Í pistli tvö bentum við á þau vinnubrögð sem Bjarni Randver telur að eigi stunda þegar fjallað er um trúarhópa. Í dag hefjum við yfirferð okkar um umfjallanir Bjarna um trúleysingja og spáum í það hvort Bjarni iðkar það sem hann boðar.
Áður en lengra er haldið vekjum við athygli á að við sendum Bjarna Randveri eftirfarandi tölvupóst 10. feb. sl. en honum er ósvarað:
Heill og sæll, Bjarni Randver.
Eins og þér er nú kunnugt höfum við undir höndum glæruraðir þínar úr kúrsinum „Nýtrúarhreyfingar“ og þykir fulllítið til fræðimennskunnar koma. Því fórum við fram á að efnið verði yfirfarið í Háskóla Íslands.
Við hörmum að þú hafir ekki séð ástæðu til að ráðfæra þig við Vantrú áður en þú kynntir nemendum þína sýn á félagið en gerum ráð fyrir að þú sért maður til að standa fyrir máli þínu og verja faglegan og fræðilegan heiður þinn.
Okkur langar að fjalla um þessar glærur á vef Vantrúar og förum því þess á leit að fá að birta þar raðirnar um Deista og Vantrú í heild til að vera ekki sökuð um að taka hlutina úr samhengi.
Vonandi fagnar þú að kennsluefni þitt nái til víðari hóps en nemenda í kúrsinum og okkur þætti vænt um ef þú fylgdist með umfjöllun okkar og bentir á þína hlið málsins í athugasemdum á vefnum. Við sjáum kirkjunnar menn sífellt tala um þvertrúarleg samskipti, samtal og annað þess háttar en verðum lítið vör við slíkt frá ykkur á vef okkar, sem er þó öllum opinn. Slóðin er www.vantru.is.
Í glæruröðinni um Deista fjallar Bjarni Randver m.a. um Níels Dungal, höfund bókarinnar "Blekking og þekking" og Helga Hóseasson heitinn.
Þegar kemur að prófessor Níels Dungal og bók hans „Blekking og þekking“ þykir okkur sem Bjarni Randver missi sjónar á aðalatriðum og umfjöllun hans og val á tilvísunum einkennist frekar af andúð og áróðri en upplýsingu og fræðslu.
Á glæru númer 24, Blekking og þekking eftir Níels Dungal, er mynd af höfundi og bókinni sem er óvægin gagnrýni á kristni og kirkju.
Á næstu glæru, nr. 25, er síða úr bókinni en hún fjallar ekki um megingagnrýni Níels heldur umfjöllun hans um Pál postula og getgátur um göngulag hans. Innrammaður texti virðist fremur dreginn fram til að hæðast að höfundi en að kynna málstað hans eða meginefni bókarinnar.
Á glæru nr. 26 er birt önnur blaðsíða og strikað með rauðu undir setninguna „Í öllu Nýja testamentinu er hvergi minnst á vináttu.“
Á glæru nr. 27 er enn önnur blaðsíða úr Blekking og þekking og strikað með rauðu undir: „En þekkingin getur átt eftir að gefa oss betra fólk í betra landi, þegar ný og voldug orkutækni hefur brætt ísinn af sjó og landi og skapað hér betri og veðursælli jörð.“
Þar með lýkur umfjöllun um bókina Blekking og þekking. Sú mynd sem fæst af Níelsi Dungal og riti hans er að þessi prófessor í læknisfræði hafi verið með hæpnar hugmyndir um göngulag Páls postula, talið vináttu óþekkta í Nýja testamentinu (hún er reyndar hvergi nefnd á nafn þar, ólíkt Hávamálum) og verið með undarlegar hugmyndir um mátt „orkutækninnar“. Er þetta ekki háðugleg útreið og skrumskæling frekar en einleig viðleitni til að koma til skila meginboðskap höfundar?
Á glæru 30 er mynd af kápu bókarinnar „Á meðan einhver þorir. Mannréttindabarátta Helga Hóseassonar“.
Glæra 31 eru myndir af því þegar Helgi sletti skyrinu við setningu Alþingis.
En glæra 32 fjallar ekki um baráttumál Helga eða trúleysi hans heldur heitir hún „Dæmi um kveðskap Helga Hóseassonar“ og sýnir mynd af bókinni „Þrælar og draugar“. Til hliðar eru tvær vísur Helga, önnur um Kristján Eldjárn og hin um Bjarna Benediktsson, sem endar svo: ...maklegur brann ráðherrann.
Glæra 33 sýnir blautleg erindi „Smollinkríun Krosslafs“ en það svæsnasta yfirstrikað með gulu. Einnig er gulyfirstrikað að Helgi yrkir um „þingsetann“ Ragnhildi Helgadóttur og yfir línuna „Ragnhildi skal ríða smokklaust“.
Á glæru 34 hefur verið komið fyrir úrklippum af þremur kvæðum Helga, einu um Sigurbjörn Einarsson biskup, öðru um Pétur Sigurgeirsson biskup og því þriðja um „Kynvilling Árelíus bjölluhringjara“ Níelsson.
Glæra 35 er tvö erindi sem Helgi orti í tilefni af því að hann var kallaður Skyrgámur í blöðum en erindi fjalla um skyrsletturnar og tjörusletturnar.
Á glæru 36 er úrklippa af blaðagrein sem birtist vegna fráfalls Helga í september 2009 með mynd af Reyni Harðarsyni (sem er síðar nefndur einn af áberandi mönnum Vantrúar) og fyrirsögn greinarinnar er „Helgi var heiðursfélagi í Vantrú“. Í greininni kemur fram að nafnið Siðmennt megi rekja beint til orðsnilldar Helga Hóseassonar.
Á glæru 37 má sjá kafla úr einhverju riti Helga (væntanlega) sem ber heitið „Þjófar“. Þar er yfirstrikað með rauðu: „Reynir Harðarson stal frá mér ellefu „Human – Etikk“ ritum.“ Og einnig: „Helgi Sigurðar sonur stal frá mér nafninu „Sið – Mennt.“ Ég skrifaði það á eitt Human – Etikk ritið, þegar ég hugleiðdi nafn á samtökunum. Reynir sýndi honum það. þaðan stal Sigurðar sonur nafninu „Sið – Mennt“ og kom því á framfæri við stofnanda samtakanna sem sinni hugmynd.“
Er þetta sanngjörn samantekt á baráttu Helga Hóseassonar við kirkjuna eða trúleysi hans? Er þetta sanngjarnt yfirlit um „mannréttindabaráttu“ hans? Hvað ræður efnisvali Bjarna Randvers? Hvernig má útskýra uppröðun glæranna?
Helgi Hóseasson er einungis kynntur sem orðljótt níðskáld og klámkjaftur. Í kjölfar þess er því slengt upp að hann hafi verið heiðursfélagi í Vantrú. Og síðan klikkt út með þjófkenningu Helga á hendur þeim félaga í Vantrú (og Siðmennt) sem vottaði honum virðingu að honum nýlátnum.
Hver er tilgangur svona uppsetningar?
Á næstu dögum skoðum við umfjöllun Bjarna um Vantrú og meðlimi hennar.
Nú hefur hann Bjarni alltaf verið tilbúin að ræða við mig á málefnalegan hátt um alla hluti og ekki hef ég tekið eftir því í kennslu hjá honum að hann tali af lítilsvirðingu um Vantrú, Siðmennt né Helga Hóseasson heldur þvert á móti. Verð þó að viðurkenna að ég hef ekki setið þennan tiltekna kúrs hjá honum.
Ég get ekki annað en velt því fyrir mér hvort þið gerið ykkur grein fyrir að þetta eru bara glærur en ekki fyrirlesturinn er hann heldur samhliða þeim?
Við höfum frásagnir af fyrirlestrinum sem við höfum til hliðsjónar í umfjöllun okkar.
Jæja við erum sem betur fer öll svo ósköp ólík að það er ekki hægt að ætlast til þess að allir upplifa þessa tilteknu manneskju á sama hátt.
Um það leyti sem Siðmennt var stofnað hafði ég nokkur samskipti við Helga Hóseasson. Hann lánaði mér nokkrar úrklippur og tímarit og þar sá ég að hann hafði skrifað nafn tveggja manna og bætt við: "Þessi menn aðhyllast siðmennt". Ég kom þessu á framfæri á stofnfundi Siðmenntar og lagði til að félagið kallaðist Siðmennt, og það gekk eftir.
Þegar Helgi kom að sækja lánsefnið taldi hann að einhver tímarit vantaði. Ég kannaðist ekki við að hafa fengið meira en ég skilaði honum en hann var viss og sagði: "Jæja þá." Ekki skutu tímaritin upp kollinum hjá mér eftir að hann var farinn og ekki veit ég hvað varð um þau, hvort ég fékk þau nokkurn tíma.
