinn að nokkuð um þessa ágætu byssukúlu. Ég vísaði einfaldlega á síðuna sem þú vitnaðir í. Máttir þú vitna í hana en ekki ég?

Nefndu mér þrjár samsæriskenningar sem þú trúir á! Og ekki bara það sem er fullkomlega sannað og alvitað, það telst ekki með, (eins og WMD í Írak eða eitthvað) Heldur eitthvað sem viðurkennd fræði myndu og stórmiðlar nútímans láta sem séu fáránlegar

Fyrirgefðu, en ég trúi ekki á ósannaðar eða órökstuddar fullyrðingar. Það er þitt svið. Sjáðu til, sumt fólk trúir á samsæri en það krefst sannana. Annað fólk trúir á samsæri og leitar sannana, hunsar allt sem ekki styður mál þeirra og kallar þá sem ekki vilja trúa samsæriskenningum þeirra "hnetuheila".

Hér eru alvöru samsæri sem ég "trúi á".

  1. Seinni innrásin í Írak byggði á samsæri. Gögn voru fölsuð til að láta líta út fyrir að Írak ætti gjöreyðingarvopn. Fyrri árásin byggði reyndar líka á samsæri, meðal annars fölsuðum vitnisburði um að íraskir hermenn væru að henda fyrirburum úr hitakössum.
  2. Fyrir hrun var samsæri á Íslandi þar sem fjármálastofnanir lánuðu tengdum aðilum háar fjárhæðir gegn litlum eða engum veðum. Tilgangurinn var meðal annars sá að halda uppi fölsku gengi hlutabréfa.
  3. Watergate málið.
  4. Íran/Contra málið.
  5. Það má vel vera að það hafi verið samsæri um að myrða JFK. Ég útiloka það ekkert.

Allt voru þetta leynileg samsæri. Það má vel vera að ég hafi ekki trúað á þessi samsæri áður en sannanir lágu fyrir, það gildir t.d. um íraksstríðin - ég féll fyrir áróðrinum á sínum tíma.

Vonandi var þetta bæði fróðlegt og skemmtilegt.


Halldór Carlsson - 11/02/11 12:12 #

stórskemmtileg keppni um tippastærð.

Valgarði og Vantrú líklega í mun að sverja af sér tengsl við ,,rugludalla" - skiljanlegt, því vefur Gagnauga (þó Valgarður nefni hann ekki á nafn) er td. að þróast útí David Icke - dýrkun og almenn fúkyrði, og Kryppuvefurinn birtir greinar um ,vandamálið' svertingja ..

TVENNT er sameiginlegt með VANTRÚ, GAGNAUGA og KRYPPUNNI:

  • 1) ítarleitin að RANGHUGMYNDUM í fjölmiðlum

  • 2) áráttan að KOMA VITINU FYRIR HEIMSKINGJA

afar Lenínískt: hafa vit fyrir öllum fávitum samfélagsins

  • jafnvel um hluti sem enginn getur vitað ..

en mikil andskotans guðsblessun eru þessir vefir fyrir hugmyndaflug og tuð.

spara mér áskrift að Stöð 2 og nöldur yfir RÚV.

-- > koma svo, lærisveinar, svara!


Halldór Carlsson - 11/02/11 12:17 #

á mínum samsærislista yrðu m.a.

11. sept.

bankahrunið á Íslandi

7/7 bombings London júlí 2005

njósnanetið Echelon 1947 to present

o. m. fl.

dauði:

Jörg Haider,

Gandhi,

Aldo Moro,

Sadat,

Palme,

Benazir Bhutto,

Önnu Lind,

Sesars (vantar bara heimildir hér)

o. fl.

- og ekki gleyma innrásinni frá Mars og Snickers


Matti (meðlimur í Vantrú) - 11/02/11 14:18 #

Halldór, vinsamlegast ekki vera troll.


Jóhann V - 12/02/11 14:31 #

Skemmtileg umræða

Væri ósamgjarnt að segja að meðlimum Vantrúar hætti til að vilja stöðugt fynna fleiri dæmi um ruglaða hegðun kirkjunar manna? Eða að menn séu það vissir um að skipulög trúarbrögð séu það slæm fyrir mannkynið að flest allar árásir á trúaða sé réttmætar ( undanskilið líkamlegt ofbeldi)

Þar sem ég set engin dæmi um slíkt, nægir stutt svar já og nei.

Er skynsamlegt að tala um að "trúa" á kenningar. Byggist réttmæti þeirra ekki einmitt á gögnum sem hrekja eða staðfesta það sem lagt er fram. En þetta er ekki ósvipað því sem nefnt er í greininni um að leita bara eftir því sem staðfestir mans eigin skoðanir og hunsa hið gagnstæða.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 12/02/11 14:53 #

Væri ósamgjarnt að segja að meðlimum Vantrúar hætti til að vilja stöðugt fynna fleiri dæmi um ruglaða hegðun kirkjunar manna?

