Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Fáránleg tillaga Árna Johnsen og félaga

Alþingi

Í dag var útbýtt á þingi tillögu til þingsályktunar „um mikilvægi fræðslu um kristni og önnur trúarbrögð og lífsviðhorf“. Þingsályktunartillagan sjálf er algjör froða sem erfitt er að sjá einhverja merkingu úr. Reyndar er merkilegt að hún fjallar ekkert um mikilvægi fræðslu um önnur trúarbrögð og lífsviðhorf heldur er eingöngu bent á kristnu arfleiðina í grunnskólalögunum og alþingi á að álykta að mikilvægt sé að vel sé staðið að fræðslu um hinn kristna menningararf. S.s. algjörlega innihaldslaust þvaður í ljósi þess að þetta er eitthvað sem skólar gera nú þegar.

Greinargerðin sem fylgir er hins vegar upplýsandi. Árni og félagar eru að bregðast við tillögum mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Þeim finnst ósanngjarnt að ríkiskirkjan fái ekki lengur að mæta í grunnskóla til að kynna æskulýðsstarf fyrst að íþróttafélög fái að gera það. Af því að eins og allir vita þá eru trú- og lífsskoðunarfélög algjörlega sambærileg við íþróttafélög. Svo kemur þetta gullkorn hérna:

Hafa börn og foreldrar ekki rétt á að vita hvað er í boði fyrir börnin og velja sjálf úr? Verði tekið fyrir þessa kynningu er um að ræða ofríki undir merkjum trúfrelsis. Trúfrelsi er m.a. fólgið í því að hafa tækifæri til að velja. Barnasáttmálinn á t.d. að tryggja rétt barna til að velja.

Ég vona að meðflutningsmenn Árna hafi gleymt að lesa yfir greinargerðina því að ég trúi því ekki að þau átti sig ekki á því að það er engin að taka réttinn til þess að velja af börnum. Það er verið að færa valið af skólatíma og úr opinberu menntakerfi yfir á tímann sem börnin eiga með foreldrum sínum. Sem er auðvitað rétti vettvangurinn til þess að íhuga þátttöku í trúarstarfi.

Næst er Gídeonfélagið tekið fyrir. Aftur virðast þingmennirnir ekki átta sig á því að það er ekki verið að banna Gídeon að gefa þeim sem vilja Nýja Testamentið. Það er bara verið að koma í veg fyrir að það fari fram í skólastofum þar sem félagsmenn Gídeon hafa sýnt sterka tilhneigð til þess að iðka trúarathafnir eins og bænir með börnunum.

Af hverju getur Gídeon ekki gefið börnunum NT eftir öðrum leiðum? Af hverju geta börn ekki valið sér trúarstarf utan skólatíma? Af hverju ÞARF þetta að fara fram í opinberum skólum?

Margir þeirra skóla sem hafa samstarf við sóknarkirkjur kynna slíkt samstarf á heimasíðu sinni í þeim tilgangi að foreldrar geti brugðist við kjósi þeir að börn þeirra taki ekki þátt í því sem kirkja og skóli bjóða upp á í sameiningu.

Þarna liggur hundurinn grafinn. Það er einfaldlega ekki réttlætanlegt að bjóða upp á atburði á skólatíma sem sumir þurfa annað hvort að taka þátt í gegn trúarsannfæringu eða lífsskoðun eða verða tekin frá skólafélögum sínum annars.

Það vekur líka sérstaka athygli mína, en engan vegin undrun, að Árni og félagar pæla ekkert í leikskólanum. Það er enn ein vísbendingin um að þarna sé á ferðinni illa hugsuð árás á Mannréttindaráð RVK-borgar sem byggist fyrst og fremst á ummælum presta og annara kirkjumanna, sem hafa fyrst og fremst einblínt á grunnskólann.

Þingmennirnir sem standa að þessari tillögu með Árna eru Ragnheiður E. Árnadóttir, Jón Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Vigdís Hauksdóttir og Gunnar Bragi Sveinsson.

