Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Hverjir styðja ekki ein hjúskaparlög?

prestaganga.jpg

Í Fréttablaðinu í dag birtist bréf frá 81 presti, guðfræðingi og djákna sem lýsa því yfir að þau styðji ein hjúskaparlög. Eins og flestir vita var málinu ýtt til hliðar á prestastefnu.

Kirkjan sendi nýlega frá sér skrá yfir vígða menn (pdf). Við í Vantrú lékum okkur að því að taka saman þá sem eru á listanum yfir vígða og skrifuðu ekki undir grein dagsins. Við drögum engar ályktanir um það af hverju fólk skrifaði ekki undir greinina, vel má vera að margir sem hér eru taldir upp styðji ein hjúskaparlög.

Á listann hér fyrir neðan vantar þó ýmis nöfn því biskupinn var t.d. ekki á listanum yfir vígða menn, ekki frekar en vefprestur kirkjunnar sr. Árni Svanur Daníelsson, verkefnastjóri fræðslumála sr. Halldór Reynisson eða upplýsingafulltrúinn Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Reyndar virðist enginn af starfsfólki biskupsstofu skrifa undir greinina. Getur virkilega verið að engin stemming sé fyrir málinu á sjálfri biskupsstofu? Við vitum að biskupinn er á móti einum hjúskaparlögum en varla allir undirmenn hans líka?

  • Agnes M Sigurðardóttir
  • Anna S Pálsdóttir
  • Axel Árnason
  • Ásta Ingibjörg Pétursdóttir
  • Baldur Rafn Sigurðsson
  • Birgir Ásgeirsson
  • Bjarni Þór Bjarnason
  • Bragi Jóhann Ingibergsson
  • Bryndís Malla Elídóttir
  • Brynhildur Óladóttir
  • Bára Friðriksdóttir
  • Davíð Baldursson
  • Egill Hallgrímsson
  • Einar Guðni Jónsson
  • Eiríkur Jóhannsson
  • Elínborg Gísladóttir
  • Elínborg Sturludóttir
  • Erla Guðmundsdóttir
  • Eygló Jóna Gunnarsdóttir
  • Eðvarð Ingólfsson
  • Fjölnir Ásbjörnsson
  • Flóki Kristinsson
  • Friðrik Hjartar
  • Geir G Waage
  • Gunnar Björnsson
  • Gunnar Eiríkur Hauksson
  • Gunnar Jóhannesson
  • Gunnar Kristjánsson
  • Gunnar Sigurjónsson
  • Gunnlaugur Garðarsson
  • Gunnlaugur S Stefánsson
  • Gunnþór Þorfinnur Ingason
  • Guðbjörg Jóhannesdóttir
  • Guðjón Skarphéðinsson
  • Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir
  • Guðmundur Guðmundsson
  • Guðmundur Karl Brynjarsson
  • Guðmundur Karl Ágústsson
  • Guðni Már Harðarson
  • Guðni Þór Ólafsson
  • Guðrún Edda Gunnarsdóttir
  • Gísli Gunnarsson
  • Gísli Jónasson
  • Halldór Gunnarsson
  • Halldóra J Þorvarðardóttir
  • Hannes Örn Þór Blandon
  • Hans Markús Ísaksen
  • Haraldur M Kristjánsson
  • Helga Soffía Konráðsdóttir
  • Hjálmar Jónsson
  • Hreinn Hákonarson
  • Hulda Hrönn M Helgadóttir
  • Jón Dalbú Hróbjartsson
  • Jón Jóhannsson
  • Jón Ragnarsson
  • Jón Ármann Gíslason
  • Jón Ómar Gunnarsson
  • Jóna Kristín Þorvaldsdóttir
  • Kjartan Jónsson
  • Kristinn Ágúst Friðfinnsson
  • Kristján Björnsson
  • Kristján Valur Ingólfsson
  • Leifur Ragnar Jónsson
  • Magnea Sverrisdóttir
  • Magnús Björn Björnsson
  • Magnús G Gunnarsson
  • Magnús Magnússon
  • María Ágústsdóttir
  • Miyako Þórðarson
  • Ólafur Jóhann Borgþórsson
  • Ólafur Jóhannsson
  • Óskar Ingi Ingason
  • Pálmi Matthíasson
  • Pétur Björgvin Þorsteinsson
  • Ragnheiður Jónsdóttir
  • Ragnheiður Karítas Pétursdóttir
  • Ragnheiður Sverrisdóttir
  • Ragnhildur Ásgeirsdóttir
  • Rúnar Þór Egilsson
  • Sigfús Baldvin Ingvason
  • Sighvatur Karlsson
  • Sigríður Munda Jónsdóttir
  • Sigurjón Árni Eyjólfsson
  • Sigurður Arnarson
  • Sigurður Grétar Sigurðsson
  • Sigurður Jónsson
  • Sigurður Kristinn Sigurðsson
  • Sigurður Rúnar Ragnarsson
  • Sigurður Ægisson
  • Sjöfn Jóhannesdóttir
  • Skírnir Garðarsson
  • Stefán Már Gunnlaugsson
  • Svavar Stefánsson
  • Sveinbjörn R Einarsson
  • Sveinn Valgeirsson
  • Sólveig Halla
  • Tómas Sveinsson
  • Valdimar Hreiðarsson
  • Valgeir Ástráðsson
  • Vigfús Ingvar Ingvarsson
  • Þorbjörn Hlynur Árnason
  • Þorgrímur G Daníelsson
  • Þorvaldur Víðisson
  • Önundur S Björnsson
  • Örnólfur Jóhannes Ólafsson
Ritstjórn 05.05.2010
Flokkað undir: ( Kristindómurinn )

