Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Af Kristi - viðtal við séra Sigríði Guðmarsdóttur - seinni hluti

Í ágætu kaffispjalli á skrifstofu Sigríðar Guðmarsdóttur í Guðríðarkirkju saumuðu þeir Hjalti Rúnar Ómarsson og Birgir Baldursson að prestinum og veltu upp ýmsum kenningum kirkjunnar um meyfæðingu, altarisgöngu, erfðasynd og upprisu holdsins, auk þess að tæpa á bælingu og skaðsemi. Þetta er æsispennandi viðtal og sérann á þarna frábær tilsvör. Takk Sigríður fyrir góðar móttökur og fyrir að hafa haft þor til að hleypa svona snarbiluðum ofstækismönnum inn á gafl hjá þér.

Fyrri hluta viðtalsins má finna hér.

Ritstjórn 20.12.2009
Flokkað undir: ( Sunnudagaskólinn )

Viðbrögð


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 20/12/09 21:40 #

Mér finnst Sigríður eiga alveg firnagóðan punkt þarna alveg í lokin. Þegar hún er spurð að því hvort prestar séu rétta fólkið til að veita félagsráðgjöf með alla sína Nýja-testamentisfræði í farteskinu en aðeins einn kúrs í kristilegri sálgæslu, þá svarar hún því til að hún noti þekkingu sína á ritningunni til að afbyggja þessar gömlu hugmyndir.

Staðreyndin er sú að mörg okkar erum enn að burðast með gamla installation fornra siðferðishugmynda sem ættaðar eru úr kristnum sið, vondar og skaðlegar hugmyndir. Það má því alveg samþykkja þau rök að einmitt guðfræðingar sé vel til þess fallnir, í krafti þekkingar sinnar á málinu, að eyða þessum vondu, gömlu hugmyndum úr sálarlífi þeirra sem þjakaðir eru af þeim.

En það kallar þá á að prestarnir séu heiðarlegir og virkilega sjái þessa skaðsemi, í stað þess að reyna að viðhalda þessum ömurlegu gildum og boða skjólstæðingum sínum. Ég treysti Sigríði til að fara vel með þetta, en hvað með alla hina?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.