Vantrú getur lítið gert við því að sífellt koma upp nýjar fréttir af ruglaðri hegðun kirkjufólks.

Eða að menn séu það vissir um að skipulög trúarbrögð séu það slæm fyrir mannkynið að flest allar árásir á trúaða sé réttmætar

Þó hér séu flestir þeirrar skoðunar að skipulögð trúarbrögð hafi neikvæð áhrif er ekki ráðist á trúaða á þessari síðu.

Fólk þarf alltaf að vera meðvitað um staðfestingartilhneiginguna, bæði trúaðir og trúlausir.


Hc - 12/02/11 16:49 #

tröll?

passa dómhörkuna, Matthías. það eru ekki allir fávitar sem eru þér ósammála


Matti (meðlimur í Vantrú) - 12/02/11 17:59 #

Ég sagði að þú værir troll). Sagði ekki að nokkur væri fáviti.

Þessi athugasemd þín er staðfesting á því að þú sért að trolla. Næstu fara beint á spjallið.


Björn I - 12/02/11 20:11 #

Hví getur óbreyttur meðlimur vantrúar haft svona í hótunum við kommentara?

Ég sé engan annan en Matthías tala svona til þeirra sem viðkomandi er ósammála á þessum vettvangi.

Gaman væri að heyra skýringu frá formanninum Reyni.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 13/02/11 12:38 #

Hér er ágæt grein til umfjöllunar en trollin láta ekki að sér hæða. Matti, líkt og hver annar, getur bent á ritstjórnarstefnu Vantrúar.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 13/02/11 12:52 #

Hví getur óbreyttur meðlimur vantrúar haft svona í hótunum við kommentara?

Er þetta eitthvað grín Björn? Sérðu ekki textann fyrir neðan athugasemdir og ofan athugasemdarform?

Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Svo virðist þú hafa undarlegar hugmyndir um félagið Vantrú. Í félaginu er ekki stéttskipting þar sem óbreyttir félagsmenn þurfa að lúta alvaldi stjórnenda og hafa ekkert um málefni félagsins að segja.

Ef þú hefur áhuga á að ræða þetta frekar getur þú gert það á spjallinu.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 13/02/11 19:35 #

Athugasemd Heisa var flokkuð sem ruslpóstur (ip tala á lista hjá zen.spamhaus.org) og birtist því ekki sjálfkrafa. Athugasemdir hans ættu að komast beint inn héðan í frá.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 14/02/11 12:37 #

Heisi, (ef ég læt nægja að svara því sem sérstaklega er beint til mín, eftir nokkurra daga frí)...

Þú biður um dæmi .. ég hef nefnt nokkur í svörum eins og þegar fólk fer að trúa kenningum um eðlufólk og þoturákir. Þar eru menn klárlega komnir út fyrir rökhugsun.

En flest af því sem ég legg til grundvallar kemur úr samtölum við fólk, stundum af vefsíðum, og í mörgum tilfellum úr fjölmiðlum. Þetta var einfaldlega stutt hugleiðing en ekki ritgerð og ég ætla að leyfa mér að sleppa heimildavinnu. Þetta er mín upplifun, lesendur geta haft aðra reynslu og/eða aðra skoðun.

Enda finnst mér nokkuð langt gengið hjá þér að kalla það "fullyrðingagleði" þegar ég segi "hugsanlega..."

Þessari grein var alls ekki beint "gegn" öllum sem hafa áhuga á samsæriskenningum eða efast um opinberar skýringar. Mér varð einfaldlega hugsað til þeirra sem virðast hafa misst sig í ákafanum.

Elleftaseptemberkenningar hef ég rætt efnislega í síðasta skipti.

Engan er ég að kalla rugludall, hálfvita eða geðsjúkling.

Það má vel vera að þetta eigi í einhverjum tilfellum við "hina hliðina" þeas. að ákafinn leiði líka til órökréttar afneitunar á samsærum, en það er ekki eitthvað sem ég hef orðið var við.

En svo það sé á hreinu - ég "trúi" ekki einni einustu samsæriskenningu. Þar til þær sannast eða afsannast get ég haft skoðun á hvað er líklegt og hvað ekki, jafnvel fráleitt, en ég trúi ekki.


Valgarður Guðjónsson (meðlimur í Vantrú) - 14/02/11 12:45 #

Halldór, það er talsverður eðlismunur á Kryppunni, Vantrú og Gagnauga. Það má örugglega finna undantekningar en mín skoðun er að á kryppunni birtist oft alls kyns fullyrðingar sem eru hálfgerð þvæla og standast enga skoðun, þeir sem skrifa á Vantrú færa rök fyrir sínu máli (hvort sem menn eru svo sammála þeim eða ekki) og Gagnauga sýnist mér meira vera að benda á umræðu og möguleika frekar en að fullyrða - skal þó játa að heimsóknum mínum hefur aðeins fækkað samhliða því að ég sakna betri úrvinnslu ("filteringar) og flokkunar.


Leibbi - 11/01/12 03:28 #

[ athugasemd færð á spjallborð]

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.