Viðbrögð


Björn I - 05/05/10 11:28 #

Persónulega er ég á móti einum hjúskaparlögum hvað kirkjuna varðar. Ég vil líka að kirkjan banni konum að þjóna til altaris. Ég vil einfaldlega að kirkjan fari í einu og öllu eftir biblíunni.

Þá mundi hún leggjast niður á viku og þjóðfélagið sparaði sér fimmþúsundmilljónkall á ári.

Kirkjan lifir eingöngu af því að hún eltir almennt siðferði. Þeir prestar sem skrifa undir yfirlýsinguna hafa mjög líklega minni áhuga á mannréttindum en eigin launaseðli.


Svavar Kjarrval (meðlimur í Vantrú) - 05/05/10 11:40 #

Kirkjan ætti að vera samkvæm sjálfri sér og fylgja biblíunni. Þeir sem enn eru sammála því sem í henni stendur geta húkað í Þjóðkirkjunni.


Sigurlaug - 05/05/10 11:47 #

Ath. sr. Lára G. Oddsdóttir skrifar undir stuðningsyfirlýsinguna um ein hjúskaparlög.


Björn I - 05/05/10 11:50 #

Svavar : Sammála því, en hví berst þá Vantrú, sem ég hefði haldið að ætti að vilja þjóðkirkjuna burt, gegn því?

Vantrú virðist berjast fyrir rétti samkynhneigðra til að gifta sig í kirkju, sem meikar ekki sens þar sem með því heldur kirkjan sínum völdum og getur haldið áfram sínum boðskap.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/05/10 11:53 #

Takk fyrir ábendinguna Sigurlaug, bendið okkur endilega á ef fleiri nöfn eru ranglega á þessum lista.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 05/05/10 12:03 #

Kirkjunni tókst nýlega að tefja að ein hjúskaparlög yrðu sett og við berjumst á móti afturhaldi kirkjunnar og þar með fyrir réttindum samkynhneigðra og jafnrétti almennt.

Ég viðurkenni að ég skil ekki homma eða lesbíur sem vilja gifta sig í nafni þess guðs sem segir hneigðir þeirra viðurstyggð.

Ég fæ heldur ekki séð að prestum, sem opinberum starfsmönnum, sé stætt á að mismuna fólki vegna kynhneigðar þess. Þegar ein hjúskaparlög verða samþykkt á Alþingi gæti reynt á þetta.

Vonandi standa svartstakkar á sínu og sýna fram á rétt andlit kirkju og trúar á eyðimerkurguðinn.


Björn I - 05/05/10 12:14 #

Mér finnst merkilegt að lesa komment Reynis nú, í ljósi þess að ég hef fylgst með Vantrú í gegnum tíðina og að jafnaði hefur afstaða félagsins verið allt önnur, a.m.k. þegar ég var félagi. Þá börðust menn fyrir því að samkynhneigðir fengju að gifta sig í kirkju einhverra hluta vegna.

