Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vangaveltur um Allir teikna Múhameð daginn

Nú eru nokkrir daga liðnir frá Allir teikna Múhameð deginum og ekki úr vegi að velta aðeins fyrir sér umræðunni sem skapaðist í framhaldi af deginum góða. Viðbrögðin voru vitaskuld af ýmsum toga og á meðan sumir kættust þá reiddust aðrir.

Öfgatrúaðir kristlingar fengu þarna ýmist tækifæri til að gleðjast yfir því að atast væri í villutrúuðu múslímunum eða fundu til með öfgatrúuðu fjendum sínum að verða fyrir háði vondu trúleysingjanna. Þannig var eitthvað í körfunni fyrir bæði öfgakristlinga með samkennd og þá sem aðeins eiga slíkt til handa trúbræðrum sínum.

Hvað sem öfgatrúuðum líður má segja að tekist hafi nokkuð vel til með teikningadaginn. Facebook síðan fór yfir 100 þúsund aðdáenda markið, fékk töluverða umfjöllun og þúsundir mynda streymdu inn, misfallegar þó. Í Pakistan varð uppi fótur og fit og menn fóru í fjölmennar kröfugöngur með undarlega vandaða útprentaða borða til að mótmæla fantaskap okkar heiðingjanna og stjórnvöld þar í landi lokuðu alfarið á Facebook (ásamt reyndar Flickr, YouTube og Wikipedia) til að vernda hjörtu þegna sinna fyrir guðlasti af öllu tagi.

Um það sagði trúleysisbloggarinn P.Z. Myers, hreinskiptinn að vanda:

Also, Pakistanis won't see it: they're trying to block the internet, demonstrating their own stupidity.

Á Facebook eru 400 milljón notendur. Um 100.000 þeirra gerðust aðdáendur Múhameðs-teikningasíðunnar eða 0,025% notenda. Pakistan lokaði sem sagt á 99,975% af notendum Facebook vegna skopmynda 0,025% þeirra. Ég held ég taki bara undir með Myers.

Óhætt er að segja að skiptar skoðanir hafi verið um þennan dag og víða urðu umræður heitar. Ein afstaðan er sú að hagsmunastríð heimsins hafi bitnað mjög á Miðausturlöndum í marga áratugi og þarna sé einfaldlega um gríðarlega reiði í garð vestursins að ræða sem kristallist í sameiningartákni þeirra, íslam. Það sé því að sparka í liggjandi mann að atast í múslímum vegna hegðunar sem rekja megi til reiði sem við í vestrinu eigum sökina á.

Ég veit ekki hversu gáfulegur svona þankagangur er. Á ég að hætta að blístra þegar fanturinn á skólalóðinni hótar að berja mig, af því að ég get lagt saman tvo og tvo og séð að honum líður líklega ekki sjálfum vel fyrst hann er svona mikill fantur? Er það ekki góð líking af því að ég á ekki sökina á því að foreldrar hans eru óheppilegir uppalendur, eða af því að blístur er honum ekki heilagt?

Aðrir töluðu um að verið væri að særa trúartilfinningar fjöldans vegna aðgerða og afstöðu fárra. Það er mögulega ákveðin mótsögn fólgin í því viðhorfi sem hefur líklega farið framhjá mörgum. Þeir sem eru nægilega svæsnir múslímar til að reiðast yfir svona birtingum og eru jafnvel fylgjandi ofbeldi gegn þeim sem teikna slíkar myndir, eru mögulega mikill minnihluti múslíma og því er aðeins verið að særa trúartilfinningar fárra, ekki fjöldans - og í raun einmitt þeirra sem þurfa að skilja að ofbeldi mun ekki skila þeim virðingu vestursins fyrir íslam - hvort sem það er líklegt til að takast með svona átaki eða ekki. Því mikill meirihluti múslíma ergir sig líklega ekki svo mjög á myndum af Múhameð frekar en kristnir tapa sér yfir myndum af Jesú. Auk þess sem shía múslímar, sem telja um 15% þeirra, líta alls ekki á það sem guðlast að teikna Múhameð.

Það má túlka þessa hluti á ýmsa vegu og spurningin verður alltaf hvort aðgerðin hafi verið réttlætanleg eða ekki miðað við gefnar forsendur. Sjálfur held ég að Allir teikna Múhameð dagurinn hafi verið ágætur. Umræðan á netinu í kjölfarið var víða skynsamleg og margir lögðu sig fram við að teikna myndir sem voru langt frá því að vera móðgandi..