En ég vissi ekki að Helgi hefði þjófkennt mig fyrr en ég sá glærur Bjarna Randvers. Og ég hlýt að setja spurningamerki við það af hverju þessu er slegið upp sem kennsluefni í Háskóla Íslands.
Ég ræddi þessa ásökun líka við Helga Sigurðarson í 20 ára afmæli Siðmenntar á mánudaginn og hann kannaðist ekki við þessar sakir.
Hefði ekki verið nær að fjalla um baráttu Helga við kirkjuhöfðingjana og hans hjartans mál, ónýtingu skírnarsáttmálans?
Undirstrikun Bjarna Randvers og glæruval sýnir berlega hvað hann telur aðalatriði. Og þetta á að kallast kennsla í Háskóla Íslands!
Æi þið fyrirgefið vonandi ég hef bara þann leiða ávana að verja alltaf þá sem mér finnst vegið að og skiptir þá engu máli hvort ég sé sammála manneskjunni eða ekki.
Best að taka fram að Helga Hóseassyni get ég auðveldlega fyrirgefið, enda vinn ég nú að því að minnisvarði hans verði að veruleika. Ég sé hins vegar ekki hverjar málsbætur Bjarna Randvers ættu að vera. Í mínum huga er hann að reyna að níða Níels Dungal, Helga Hóseasson, Vantrú, mig og Helga Sigurðarson.
Ég tel það fyrir neðan virðingu Háskóla Íslands að leggja svona lagað á borð fyrir nemendur sína. Og hvernig rímar þetta við fögur fyrirheit Bjarna Randvers í öðrum þætti þessarar greinaraðar?
Já ekki ætla ég að kýtast við þig Reynir um þetta. Þetta er algjörlega ykkar að upplifa og berjast fyrir/um (?)
Ég mun án efa verja ykkur á eftir inn á kaffistofu eða í tíma þar sem að þá mun ég upplifa ykkur sem ,,minnimáttar" þar sem þið verðið ekki á staðnum.
Bestu óskir kæru vinir og það er von að Bjarni sjálfur eða einhver annar starfstengdur honum tjái sig um þetta mál svo það skapist skarpari umræða en ekki bara fyrirlestur.
Ef Bjarna langar að skrifa níðskrif um trúleysingja þá er það í góðu lagi. En að velja Háskóla Íslands fyrir dylgjublogg af þessum toga er ekkert annað en lágmenning og hneyksli.
Ásta, fyrir alla muni haltu uppi vörnum fyrir Bjarna. Hér er einmitt opið fyrir athugasemdir svo fólk geti andmælt.
Ég bendi á að umfjöllun okkar er ekki lokið og við eigum eftir að fara yfir það hvernig Bjarni Randver kynnir Vantrú í kúrsinum sínum.
Legg einnig áherslu á að hér er ekkert fjallar um persónu Bjarna Randvers, einungis kennararnn og fræðimanninn. Ég efast ekkert um að Bjarni sé ágætis náungi. Myndi sjálfur fagna því ef hann stæði fyrir máli sínu.
Nota Bene:
Við erum ekki að gagnrýna að Vantrú skuli vera gagnrýnd í þessum áfanga. Það er hið besta mál. Við mundum samt helst vilja að það sé gert á málefnalegum nótum.
Þessi "umfjöllun" er algerlega út úr kú.
Ég veit að þið eruð ekki að fjalla um hann sem persónu en það er einmitt þessvegna sem að ég er hætt að tjá mig hérna inni. Það að mér finnist vegið að manninum sjálfum fær mig til að verja hann.
Það að deilt sé um fræðimennsku og kennsluhætti og þessháttar er mér nokkuð ,,saman um´´ og vona ég því að einhver komi hér sem nær stendur þessum málum t.d. Bjarni Randver sjálfur eða einhver starfstengdur honum til að ræða á málefnalegum nótum. Því það eina sem ég hef fram að færa er að mér finnst alveg unaðslegt að hlusta á manninn tala.
Því ég er því miður gagnlaus í öllu sem teljast á fræðilegt og skemmtilegt því ég þjáist af of miklum skilningi og öðrum tilgangslausum tilfinningum.
Þetta eru einkennilegar áherslur hjá Bjarna Randveri, það verður að segjast. Það mætti klárlega fjalla í löngu og áhugaverðu máli um bæði Helga Hós og Vantrú og fjalla þá af einhverju viti um stefnu, strauma, yfirbragð og feira vitrænt, í stað þess að einblína á fáránlega ómerkilegar vangaveltur um hugmyndaþjófnað og einhverja mögulega vöntun á tímaritum sem fengin voru að láni.
Hvað verið er að gefa í skyn eða reyna að segja fólki með þessum stórundarlegu glærum veit Bjarni væntanlega best sjálfur. Vonandi kemur hann til með að segja okkur ögn frá þeim pælingum á einhverjum tímapunkti.
Mér þætti eitthvað af þessu tagi sem umfjöllun um sjálfan mig argasta skítkast og það þætti Bjarna væntanlega líka.
Ég verð að segja fyrir mitt leyti að ég vildi heyra hvað Bjarni Randver hefur að segja ... er ekki hægt að fá þessar glærur sem talglærur? Ég get ekki ímyndað mér að hann taki þessa hluti út til að gera grein fyrir Niels Dungal per se, heldur aðeins til að benda á eitthvað, þar sem Dungal fór út af spori hins nákvæma fræðimanns.
Mér finnst alla vega ekki varlegt að dæma kúrsinn út frá glærunum einum saman.
Góðan dag hér. Ég verð að segja að ég er hissa á þeirri viðkvæmni sem ég upplifi þegar ég les þessa grein og undanfara hennar. Hingað til hef ég frekar upplifað mig sem einn af þeim viðkvæmu í samtali á milli þeirra sem kenna sig við trúleysi og okkar sem kennum okkur við trú. En nú hefur þetta snúist við og það á velli sem ég hefði síst átt von á. Þið vitnið til þess að þið hafið rætt við einstaklinga sem sátu þetta námskeið hjá Bjarna. Þá væri áhugavert að spyrja viðkomandi um það hvernig námskeiðslýsingin er og sérstaklega hvaða skilgreiningar Bjarni Randver setti fram í upphafi á kúrsinum. Og að sama skapi hvernig samantektin á efni námskeiðsins hafi hljóðað í væntanlega síðustu kennslustund fyrir próf. Þið vitnið til þess að langflestir félagsmanna ykkar hafi numið við HÍ, nú hef ég sjálfur komið lítið við þar en þætti áhugavert að vita hvort að það sé ekki ykkar upplifun að kennarar við hinar ýmsu deildir komi með dæmi um hluti sem þeir eru ekki sammála, segi frá fræðikenningum sem stangast á við þeirra eigin kenningar, sjái það sem fræðilegt sjálfsstæði að koma með ýmiss sjónarhorn á umfjöllunarefnið og flestir kennarar munu væntanlega einnig hafa sótt námskeið þar sem kennd er glærunotkun og varað við því að nota glærur á þann hátt að fyrirlesturinn sé einfaldlega þannig að lesið sé upp af glærunni. Miklu fremur eigi glærur að gefa önnur sjónarhorn, vera til hliðsjónar, draga upp einstakar myndir, en fyrirlesturinn í heild sinni verður aldrei metinn af glærunum einum. Þá væri einnig áhugavert að frétta hvaða lesefni var lagt til grundvallar námskeiðinu og eins að heyra hvernig ykkur þætti að fjalla ætti um ykkar hóp? Vinsamlegast bendið mér á grein í ritrýndu tímariti eða sambærilega sem fjallar um Vantrú og er ykkur að skapi! Það er mikilvægt fyrir öll félagasamtök sem vilja koma sér á framfæri að slíkar greinar séu skrifaðar og birtar. Þannig getið þið haft áhrif á umfjöllunina og lagt háskólakennurum til efni sem þeir geta vitnað í. Og endilega komið með tillögur á hvaða vettvangi Háskólans þið vilduð helst sjá fjallað um ykkur? Þjóðfélagsfræði? Mannfræði? Nútímasaga?
kennarar við hinar ýmsu deildir komi með dæmi um hluti sem þeir eru ekki sammála, segi frá fræðikenningum sem stangast á við þeirra eigin kenningar, sjái það sem fræðilegt sjálfsstæði að koma með ýmiss sjónarhorn á umfjöllunarefnið
Jú, vissulega, en það er venjulega gert með því að gagnrýna hugmyndir eða kenningar, ekki með persónuárásum.
Miklu fremur eigi glærur að gefa önnur sjónarhorn, vera til hliðsjónar, draga upp einstakar myndir, en fyrirlesturinn í heild sinni verður aldrei metinn af glærunum einum.