Eg fagna þessari breytingu frá popúlisma yfir í raunsæi þess sem vill þjóðkirkjuna burt.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/05/10 12:17 #

Ég veit ekki til þess að Vanrú hafi barist fyrir því að samkynhneigðir fái að giftast í kirkju. Við höfum aftur á móti barist gegn mismunun og bent á að ríkiskirkjan sem opinber stofnun megi ekki mismuna fólki. Við höfum einnig bent á hvernig kirkjan hefur barist gegn því að sett séu ein hjúskaparlög.


Björn I - 05/05/10 12:24 #

OK Matti, ég man þó eftir því að hafa verið í rökræðum hér við Vantrúarmeðlimi um samkynhneigða innan kirkjunnar og þá hélt ég fram sömu rökum og Reynir en menn voru hér að andmlæla mér. Ástæða þess að ég gekk úr ykkar söfnuði á sínum tíma var m.a. vegna andstöðu ykkar við viðhorf Reynis.

Þess vegna fagna ég breyttum áherslum Vantrúar. Vonandi fer félagið síðan að benda á þá mótsögn að konur þjóni fyrir altari, en allir vita jú að "kona má ekki taka sér kennivald yfir manni" skv. bók bókanna.


Ásgeir H - 05/05/10 12:28 #

Ja hérna, Eðvarð Ingólfsson! Má maður þá eiga von á unglingabók um unga pilta sem snúa af kynvillu sinni?


Svavar Kjarrval (meðlimur í Vantrú) - 05/05/10 13:11 #

Skoðanir Vantrúarmanna eru mismunandi og því má ekki hengja skoðanir eins meðlims við allt félagið þó ég sé nokkuð viss um að einhverjir aðrir Vantrúarseggir eru sammála fyrrgreindu áliti mínu. Við viljum Þjóðkirkjuna burt sem hina ríkisvernduðu kirkju en ekki endilega burt af yfirborði Jarðarinnar.

Ef Þjóðkirkjan færi eftir öllu sem stæði í Biblíunni væru ekki margir eftir - ef einhverjir. Hún myndi svo sannarlega ekki vera hin ríkisverndaða kirkja skv. stjórnarskrá.

Það er álit mitt, og einhverra annarra, að þeir sem í raun og veru trúa Biblíunni eiga rétt á því. Þeir eru þó ekki hafnir yfir gagnrýni ef þeir opinbera þá skoðun eða hafa áhrif á okkur á annan hátt, t.d. með innheimtu sóknargjalda í gegnum hið opinbera.

Ég er sammála því að mér finnst fáránlegt hvað Þjóðkirkjan velur og hafnar eftir þörfum. T.d. var ekki sýnileg barátta hennar gegn því að ráða kvenfólk sem presta þótt það sé eitthvað sem Biblían bannar á greinilegan hátt. Þótt ég sé auðvitað fylgjandi ráðningu kvenfólks í stöður presta finnst mér samt fáránlegt að Þjóðkirkjan sé óð í að gefa afslætti af kenningum Biblíunnar bara til að viðhalda samstarfi sínu við ríkið. Hvers konar trú er það?


Björn I - 05/05/10 13:23 #

Svavar : Ég gekk úr Vantrú vegna þess að skoðanir Matthíasar, Birgis og fleiri gengu gegn mínum skoðunum er þessi mál varða.

Ég reifst við þá á sínum tíma vegna þess að þeir heimtuðu algera andstæðu þess sem formaður Vantrúar boðar nú.

Ég síðan gekk úr söfnuði ykkar vegna þess að þeir heimtuðu hjónaband samkynhneigðra innan kirkjunnar sem er nú í beinni andstöðu við orð formanns Vantrúar.

Þetta var því engin skoðun vantrúarmeðlims á sínum tíma, heldur beint "trúboð", sem nú hefur verið snúið við líkt og hjá hverju öðru költi að því er virðist.

Bara sorrí, en Vantrú líkist Vottum Jehóva meir og meir.

Vonandi læra menn af sínum mistökum, þó ég reikni ekki með því. Væntanlega mun Matthías elta mig uppi til að siða mig til líkt og hann hefur áður gert óumbeðinn.