Umræðan á sjálfri Facebook síðunni var náttúrulega mestmegnis fjas vitleysinga með steytta hnefa í ætt við YouTube umræður, hverjar sjaldnast eru rafeindanna virði sem geyma þær. En víða annarstaðar var tuggið á málinu af nokkurri yfirvegun. Eitt skýrt og einfalt sjónarmið er nú samt alltaf þetta: ekkert bendir til þess að guðir séu til og það að mótmæla ofbeldi og morðhótunum í nafni trúarbragða með skopmyndum er afskaplega hófsamlegt og þeir sem sjá það ekki eru dálítið búnir að týna sér í karpinu.

Það er einfaldlega um grundvallarhagsmunaárekstur að ræða. Trúleysingjar vilja, og þurfa að mega, tala um og benda á þann augljósa möguleika að guð sé alls ekki til og trúarbrögð ekki sönn, en trúaðir vilja helst sem sjaldnast vera minntir á að trúin, huggun þeirra og hvatning, geti verið blekking. Klárlega stríðandi hvatir á ferð og barráttan óhjákvæmilega alltaf til staðar - enda að mörgu leyti bara skemmtilegur menningarnúningur, þrátt fyrir yfirlýsingar kirkjunnar um siðleysi og tómhyggju trúlausra.

Það að mega ekki óhlýðnast reglum múslíma um að teikna spámanninn er einungis nokkrum dyrum á trúarofstækisganginum frá því að mega ekki óhlýðnast reglum þeirra um að segja að Allah sé hugarburður. Spurningin er því ekki hvort, heldur hvernig eigi að mótmæla þeirri þróun að ofsatrúaðir múslímar hóti að berja og myrða fólk fyrir að móðga trú sína. Að þessu sinni var ákveðið að hvetja alla til að teikna Múhameð. Að ári liðnu kemur annar 20. maí. Það verður áhugavert að sjá hvort færri eða fleiri ofbeldismál hafa komið upp í millitíðinni en gerðu á árinu á undan.

-

Sem svar við Múhameðs-teikningadeginum hafa einhverjir fuglar nú sett upp síðu á Facebook sem heitir Everybody Draw Holocaust Day! Sú hugmynd er svo undarleg að hún gæti allt eins verið grín, en þó virðist mönnum vera alvara. Þarna virðist eiga að fjalla í þaula um Helfararafneitun, vonsku gyðinga og trúlausra og fleira í þeim dúr. Yfir þessu eigum við sem gerðumst svo ljót að teikna Múhameð að reiðast heil ósköp. Enn fremur eigum við að skammast okkar vegna þeirrar meintu hræsni að víða í Evrópu eru í gildi lög sem banna Helfararafneitun á sama tíma og við berjumst fyrir málfrelsi með því að teikna Múhameð. Það er því að ýmsu að huga.

The difference is that you draw Lies about Muhammad and we draw Truth about you. That you seek to bring unrest and conflict, and we wish to uncover the reality so injustice is no more #

Yfir þessu reiðist vonandi ekki nokkur maður eða sendir múslímum morðhótanir, til þess er þetta of asnalegt. Verði þeim bara að góðu blessuðum pungunum. Lög um Helfararafneitun eru í gildi í nokkrum löndum vegna þess að það er vilji manna þar í landi, og þar er auk þess ekki verið að refsa fólki út fyrir landsteinana án dóms og laga, eins og fanatísku múslímarnir eru að reyna að gera og dæmin því engan vegin sambærileg.

Þessi síða endurspeglar vonandi ekki skilning margra múslíma á málinu, því annars er kannski ekki að undra að stundum hlaupi snurða á þráðinn í samskiptum menningarheimanna.

Kristinn Theódórsson 27.05.2010
Flokkað undir: ( Kristindómurinn , Íslam )

Viðbrögð


Arnar - 27/05/10 10:17 #

Hófsamir múslimar gætu nú líka alveg móðgast, þótt sú gremja brjótist ekki út í hótunum um ofbeldi.

Alveg eins og flautið í þér getur alveg pirrað mesta lúðan á skólalóðinni jafnmikið og bulluna.


Atli Jarl - 27/05/10 10:32 #

Ég fagna teikna Múhammeð deginum og viti bornum umræðum þeim sem skópust meðal fólks varðandi þessa kúgun fanatískra trúarvitleysinga og multikúltúrista í yfirvöldum og pressuhópum í vestrænu samfélagi, sem vilja helst af öllu banna guðlast samkvæmt lögum, svo ekki sé minnst á íslamskan hluta þessarar kúgunar í formi manndrápa og ofbeldis.

