Í tilefni þess að Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur reyndu að gera lítið úr mannréttindum í borginni með því að taka fram að "einungis" 24 hefðu kvartað útaf ágangi kirkjunnar í leik- og grunnskólum var stofnuð síða á Facebook fyrir fólk sem styður tillögur Mannréttindaráðs um bann við trúboði í skólum. Á stuttum tíma gengu meira en þúsund manns í hópinn (eða gerðust aðdáendur síðunnar). Nú spyrjum við Sjálfstæðismenn í borginni. Eru þúsund manns nóg?
Það er líka rétt að taka fram að talan 24 er afskaplega villandi. Þar er bara um að ræða fjölda kvartana til Mannréttindasviðs. Þar vantar kvartanir sem hafa bara borist til kennara og skólastjóra, til Menntasviðs, Leikskólasviðs og ÍTR. Því miður er ekki haldið utan um þessar tölur en það er ljóst að kvartanirnar skipta hundruðum en ekki tugum.
Það er líka vert að benda á áskorun til borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að styðja þessa tillögu: http://www.petitiononline.com/rettindi/petition.html
Hér er líka önnur grúbba sem er hægt að minnast á: http://www.facebook.com/pages/Trubod-a-ad-vera-bannad-i-skolum/162292383795260
Nú hafa um tvö þúsund einstaklingar lýst yfir stuðningi við tillögur Mannréttindaráðs.
Ætli það sé nóg fyrir Sjálfstæðisflokkinn?
"Ekki messa í skólanum mínum - þá skal ég ekki hugsa í kirkjunni þinni."
Afsakið, ég var inni á vitlausri síðu og tek hér með aftur áður send ummæli mín.
Ekki það að fjöldi kvartana skipti neinu máli þegar að þessu máli kemur...
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Reynir (meðlimur í Vantrú) - 27/10/10 21:08 #
Ef þú kvartar ertu til vandræða, svo flestir láta vera að kvarta. Ef þú kvartar ræðirðu líklega fyrst við kennara eða skólastjóra, sjaldnast er það skriflegt. Sé það skriflegt fer það áreiðanlega ekki lengra. Detti þér í hug að fara lengra skrifarðu kannski skólanefnd eða bæjarstjórn. Hugsanlega Menntasviði eða Menntaráði. Kannski eru einhverjir svo öflugir að þeir leiti til Mannréttindaskrifstofu. En hversu margir vissu um tilvist Mannréttindaráðs fyrir þessa rimmu? Ekki ég.