Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Sitjum við fyrir þeim?

Það vöknuðu upp djúpstæðar áhyggjur innan prestastéttarinnar í kjölfarið á því að Svarthöfði lét óvænt sjá sig við setningu prestastefnu 10. júní 2008. Þessi gjörningur var tekinn upp og hefur slegið í gegn út um allan heim, en meira en 2 milljónir manna hafa séð þetta myndbrot síðan við settum það á jútjúb-síðu Vantrúar.

Í upphafi vissi enginn hvernig bregðast ætti við þessum óboðna gesti og voru viðbrögðin fálmkennd.

En þegar spurðist út að þarna hefðu verið að verki menn sem tengjast Vantrú urðu viðbrögðin ansi fyrirsjáanleg. Til dæmis komst Þórhallur Heimisson, prestur, svo að orði:

Ein spurning sem vaknar varðar til dæmis friðhelgi, öryggi og trúfrelsi einstaklingsins. Hingað til hefur trúað fólk getað gengið til kirkju hér á landi án þess að að því sé vegið með ógnunum eða hæðni fyrir trú sína. Það sama á við um alla aðra trúarhópa – almennt virða menn rétt fólks til að stunda trú sína í friði.

Nú er slík friðhelgi rofin. Þó tilburðir Vantrúarmannsin í gerfi Svarthöfða hafi verið hlægilegir, þá réðst hann að friðhelgi og trú yfir 90% landsmanna þegar hann hæddist að krossinum og brá fyrir hann sverði sínu. Og geta menn treyst því að næst verði ekki vegið að prestum og kirkjufólki með alvarlegri hætti? Eða fólki úr öðrum söfnuðum? Eiga múslímar á hættu aðkast við föstudagsbænir sínar? Verður sumarblóti ásatrúarmanna hleypt upp? Er á það hættandi að senda börnin ein í sunnudagaskólann næsta haust?

Verður setið fyrir þeim? #

Ekki vitum við betur en að börn hafi komist klakklaust í sunnudagaskólann eftir þetta.

Ritstjórn 19.03.2010
Flokkað undir: ( Myndbönd , Vísun )

Viðbrögð


Jón Frímann - 19/03/10 17:29 #

Er prestum treystandi fyrir börnum ?


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 19/03/10 17:48 #

Þeir sitja að minnsta kosti fyrir þeim og um þau innan veggja almennra skóla.


Arngrímur (meðlimur í Vantrú) - 19/03/10 21:38 #

Mér þykir þetta ómakleg athugasemd, Jón.


Jón Frímann - 20/03/10 00:56 #

Arngrímur, í ljósi sögunar og þeirra staðreynda sem hafa komið fram um presta erlendis og á Íslandi. Þá er þessi spurning fullkomnlega eðlileg og ætti að vera spurð mun oftar en gert er í dag.


Arngrímur (meðlimur í Vantrú) - 20/03/10 01:08 #

Prestar hafa gert allan andskotann, en þeir sem ekki eru prestar hafa líka gert allan andskotann. Prestar eru ekki öðrum líklegri til barnaníðs ef það er það sem þú ýjar það og það ættirðu sjálfur að geta séð af eigin hyggjuviti.


Jón Frímann - 20/03/10 09:43 #

Arngrímur, þetta snýst ekki bara um lögbrot presta gegn börnum. Þetta snýst líka um þá staðreynd að börn eru skotmörk presta vegna þeirrar staðreyndar að börn eru forrituð af náttúrunni til þess að trúa fullorðnum.

Sumt fólk einfaldlega bíður þess varanlegan skaða að lenda í höndum presta og þess heilaþvottar sem þeir beita gegn viðkomandi.


Gestur - 29/03/10 20:05 #

Einnig skal muna, prestar eru líklegri til að sleppa tiltölulega vel við refsingar og eru oftar en ekki varðir af kirkju.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.