Það gladdi mig mjög að sjá að hinn bráðsnjalli hollenzki stjórnmálamaður, Geert Wilders, tók virkan þátt í umræðum á þessari umdeildu síðu og átti ég nokkur skoðanaskipti við hann þar, en hann á yfir sér höfði hugsanlega sakfellingu og fangelsisvist í heimalandi sínu fyrir skoðanir sínar á íslamiseringunni sem stjórnvöld þar í landi hafa nánast gefið frjálsan tauminn. Ef þið þekkið ekki til mála í Hollandi, þá skuluð þið kynna ykkur stuttmyndina "Fitna", sem Wilders og stjórnmálaflokkur hans PVV gerðu og fjaðrafokið sem sú mynd olli meðal múslima og multikúltúrista, sérlega í Bretlandi, sem settu Wilders á Persona Non Grata lista landsins og meinaði honum inngöngu. Þetta er að gerast víða í Evrópu, Svíþjóð, Danmörk, Holland og Bretland eru að upplifa holskeflu af aðgerðum öfgasinna gagnvart gagnrýni á eyðimerkurtrú þeirra, heiðursmorð nauðganir og svívirðingar á konum úr röðum múslima, morðhótanir, ofbeldi og glæpir gegn upphaflegum þegnum landanna eru daglegt brauð í þessum löndum, en samt reyna stjórnmálamenn og multikúltúristar að sópa þessu ástandi undir teppið og ganga meira að segja svo langt kalla gagnrýnendur ástandsins rasista, RASISTA, fyrir það eitt að mótmæla framþróun mála. PC fáninn er kominn á loft í þessum löndum og samkvæmt honum skal öll gagnrýni kæfð og kúguð ofan í svaðið eins og ávallt gerist þegar honum er veifað.

Það vekur athygli mína að þú skulir minnast á ritskoðun og lög þau sem kúgað hafa þá sem afneita Helförinni og kallað það mál grín í samanburði við að teikna Múhammeð spámann. Holocaust Deniers og ennfremur, hópur vísinda- og fræðimanna sem kalla sig frekar Holocaust Revisionists, liggja undir nákvæmlega sömu kúgun og þeir sem móðga íslam. Holocaust Revisionists hafa verið myrtir, þurft að þola morðhótanir gegn sér og fjölskyldum þeirra og margir hafa kosið að fara huldu höfði eftir aðfarir gegn þeim frá hendi öfgazionista. Menn hafa verið ákærðir og framseldir til Þýskalands fyrir birtingar á fræðigreinum og ritum um Helförina, þar sem þeir hafa undantekningalaust verið dæmdir sekir í skjóli þessara ömurlegu laga og þurft að sitja af sér þunga dóma í fangelsi þar í landi. Ég kalla mig Holocaust Revisionist, ég trúi ekki blákalt á helför gyðinga í Seinni Heimsstyrjöld því það eru til gögn sem sanna, á vísindalegan hátt, að flest það sem haldið hefur verið fram um þennan meinta atburð, eru lygar og uppspuni af verstu sort og það sem gerir þetta enn hjákátlegra er að lögin hreinlega MEINA mönnum að rannsaka þessi mál frekar. Það er eins og að segja við trúleysingja að hann fari í fangelsi fyrir að trúa ekki á Ésús eða Allah og að hann hafi engan rétt á því að rannsaka biflíuna eða kóraninn.

Þetta mál er alls ekkert grín frekar en aðfarir gegn tjáningu um trúarbrögð og allt almennt tjáningafrelsi, hvort sem það er skynsamleg tjáning eður ei skiptir engu fjandans máli.


Kristinn (meðlimur í Vantrú) - 27/05/10 10:43 #

Sæll Arnar

Auðvitað "gætu" menn móðgast. En það er sjálfgefið að það gera ekki allir og ansi stór hluti manna hljóta einfaldlega að líta á það sem skyldu síns eigin samfélags að teikna Múhameð sem minnst, án þess að gera sérstakar kröfur til annarra samfélaga þar um. Þeir múslímar (menningarlegir eða trúaðir) hafa væntanlega margir ekki móðgast vitund.

Ef lúðanum eða einhverjum öðrum leiðist blístrið biður hann mig bara að hætta og að öllum líkindum verð ég við því. Undantekningar á því verða þeir bara að þola, fara lagaleiðina (klaga í kennarana) eða hanga annars staðar á skólalóðinni.

Ofbeldið kemur bara ekki til greina út af blístrinu frekar en því að fantinum líki ekki liturinn á skónum mínum eða hvað ég er andfúll, smámæltur, rauðhærður og innskeifur. Né heldur kemur ofbeldið til greina sem svar við því að ég skrifaði neikvæða gagnrýni um uppáhaldskvikmyndina hans í skólablaðið.


