Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Guðfræðileg stærðfræði

Stærðfræðiformúlur

Við hér á Vantrú höfum séð reglulega mjög skapandi notkun á guðfræði til réttlætingar á ýmsum málum. Meira að segja hafa nokkrir einstaklingar fengið Ágústínusarverðlaunin fyrir tilraunir sínar.

Nú verðum við að óska séra Valdimari Hreiðarssyni og séra Halldóri Gunnarssyni til hamingju með brautryðjendastarf þeirra í guðfræðilegri stærðfræði. Þökk sé greinum þeirra í Morgunblaðinu í dag og í gær, höfum við fengið góð innsýn í þetta nýja svið. Tilgangur greina þeirra er náttúrulega að færa rök fyrir því að ríkiskirkjan sé ekki á spena hjá ríkinu, heldur séu greiðslurnar, sem kirkjan fær, eðlilegar arðgreiðslur.

Það er náttúrulega skemmtilegt að skoða tölurnar sem þeir beita, hér er það sem Halldór Gunnarsson sagði í gær:

Fjárframlag til Biskupsstofu, kirkjumálasjóðs og kristnisjóðs eru um 1,6 milljarðar ... Þetta fjárframlag er ekki styrkur frá ríkinu heldur að stærstum hluta arðgreiðsla af afhentri eign, sem nemur vægt reiknað um 0,01% af verðmæti eignarinnar. #

Í millitíðinni hækkaði fjárframlagið, því þetta sagði Valdimar Hreiðarsson í Morgunblaðinu í dag:

1,9 milljarðar, er fjárframlag til Biskupsstofu sem er afgjald vegna framsals mikilla eigna kirkjunnar til ríkisins. ... Talið er að vægt reiknað sé árlegt afgjald af þeim eignum sem um er að ræða 0,01% af verðmæti.

Ef við beitum venjulegri stærðfræði, þá sést að þessir prestar fullyrða að eignir kirkjunnar séu um 16.000 - 19.000 milljarða virði. Þannig að þeir halda kirkjan hafi átt fjórfalt meira af eignum en restin af landinu ef við tökum þá trúanlega.

Þó spyr maður sig í kjölfarið af þessum reikningum þeirra, er hægt að treysta tölum frá fólki sem kann ekki einu sinni grunnskólastærðfræði?

Ritstjórn 07.10.2010
Flokkað undir: ( Kjaftæðisvaktin )

Viðbrögð


Sigurður Lúðvíksson - 07/10/10 21:18 #

Þetta meikar allt sens ef þú gerir ráð fyrir að 1+1+1=1 eins og þeir gera. Það er nú bara stærðfræðin sem þeir læra þarna í guðfræðideildinni.


Jón Steinar - 07/10/10 21:55 #

Stórfenglegt að maðurinn skli staðfesta þessi 0.01% sem við héldum að hlytu að vera eitthvað rugl í fyrri grein um sama mál. Hækkun í hafi líka! 19.000 milljarðar. Til glöggvunar skal bent á að fyrir 1000 milljarða er hægt að leggja allan hringveginn í jarðgöng.
Þetta eru 3000 krónur á hvert mannsbarn í heiminum takk fyrir! Nálægt 9 milljörðum á ári frá meintri fæðingu krists!

Þessar eignir nægja til að borga okkur út úr 20 álíka kreppum og við stöndum í nú!

Er ekki kominn tími á að grafa upp inventory yfir þessar eignir? Í alvöru talað. Nú skal koma listi frá ríkinu, sem tíundar þetta. Þeir eru með hann, annars eta þeir ekki reiknað arð á þær. Það er svo undarlegt að greiddur skuli arður til kirkjunnar af eignum, sem hún á ekki. Ég held að sírann ætti líka að fara á viðskiptafræðikúrs. Arður getur þetta ekki heitið. Arður er ávöxtun á eign.


Jón Steinar - 07/10/10 22:10 #

Langar svo að bæta hér inn minni skólastærðfræði og athuga hvað hægt væri að gera fyrir þessa blessuðu 110 presta á landinu fyrir þá 6 milljarða, sem renna til kirkjunnar. Hver og einn gæti fengið 40milljóon króna hús og 6 milljón króna bíl og að auki laun upp á 8.3 milljónir á ári.

Finnst þetta setja þessa blóðtöku í sæmilegt samhengi og vekja spurningar um í hvað allir þessir peningar fara.


Jón Steinar - 07/10/10 22:12 #

Þetta er þrisvar sinnum meira en kostar að reka landhelgisgæsluna. Helmingi meira en kopstar að reka RUV!

Er ekki hægt að fá þessa hluti upp á borð?


Jón Steinar - 07/10/10 22:20 #

Ætlaði ekki að spamma ykkur, en eitt vil ég spyrja um, ef einhver skyldi vita. Hverjar eru eiginlegar tekjur kirkjunnar? Þ.e. það sem hún fær fyrir beina greiðslu fólks fyrir þjónustu á borð við viðtöl, brúðkaup, fermingar, jarðarfarir etc. Er þetta inni í tölum um auðlegð þessa fyrirtækis? Hvað um áheit og gjafir? Er það talið fram? Eru borgðair skattar af þessum tekjum? Hvar er hægt að fá þetta uppgefið og sundurliðað?


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 07/10/10 22:28 #

Halldór E. segir á Örvitanum:

Ef einhver hefur áhuga á hvaða eignir og upphæðir þetta eru í raun og veru þá er til greinargerð frá 1984, Álitsgerð kirkjueignanefndar, 1, sem má nálgast á Þjóðarbókhlöðunni.

Máske eitthvað til að athuga.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.