Já, glærurnar eiga að draga fram aðalatriðin. Og af þessum glærum sést klárlega hvað sett er fram sem kjarni gagnrýni trúleysingja.
Þarna er ekki um að ræða hlutlausa umfjöllun eða málefnalega gagnrýni heldur útúrsnúninga og persónuárásir.
Við sem félag höfum ekkert á móti umfjöllun í Háskólanum, hvort sem er í trúarbragðafræðideild eða annars staðar. En sú umfjöllun þarf þá að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til akademískrar umræðu. Kröfur á borð við þær sem settar eru fram í siðareglum Háskóla Íslands.
"Á næstu dögum skoðum við umfjöllun Bjarna um Vantrú og meðlimi hennar."
Mér þykir merkilegt hvað margir virðast einfaldlega neita að trúa að glærur Bjarna hafi eitthvað með kennslu hans að gera.
Fólk virðist einfaldlega neita að trúa því að Bjarni færi með slíkan áróður.
Nú hef ég numið við Háskóla bæði í HÍ og í Hollandi. Aldrei hef ég upplifað það að kennarar kasti einungis upp glærum sem koma málinu ekkert við. Yfirleitt eru glærurnar samantekt á undirstöðuatriðunum. Rauði þráðurinn í kennslunni og það sem nemendur geta stutt sig við í prófsundirbúningi.
En bíðum spennt eftir fjórða hluta.
Takk fyrir þetta svar Baldvin og gott að sjá að við erum á sama máli um mikilvægi akademískrar umræðu og vona ég að við öll, sama hvaða hlutverki við gegnum höfum það markmið að bæta okkur í henni. Þess vegna er mikilvægt að við tjáum okkur um það sem okkur þykir miður í framsetningu annarra á hverju því sem okkur finnst máli skipta. Þess vegna var mjög gott að fá þitt svar Matti sem ég leyfi mér að túlka sem svar við fyrirspurn minni og bíð áhugasamur eftir að lesa um þær skilgreiningar og fræðilegan bakgrunn og samhengi sem fyrirlesturinn í heild sinni er settur í hjá Bjarna frá ykkar sjónarhorni.
Sæll Trausti, smá viðbót við færslu mína sem hér er skráð kl. 21:36 en þín birtist á meðan ég skrifaði mitt svar. Það er misskilningur á því sem ég ritaði hér á undan ef þú heldur að það sé mín sýn að glærur Bjarna hafi ekkert með kennsluna að gera, hélt að orð mín væru skýr: ,,en fyrirlesturinn í heild sinni verður aldrei metinn af glærunum einum"
bíð áhugasamur eftir að lesa um þær skilgreiningar og fræðilegan bakgrunn og samhengi sem fyrirlesturinn í heild sinni er settur í hjá Bjarna frá ykkar sjónarhorni
Vinsamlegast slepptu útúrsnúningum.
Við metum fyrirlestrana ekki einungis út frá glærunum. Við höfum einnig frásagnir nemenda.
Hvað finnst þér efnislega um umfjöllunarefnin þessa greinar Pétur?
Blessaður Pétur.
en fyrirlesturinn í heild sinni verður aldrei metinn af glærunum einum
Nei en eins og ég sagði í færslunni minni þá gefa þær rauða þráðinn í áherslum kennarans. Aðal atriðin og það sem kennaranum finnst mikilvægast.
Ég hef aldrei setið áfanga þar sem glærurnar fjalla einungis um einhver smávæginleg aukaatriði sem koma skilaboðunum lítið við.
Matti skrifar:
Hvað finnst þér efnislega um umfjöllunarefnin þessa greinar Pétur?
Ég hefði líka gaman af að vita hvað þér, Pétur, finnst um þessa "kennslu" ef glærurnar gæfu í raun góða lýsingu á innihaldinu.
Ég held að vandamálið sé,þó gætu þau verið fjölmörg, eins og ég hélt fram áður að ykkur er ekki að takast að koma málstað ykkar á framfæri með uppbyggilegum hætti. Þið eru fastir í þessum vanar og minnimáttar leik. Á meðan að þið ættuð að fagna við að vera uppá pallborði í akademískri umræðu þá bregðist þið svona við.... og þetta verður bara kjánalegra með hveri færslu. ég leifi mér að efast stórlega um að þið séu að vinda ofan af einhverju.
Ég held að vandamálið sé,þó gætu þau verið fjölmörg, eins og ég hélt fram áður að ykkur er ekki að takast að koma málstað ykkar á framfæri með uppbyggilegum hætti. Þið eru fastir í þessum vanar og minnimáttar leik. Á meðan að þið ættuð að fagna við að vera uppá pallborði í akademískri umræðu þá bregðist þið svona við.... og þetta verður bara kjánalegra með hveri færslu. ég leifi mér að efast stórlega um að þið séu að vinda ofan af einhverju.
Ég ráðlegg þér að lesa færslur okkar við þessa grein og fyrri greinar.
Við höfum margoft tekið fram að við fögnum því að félagið sé til umræðu. Við fögnum því meiri að segja að það sé gagnrýnt.
Við viljum helst samt að það sé á málefnalegu nótunum. Sér í lagi þegar stofnun eins og HÍ tekur okkur fyrir. Við værum ekki að kvarta ef svona áróður hefði t.d. birst á einhverju einkabloggi.
Ég held að þú áttir því kannski ekki á því en HÍ á að vera sverð og skjöldur menntunar á Íslandi. Við kvörtum af því að við berum gríðarlega virðingu fyrir þessari stofnun.
NB Ef þú ert það sjálfhverfur að þú getir ekki fengið þig til að lesa færslur annara þá ættir þú kannski ekki að vera að koma með færslur sjálfur. Bara smá pæling.
Góð pæling Trausti ég skal svo sannarlega hafa þessa visku þína til íhuganar næst þegar ég ákveð að lesa það sem þið hafið fram að færa. ég vona svo sannarlega að þessi hroki þinn komi þér áfram í lífinu.
Góða stundir.
Góð pæling Trausti ég skal svo sannarlega hafa þessa visku þína til íhuganar næst þegar ég ákveð að lesa það sem þið hafið fram að færa.
Amk tekurðu tilsögn.
ég vona svo sannarlega að þessi hroki þinn komi þér áfram í lífinu.
Margur heldur mig sig.
Hefurðu annars ekkert málefnalegt til umræðunnar að leggja?
Ég skrifa:
Við höfum margoft tekið fram að við fögnum því að félagið sé til umræðu. Við fögnum því meiri að segja að það sé gagnrýnt.
Við viljum helst samt að það sé á málefnalegu nótunum.
Hefurðu t.d. ekkert við þessu að segja? Hefurðu lesið færslur okkar þegar við fögnum umræðu/gagnrýni á okkur?
Finnst þér þessar glærur málefnalegar?
umræða, rökræð, gagnrýni, já Trausti allt væru þetta eiginleikar sem þið mætuð tileinka ykkur en virðist ekki geta.
Þið endurspeglið að einhverjuleiti vandamálið sem við búum við á Íslandi í dag. Þið virðist ekki geta átt í rökræðu við fólk. Þið setjið fram ykkar skoðun og verjið hana þanngað til fólk hættir að nenna ræða við ykkur eða þið verðið það dónalegir að fólk fer.
Ég skrifa:
Við höfum margoft tekið fram að við fögnum því að félagið sé til umræðu. Við fögnum því meiri að segja að það sé gagnrýnt.
Við viljum helst samt að það sé á málefnalegu nótunum.
Hefurðu t.d. ekkert við þessu að segja? Hefurðu lesið færslur okkar þegar við fögnum umræðu/gagnrýni á okkur?
Finnst þér þessar glærur málefnalegar?
Geturðu ekki svarað neinu af þessu?
umræða, rökræð, gagnrýni, já Trausti allt væru þetta eiginleikar sem þið mætuð tileinka ykkur en virðist ekki geta.
Samt vilt þú ekki svara neinu af því sem ég spyr.
Þið endurspeglið að einhverjuleiti vandamálið sem við búum við á Íslandi í dag.
Hvaða vandamál er það?
[...]eða þið verðið það dónalegir að fólk fer.
Af því að ég kallaði þig sjálfhverfan? En þú lest greinilega ekki athugasemdir okkar. Þú virðirst einungis pósta þínum eigin. Annars hefðir þú aldrei sagt:
Á meðan að þið ættuð að fagna við að vera uppá pallborði í akademískri umræðu þá bregðist þið svona við.
Í ljósi þess að við höfum póstað athugasemdir á borð við þessa:
Ég skrifa:
Við erum ekki að gagnrýna að Vantrú skuli vera gagnrýnd í þessum áfanga. Það er hið besta mál. Við mundum samt helst vilja að það sé gert á málefnalegum nótum.