Einar (meðlimur í Vantrú) - 27/05/10 10:52 #

Kíkti á þessa everybody draw holocaust og þar eru um þúsund meðlimir. Hver öðrum öfgafyllri.

Svipað og þegar sumir á FB síðunni everybody draw muhammed day, fóru að setja inn myndir af jesús, eins og það mundi móðga þá sem fyrir þeirri síðu stóðu.

Dapurlegt hvað búið er að heilaþvo þessa einstaklinga, virkilega dapurlegt.


Kristinn (meðlimur í Vantrú) - 27/05/10 10:59 #

Sæll Atli Jarl

Það sem ég átti við með Helfararafneitunina er að þeir sem studdu Múhameðsteikningadaginn eru líklega ekki að fara að ergja sig mikið á því að múslímar iðki rétt sinn til frjálsrar umfjöllunar um þá hluti frekar en aðra. Því sé Helfararátakið að hitta ranga menn heimafyrir, ef einhverja.

Sjálfur tek ég nú ekki undir þau sjónarmið þín að Helförin sé uppspuni að stórum eða litlum hluta, en mér þykir í góðu lagi að þú hafir aðrar skoðanir á því en ég og fjallir um þær. Þannig er ég ekki fylgjandi banni við Helfararafneitun - þótt mér þyki slíkt afskaplega undarlegt sport sem særir margan lifandi gyðinginn sem á minningar um þá atburði.

Um multikúltúrismann er gríðarlega erfitt að fjalla án þess að æstir rasistar skemmi umræðuna. þess vegna þarf að fara mjög varlega í þá hluti og hugsanlega þarf að fórna Geert Wilders sem dæmi til að umræðan haldist á plani sem er líklegt til að hafa einhver vitræn áhrif.

Ég persónulega er mjög skeptískur á margt sem gengur á í Evrópu gagnvart múslímum. En hvaða leið er best að fara þarf að vera hægt að ræða án þess að hljómfall umræðunnar dragi að öfgamenn og vitleysinga og því þurfa menn að vanda sig.

Hvað leggur þú til, Atli?


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 27/05/10 11:06 #

Mig langar að taka undir með Atla Jarli. Meðferðin á Geert Wilders er til háborinnar skammar. Það er út í hött að banna skoðanir, hvað þá rannsóknir.

Þótt ég hafi lítið álit á sköpunarsinnum eða þeim sem telja sig færa fram rök fyrir vitrænni hönnun gegn ríkjandi hugmyndum þá tel ég gagnrýni og aðhald þarft á öllum sviðum. Dogma er óþolandi og ólíðandi.

Ég gerði mína teikningu af Múahammeð og Aishu (og sé að fleiri hafa fengið sömu hugmynd) en það var ekki gert til að meiða og særa heldur til varnar tjáningarfrelsi og að benda á staðreyndir.


Einar (meðlimur í Vantrú) - 27/05/10 11:17 #

Lars Vilks, sænski teiknarinn sem teiknaði múhammad skopmynd hefur vegna hótanna um ofbeldi og morðhótannna ákveðið vegna öryggis síns að búa til hjá sér öryggisherbergi (panic room) og sett upp öryggiskerfi. Maður skilur það vel. Síðan hann teiknaði þessar myndir hefur til dæmis verið reynt að kveikja í húsinu hans, það var ráðist á hann þar sem hann hélt fyrirlestur og hann skallaður í andlitið og hrópuð að honum ókvæðis orð. Og fleira sem maðurinn hefur lent í, bara afþví að hann teiknaði skopmynd.

Svona hegðun sem og hótanirnar sem hann fær, finnst mér algjörlega óásættanlegt. Hann er ekki öruggur á eigin heimili í Svíðþjóð vegna þessa.

Þetta er akkúrat það sem þessi dagur snýst um. Teikna múhameð dagurinn 20. maí. Að ef allir teikna múhameð að þá er það ágætis svar við þessum öfgamönnum, því ekki geta þeir hótað öllum eða drepið alla.


Atli Jarl - 27/05/10 11:58 #

Án þess að afvegaleiða umræðuna, þá langar mér að bera upp spurningu til þín Kristinn hvort þú hafir kynnt þér einhver rit frá þessum hópi fræðimanna sem sigla undir fána Revisionism eða hvort þú trúir blákalt á það sem okkur hefur verið kennt um helförina? Ég er allavega þannig innrættur, að ég lít ekki á sannleik annarra sem óvéfengjanlegan fyrr en ég hef kynnt mér málin og þaðan af síður tek ég gallharðan standpunkt með eða á móti slíku að órannsökuðu máli. Ég er ekki rasisti, anti-semite eða nýnasisti að nokkru leiti þrátt fyrir að hafa verið kallaður það oft sökum skoðana minna, en ég er eitilharður anti-censorship maður í alla staði og skiptir engu um hvað málefnið er.