Halldóra - 05/05/10 13:28 #

Þórir Jökull Þorsteinsson, prestur og hluthafi í DV, er meðal helstu svartstakka og andsnúinn hjónavígslu samkynhneigðra. Hann missti nýverið sitt brauð í Köben.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/05/10 13:30 #

Björn, þetta er ósatt. Ekki skil ég hvers vegna þú dylgjar hér um mig en ég bið þig að sleppa því. Ég kannast ekki við að hafa nokkurn tíman andmælt nokkru af því sem Reynir sagði hér í sinni athugasemd.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 05/05/10 13:41 #

Björn, ég held þú sért að misskilja eitthvað. Ég kannast ekki við neina stefnubreytingu Vantrúar í þessu máli.


Bárður - 05/05/10 13:54 #

Björn, Ég sé að þú lætur sértrúarsöfnuði ekki kúga þig. Það er bara gott mál ;-) Varðandi kennivald og konur, og síðan hvort samkynhneigðir geti verið "hjón", þá er nú ólíku saman að jafna þarna. Ég held að það sé engum gott hvorki konum né körlum að talað sé "niður til þeirra", aftur á móti snýst kirkjan ekki um það, eða trúin, þar er talað við fólk, sem er svo ólíkt því sem margir trúleysingjar boða, t.a.m. er Kristinn Theódórsson einn slíkur, hann virðist vera haldinn hálfgerðu predíkunar-syndromi, en í annan skóinn notar hann kirkjuna og trúnna, til að berja á, og þar með fela mótsögnina í eigin skoðunum, en öll erum við nú breysk ;-)


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 05/05/10 14:01 #

Svo lengi sem ég hef verið í Vantrú hafa flestir verið á þeirri skoðun, a.m.k. svo ég muni, að samkynhneigðir ættu að fá að gifta sig í Þjóðkirkjunni, af því að hún er ríkiskirkja. Það er mikilvægur greinarmunur.

Þannig skil ég a.m.k. komment Reynis. Enginn í Vantrú hefur t.d. krafist þess að Krossinn gifti samkynhneigða.


FÓ - 05/05/10 14:38 #

Tók eftir að Sr. Sjöfn Mueller Thor, sóknarprestur Reykhólaprestakalli skrifar undir bréfið frá í morgun. Gæti þurft annan yfirlestur strákar...


Kistinn (meðlimur í Vantrú) - 05/05/10 14:39 #

Ég held að það sé engum gott hvorki konum né körlum að talað sé "niður til þeirra", aftur á móti snýst kirkjan ekki um það, eða trúin, þar er talað við fólk, sem er svo ólíkt því sem margir trúleysingjar boða, t.a.m. er Kristinn Theódórsson einn slíkur, hann virðist vera haldinn hálfgerðu predíkunar-syndromi, en í annan skóinn notar hann kirkjuna og trúnna, til að berja á, og þar með fela mótsögnina í eigin skoðunum, en öll erum við nú breysk ;-)

Ertu að bjóða mér upp í dans, Bárður? Ef svo er máttu endilega stofna þráð á spjallinu og láta vaða á mig einhverjar pælingar. En þetta hér er of óljóst hjá þér til að teljast sanngjarnt.

Hitt er annað mál að ég tjái mig vissulega oft í ræðum og fullyrðingum sem kannski hljóma eins og prédikanir, en ætlunin með því er einmitt að fólk mótmæli sem ákafast. Menn verða því að eiga það við sig sjálfa ef þeim þykir ég fara með rangt mál en treysta sér ekki til að mótmæla.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/05/10 14:54 #

Takk fyrir ábendinguna FÓ, betur sjá augu en auga.


Bárður - 05/05/10 15:13 #

Kristinn, Þannig að markmiðið hjá þér er að fólk mótmæli sem ákafast? Hvað með þá sem þú ert að predíka yfir, og ert að mótmæla orðum þeirra. Gæti ekki einfaldlega verið að þeir séu líka að fá fólk til að hugsa, og þá jafnvel þannig að það komi fólki vel, þó að þú sért því ekki sammála. Mér finnst þetta meira vera þannig á köflum, að ef fólk komi akkúrat með rök og það góð rök gegn þínum pælingum, þá ferð þú í mikla vörn(kannski skiljanlegt), og endar á því að ráðast að fólkinu, sem kemur með þessi rök. Þetta virðist vera einhver endalaus pissukeppni um hvor hafi rétt fyrir sér. Sorglegt, virkilega. Ég hálf vorkenni þér.