Þetta er NB ellefta athugasemdin við nákvæmlega þessa grein. Ef þú hefðir aðeins nennt að lesa athugasemdir annarra þá hefðir þú kannski getað sparað þér þessi orð.
En þú gerir það augljóslega ekki. Þar af leiðandi stend ég við orð mín. Þú ert sjálfhverfur og hefur ekkert erindi á þessa vefsíðu. Þessi vefsíða á að snúast um rökræður ekki sjálfumglaða "spekinga".
Svaraðu mér málefnalega eða farðu á B2.is
Þið setjið fram ykkar skoðun og verjið hana þanngað til fólk hættir að nenna ræða við ykkur eða þið verðið það dónalegir að fólk fer.<
Fólk sem hefur engin rök fyrir skoðunum sínum móðgast og fer.
Fólk sem ekki tekur mark á gildum rökum og tönglast á sama hlutnum í sí og æ þó svo að það sé löngu búið að svara því málefnalega, bíður uppá það að mótherjin gefst up og segji haltu kjafti.
Ef þú hefur skoðun og gild rök fyrir henni þá auðvitað standur maður við hana.
Ef mótherjinn kemur með betri rök í umræðunni þá skipta menn um skoðun, allavegana ég.
Bara svona til að benda á þessa hluti og síðan hélt ég að á þessari síðu væri einmitt mikið lagt uppúr því að taka ekki hlutum sem gefnum, rökstyðja, rökræða og gagnrýna.
Ágæti Hlöðver. Hvað hefur þú eiginlega fram að færa hér annað en skot og dylgjur um Vantrú? Getur þú virkilega ekki reynt að gagnrýna okkur málefnalega?
Já, er Hlöðver ekki bara skýrt dæmi um "vandamálið sem við búum við í dag"? :)
Mér sýnist þetta bara vera slandur og rætni hjá manninum. Ég hvet ykkur til að senda álíka samantekt til menntamálaráðherra og kæra þessa framgöngu mannsins. Þetta hefur ekkert með menntun að gera. Ekki einu sinni fróðleikur, heldur undangröftur, háð og Þórðargleði.
Ef þetta er skilgreint sem námsefni í trúarbragðafræðum, þá er Séð og Heyrt gjaldgengt þar líka.
Komið þið sælir Matti og Trausti. Ég þakka svör ykkar við viðbrögðum mínum í gærkvöldi (færslur kl. 21:46, 22:40 og 22:42) og biðst afsökunar á því að hafa ekki komist til þess að svara þeim fyrr, en fagurlegt vetrarumhverfi Þingeyjarsýslna og góðir fundir með fólki héldu mér alfarið frá tölvuveröldinni í dag. Þá þykir mér leitt Matti að orð mín skiluðu sér á þann hátt að þér þótti sem um útúrsnúninga væri að ræða. Þú þekkir mig það vel að þú veist að það er ekki ætlun mín. Ég vildi aðeins sagt hafa að mér þykir það áhugavert að sjá hvernig þessi framhaldssaga ykkar heldur áfram og að ég hef þær væntingar til hennar að þar sé komið inn á skilgreiningar og fræðilegan bakgrunn sem Bjarni talar út frá (hann er skilgreiningarglaðasti maður sem ég þekki og því gef ég mér að um slíkt hafi verið að ræða) sem og það samhengi sem fyrirlesturinn er settur fram í.
24 Þið spyrjið um álit mitt á þeim glærum sem þið birtið úr fyrirlestrinum. Þar eru fjórar myndir sem ég hef ekkert út á að setja. Á vefsíðu ykkar mælið þið með þeirri bók sem er hér til umfjöllunar og teljið hana m.a. gagnrýna kristindóminn. Vissulega orðar Bjarni Randver Sigurvinsson (BRS) þetta á annan hátt, bókinni hafi verið ætlað ,,að geta flett ofan af kristindóminum fyrir fullt og allt“ en af ykkar eigin texta hér að ofan verður ekki skilið annað en að þið takið undir þetta þar sem þið segið bókina vera óvægna ,,gagnrýni á kristni og kirkju.“ Ef þið eruð ósáttir við þetta orðalag BRS þá þurfið þið að koma því á framfæri og þá hvers vegna. Sjálfum finnst mér aðeins vera blæbrigðamunur á ykkar orðalagi og hans. Varðandi þau orð BRS að hér sé að mestu um endursögn á bandarískri bók þá er það ekki uppfinning BRS að setja það fram og þannig hélt Páll V.G. Kolka læknir þessu m.a. fram í grein sem birtist í Morgunblaðinu 8. September 1948 undir titlinum ,,Lífsvangur og leikhúsviðhorf: Grein um bók próf. Níels Dungals“. Sjá nánar í þessari grein í Glímunni. Þannig hef ég ekkert við þetta að athuga nema að sjálfur hef ég þann háttinn á að geta heimilda og gef mér að slíkt hafi BRS gert í orðum sínum. Hvað ummæli BRS varðar um hrifningu ykkar af bókinni skilar google fjölda slíkra ábendinga þ.e. um almenna hrifningu margra úr ykkar röðum á bókinni. Um umsókn til Háskólaútgáfunnar get ég ekkert sagt
25 Þátturinn um göngulagið finnst mér nú bara vísa til þess að Níels er búinn að kynna sér ýmsar hliðar málsins ýtarlega. Aðalatriðið á þessari glæru er sú harða gagnrýni Níelsar að sá einstaklingur sem skrifaði stærstan hluta Nýja Testamentisins hafi ekki verið sannur trúmaður heldur einstaklingur sem ruglaðist af því að hann fékk sólsting og segir: ,,Þetta er hvorki í fyrsta né síðasta sinni, sem sjúkdómur hefur orðið trúarbrögðum til framdráttar...“ Og hann heldur áfram í óvæginni gagnrýni sinni og segir: ,,Jarðvegurinn fyrir trúboð ... var að sama skapi betri sem fáfræðin var meiri“ og áfram kveður við tón sem ég upplifi sem óvægna gagnrýni í garð kristni. Ég get á engan hátt skilið að þið séuð óánægðir með að slík dæmi um gagnrýni á kristni sé sett fram. Ef ég er spurður hvað ég hefði gert öðruvísi þá hef ég þann háttinn á að þegar ég skanna inn efni á glærur er ég ekki vanur að búa til ramma eða undirstrika nema stöku orð. Því hefði ég sleppt rammanum en tel það smekksatriði. Útskýrið nú fyrir mér hvernig þessir þættir hafa ekki með meginefni bókarinnar að gera.
26 Hér þykir mér BRS koma með ágætt dæmi úr bókinni sem er höfundi til sóma. Í annarri málsgrein kemur Níels með eitthvað jákvætt: ,,Í siðalögmáli kristindómsins er margt gott og nothæft“ og setur svo fram gagnrýni sína: ,,en einnig margt skaðlegt“. Og þetta útfærir hann með því að útleggja að munur sé á viðhorfi eða kenningum mannræktarrita sem hann kýs að styðjast við og Biblíunnar sem aldrei nefni ,,Vináttu“ á nafn. Vel má vera að það hafi verið tilfellið í þeirri útgáfu íslensku þýðingunnar sem hann styðst við, en í nýjustu íslensku þýðingunni er orðið ,,vinátta“ notað í fjórða kafla Jakobsbréfs, fjórða versi. Sama orð í þolfalli ,,vináttu“ kemur einnig um 30 sinnum fyrir. Því þykir mér eðlilegt að BRS bendi á þessa staðreyndarvillu og/eða breytta orðanotkun í íslenskri nútímaþýðingu! Það er því ekki rétt sem þið haldið fram í texta eftir glæru 27 um að ,,vinátta“ sé ekki nefnd á nafn í Biblíunni.
27 Varðandi þau orð Níelsar sem BRS undirstrikar á glæru 27 þá finnst mér hér verið að hrósa höfundi fyrir skáldmælgi og um leið að benda á sterka sannfæringu hans um að vísindin muni leiða til stórkostlegra framfara. Ég hef ekkert við þessa glæru að athuga og get ekki tekið undir samantekt ykkar eftir þessi þrjár glærur.
Þá þykir mér að glærurnar um Helga Hóseasson nái að sýna á mjög eindregin hátt að hann áleit mjög náin tengsl vera milli stjórnvaldsins í heild sinni, kristni og kirkju og að barátta hans hafi snúist um það. Slíkt telji hann dauðasök, amk að refsa beri þeim sem styðji við slík tengsl. Og svo bent á söguleg tengsl hans við Vantrú sem mér þykir hljóta að vera félaginu til framdráttar, Helgi var ötull baráttumaður, samkvæmur sinni sannfæringu og vel færi ef fleiri væru jafn einarðir í framgöngu með því sem þeir telja réttlætismál. Sannast sagna skil ég ekki að þið séuð ósáttir við að vitnað sé í hressilegan kveðskap Helga sem er svo kjarnyrtur að vel skilst að honum er meinilla við kristni, sbr. það sem ég hef ritað hér að framan.