Sagt er að "History belongs to the Victors", en það er einmitt það sem á við um fjölda frásagna í sögubókum, viðurkennt af alþjóðasamfélaginu, jafnvel án nokkurra haldbærra sannana af nokkru tagi. Ímyndið ykkur stöðu t.d. kaþólsku kirkjunnar ef engar væru gagnrýnisraddirnar.

Það er líkt með rasistana og fanatíska múslima, þeir eru fáir og afar háværir, en því meiri hávaða sem þeir valda, því sterkari verður andstaðan gegn þeim og fólk lærir fljótt að filtera út þetta white-noise haturskliður sem frá þessum hópum koma. Ég ætla að vona að þú sért ekki að kalla Geert Wilders rasista fyrir það eitt að setja út á hóp trúariðkenda, því það er ekki rasismi á nokkurn hátt, heldur einungis auðveldasta leið multikúltúrista til að vekja andúð á boðskap þeirra sem eru á móti því að íslam skjóti föstum rótum í vestrænu samfélagi á þann hátt sem er að gerast víða í kringum okkur.

Sem dæmi, íslamskir skólar, þar sem börnum er einungis kenndur boðskapur íslams, að jihad sé gott og að deyja í nafni Allah sé réttlætanlegt í baráttu þeirra um yfirráð í heiminum, spretta upp eins og gorkúlur í Evrópulöndum, það að umræða um innleiðingu sharia löggjafar í þessum löndum skuli í það fyrsta hafa komið upp á yfirborðið án þess að yfirvöld hafi ekki hreinlega vísað því á bug eins og skot er með ólíkindum, halal slátrun á dýrum, sem er ekkert annað en hreinasta mannvonska og stríðir gegn allri okkar siðferðiskennd er leyft og svona mætti lengi upp telja.

Innflytjendur af íslömskum uppruna einangrast meir og meir í vestrænu samfélagi og tala nú ekki um að fjöldi þeirra hefur aukist stjarnfræðilega síðan um 1970. Þetta fólk hættir við þessa einangrun að aðlagast landi því sem það flytur til og byrjar að aðlaga landið að þeirra siðum. Þetta er eitthvað sem hefði átt að setja fótinn fyrir strax í upphafi, því í dag er þetta töpuð barátta ef ekkert verður gert sem allra fyrst. Það er enginn, ekki Geert Wilders heldur, að segja að þú getir ekki iðkað trúarbrögð þín, en fjandinn hafi það, við búum hér við allt önnur gildi og ættum aldrei að samþykkja eða leyfa eitthvað sem stríðir gegn nútímasiðferði og samfélagi, en það er nákvæmlega það sem íslam er að fara fram á.

Mér langar að vísa í grein úr einni ræðu Wilders um íslam sem ég er svo innilega og hjartanlega sammála, því þetta er blákaldur og ruddalegur sannleikur:

"Quran as Allah’s own word and Mohammed as the perfect man are the two most important facets of Islam. Let no one fool you about Islam being a religion. Sure, it has a god, and a here-after, and 72 virgins. But in its essence Islam is a political ideology. It is a system that lays down detailed rules for society and the life of every person. Islam wants to dictate every aspect of life. Islam means ‘submission’. Islam is not compatible with freedom and democracy, because what it strives for is sharia. If you want to compare Islam to anything, compare it to communism or national-socialism, these are all totalitarian ideologies."

Er þetta virkilega eitthvað sem við viljum leyfa í okkar vestræna samfélagi? Er þá ekki næst að leyfa bara nornabrennur og krossfarir aftur?

Það er erfitt að segja til um eins og málin standa í dag hvernig setja má á laggirnar samfélag þar sem nútímagildi og íslam getur lifað saman í sátt og samlyndi, en það er ljóst að eins og staðan er víða í Evrópu, þá þarf að taka til harkalegra aðgerða til að sporna við þessu. Wilders hefur í ræðum sínum, (sem finna má á YouTube)lagt fram nokkrar tillögur sem eiga við um Holland, en heimfæra má einnig til annarra landa, sem margar hverjar eru óbilgjarnar gagnvart trúarofstæki múslima, en ég fyrir mína parta segi að ofstæki verður ekki mætt með öðru en ofstæki, því það hefur sýnt sig að flauelshanskinn gerir illt verra.


