Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Áskorun til þingmanna

Við skorum á alþingismenn að sniðganga messu í Dómkirkjunni við setningu Alþingis.

Alþingishúsið og Dómkirkjan í Reykjavík

Trúarbrögð eiga ekkert skylt við starfsemi löggjafarvaldsins. Þrátt fyrir að fram komi í 62. grein stjórnarskrárinnar að ríkisvaldið skuli styðja og vernda hina evangelisku lútersku kirkju getur messa við setningu Alþingis tæplega fallið undir slíka vernd. Rétt er líka að minna á 65. grein stjórnarskrárinnar þar sem tiltekið er að allir skuli jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til trúarbragða meðal annars. Í þessu ljósi skýtur kristin messa yfir þingmönnum skökku við.

Ritstjórn 30.09.2010
Flokkað undir: ( Stjórnmál og trú , Tilkynning )

Viðbrögð


Bjarni - 30/09/10 14:45 #

Ég get tekið undir það sem segir í fyrri hluta þessarar yfirlýsingar. Hins vegar átta ég mig ekki á því hvers vegna ristjórn vísar því næst í 65. gr. stjskr., því slík tilvísun á ekki heima þarna. Eða, að hvaða leyti telur ritstjórn að valfrjáls mæting þingmanna í messu fyrir setningu þings stríði gegn jafnræðisreglu 65. gr.?


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 30/09/10 14:52 #

Ætla að sniðganga guðsþjónustu við þingsetningu

Það er hefð fyrir þessari athöfn en fólk ræður því sjálft hvort það mætir.

Einu sinni var hefð fyrir því að halda þræla, að konur mættu ekki kjósa, að útskúfa samkynhneigðum o.s.frv. (allt réttlætt með vísan í Biblíuna).


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 30/09/10 14:56 #

að hvaða leyti telur ritstjórn að valfrjáls mæting þingmanna í messu fyrir setningu þings stríði gegn jafnræðisreglu 65. gr.?

Getur verið að trúlausum, búddistum, hindúum, múslimum, mormónum, vottum Jehóva o.s.frv. þyki sem þeirra lífsviðhorf sé hunsað og jafnvel lítilsvirt þegar löggjafinn situr undir messu lúterskrar evangelískrar kirkju? Er þessi undirlægjuháttur gagnvart kristninni ekki augljóst ójafnræði?


Björn - 30/09/10 18:15 #

http://visir.is/aetla-ad-snidganga-gudsthjonustu-vid-thingsetningu-/article/2010670715860

Maður rifjar nú upp andstöðu "æðstu-presta" Vantrúar við Borgarahreyfinguna á sínum tíma :) Örvitinn kaus t.d. gegn BH vegna afstöðu þess meðlims sem síðan gekk í VG sem Óli Gneisti kaus.


Bjarni - 30/09/10 21:08 #

Getur verið að trúlausum, búddistum, hindúum, múslimum, mormónum, vottum Jehóva o.s.frv. þyki sem þeirra lífsviðhorf sé hunsað og jafnvel lítilsvirt þegar löggjafinn situr undir messu lúterskrar evangelískrar kirkju? Er þessi undirlægjuháttur gagnvart kristninni ekki augljóst ójafnræði?

Það að einhver, sem tilheyrir öðru trúfélagi en meirihluti þingmanna eða aðhyllist aðrar lífsskoðanir, móðgist við það að sjá þingmenn sækja kirkju, leiðir ekki til þess að brot hafi verið framið á 65. gr. stjskr.

Sú tilvísun sem gerð er til 65. gr. í ofangreindri áskorun er ekkert nema skraut sem hengt er við áskorunina, en hefur enga rökfræðilega eða lögfræðilega þýðingu. Slíkt kalla ég ekki merkilega meðferð á stjórnarskrárákvæði.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 30/09/10 21:20 #

Í "greininni" er aðeins minnt á 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem flestir sjá í hendi sér að hvort tveggja Þjóðkirkja og setning Alþingis með messu í kirkju samræmist ekki jafnræðissjónarmiðum.

Ítarlegur rökstuðningur hefur margoft komið fram áður og þessi áskorun á ekki að skoðast sem lögfræðilegur texti eða ákæra. :)


Matti (meðlimur í Vantrú) - 30/09/10 21:34 #

Maður rifjar nú upp andstöðu "æðstu-presta" Vantrúar við Borgarahreyfinguna á sínum tíma :) Örvitinn kaus t.d. gegn BH vegna afstöðu þess meðlims sem síðan gekk í VG sem Óli Gneisti kaus.

Hvað kemur Borgarahreyfingin málinu við? Á hún fólk á Alþingi?

