Vefrit Vantrúar fer nú í hálfgert sumarfrí fram að miðjum ágúst. En það þýðir einfaldlega að greinarskrif og -birtingar verða ansi stopular einsog verið hefur í maí. Að sjálfsögðu munu birtast einhverjar greinar og tilkynningar um tilfallandi efni út sumarið og svo er aldrei að vita nema einhver niðurstaða náist núna í sumar varðandi athugasemdir okkar til siðanefndar Háskóla Íslands um tiltekið kennsluefni eins stundarskennara á guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ, þannig að vefritið gæti tekið óvæntan kipp til skamms tíma.
En ef ykkur leiðist alveg agalega, þarfnist smá upplýsingar, eruð að skrifa ritgerð, kennsluefni og/eða annað slíkt, eða bara að ykkur vantar smá vantrúarfix getiði rennt í gegnum greinar (og annað) alveg frá upphafi ágúst 2003 og fram til dagsins í dag.
Svo er auðvitað töframaðurinn James Randi væntanlegur til landsins.
Annars óskum við lesendum gleðilegs sumars og að þið hafið það sem allra best
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.