Pétur Björgvin
Þetta eru myndarlegar og jákvæðar vangaveltur hjá þér og full ástæða til að fagna því að reynt sé að varpa þessháttar ljósi á glærurnar.
En þú verður nú að viðurkenna að umfjöllunin á sjálfum glærunum er þess eðlis, að spjall Bjarna Randvers í kringum þær má heldur betur vera fróðlegt, lifandi og uppbyggilegt til að umfjöllunin í heild geti talist sérlega fræðileg eða hlutlaus, því ekki leggur hann sig mikið eftir því að hafa þá hluti sýnilega og verður því að vera þeim mun málglaðari og glaðlegri í bragði til að rétta af fleyið. Geturðu tekið undir að það megi sjá þetta þannig?
En það skilst mér að vitað sé, að sé ekki tilfellið, að hann fjalli þannig um glærurnar að heildarmyndin sé full kátínu og hressheita.
Sem dæmi þarf að fjalla mjög gætilega og skemmtilega um þessi hugmynda og blaðaþjófnaðarmál til þess að það komi þannig út að þessar undirstrikuðu línur séu besta og eðlilegasta dæmið um tengsl Helga, Vantrúar og Siðmenntar.
Sæll Kristinn og takk fyrir þitt svar. Nú var ég ekki viðstaddur umræddan fyrirlestur og get því ekki svarað neinu um það hvort Bjarni talaði mikið eða lítið þennan dag, né um hvað hann tjáði sig, þar verð ég að vísa ykkur á þau sem voru viðstödd. Þakka samtalið, kær kveðja Pétur Björgvin.
Bjarni minn:
Og þetta útfærir hann með því að útleggja að munur sé á viðhorfi eða kenningum mannræktarrita sem hann kýs að styðjast við og Biblíunnar sem aldrei nefni ,,Vináttu“ á nafn. Vel má vera að það hafi verið tilfellið í þeirri útgáfu íslensku þýðingunnar sem hann styðst við, en í nýjustu íslensku þýðingunni er orðið ,,vinátta“ notað í fjórða kafla Jakobsbréfs, fjórða versi. Sama orð í þolfalli ,,vináttu“ kemur einnig um 30 sinnum fyrir. Því þykir mér eðlilegt að BRS bendi á þessa staðreyndarvillu og/eða breytta orðanotkun í íslenskri nútímaþýðingu! Það er því ekki rétt sem þið haldið fram í texta eftir glæru 27 um að ,,vinátta“ sé ekki nefnd á nafn í Biblíunni.
Lestu nú glæru 27 betur áður en þú byrstir þig. Ertu viss um að höfundurinn fullyrti eitthvað um Bíblíuna í heild? Mér sýnist hann tala um Nýja testamenntið...
íslensku þýðingunni er orðið ,,vinátta“ notað í fjórða kafla Jakobsbréfs
Pétur, þú hlýtur að vera að grínast!
Þér ótrúu, vitið þér ekki, að vinátta við heiminn er fjandskapur gegn Guði? Jakobsbréf, 4kafli, 4 vers.
Í nýjustu þýðingu:
Þið ótrúu, vitið þið ekki að vinátta við heiminn er fjandskapur gegn Guði? Hver sem því vill vera vinur heimsins, hann gerir sig að óvini Guðs.
Öll setning Níels hljómar svona:
Í öllu nýja testamentinu er hvergi minnzt á vináttu, frekar en hún væri ekki til milli manna.
Ég neyðist víst til að éta orð mín aftur, einhverra hluta vegna fannst mér Bjarni vera að vitna í bók úr Gamla testamenntinu...
Joke's on me
Sveinn, þetta dæmi úr Jakobsbók er ekki beinlínis "um vináttu" og alls ekki milli manna. Orðið í þolfalli "vináttu" kemur einungis fyrir í Gamla testamentinu ef eitthvað er að marka leitina hjá Biblíufélaginu.
Sæll Kristinn og takk fyrir þitt svar. Nú var ég ekki viðstaddur umræddan fyrirlestur og get því ekki svarað neinu um það hvort Bjarni talaði mikið eða lítið þennan dag, né um hvað hann tjáði sig, þar verð ég að vísa ykkur á þau sem voru viðstödd. Þakka samtalið, kær kveðja Pétur Björgvin.
Pétur Björgvin
Nú var ég ekki að spyrja þig hvernig þú hefðir upplifað fyrirlesturinn, heldur hvort þú gætir tekið undir að glærurnar einar væru dálítið þess eðlis að þær gerði miklar kröfur til fyrirlesarans.
Til að taka afstöðu til þess þarftu aðeins að hafa skoðun á glærunum sjálfum, þó hitt, að hafa setið fyrirlesturinn, hjálpi. En það eru dálítil undanbrögð að svara því bara til að þú hafir ekki setið hann, þykir mér.
Að fjalla til dæmis nánast eingöngu um vörusiglingaskort í nýlendutíð Íslands undir Dönum sem lýsandi dæmi um samskipti þjóðanna, væri dálítið langt frá því að lýsa samskiptum þeirra í heild.
Í almennri umfjöllun um Danmörku og Ísland væri því einkennilegt að tileinka því máli alla umfjöllun um samskipti þeirra.
Þessi meintu þjófnaðarmál þykja mér viðlíka undarleg meðferð á málunum.
Sæll Kristinn, hér erum við ósammála í grundvallaratriðum. Þú vilt að ég taki afstöðu til fyrirlesturs sem varði í hvað? eina, tvær kennslustundir út frá 8 glærum án þess að segja mér frá því hvað voru notaðar margar glærur í fyrirlestrinum í heild sinni. Og þú kemur með dæmi sem samsvara að mínu mati því að ég sé skammaður fyrir það að hafa ekkert álit á forréttinum af því að ég smakkaði bara hluta af aðalréttinum. Ég er búinn að svara ítarlega hvað mér finnst um þessar glærur og vil sjá umræðu um þau svör mín en ekki einhverjar nýjar spurningar sem virðast vísa til þess að svör mín séu ekki svara verð. Það þykir mér miður.
Pétur, ég skal fara yfir svar þitt lið fyrir lið.
Varðandi glæru 24, þá gagnrýnum við ekkert á þeirri glæru heldur sýnum hana einfaldlega. Við setjum ekki út á orðafar eða neitt. Hverju ertu eiginlega að svara þarna?
Varðandi glæru 25 og meginefni bókarinnar, hefur þú ekki lesið bókina Blekking og þekking?
Þegar hefur verið bent á að dæmi þín um vináttu á glæru 26 eru kjánaleg.
Varðandi þau orð Níelsar sem BRS undirstrikar á glæru 27 þá finnst mér hér verið að hrósa höfundi fyrir skáldmælgi og um leið að benda á sterka sannfæringu hans um að vísindin muni leiða til stórkostlegra framfara.
Þessi trúir þú ekki sjálfur, láttu ekki svona.
Varðandi glærurnar um Helga. Af hverju telur þú að Bjarni Randver sjái ástæðu til að sýna fyrst frétt DV þar sem Reynir minnist hans og svo glæru þar sem Helgi þjófkennir Reyni?
Túlkaðu þetta jákvætt fyrir mig.
Pétur Björgvin,
Þú vilt að ég taki afstöðu til fyrirlesturs sem varði í hvað? eina, tvær kennslustundir út frá 8 glærum án þess að segja mér frá því hvað voru notaðar margar glærur í fyrirlestrinum í heild sinni.
Ansí þykir mér þú vilja hafa vaðið langt fyrir neðan þig, Pétur.
Sumir hefðu bara sagt eitthvað í ætt við að miðað við þessar glærur einar, og takmarkaðar forsendur, megi kannski segja að það sé eitthvað til í því að kennarinn þurfi að bæta töluvert miklu við efnið til að það teljist á háu plani.
Ég skal svara þér betur í kvöld. En mér þykir þú skauta ansi létt yfir síðustu glæruna, sem ég hef verið að tala hér um, með því að segja einungis um hana:
Og svo bent á söguleg tengsl hans við Vantrú sem mér þykir hljóta að vera félaginu til framdráttar..
Fjalli ég t.d, um vingóð tengsl prests við bæjarfélag með því að fjalla einungis um einhver þjófnaðar og lygamál, þá þætti þér það eflaust undarlega valdar heimildir, en það þykir þér - að því er virðist - ekki hér. Er það ekki dálítið skondið?