Ég kaus ekki gegn Borgarahreyfingunni, ég kaus annan flokk. Er það ekki réttur minn Björn? Ég get ekki hugsað mér að kjósa Þráin Bertelsson að gefnu tilefni.

Óskaplega ertu undarlegur.


Bjarni - 30/09/10 22:59 #

Í "greininni" er aðeins minnt á 65. gr. stjórnarskrárinnar þar sem flestir sjá í hendi sér að hvort tveggja Þjóðkirkja og setning Alþingis með messu í kirkju samræmist ekki jafnræðissjónarmiðum.

Flestir sjá í hendi sér!? Já, það er nefnilega það. Í Hrd. nr. 109/2007* taldi Hæstiréttur að framlög til þjóðkirkjunnar úr ríkissjóði umfram önnur trúfélög fælu ekki í sér brot á jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar. En flestir "sjá væntanlega í hendi sér" að dómur Hæstaréttar er bara kjaftæði, eða hvað?

*http://www.haestirettur.is/domar?nr=4775

þessi áskorun á ekki að skoðast sem lögfræðilegur texti

Veit ekki hvað þú átt við með "löfræðilegum texta". Sá sem vísar í lagaákvæði máli sínu til stuðnings hlýtur að gera það vegna þess að hann telur það vera máli sínu til stuðnings.


Þröstur - 30/09/10 23:32 #

Lögfræði eða engin lögfræði - skiptir ekki máli.

Það er einfaldlega ekki eðlilegt að alþingi þjóðar hefji störf sín á trúarlegri athöfn! Það er jafnfáranlegt ef kennarar mundu hefja skólaárið á því að sameinast í messu.

Hvernig tengjast annars störf alþingismanna við trúarbrögð?


Vigfús Pálsson - 30/09/10 23:58 #

Í pistlinum er þetta ritað.

"Rétt er líka að minna á 65. grein stjórnarskrárinnar þar sem tiltekið er að allir skuli jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til trúarbragða meðal annars."

Magnað að vitnað sé í 65. grein á þennan hátt, og síðan skammast í Alþingismönnum sem velja vilja nota mannréttindi sín og mæta til messu í Dómkirkjunni.

Er það kannski hlutskipti Alþingismanna að þeir skuli EKKU NJÓTA MANNRÉTTINDA þegar að kirkjusókn kemur ?

Ég veit ekki um neina búddista, hindúa, múslima, mormóna, votta jehóva, ásatrúamenn o.s.v.frv sem skora á alþingismenn að afsala mannréttindum sínum í þessum efnum. Hluti trúlausra hafa viðrað þetta sjónarmið. þ.e.a.s. Vantrú.

Afskaplega þykir mér þetta aumur málflutningur hjá Vantrú.


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 01/10/10 00:06 #

Hvað varst þú eiginlega að lesa, vigfús? Það var greinilega ekki greinin hér að ofan, svo mikið er víst.

Hvergi nokkursstaðar er minnst á að meina skuli þingmönnum að sækja kirkju.

Það er skorað á þingmenn taka ekki þátt í því að þingstarfið sé helgað af einu tilteknu trúfélagi við setningu þingsins.

Hverju þingmenn trúa eða hvort þeir sækja kirkju kemur málinu ekkert við. Spurningin er hvort þeir eigi að gera það í vinnunni, þar sem þeir eiga að vera fulltrúar allrar þjóðarinnar.


Sigurður Karl Lúðvíksson - 01/10/10 00:16 #

Vigfús. Það er dáldið mikill munur á formlegri kirkjuathöfn í tilefni setningu alþingis þar sem þingmenn ganga fylktu liði til kirkju eða hvort einhver þingmaður kýs að skjótast í kirkju fyrir setninguna á hans eigin tíma. Ekki veit ég til þess að Vantrú hafi nokkurn tímann viljað "bannað" nokkrum alþingismanni að fara í kirkju, ert þú með einhver dæmi um það?


G2 - 01/10/10 10:43 #

@Þröstur

Það er einfaldlega ekki eðlilegt að alþingi þjóðar hefji störf sín á trúarlegri athöfn! Það er jafnfáranlegt ef kennarar mundu hefja skólaárið á því að sameinast í messu.

Það er nú reyndar skóli, sem byrjar hvert skólaár og er settur í Dómkirkjunni, en það er Menntaskólinn í Reykjavík!


Jón Pétur Jóelsson (meðlimur í Vantrú) - 01/10/10 12:44 #

Matthías:

"Ég get ekki hugsað mér að kjósa Þráin Bertelsson að gefnu tilefni."

Ok ég las þennan pistil hans Þráins, hafði ekki séð þetta áður....Þvílíka heimskan og fordómarnir...Hélt að Þráinn væri vitlaus en ekki svona vitlaus...


