Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Kredit Orra Harðarsonar

AlbúmTónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Orri Harðarson er Vantrúarfólki vel kunnur, einkum fyrir bókina Alkasamfélagið. Í henni gagnrýndi Orri harðlega trúarlegar áherslur í meðferðarúrræðum við áfengissýki.

Á dögunum sendi Orri svo frá sér sína fimmtu sólóplötu, Albúm, þar sem finna má skelegga þjóðfélagsgagnrýni af ýmsu tagi. Það er okkur Vantrúarmönnum gleðiefni að Orri skuli nú aftur hjóla í hindurvitnin, ekki síst í textunum við lögin Kredit og Í guðs friði.

Með góðfúslegu leyfi höfundar kynnum við hér lagið Kredit, af þessari sallafínu plötu. Orri verður með útgáfutónleika á Rosenberg, fimmtudagskvöldið 9. september kl. 21:30. Þar má jafnframt tryggja sér eintak af Albúminu, rétt eins og á orrihardarson.com.

Kredit

Þegar hriktir
í stoðunum styrku
og þú stendur
í nóttinni myrku
einn og þráir svar
máttu vita að
guð er ekki þar

Það var gjöfult
og déskoti gott
þetta ár
afkoman flott
og frár á fæti
þú arkaðir
allsnægtanna veg

Það var enginn
sem ýtti á takka
og þér sjálfum
allt var að þakka
ekkert út af bar
og guð var sannarlega
ekki þar

Tilveran er bara tilviljun
túlkuð með bábiljum
um æðri mátt
Spörkum út spámiðlum
spillandi búsifjum
nýaldarpakksins
og tökum loks í sátt
líf okkar svo grínaktugt
og grátt

Þegar hriktir
í stoðunum styrku
og þú stendur
í nóttinni myrku
einn og þráir svar
máttu vita að
guð er ekki þar
ekki frekar en
annars staðar

Ritstjórn 06.09.2010
Flokkað undir: ( Tilkynning )

Viðbrögð


Trausti (meðlimur í Vantrú) - 06/09/10 16:39 #

Ég verð að tékka á þessu.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.