Kristinn (meðlimur í Vantrú) - 05/05/10 15:22 #

Sorglegt, virkilega. Ég hálf vorkenni þér.

Þakka þér auðsýnda umhyggju, Bárður.

Ég hef reyndar bara gaman af þessu, svo þetta er kannski meira spurning um að vorkenna fólki sem slysast til að lesa röflið í mér ;-)

Hér er þráður handa þér til að ræða depurð þína yfir ásigkomulagi mínu:

http://www.vantru.is/spjall/viewtopic.php?p=140713#140713

Vertu velkominn að skamma mig, ég hef bæði gaman og gott af slíku - en hlífum forsíðunni við þessu, það eru ekki allir eins áhugasamir um mig og þú ert.


frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 05/05/10 18:26 #

Ég mest hneykslaður að sjá sr. konum sem hafa verið kúgaðar um aldir af kristnum kennisetningum standa í vegi fyrir rétti samkynhneigðum vegna biblíurétttrúnaðar (ég á reyndar bágt með skilja að til sé kristin samkynhneigð manneskja, það er eins og gyðingur gangi í nasistaflokk). Smá upprifjun: http://www.vantru.is/2006/02/17/00.40/


Guðmundur - 06/05/10 11:08 #

Bæði sr. Hólmgrímur og sr. Ursula skrifuðu undir stuðningsyfirlýsingu um ein hjúskaparlög


Matti (meðlimur í Vantrú) - 06/05/10 11:45 #

Reyndar eru nöfn enn að bætast á listann (upphaflega var 81 nafn á honum, nú eru þau 83). En þau voru bæði á listanum í Fréttablaðinu. Ursula eða Úrsúla er skrifað með sitthvorum hætti á listunum okkar og slapp því í gegn.


Ásrún - 06/05/10 11:55 #

frelsarinn (meðlimur í Vantrú) - 05/05/10 18:26 #

Ég mest hneykslaður að sjá sr. konum sem hafa verið kúgaðar um aldir af kristnum kennisetningum standa í vegi fyrir rétti samkynhneigðum vegna biblíurétttrúnaðar (ég á reyndar bágt með skilja að til sé kristin samkynhneigð manneskja, það er eins og gyðingur gangi í nasistaflokk). Smá upprifjun: http://www.vantru.is/2006/02/17/00.40/

Mikil ósköp er ég sammála þessu hjá frelsaranum!


Jón Frímann - 07/05/10 00:24 #

Björn I, Ég held að þú hafir bara tapað þér. Svo einfalt er það. Gildir þó einu. Það er staðreynd að kirkjan er að koma í veg fyrir sjálfsögð mannréttindi fólks hérna á landi með þessari miðaldarhegðun og hugsunarhætti sínum. Það kemur svo sem ekkert á óvart, þar sem þetta eru mest megnis miðaldarkallar sem eru sjálfir fastir í skápnum og teljast til laumu homma. Það er til nóg dæmum um slíka laumuhomma í íslensku kirkjunni og öðrum trúarbrögðum hérna á landi og annarstaðar.


Ásgeir (meðlimur í Vantrú) - 07/05/10 12:01 #

Það kemur svo sem ekkert á óvart, þar sem þetta eru mest megnis miðaldarkallar sem eru sjálfir fastir í skápnum og teljast til laumu homma.

Þetta veizt þú nú ekkert um, Jón. Kannski er það einn og einn, en varla „mest megnis“.


Joga - 07/05/10 17:46 #

http://einhjuskaparlog.tumblr.com/

Bragi J. Ingibergsson er á listanum og fleiri væntanlegir ;-)

Það þýðir heldur ekki að vera EKKI á listanum þýði að menn séu á móti.


Carlos - 08/05/10 06:28 #

Nokkur nöfn duttu af listanum fyrir slysni.

Á listann hér fyrir neðan vantar þó ýmis nöfn því biskupinn var t.d. ekki á listanum yfir vígða menn, ekki frekar en vefprestur kirkjunnar sr. Árni Svanur Daníelsson ...

Árni Svanur heldur utan um vefinn einhjuskaparlog.is fyrir okkur og ég veit ekki af hverju hann er ekki á listanum.