Kristinn (meðlimur í Vantrú) - 27/05/10 12:15 #

Atli Jarl

Takk fyrir spurningarnar. Ég kemst vonandi í að svara þeim í kvöld.

Endilega kiktu við þá.


Kristinn (meðlimur í Vantrú) - 27/05/10 14:06 #

Hér er siðfræðin á bakvið Múhameðsteikningarnar tekin til skoðunar á heimspekilegum nótum:

Draw Mohammed á Common Sense Atheism


Kristinn (meðlimur í Vantrú) - 27/05/10 22:45 #

Atli Jarl

Nei, ég þykist nú ekki trúa öllu sem er sagt við mig "blákalt". Ég hef hinsvegar lesið dálitla sögu eins og flestir og mér þykir gyðingahatrið víða í Evrópu fyrir seinni heimsstyrjöld mun líklegri undanfari og skýring á því að þetta gat gerst og gerðist, heldur en einhver undarleg fjölþætt samsæriskenning sé í gangi um að gyðingar hafi falsað dæmið til m.a. að fá Ísrael - sem þó er góð kenning.

Einnig þykir mér ljóst að sagnfræðingar eru flestir með það á hreinu að Helfararafneitun sé bull og þar sem ég hef ekki tíma til að kynna mér alla þessa hluti verð ég að taka ákveðið trúarstökk í þeim efnum og fylgja fræðingunum.

Ég held auk þess að fólkið sem stekkur hvað mest á vagn sem þennann, þeas. svona samsæriskenningar, sé ekki að því af því að það er svo sjálfstætt og duglegt að meta heimildir sjálft og grafa eftir þeim, heldur þykir mér ýmist um ákveðna skapgerð að ræða eða hreinlega pólitíska hlutdrægni sem ég ímynda mér að sé ástæða þess að Sýrlendingar eru hrifnir af þessum kenningum. Ég fullyrði þó ekkert um þig eða aðra í þessu samhengi, ég trúi þessu bara ekki sjálfur af ýmsum ástæðum og ber því miður ekki mikla virðingu fyrir þessu sjónarmiði.

Nei, ég átti ekki við að Wilders væri rasisti. En hann hefur hugsanlega notast um of við æsinginn í slíkum öflum til að vera nógu trúverðugur talsmaður úthugsaðra lausna.

Sumir segja að Wilders sé polarizing persóna. Hann býr til fylkingar. Það held ég þrátt fyrir allt að sé eitthvað sem verði reyma að forðast, en að sama skapi leiðist mér ógurlega undirlægjuhátturinn og sú geggjun að leyfa Sharía-hverfisdómstóla í Bretlandi og fleira í þeim dúr.

Samkvæmt könnunum 2006 minnir mig sögðust 40% muslímskra nemenda í Bretlandi vilja taka upp sharía lög.

Two fifths (40%) of Muslim students polled supported the introduction of Sharia into British law for Muslims.

og

A third (33%) of Muslim students polled supported the introduction of a worldwide Caliphate based on Sharia law. A majority (58%) of active members of campus Islamic Societies supported this idea.

og

60% of active members of campus Islamic societies said killing in the name of religion can be justified. By contrast, only 2% of non-Muslims agreed.

Þessar tölur, séu þær réttar, þykja mér ekki benda til þess að um lítinn minnihluta múslíma sé að ræða sem haldi leynt eða ljóst í íslamisma, heldur sýnist mér það vera um þriðjungur þeirra sem hreinlega vilja breyta samfélaginu en ekki aðlagast því.

Mín skoðun er sú að það eigi ekki að bakka þumlung með mannrétindi og frelsi okkar vesturlandabúanna til að þóknast múslímum og því síður fara að eltast við guðlasthugmyndir af neinu tagi. Það eru grundvallar mistök að taka undir það á neinn hátt að trúarviðkvæmni verði virt sérstaklega og látin ráða för.

En að öðru leyti hugsa ég að það verði samt að fara blöndunarleiðina, þynna þetta dót út og aðlaga. Hitt að loka landamærum og setja reglur verður aldrei gert og yrði bara klikkað.

Ég fjallaði um daginn um fyrirlestur formanns múslíma á Íslandi: Aðlögun skólakerfisins að íslam? Þar kom það berlega í ljós að mér fannst að íslam er ídealógía og stefna þeirra sem stunda að breyta henni ekki neitt og aðlagast ekkert - samfélagið á að aðlagast þeim. Salmann Tamimi sagði það berum orðum.

Ég held við verðum að setja lög sem segja að við séum einmitt ekkert að fara að aðlagast íslam nema á þeim sviðum sem ekki koma niður á réttindum annarra og framfylgja þeim reglum síðan 100%, en án nokkurrar fýlu eða kergju. Bara brosa og segja "svona eru reglurnar hér - alveg sama hvað Múhameð sagði eða gerði".