Egill Óskarsson 26.11.2010
Flokkað undir: ( Gídeon , Skólinn , Stjórnmál og trú )

Viðbrögð


Óli Jón - 26/11/10 09:55 #

Þetta plagg er ógeðfellt og til marks um skefjalausan yfirgang trúarhyggjunnar. En helst er hún þó sönnun þess hve auma trúaðir telja trú sína þegar þeir sjá að hún muni ekki þrífast nema með trúboði á meðal yngstu nemenda skólakerfisins.


Eiríkur Kristjánsson - 26/11/10 11:42 #

Það hljómar líka sérkennilega að bjóða upp á "val" á valkosti sem fyrirfram ákveðinn eða langalgengastur.

Mætti íslenska landsliðið í handbolta koma og kynna þann "valkost" að halda með þeim á einhverju móti.

Ef þeir fá ekki kynningu, hvernig eiga börnin þá að geta gert upp hug sinn um hverjum á að halda með? (fylgismenn allra annarra liða yrðu hér "öfgaþjóðernissinnar" með undirróðursstarfsemi.)

Eru ríkisstjórnarflokkarnir að kvarta yfir því að börnunum sé ekki kynntur valkosturinn "núverandi stjórn"? Hvernig eiga þau þá að taka upplýsta ákvörðun um að viðhalda núverandi ástandi?


Jon Steinar - 26/11/10 12:01 #

Í þessu ótrúlega hnoði, sem kallast frumvrp, er vísað í skýrslu frá alþjóðlegum samtökum, sem vilja efla trúfrelsi og skilning á lífsviðhorfum í skólakerfinu. Þeirra marmið er klárlega það að halda trúboði utan skólakerfis og nálgast trúarbragðakennslu hlutlaust.

Þetta plagg og tilvitnun út úr samhengi er horsteinn frumvarpsins og virðist sem flytjendur skilji tilvitnunina sem stuðning við markmið sín þegar í raun tilvitnunin undirstrikar að hér sé um fræðilega nálgun að ræða en ekki innrætingu. Þetta kemur svo klingjandi klárlega fram í skýrslunni sjálfri, sem í raun réttri styður ályktun mannréttindaráðs í bak og fyrir og gengur jafnvel lengra í sinni afmörkun.

Þau alþjóðlegu samtök, sem standa að téðri skýrslu og leiðbeiningum um trúarbragðafræðslu eru gömul og hefur Ísland verið þáttakandi og samþykkt ályktanir þeirra frá 1973.

Ef við höfum skuldbundið okkur til að fylgja vinnureglum þessarar skýrslu, þá legg ég til að þessi samtök verði beðin um álit á þessu máli mannréttinanefndar. Þá er nokkuð víst að þeir muni fallast á rök nefndarinnar og jafnvel hnykkja enn frekar á hlutleysiskröfum.

Hér er þessi skýrsla, sem vísað er í: http://www.osce.org/publications/odihr/2007/11/28314_993_en.pdf

Í henni eru tekin nokkur dæmi um dómsmál gegn trúboði og dreyfingu trúarrita í skólum, þar sem menn hafa kært slíkt og unnið. Menn geta peistað málin af listanum inn í google og lesið þau.

Ég legg til að menn lesi þetta vel og nýti sér það einmitt sem rök gegn þessu fáránlega frumvarpi, því ekkert í því styður kröfuna heldur þvert á móti.

Í markmiðum stofnunarinnar segir þetta m.a.:

"The starting point is the understanding that teaching about religions and beliefs is not devotionally and denominationally oriented. It strives for student awareness of religions and beliefs, but does not press for student acceptance of any of them; it sponsors study about religions and beliefs, not their practice; it may expose students to a diversity of religious and non-religious views, but does not impose any particular view; it educates about religions and beliefs without promoting or denigrating any of them; it informs students about various religions and beliefs, it does not seek to conform or convert students to any particular religion or belief. Study about religions and beliefs should be based on sound scholarship, which is an essential precondition for giving students both a fair and deeper understanding of the various faith traditions."