Ég legg til að þú svarir mér þessu, rétt eins og ég hyggst svara þér í kvöld eins og þú hefur óskað eftir.
Sæl aftur hér. Þetta er líflegt. Matti, þú ert eitthvað ósáttur að ég snöggafgreiddi m.a. þetta með vináttuna. Því skulum við taka smá Biblíulestur og að þessu sinni halda okkur alfarið við Nýja Testamentið. Byrjum á því að heyra aftur hvað vinur okkar Jakob hefur um þetta að segja, þ.e. versið allt:
Þér ótrúu, vitið þér ekki, að vinátta við heiminn er fjandskapur gegn Guði? Hver sem því vill vera vinur heimsins, hann gerir sig að óvini Guðs. Jakobsbréf, 4. kafli, 4. vers.
Hjá Jakob lesum við líka um forfeðurnar, fyrirmyndir hinna trúuðu:
Og ritningin rættist sem segir: ,,Abraham trúði Guði og það var honum til réttlætis reiknað." og hann var kallaður vinur Guðs. Jakobsbréf, 2. kafli, 23. vers.
En nú var verið að hnykkja á því í texta hér að framan ef ég skildi það rétt að einblína ætti á vináttu manna á milli og ekki manngera vináttuna við Guð né tengja hana við það að fólk flokkaðist í vinir og óvinir. En um þetta veltir einmitt höfundur Galatabréfsins vöngum:
Er ég þá orðinn óvinur ykkar vegna þess að ég segi ykkur sannleikann?. Galatabréfið, 4. kafli, 16. vers.
Og hér hvet ég ykkur til að lesa samhengið því að þarna er einmitt dregin upp mynd af hópum fólks sem er ekki sammála í trúarafstöðunni og sá sem ritar bréfið tekur einarða afstöðu í þeim málum.
En ef við höldum áfram að skoða umfjöllun um vini og vináttu í Biblíunni þá liggur nærri að skoða sögur Jesú um vináttu og tengsl manna á milli. Til dæmis þessa:
Og Jesús sagði við þá: ,,Nú á einhver yðar vin og fer til hans um miðnætti og segir við hann: Vinur, lánaðu mér þrjú brauð því að vinur minn er kominn til mín úr ferð og ég hef ekkert að bera á borð fyrir hann. Mundi hinn þá svara inni: Ger mér ekki ónæði. Það er búið að loka dyrum og börn mín og ég komin í rúmið. Ég get ekki farið á fætur og fá þér brauð? Ég segi yður, þótt hann fari ekki á fætur og fái honum brauð vegna vinfengis þeirra, þá fer hann samt fram úr sakir áleitni hans og fær honum eins mörg og hann þarf. Lúkasarguðspjall, 11. kafli, 5. - 8. vers.
Nú þætti mér vænt um að heyra Matti hvort þér þykir þörf á fleiri dæmum. Það er mér sönn ánægja að fá að fletta meira upp í Biblíunni og segja frá þessum ágætu textum hér sem eru vel þess virði að í þá sé rýnt.
Kannski smá viðbót við athugasemd mína frá kl. 18:12:
Eða kona sem á tíu drökmur og týnir einni drökmu, kveikir hún þá ekki á lampa, sópar húsið og leitar vandlega uns hún finnur hana? Og er hún hefur fundið hana kallar hún saman vinkonur sínar og grannkonur og segir: Samgleðjist mér því að ég hef fundið drökmuna sem ég týndi. Lúkasarguðspjall, 15. kafli, 8. og 9. vers.
Það er mér sönn ánægja að fá að fletta meira upp í Biblíunni og segja frá þessum ágætu textum hér sem eru vel þess virði að í þá sé rýnt.
Þrækun
(Leviticus 25:44-46 NLT)(Exodus 21:2-6 NLT)(Exodus 21:7-11 NLT)(Exodus 21:20-21 NAB)(Ephesians 6:5 NLT)(1 Timothy 6:1-2 NLT)(Luke 12:47-48 NLT)
Morð og nauðganir.
(Judges 21:10-24 NLT)(Numbers 31:7-18 NLT)(Deuteronomy 20:10-14)(Deuteronomy 22:28-29 NLT)(Deuteronomy 22:23-24 NAB)(2 Samuel 12:11-14 NAB)(Deuteronomy 21:10-14 NAB)(Judges 5:30 NAB)(Exodus 21:7-11 NLT)(Zechariah 14:1-2 NAB)(Deuteronomy 17:12 NLT)(Exodus 22:17 NAB)(Leviticus 20:13 NAB)(Leviticus 20:27 NAB)(Exodus 21:15 NAB)(Proverbs 20:20 NAB)(Leviticus 20:9 NLT)(Leviticus 20:10 NLT)(Leviticus 21:9 NAB)(Exodus 22:19 NAB)(2 Chronicles 15:12-13 NAB)(Zechariah 13:3 NAB)(Deuteronomy 13:13-19 NLT)(Deuteronomy 22:20-21 NAB)(Deuteronomy 13:7-12 NAB)(Deuteronomy 17:2-5 NLT)(Leviticus 24:10-16 NLT)(Deuteronomy 13:1-5 NLT)(Deuteronomy 18:20-22 NLT)(Romans 1:24-32 NLT)(Numbers 1:48-51 NLT)(Exodus 31:12-15 NLT)(2 Kings 2:23-24 NAB)(1Samuel 6:19-20 ASV)(1 Kings 20:35-36 NLT)(2 Samuel 6:3-7 NAB)(Isaiah 14:21 NAB)(Hosea 9:11-16 NLT)(Ezekiel 9:5-7 NLT)(Exodus 12:29-30 NLT)(Jeremiah 51:20-26)(Leviticus 26:21-22 NLT)(Isaiah 13:15-18 NLT)(Judges 15:14-15 NAB)(Acts 5:1-11 NLT)(1 Samuel 15:2-3 NAB)(Jeremiah 48:10 NAB)(Joshua 19:47 NAB)(Jeremiah 15:1-4 NLT)(Exodus 23:23 NAB)(Joshua 8:1-29 NLT)(Joshua 6:20-21 NLT)(1 Kings 14:9-16 NLT)(Judges 20:48 NAB)(2 Kings 19:35 NAB) (Exodus 32:26-29 NLT)(Joshua 7:19-26 Webster's Bible)(Numbers 25:1-9 NLT)(1 Kings 18:36-40 NLT) (Jeremiah 50:21-22 NLT)(Judges 18:27-29 NLT)
Endilega, farðu nú og lestu kafla þessa.
Matti, í athugasemd þinni frá kl. 16:43 spyrð þú:
Varðandi glæru 24, þá gagnrýnum við ekkert á þeirri glæru heldur sýnum hana einfaldlega. Við setjum ekki út á orðafar eða neitt. Hverju ertu eiginlega að svara þarna?
Ég hélt mig vera að bregðast við beiðni þinni um að ég gæfi álit mitt á því sem þið birtið hér í heild sinni og held svo enn. Var ég að misskilja beiðnina þína?
ArnarÞ, ég held að okkur tveimur sé hætt við að lenda í spjallinu ef við förum út í þá sálma sem þú byrjar á hér, en við skulum skoða eitt dæmið sem þú bendir á úr Orðskviðunum 20:20, þar segir í íslensku þýðingunni:
Formæli maður föður og móður mun lampi hans slokkna í náttmyrkrinu.
En ég skal alveg taka undir þær vangaveltur að margir textar í Biblíunni séu erfiðir og illskiljanlegir.
Matti, í athugasemd þinni frá kl. 16:43 spyrð þú einnig:
Varðandi glæru 25 og meginefni bókarinnar, hefur þú ekki lesið bókina Blekking og þekking?
Því er til að svara að ég las hana á Menntaskólaárunum og því er orðið nokkuð langt síðan að ég las hana og sjálfsagt kominn tími til þess aftur. Takk fyrir þá ábendingu Matti.
Matti, í umræddri 16:43-athugasemd finnst þér ótrúlegt að ég trúi mínum eigin orðum:
Varðandi þau orð Níelsar sem BRS undirstrikar á glæru 27 þá finnst mér hér verið að hrósa höfundi fyrir skáldmælgi og um leið að benda á sterka sannfæringu hans um að vísindin muni leiða til stórkostlegra framfara.
Sannast sagna finnst mér þetta svar tær snilld og engu við það að bæta (-:
Og svo ég svari nú öllu úr 16:43 athugasemdinni. Þú skrifar Matti:
Varðandi glærurnar um Helga. Af hverju telur þú að Bjarni Randver sjái ástæðu til að sýna fyrst frétt DV þar sem Reynir minnist hans og svo glæru þar sem Helgi þjófkennir Reyni? Túlkaðu þetta jákvætt fyrir mig.