En þetta er flókið málefni því menn vilja alltaf kalla alla afstöðu til hennar, aðra en algjöra uppgjöf og ládeyðu, rasisma og arka svo í burt í fangið á þroskaðra fólki sem er tilbúið að setja það fordæmi að frekja trúarhópa megi móta líf okkar, réttindi og lagaramma.

Við sem höfum litla samúð með hugmyndum um vilja guða og slíkt getum náttúrulega tekið fremur skýra afstöðu til þessara mála, en kristnir eru í verri málum með sinn eiginn guð með vilja og skoðanir sem þarf að fara eftir. Svo það fólk á náttúrulega alltaf eftir að sjá þetta aðeins öðruvísi en við og ekki þykja við nógu víðsýn og fjölmenningarleg. Það eigum við guðleysingjarnir hinsvegar heldur ekkert að vera, heldur berjast fyrir því að okkar minnihlutasjónarmið sé tekið með í reikninginn, nefnilega það að guðir séu ekki til og það eigi ekki að eltast við meintan vilja þeirra - að það sé ekki samfélgagsins að standa í slíku, heldur val einstaklings að kukla með slíkar hugmyndir.

Eða eitthvað í þá veru. Þetta varð aldeilis langt hjá mér.


Atli Jarl - 28/05/10 00:52 #

Þetta varð langt, en afar gott svar.

Fyrst, lokapunktar frá mér um helförina. Ekki rugla saman Holocaust Revisionism við Holocaust Denial, því það er reginmunur þar á milli. Fólk skiptist klárlega í flokka milli þessara tveggja skilgreininga þar sem "Denial" er akkúrat það sem þú minnist á, "Ideological Bandwagon" syndrome sem gjarnan einkennir óupplýstar skoðanir haturshópa og rasista, en "Revisionism" er í raun endurskoðun og "diminishing" á ótrúlegri statistík þeirri sem helförinni fylgir á vísindalegan og sagnfræðilegan hátt. Annað líka, þetta er kallað THE Holocaust, en það er óréttlætanlegt monopoly on sorrow sem gyðingar hafa eignað sér, því helfarir og útrýmingar hafa verið framdar í fjölmörgum öðrum þjóðum og í mun stærri gráðu oft en talsmenn helför gyðinga halda fram um sína eigin.

Ég sótti ekki gagngert í þessar upplýsingar, en sem mikill, og víðlesinn áhugamaður um stríðsátök 20. aldarinnar, þá rakst ég á mál Kanadamannsins Ernst Zündel, sem ákærður var einmitt og framseldur til Þýskalands fyrir brot á þessari denial löggjöf sem varð til þess að ég fylltist áhuga sökum meinbug þeim sem ég hef á ritskoðun. Því fylgdi að gögnin sem lögð eru fram af þessum hópi manna, nokkrir þeirra gyðingar líka, eru af vel rannsökuðu- og útfærðu máli og það færði mér reasonable doubt til að taka þessu ekki af face value upp úr sögubókunum. Þegar tilfinningar hverfa úr þessu máli, þá kannski kemur sannleikurinn endanlega í ljós, en mér er spurn hver tilgangur þjóða þeirra sem stóðu að því að draga huluna yfir þetta mál var. Þess má geta að allar Facebook grúppur, alveg sama hvers eðlis þær eru, um holocaust revisionism eru bannaðar, en samt fær draw the holocaust haturssíðan að vera í loftinu.

Þótt þú hafir lítinn- sem engan áhuga kannski á að lesa meira um þetta, þá læt ég samt linka fylgja með á síður sem skilgreinir hvað og hversvegna þessi umræða er í gangi fyrir áhugasama.

http://www.zundelsite.org/basic_articles/nutshell.html

http://www.codoh.com/revision.html

Afsakið það að þetta varð örlítið langt, en þótt þetta komi íslam og skrípamyndum af prófetinu lítið við, þá kemur þetta niður á ritskoðun, sem er eins og ég minntist á í fyrri pósti, mikið hitamál hjá mér.