Varðandi spurninguna um stemminguna á Biskupsstofu, þá minnist ég eftir því að hafa fengið ákúrur frá samstarfskonu þar, þegar nafn mitt birtist undir afsökunarbeiðni til Falun Gong sem birt var í Mbl. á sínum tíma. Stundum verður menning meðvirkni þrúgandi.


Kristófer - 09/05/10 13:30 #

Sigríður Munda Jónsdóttir.............bjóst ekki við prestinum í mínum 900 manna bæ myndi kjósa gegn þessu. Surprise surprise..Skömm!


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 09/05/10 14:16 #

Svo það sé alveg á hreinu þá er ekki víst að fólkið á þessum lista hafi tekið afstöðu gegn þessu.


Matti - 12/05/10 13:40 #

Vá hvað fólk er furðulegt hérna. Biblían (í sinni upprunalegu mynd)er á móti samkynhneigð. Ef það á að gifta samkynhneigða þá er vel hægt að gera það í nýjum söfnuðum sem yrðu búnnir til.

Ég fæ tár í augun því Íslendingar eru að kalla yfir sig bölvun. :(


Daníel Haukur Arnarsson - 18/05/10 00:47 #

Ég verð að láta vita að Séra Rúnar Þór Egilsson er í veikindaleyfi og tók því ekki þátt í prestastefnunni og skrifaði því ekki undir, enda hafði hann ekki kost á því. Þannig er eiginlega ekki hægt að segja að hann styðji ekki ein hjúskaparlög þar sem hann er ekki starfandi vegna veikinda.


Kári Emil Helgason - 27/06/10 22:20 #

Reynir, það er reyndar ekki satt að Biblían kalli hneigðir lesbía viðurstyggð; hvergi nokkurs staðar minnist hún á lesbíur, enda hefur sögulega öllum alltaf verið nokk sama um lesbíur. Það eru við hommarnir sem erum „ógeð“. Og eins er Biblían jafnframt afskaplega loðin þegar kemur að samkynhneigð karla. Það er náttla þetta um að karlar skuli ekki leggjast með öðrum körlum sem konur væru í Mósebók, en orðin eru vægast sagt óljós. Ég mundi til dæmis aldrei leggjast með öðrum manni eins og hann væri kona, ég er almennt mjög meðvitaður um að ég sé með karlmanni. Svo kemur Jesú og ýmist strikar út öll Gyðingalög (samkvæmt Markúsi) eða sum (samvkæmt hinum postulunum) svo við getum ekki verið viss um hvort þetta sé enn í gildi. Loks kemur Páll og byrjar að tala undir rós um einhverja dónakarla í Róm, og ég verð að segja að ég held að hann sé að tala um barnaperra, ekki homma.

En svo getum við líka fundið staði þar sem Biblían virðist jafnvel jákvæð í garð homma, eins og þegar Davíð lýsir yfir því að ást hans í garð Jónatans sé betri en ást nokkurra kvenna og svo er það allt þetta dæmi með Rut sem elskaði Naómí eins og Adam elskaði Evu.

En eins og allt annað í þessari löngu sögu er það jafn innbyrðis ósamkvæmt og bækurnar um Oz eða Star Trek: Voyager. Og ég mundi frekar vilja trúa á kaptein Janeway en Guð.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 28/06/10 07:54 #

Sjá Illuga:

Þannig urðu til fjölmargir Jesúsar – einn þeirra var hógvært lamb sem ævinlega talaði lágum mildum rómi um að við skyldum öll vera svo ósköp góð, annar var pólitískur uppreisnarseggur gegn kúgunarvaldi heimsveldis, sá þriðji var eldslunginn kommúnisti, sá fjórði miskunnarlaus herforingi í himneskum herskörum, sá fimmti þjáningarsjúkur sjálfspíslari, sá sjötti strangur siðapostuli sem slær menn leiftursnöggt í hausinn ef þeir dirfast að vera með múður um einhvern tittlingaskít, sá sjöundi hatast við hina andstyggilegu kynvillinga, meðan sá áttundi er alveg flaming hommi…

Og Óla:

Guð er alveg eins og ég, heppilegt fyrir mig. Guð hefur nákvæmlega sama skilning á veröldinni og ég, heppilegt fyrir mig. Ég hef sérstaka tilfinningu fyrir Guði sem aðrir geta ekki skilið, heppilegt fyrir mig.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.