Vegna jólaanna, þá datt topp fimm listinn út, en vonandi getiði fyrirgefið það svona fyrst það eru að koma jól. Það eru nefnilega aðeins fjórir dagar til jóla, og ekki laust við það að jólaskapið sé að gera útaf við okkur, þannig að í anda hátíðarinnar datt okkur í hug að senda smá jólakveðjur.
Hér eru fjórir guðfræðingar sem vakið hafa sérstaka athygli Vantrúarmanna undanfarin ár og fá þar af leiðandi sérstakar hátíðarkveðjur frá okkur í Vantrú. Segja má að þetta sé forsmekkurinn af Ágústínusarverðlaunum 2009.
Þó það hafi ekki verið minnst á hana á Ágústínusarverðlaunalistunum enn, þá hefur Síra Guðrún kom sér rækilega á kortið hjá okkur vantrúardólgunum, svo að hún á eflaust von á sérstökum verðlaunum á næsta Ásgústínusarlistanum. Við förum ekkert nánar útí ástæðuna af hverju, enda engin greiði gerður að vera með einhver leiðindi svona rétt fyrir jólin.
En ætli það sé ekki nóg að segja að við urðum kjaftstopp, um tíma þegar séra Guðrún gaspraði á blogginu sínu sem var ansi ókristilegt af guðfræðingnum. En þrátt fyrir það þá á húnþó þakkir skilið fyrir að stuðla að Siðareglum trúfélagsleiðréttingaherferðar Vantrúar.
Gleðilega hátíð Guðrún!
[Trú.is]
Bolabítur biskups var mjög duglegur í eina tíð að gengisfella orðin "trú" og "trúarbrögð" með því að segja að trúleysi væri viss átrúnaður og í raun trúarbrögð... æji, hverjum er ekki skítfokkingsama? Gúglið hann bara. Gunnar Jóhannesson er krúttíbolla og skrifar oft heillangar greinar til að svara því sem hann virðist ekki hafa lesið.
Gleðilega hátíð Gunnar og hafði það sem allra náðasamlegast.
[Trú.is]
Við óskum Karli Sigurbjörnssyni gleðilegra jóla og vonum að hann eigi eftir að njóta samverustundanna með fjölskyldu sinni, og okkur þætti í raun innilega vænt um það ef hann ætti huggulegan og skemmtilegan tíma þessa stórhátíð allra landsmanna og fagnaði henni einsog honum ber - siðferðisleg, tilfinningaleg, félagsleg og samfélagsleg - skylda til. Þó myndi það óneitanlega gleðja okkur, þ.e.a.s. ef ske kynni að hann vildi láta alla vita hvað hann væri ánægður með þessa stórkostlegu tíma í formi opinberrar predikunar, að hún væri að mestu laus við allar formælingar og þetta algenga kristilega fordómaraus gagnvart fólki með aðrar lífsskoðanir. Það væri nú ágætis jólagjöf til allra landsmanna.
Við erum minnug nýjársgjöfinni hans Kalla biskups árið 2003, þegar hann predikaði í Dómkirkjunni og fór ófögrum orðum - var í raun bara með dólgshátt og sóðatal - um trúleysingja, og veitti nokkrum herskáum trúleysingjum þá andagift að koma á fót vefriti (og síðar félagi) sem mótvægi við boðun hindurvitna og hafa þeir síðan barist hetjulega gegn kirkjubákninu og kuklinu með oddhvöss orð að vopni. En það er leiðinlegt að fá sömu gjöfina ár eftir ár, svo gerðu það Karl, komdu okkur á óvart.
Takk elsku Karl og gleðilega hátíð!
Við í Vantrú höfum án efa sérstakt dálæti á honum Þórhalli, hann er bara svo mikið krútt. Maðurinn er hafsjór "guðfræðilegrar skammtafræði" og undarlegrar sagnfræði. En dálætið er gagnkvæmt, því Vantrú er dálítið í uppáhaldi hjá Þórhalli og hann hugsar töluvert um okkur trúleysingjana, svona ef marka má eina jólakveðju sem presturinn skildi eftir hjá einum bloggfélaga sínum og starfsbróður, séra Svavari:
Þetta verður örugglega spennandi ár og ég hlakka til að halda áfram að pirra mesta ofsatrúarhóp á íslandi í dag, bókstafstrúaða trúleysingja hvar sem þeir nú halda sig #
Já, liðin eru tvö spennandi ár og Þórhallur nennir ekki að ræða við þessa níðinga lengur.
Þórhallur Heimisson er ekki bara prestur og guðfræðingur heldur þykist hann stundum líka vera fræðimaður. Hann hefur þó engin svör þegar hann er spurður hvernig villur upprunnar úr Wikipediu laumast inn í bækurnar hans. Þórhallur er líka meistari tungumálsins og hefur skrifað Orðabók leyndardómanna. Meðal afreka hans er að skýra íslenska orðið trú á þá vegu að það sé þýðing á enska orðinu faith en þetta hefur engum íslenskumanni eða orðsifjafræðingi dottið í hug fyrr.
Þórhallur hagar sér oft eins og hinn versti níðingur og bulla. Það er ósjaldan sem hann fer með ósannindi og beinlínis lygar í sínum málflutningi og á það til að klifa í sífellu á nasisma og kommúnisma sem einhverskonar sönnun á því hvað trúleysi er slæmt.
Gleðilega hátíð Þórhallur, þú ert frábær!
Og auðvitað sendum við okkar jólakveðjur til allra hinna í ríkisguðfræðiköltinu.
Ég lagaði það.
Þetta átti semsagt upphaflega að vera listi yfir fimm frækna guðfræðinga. Sá fimmti var María Ágústsdóttir en eins og með alla hina listana er af nógu að taka og óskaplega erfitt að velja.
Hroðalegt að sjá jólatréð þarna, sið heiðingjanna, því í hinni helgu bók segir:
Siðir þjóðanna eru hégómi. Menn höggva tré í skógi, og trésmiðurinn lagar það til með öxinni, hann prýðir það silfri og gulli, hann festir það með nöglum og hömrum, svo að það riði ekki.
Sérhver maður stendur undrandi og skilur þetta ekki, sérhver gullsmiður hlýtur að skammast sín fyrir líkneski sitt, því að hin steyptu líkneski hans eru tál og í þeim er enginn andi. Hégómi eru þau, háðungar-smíði. Þegar hegningartími þeirra kemur er úti um þau.
Því að svo segir Drottinn: Sjá, ég mun burt snara íbúum landsins í þetta sinn og þrengja að þeim til þess að þeir fái að kenna á því.
Skröggur hvað...
Já, gleðileg Jól litlu ruglukollar, og þá sérstaklega Þórhallur. Þruglið þitt er mesta skemmtun og mig sárnar að þú skulir ekki gefa þér tíma lengur til að skammast í okkur heiðingjunum. Hafið öll hamingjusama Vetrarsólstöðu.
Message for Þórhallur Heimisson: You are a priest yet you do not know what the Bible says about the end of the world ??? Well, here it is: It will happen a 1000 years after the III.World War ! 2.Peter 3:10 and Revelation 20. See also www.baenir.blogcentral.is
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Svavar Kjarrval (meðlimur í Vantrú) - 20/12/09 18:58 #
Gleðileg jól, guðfræðingar! Vildi minnast örstutt, fyrir þá sem vilja fletta því upp, á lögmál Godwins.