Við erum hlutaðeigendur að þessu mjög svo secular samkomulagi og ættum að fylgja því eftir út í hörgul.

Manni dettur helst í hug að flutningsmenn frumvarpsins hafi ekki lesið plaggið þrátt fyrir tilvitnananámagröftinn, eða þá að þeir skilja hreinlega ekki ensku.


Einar (meðlimur í Vantrú) - 26/11/10 14:23 #

Getur varla verið erfitt að senda viðkomandi barni NT eða koma því til skila með öðrum hætti. En svo virðist sem það að mæta í skólastofuna og lesa upp úr ritinu og biðja með börnunum sé eitthv að sem alls ekki megi taka fyrir.

Hvað varðar þessa tillögu til þingsályktunar að þá er þetta dapurlegt plagg. En fyrst Árni Johnsen kom að þessu að þá er varla við miklu að búast.


Jón Steinar - 26/11/10 16:18 #

Ég finn ekkert betra orð yfir Árna Johnsen en idíót. Því til staðfestingar geta menn kíkt á þann haug af frumvörpum, sem hann henti inn áður en hann fór í veikindafrí. Eitt af þeim var frumvarp um að krefja Breta AGS og Evrópubanalagið um 10.000 milljarða skaðabætur fyrir hryðjuverkalögin. Sviðpað og Írar voru að þiggja í neyðaraðstoð vegna fjármálakreppunnar þar.

Minnisvaraðar hans eru steinklumpar, sem hann bjó til í fangavist fyrir þjófnað, það að gefa Páli Óskari á kjaftinn fyrir að vera hommi og ekki síat megaklúðrið Landeyjahöfn, sem hann keyrði í gegnum þingið með freju.

Ekki dónalegt fyrir kirkjuna að hafa svona málsvara.


Grefillinn sjálfur - 26/11/10 17:18 #

Smá útúrdúr:

"Þarna liggur hnífurinn grafinn."

Ég held að hér sé blandað saman tveimur málsháttum, þ.e. "þarna liggur hundurinn grafinn" og "þar stendur hnífurinn í kúnni".


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 26/11/10 18:36 #

Jú, þarna er tveimur orðatiltækjum blandað saman fyrir slysni.


Eiríkur - 26/11/10 23:01 #

Þarna stóð hundurinn í kúnni eins og þruma um nótt.

Er ekki tími til að leggja árar í belg og fæð á hilluna?


Þórður Ingvarsson - 26/11/10 23:07 #

:)

Reður gott.


Yngvi Einarsson - 26/11/10 23:28 #

Ótengt tillögunni, enda dæmir hún sig sjálf, þá er mitt uppáhald: Eins og fluga úr heiðskýru lofti.


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 27/11/10 00:07 #

Ég er geðveikt að spá í að halda því fram að þetta hafi verið með vilja gert til þess að fá fram umræðu um greinina.

Annar er þjófurinn úr sauðaleggnum alltaf gott orðatiltæki. Svona rugl ríður víst rækjum hjá ungdómnum í dag.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 27/11/10 00:40 #

Er ekki venjan að segja þjófurinn úr sauðalæknum?


EgillO (meðlimur í Vantrú) - 27/11/10 00:45 #

Það er víst þjófur á nóttu og skrattinn úr sauðalæknum (en ekki leggnum, þó að mér finnist það rökréttara).


jogus (meðlimur í Vantrú) - 27/11/10 10:23 #

Ég var að vísa í hvernig menn rugla með þetta. Rétt er að tala um sauðalegginn.


Jon Steinar - 28/11/10 00:30 #

Máltækið um skrattann úr sauðaleggnum er úr leikritinu Skuggasveini að mig minnir, einnig púkinn á fjósbitanum.


Halldór L. - 28/11/10 14:48 #

Er það ekki úr þjóðsögunni um Ara fróða?

Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.

Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.










Muna þig?