Ég er búinn að lurka Vantrú mikið undanfarin ár og fylgist gjarnan með umræðum hérna og sökum þess að eiginkona mín er leikskólastjóri, þá vissi ég af þessum debatt um Aðlögun skólakerfisins að íslam og las pistil og debattinn í kommentunum á blogginu þínu, sem ég var afar sáttur við, þótt ég hefði sjálfur svarað NEI í hástöfum við alla fjóra punktana. Ég fylgist grannt með skólagöngu dætra minna, sú yngri er að klára leikskólann og sú eldri er komin í grunnskóla og ég hef orðið þess uppvís að Ésús og hans leiða hyski hefur birst í lestrarbókum sem þeim hefur verið úthlutað ásamt því að félagsstarfssemi ríkiskirkjunnar er með fálmara sína úti, dinglandi gylliboðum í átt að krökkunum í grunnskólanum. Það er svívirða gagnvart fólki að þetta skuli enn viðgangast í menntakerfi okkar og ég tek afar hart á því þegar ég verð þess uppvís að börnunum mínum sé færður þessi ósómi á einn eða annan hátt.

Ég er algerlega sammála þér með að við eigum ekki að bakka þumlung gagnvart trúarbrögðum, við kannski eigum ekki við þetta íslamiseringar-vandamál að stríða í þeirri stærðargráðu sem önnur vestræn ríki eiga við, en mér finnst við bara ekkert eiga að taka þessu með einhverju jafnaðargeði, við erum alls ekkert að tala um að grípa til harkalegra aðgerða, landamæralokanir, boð, bönn, sektir og refsingar eru alls ekki málið hvað okkur varðar hér á Íslandi, en það þarf að setja fótinn niður og hnika honum ekki gagnvart þessu. Eins og þú svo réttilega minnist á, þá höfum við ríkiskirkjuna til að berja burt úr stjórnkerfi okkar og þar er virkilega þörf á því að fara að rugga bátnum hérna.

Ég skil þig með Wilders, hann er vissulega að rokka bátnum í Evrópu og vissulega dregur hann til sín öfgamenn gegn innflytjendum og aðra óæskilega stuðningsmenn. PVV flokkur hans fékk hins vegar 29 þingsæti af 150 í skoðanakönnun nýlega fyrir kosningarnar í júní í Hollandi, sem er aukning um 20 sæti síðan í kosningunum 2006, en PVV verður þá hreinn sigurvegari kosninganna í ár, svo það eru því alls ekki bara öfgamenn sem styðja við bakið á honum og málefnum þeim sem hann og flokkur hans standa fyrir. Ég mun fylgjast með þessum kosningum og eins réttarhöldunum yfir honum sem verður haldið áfram í október.


Kristinn (meðlimur í Vantrú) - 28/05/10 09:28 #

Takk fyrir svarið, Atli Jarl.

Ég ætla að færa Helfararumræðuna á spjallið, því það umræðuefni er ansi langt til hliðar við sjálfa málfrelsisumræðuna.

En vertu velkominn á spjallið að selja okkur hugmyndir þínar. Við getum kannski snúið þér á móti.

Hér er málfrelsisumræðan kannski í hnotskurn:

The hearts and minds who do not understand these principles of free speech and religious freedom simply are not the hearts and minds we are should be trying to win. And by winning the hearts and minds of those who oppose these principles of free speech and religious liberty – by becoming opponents of these principles ourselves in order that their opponents will feel solidarity with us – is not going to help us in the long run.


Ormurinn - 09/06/10 11:52 #

Atli Jarl

"Ég kalla mig Holocaust Revisionist, ég trúi ekki blákalt á helför gyðinga í Seinni Heimsstyrjöld því það eru til gögn sem sanna, á vísindalegan hátt, að flest það sem haldið hefur verið fram um þennan meinta atburð, eru lygar og uppspuni af verstu sort..."

Ég leyfi mér að vitna í orð þín. Fyrst búið er að SANNA á vísindalegan hátt að FLEST af því sem haldið er fram um Helförina eru LYGAR og UPPSPUNI af verstu sort.

þá getur þú etv. frætt okkur um það lítilræði sem eftir er sem er sannleikanum samkvæmt. Voru Nasistar eftir allt saman bara einungis soldið leiðinlegir við Gyðinga??

Vöru kanski öll "bókhaldsgögn" sem Nasistarnir skildu eftir um fjölda drepinna skálduð upp eins og dagbækur Hitlers? Ljósmyndir fótósjoppaðar og vitnisburður þeirra sem komust lífs af samhæfður og skáldaður? Eitt stórt zíónískt samsæri???

Við styðjum málfrelsi þeirra sem afneita Helförinni eða bara halda því fram að flest af því sem sagt hefur verið eru lygar og uppspuni. Vonandi styðja menn einnig málfrelsi þeirra sem halda því fram að "Holocaust Revisionists og Holocaust Denials" geti varla verið með öllum mjalla.

kv O.

ps. "óréttlætanlegt monopoly on sorrow sem gyðingar hafa eignað sér"

WTF ????

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.