Vigfús Pálsson - 01/10/10 22:25 #

Reynir nefndi mörg trúfélög í sömu andrá og hann nefndi vantrúaða. Ekki nóg með það, heldur nefndi Reynir vantrúaða fyrst. Ég hef aldrei séð skrif nokkurs trúfélags á Íslandi sem lýsir vanþóknun á því að Alþingi byrji setningu Alþingis á messu í dómkirkjunni. Endilega upplýsið mig um hið gagnstæða.


Styrmir Reynisson - 02/10/10 07:34 #

Vigfús Þyrftu öll trúfélög á íslandi að lýsa yfir vanþóknun sinni á því að hluti af þingsetningu Alþingis Íslendinga sé trúarleg athöfn í einu trúfélagi landsins? Ég er sammála því að það sé tímaskekkja að fara til kirkju við þingsetningu. Það er mjög stór hópur sem á ekki samleið með þjóðkirkjunni og væri enn stærri ef hún hefði ekki þennan forréttindastall sem ríkið viðheldur.


Vigfús Pálsson - 03/10/10 11:56 #

Styrmir. Mér nægir að fá 1 dæmi. 2 dæmi væru góð fyrir Vantrú.

Ég er handviss um að Vantrú verður snögg að finna miklu fleiri en 2 dæmi.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 03/10/10 12:54 #

Sagði Reynir að þessir aðilar hefðu lýst vanþóknun?

Hvað heldur þú að myndi gerast hér ef fulltrúi múslima á Íslandi myndi lýsa yfir vanþóknum? Ég skal segja þér hvað myndi gerast. Menn eins og þú myndu segja honum að hætta að skipta sér að því hvernig hlutirnir fara fram hér á landi.

Nákvæmlega sama orðræða átti sér stað varðandi kristniboð í leikskólum. Þar komu prestar fram og sögðu að útlendingarnir væru ekki að kvarta. Gleymdu alveg að það er óskaplega erfitt að koma fram og gagnrýna, sérstaklega þegar þú ert aðfluttur.

Hvað ertu svo að reyna að segja Vigfús? Þykir þér eðlilegt að Alþingi allra íslendinga hefjist með trúarathöfn eins tiltekins trúfélags? N.b. trúfélags sem fimmtungur þjóðarinnar, sextíu þúsund manns, tilheyra ekki.


Vigfús Pálsson - 03/10/10 16:41 #

Sæll Matti.

Þetta eru afar óvönduð skrif í minn garð. "menn eins og ég myndu segja honum að hætta að skipta sér að því hvernig hlutirnir fara fram hér á landi" !!!

Svo þú þykist þekkja mig svona svakalega vel. Jæja. Eftir slíka ritsmíð frá þér, er ég ekki viss um að það þýði nokkuð að benda þér á það sem ég ritaði um þá byggingu sem Múslimar vilja reisa hér á landi.

Vantrú hefur ekki ennþá bent mér á nein rituð dæmi frá öðrum trúfélögum um vanþóknun (eða finnist athugavert við) á því hvernig framkvæmd á setningu Alþingis er háttað. Nú síðast ritar þú undir rós að það sé vegna þess að óskaplega erfitt sé að vera með slík sjónarmið hér á Íslandi. (að vísu nefnir þú ekki Ísland beint)

Hvað er svona óskaplega erfitt við þetta ? Þú hlýtur að geta bent mér á dæmi um þetta óskaplega erfiða, og þá vænti ég þess að dæmin hljóta að vera vegna trúarskoðana íslendinga.

Varðandi guðsþjónustuna í Dómkirkjunni fyrir þingsetninguna. Já mér finnst það allt í lagi, en mér væri alveg sama þó hún væri ekki. Hvernig Alþingi kýs að byrja nýtt þing kemur mér ekki við. Virðing Alþingis er afskaplega lítil í dag, og það er svo sannarlega ekki við kirkjuna að sakast í þeim efnum.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 03/10/10 17:02 #

Nú síðast ritar þú undir rós að það sé vegna þess að óskaplega erfitt sé að vera með slík sjónarmið hér á Íslandi. (að vísu nefnir þú ekki Ísland beint)

Undir rós. Ég skal bara segja það beint út. Talsmenn hinna kristnu trúfélaganna styðja flestir þetta fyrirkomulag. Hafa sagt eitthvað eins og þeir styðji aðskiljan ríkis og kirkju en ekki aðskilnað ríkis og kristni.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 04/10/10 14:47 #

Hugsandi þingmenn: Katrin Jakobsdóttir, Árn Þór Sigurðsson, Mörður Árnason og Skúli Helgason hlýddu á þessa hugvekju Siðmenntar.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 04/10/10 18:05 #

Þau fá mitt atkvæði.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.