Ekki er þetta Reyni til minnkunnar? Þrátt fyrir að Helgi þjófkenni Reyni þá minnist Reynir hans af virðingu. Það finnst mér mjög gott að komi fram. Hefðir þú viljað hafa þetta í annarri röð Matti? Og ekki gefur þetta falska mynd af Helga því hann vildi vera kjarnyrtur og setja fram skoðanir þannig að eftir þeim var tekið. Eða finnst þér þetta vera illt umtal um Helga?
ArnarÞ, ég held að okkur tveimur sé hætt við að lenda í spjallinu ef við förum út í þá sálma sem þú byrjar á hér,
Ég er frír hvenar sem er, nánast.
Svar við fyrri hluta athugasemdar Kristins frá 16:50 þar sem vitnað er í orð mín:
Þú vilt að ég taki afstöðu til fyrirlesturs sem varði í hvað? eina, tvær kennslustundir út frá 8 glærum án þess að segja mér frá því hvað voru notaðar margar glærur í fyrirlestrinum í heild sinni.og Kristinn segir:
Ansí þykir mér þú vilja hafa vaðið langt fyrir neðan þig, Pétur. Sumir hefðu bara sagt eitthvað í ætt við að miðað við þessar glærur einar, og takmarkaðar forsendur, megi kannski segja að það sé eitthvað til í því að kennarinn þurfi að bæta töluvert miklu við efnið til að það teljist á háu plani.
Þessu er til að svara að mér finnst það eðlilegt að vilja þekkja hlutina í samhengi og skil ekki hvað er að því. Amk gæti ég ekki tekið undir það sem þú Kristinn telur að sumir hefðu látið nægja sem svar.
Og við seinni hluta athugasemdar Kristins sem hljóðar svo:
Fjalli ég t.d, um vingóð tengsl prests við bæjarfélag með því að fjalla einungis um einhver þjófnaðar og lygamál, þá þætti þér það eflaust undarlega valdar heimildir, en það þykir þér - að því er virðist - ekki hér. Er það ekki dálítið skondið?er því til að svara að ég er sammála þér Kristinn. Ef það sem er sett fram á glæru BRS hljómar í þínum eyrum eins og það dæmi sem þú nefnir hér þá er það meira en dálítið skondið. En ég þarf að skoða þetta betur til að reyna að átta mig á þessari sýn sem þú dregur hér fram.
Pétur Björgvin,
er því til að svara að ég er sammála þér Kristinn. Ef það sem er sett fram á glæru BRS hljómar í þínum eyrum eins og það dæmi sem þú nefnir hér þá er það meira en dálítið skondið. En ég þarf að skoða þetta betur til að reyna að átta mig á þessari sýn sem þú dregur hér fram.
Mér þykir þú snúa heldur leiðinlega út úr flestu sem skotið er að þér. Þetta sem þú segir má skilja sem svo, að það sem þér þyki skondið sé skilningur minn á málinu, og þar með skorast þú undan því að svara spurningunni afdráttarlaust - rétt eins og þeirri fyrri.
Ég nenni ekki að eltast við svona stæla. Það er ekkert að því að þú sért mér ósammála eða túlkir þetta öðru vísi en ég, en svona undanslætti og útúrsnúninga sé ég ekki að sé þess virði að eiga við.
Þér virðist þykja þetta form samskipta uppbyggilegt. Gangi þér vel með það.
Sæll Kristinn. Mér þykir leitt að þú tekur orð mín svona og biðst afsökunar á því að hafa sett orð mín fram á þann hátt að þér þyki ég vera með undanslætti og útúrsnúninga. Leitt að þurfa að enda samtalið á þessum nótum. Gangi þér sömuleiðis vel.
Pétur, þetta skrifaði séra Skúli Ólafsson um Níels Dungal árið 2004
Æ, hvað þetta er nú sorglegt. Framfarapostulinn Níels Dungal hittir hins vegar í mark þar sem hann segir:
“Vér eigum áreiðanlega ekki eftir að upplifa neitt guðsríki, samkvæmt gömlum gyðinglegum hugmyndum. En þekkingin getur átt eftir að gefa oss betra fólk í betra landi, þegar ný og voldug orkutækni hefir brætt ísinn af sjó og landi og skapað hér betri og veðursælli veröld.”
Já, máttur tækninnar er mikill og tæknihyggjan og tækjaástríða mannsins hafa sannarlega breytt heiminum. Snjórinn og ísinn er þegar farinn að bráðna, pólarnir minnka, vatnsyfirborð hækkar á stórum svæðum en eyðimerkur stækka á öðrum slóðum. Ef fram fer sem horfir verður veðráttan enn “veðursælli” á komandi áratugum. Já, það er víst illu heilli engin blekking.
Hvort finnst þér sennilegra að Bjarni Randver hafi ætlað þessa tilvitnun sem hrós til Níelsar eða líkt og Skúli, honum til háðungar?
Matti, ég skýst hér inn með svar til þín í anda Péturs Björgvins. Hann notar innlegg mitt vonandi til að miða við og formúlerar svar sitt öðruvísi en ég ætla honum.
En svona myndi Pétur svara miðað við hvernig hann hefur svarað mér í þessum þræði.
Fyrst eru það undanslættir:
Ég get ekki tekið afstöðu af neinu tagi til þessarar tilvitnunar í séra Skúla, án þess að hafa lesið greinina í heild og átt um hana mikið og langt spjall við Skúla sjálfan, til að fullvissa mig um að ég skilji hana á nákvæmlega þann hátt sem hann segist hafa hugsað hana.
Síðan eru það útúrsnúningar:
Ég er þér sammála, Matti, um að það sé þér til háðungar að þú skulir lesa út úr þessum vel meinta pistli séra Skúla þessa merkingu. Ég verð að leggjast yfir þetta sjálfur til að átta mig betur á hvernig þú lest þetta úr orðum Skúla.
-
En vonandi hef ég Pétur fyrir rangri sök og hann finnur sig alls ekki knúinn til að standa í stælum af þessu tagi, eins og ég kalla það.
Sælir aftur. Fyrir það fyrsta þótti mér vænt um Matti að þú bentir mér á greinina hans Skúla, en þar er að finna umræðu sem svipar á margan hátt til umræðunnar hér. Því miður tölum við allt of oft í kross, þ.e. eins og við notum hugmyndir og hugsanir úr sitt hvorum heiminum. Þeim mun ánægðari var ég að sjá að þið eigið stefnumót við nemendur í umræddri deild HÍ. Umræður á slíkum vettvangi eru væntanlega frekar til þess fallnar að fólk nái að tjá sig þannig að ljóst sé hvert menn og konur eru að fara með þeim orðum sem þau velja.
Í greininni fann ég líka tengil á smá blogginnlegg frá þér og Birgi þar sem þið veltið því upp að ræða við Jörund starfsmann Háskólaútgáfunnar um möguleika á því að endurútgefa viðkomandi bók. Þar er sennilegast komin heimildin sem ég var að velta fyrir mér hvaðan BRS hefði um það.
Kristinn, það er alveg rétt hjá þér að ég á það til að vera með stæla, get verið þver eins og þorskur og önugur eins og gamall krókódíll. Í því tilliti nærð þú mér nokkuð vel held ég í ummælum þínum frá klukkan fjögur í dag. En um leið setur þú mig í nokkurn vanda, því strax og ég er búinn að setja þetta svar mitt hér að framan á blað þá er ég sennilegast fallinn í þá gryfju sem þú lýsir að mér sé hætt við að lenda í. Ef ég skrifa ekkert þá er ég sennilegast enn meira móðgaður og þver og ef ég segist sammála Matta þá hef ég ekki þorað öðru af því að þú skaust svo fast á mig með athugasemd þinni.
Hitt er að mér þykir Skúli skjóta fast í pistli sínum og ekki vera að leitast eftir því að kynna mál Níelsar á faglegan hátt, nokkuð sem vissulega ætti að mega ætlast til af hverjum þeim sem heldur fyrirlestur í háskóla. Þannig að þar er ég sammála þér Matti, en sé samt engan veginn að tengingin sé ljós á milli þess hvernig Skúli setur sitt mál fram og hvernig BRS velur efni á glærurnar sínar. Í grein Skúla hef ég allan pakkann, hér hef ég aðeins glærur. Og hvort sem það kallast stælar eða þvermóðska, ég ætla ekki að giska í eyðurnar.
Þó þú sért mikill trúmaður trúir þú því varla að það sé tilviljun að bæði Skúli og Bjarni vitna í þennan texta.
Flott umfjöllun hjá ykkur strákar! Vont að sjá hvað kristnin getur eyðilagt siðferðisvitund góðra manna.
Reynir, sú staðreynd að Bjarni birtir texta þar sem Helgi þjófkennir þig (er þetta áður óbirtur texti?) gefur tilefni til afskifta. Í það minnsta formleg kvörtun til siðanefndar.
Hér er mikið fjör að venju. Próflestur hindrar mig í að fara ýtarlega yfir þessa löngu umræðu, en langar að skjóta einu að, ef það skildi verða til að veita henni eitthvað innsæi.
Ég hef setið nokkur námskeið hjá Bjarna Randveri og get vottað það að hann er mjög gaumgæfilegur fræðimaður, jafnvel svo að heyrst hafa kvartanir yfir ýtarlegri umfjöllun, yfirferð og fleiri smásjáarlegum atriðum. Hvert námskeið byrjar á ýtarlegri yfirferð yfir notkun hugtaka og fræðilegra vinnubragða trúarbragðafræðanna, með öllum þeim undirgeirum sem nýtast þar inni (félgsfræði, sálfræði, mannfræði o.s.fr.) Vill ég því meina að hann sé algerlega starfi sínu hæfur að því leiti.
EN (vinsamlegast ekki snúa útúr meginpunkti þessa innleggs án þess að taka þetta stóra EN inn í hann) eins og svo margir kennarar hefur Bjarni tilhneigingu til að vilja gera efnið áhugavert með því að draga fram hluti sem gætu vakið viðbrögð fólks. Ef glögglega er litið yfir massífu glærupakkana hans þá má sjá að þeir sýna oftast mest sjokkerandi atvik eða hliðar einstaka hópa eða hreyfinga.
Jaðarhópar eru hans persónulega áhugamál og á það til að villast inn í námskrána og ýtarleg umfjöllun af sjálfsmorðshópum, kynlífsköltum og öllum afbrigðilegum hópum fá einkennilega mikla umfjöllun miðað við almenna lýsingu áfanga.
Ekki það að vantrú sé afbrigðilegur hópur að neinu leiti, en hann verður fyrir sama umfjöllunarmynstri og jaðarhópar, sem einkennist af kennslustíl Bjarna af krassandi sjokkeringum sem eru þefaðar upp (ef þær eru að finna)og hvað helstar sett upp á glærur, þó að félög fái nær oftast mjög almenna yfirferð einnig.
Örfáir punktar til að hindra misskilninga:
Með þessu er ég ekki að segja að vantrú sé afbrigðilegur hópur, heldur verður fyrir frásagnarmynstri sem myndast af áhugasviði kennara - Ekki að það sé sanngjarnt gagnvart Vantrú þó (og er ekki að afsaka það, heldur að veita þá litlu innsýn inn sem ég hef inn í fræðilegan karakter Bjarna Randvers)
trúleysi fær umfjöllun í nýtrúarhreyfingum sem "nýlega" skipulagðir afstöðuhópar gagnvart trú og tel ég það mikilvægt að læra um þá og þeirra málefni hverjum sem vill leggja fyrir sig trúarbragðafræði eða guðfræði.
Það er að vona að þetta hafi veitt einhverja innsýn inn í þessa umræðu, en það skal ekki misskiljast að ég er vissulega sammála að hér sé ekki um nægilega hlutlausa umfjöllun að ræða, sérstaklega ef gengið er útfrá glærunum einum saman.
Sæll, Jakob Takk fyrir þetta innlegg. Ég hef nokkra punkta sem hafa komið fram hér áður við fyrri greinar (og það er ekkert skríti þótt þú hafir ekki tíma til að lesa það allt).
1 Ég, og ég held að ég tali fyrir flesta ef ekki alla Vantrúarmeðlimi, tel að Bjarni sé væntanlega mjög góður kennari og hið mesta gæðablóð.
2 Við erum mjög ánægð með það að við skulum vera tekin fyrir í kennslu í Háskóla Íslands. Við erum EKKI yfir gagnrýni hafin, þvert á móti fögnum við gagnrýni og umræðu um okkar baráttumál.
3 Okkur er nokk sama þótt við séum talin sem nýtrúarhreyfing í þeim skilningi að trúleysi sé einhverskonar heimsmynd. NB heimsmynd er ekki trúarbragð. Við tilbiðjum t.d. ekki heimsmynd okkar og erum opin fyrir leiðréttingum og nýjum sönnunargögnum.
4 Við viljum hins vegar að gagnrýni um okkur sé á málefnalegum nótum.
...en það skal ekki misskiljast að ég er vissulega sammála að hér sé ekki um nægilega hlutlausa umfjöllun að ræða, sérstaklega ef gengið er útfrá glærunum einum saman.
Það er það eina sem við erum að segja.
Okkur finnst þessar glærur stórfurðulegar og alls ekki málefnalegar. Alla þá kúrsa sem ég hef setið í háskólum þá eru glærur rauði þráðurinn í boðskap/kennslu kennarans. Er eitthvað skrítið að við teljum þessar glærur vera furðulegar og ómálefnalegar?
Satt best að segja vitum við ekki nákvæmlega hvað okkur á að finnast. Það hafa svo margir komið hér fram og sagt að það geti bara ekki verið að Bjarni hafi verið viljandi að reyna að sverta ímynd okkar af því að hann er svo fínn gæi.
Þetta plús það að við teljum okkur vita að Bjarni sé fínn gæi.
Eftir standa samt staðreyndirnar. Þessar glærur virðast viljandi til þess fallnar að sverta og afskræma ímynd okkar.
Finnst þér það eitthvað skrítið að við mótmælum þessari umfjöllun í ljósi þessara glæra?
Reynir Harðarson stal frá mér ellefu "Human-Etikk" ritum.
Hvað á þetta að þýða í kennslu í Háskóla Íslands, strikað yfir með gulu, um trúleysi Helga Hóseassonar?
Nú er liðinn rúmur mánuður frá því að forseta guðfræði- og trúarbragðafræðideildar var bent á þessar glærur og athugasemdir okkar við þær en engin viðbrögð hafa borist, þrátt fyrir þrjár ítrekanir.
Bjarni Randver veit vel af óánægju okkar með þessa "kynningu" og ætti að rata á þennan vef fyrst hann treystir sér til að fræða aðra um hann í svokallaðri kennslu sinni. Hann þegir líka þrátt fyrir persónulegt, formlegt og opinbert boð um að standa fyrir máli sínu.
Hversu ómerkilegir geta menn verið? Að vega að manni berskjölduðum úr launsátri í fílabeinsturni sínum með skykkju menntagyðjunnar á öxlum sér, og svara svo ekki fyrir skítkastið þegar upp um það kemst eða biðjast afsökunar.
Eftir þessa brunnmigu guðfræðingsins hefur orðið hlandspekingur öðlast nýja merkingu í mínum huga.
Og mærðarlegt mal um þvertrúarleg samskipti aumkunarvert aðhlátursefni og hræsnin ein.
(Fyrirgefið, en mér sárnar þetta verulega. Lái mér hver sem vill.)
Eftir að hafa lesið og skoðað ýmislegt hér á vantrú.is finst mér þetta harla ómerkilegur félagsskapur og mikil rökleysa á ferð.Kveðskapur Helga Hóseasonar var honum fyrst og fremst til skammar og ekki sýst ykkur.
Sæll josep.
Ég sé ekki betur en að þú hafir skoðað nákvæmlega tvær greinar hér á Vantrú. Þessa sem þú gerir athugasemd við og svo áramótayfirlit. Hingað rambaðir þú inn eftir að hafa leitað að orðinu "níðskáld". Sex mínútum síðar skrifar þú þessa athugasemd.
Sumir myndu sennilega telja sig þurfa að kynna sér málið betur áður en þeir dæma Vantrú sem ómerkilegan félagsskap og halda því fram að hér sé mikil rökleysa á ferð.
Sýnið viðbrögð, en vinsamlegast sleppið öllum ærumeiðingum. Einnig krefjumst við þess að fólk noti gild tölvupóstföng, líka þegar notast er við dulnefni. Ef það sem þið ætlið að segja tengist ekki þessari grein beint þá bendum við á spjallborðið. Þeir sem ekki fylgja þessum reglum eiga á hættu að athugasemdir þeirra verði færðar á spjallborðið.
Hægt er að nota HTML kóða í ummælum. Tög sem virka eru: a href, b, i, u, br, p, strong, em, ul, li og blockquote. Einnig er hægt að notast við Markdown rithátt í athugasemdum. Notið skoða takkann til að fara yfir athugasemdina áður en þið sendið hana inn.
Örninn - 17/02/10 09:12 #
Ég þakka þessar samantektir allar og hlakka alltaf til þeirra næstu. Væri hægt að velja þennan áfanga sem einskonar valfag í háskólanum?