Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vantrúaráróður á Harmageddon

Fyrir stuttu hittust Þórhallur Heimisson og Matthías Ásgeirsson í útvarpsþættinum Harmageddon og rökræddu um gildi trúar. Það er vissulega mjög víðfeðmt og fjölbreytt viðfangsefni, og náðu þeir félagar ekki að ræða nema brotabrot af því sem mögulegt væri að taka fyrir. Í lok þáttar var því slegið á fast að Þórhallur og Matthías myndu mæta aftur að viku liðinni.

Því miður afboðaði Þórhallur sig viku síðar og tveimur vikum seinna sagðist hann ekki vilja ræða við vantrúarsinna því þeir væru alltaf að níðast á honum á netinu. Þetta eru hrein og klár ósannindi hjá Þórhalli og nokkuð ljóst að hann ætlaði sér aldrei að klára umræðuna.

Matthías mætti því einn til Frosta og Mána og ræddi við þá um félagið Vantrú og trúmál á Íslandi.

Ritstjórn 04.12.2009
Flokkað undir: ( Útvarp )

Viðbrögð


Bjarnih - 04/12/09 12:39 #

Mannstu hvaða mánaðardag þessi þáttur var. Væri mjög til í að hlusta á hann.


Bjarnih - 04/12/09 12:40 #

Ja okei, sá ekki spilarann að neðann ;)


Árni Þór - 04/12/09 16:57 #

Er Máni (heitir hann það?) að draga fram spurningar sem honum finnst lílegt að þeir sem ósammála Matta spyrji, eða veit hann ekki betur? Hann hljómar eins og einhver sem hefur bara ekki kynnt sér mótrökin.


Haukur Ísleifsson (meðlimur í Vantrú) - 04/12/09 17:11 #

Líklega smá af hvoru. Verandi í útvarpinu við hlið upplýsta mannsins Frosta hlýtur hann að hafa kynnst mótrökunum mörgum.


FellowRanger - 05/12/09 06:09 #

Það kom mér á óvart hvað þetta var upplýsandi og góður þáttur þó svo að mótmælanda vantaði.

Óttalegur gunguháttur hjá honum Þórhalli að afboða sig. Ég verð þó að viðurkenna að ég bjóst við færri meðlimum í Vantrú; eitthvað í kringum töluna sem Matti sagði virka meðlimi.

Vill líka benda á þetta: "74% vilja aðskilnað ríkis og kirkju"

Var reyndar soldið hissa á því að Matti minntist ekki á þetta, annars veit ég ekki hvenær viðtalið var, en þetta var birt 2. des.


FellowRanger - 05/12/09 06:44 #

Heh, sá svo á feisbúkk að þið höfðuð póstað þessu þar. Jæja, þarna er þetta þó.


Frikki - 05/12/09 10:34 #

Sælir vísinda-trúmenn

Ég hlusta alltaf á Harmageddon sem er snilld. Þar hafið þið ykkar boðara hann "séra" Frosta :)

Var að velta því fyrir mér þar sem þið eruð mjög duglegir að kynna ykkur "rök" hvernig kviknar líf, sem síðan fer að þróast? (ekki hvernig kom líf til jarðarinnar)

Er það nokkuð vitað?

Er ekki eina svarið við, er guð til? Ég veit það ekki

Er það að gefa sér það, að engir "yfirnáttúrulegir" vitsmunir séu til í alheiminumeða eða í hinu óþekkta þrátt fyrir að engin leið sé að vita hvor sé, samasem að það sé ekki neitt sem fólk mögulega getur sett undir einhverja skilgreiningu á guði.

Sjálfur trúi ekki á guð. en set mig ekki á það háann hest að halda því fram að fólk þurfi að sanna að hann sé til svo það hafi rétt á að trúa.

Trú er e-h sem hefur fylgt manninum alltaf. Þetta element mannsins að stöðugt vera að velta fyrir sér eilífðarspurningunni (the neverending why) gerir manninn aftur á móti mótækilegann fyrir stýringu í gegn um trúarbrögð sem búin eru til og misnotuð af UPPLÝSTUM til að ná undir sig völdum.

og í lokin smá spá....50-100ár fram í tímann

Kirkjan og hennar trúarbrögð verða að mestu horfin.

Við tekur sáttur almúgur sem TRÚIR Á VÍSINDIN og þeirra "óvéfengjalegu rök"

Það er enginn hættulegri en sá sem telur sig hafa höndlað sannleikann

Amen ;)

stafsetningarvillur i don't give a dam


Þröstur Hrafnkelsson - 05/12/09 11:14 #

Held að trúarbrögð verði mun lengur til staðar en 50-100 ár.

Trúarbrögð nærast að vissu leyti á það að skilja ekki náttúruna og lífið, t.a.m. "hver skapaði heiminn?", "hvernig varð líf til?" o.s.frv. Ef við náum að svara þessum spurningum að þá munu aðrar spurningar koma til leiks sem trúað fólk getur svarað með því að setja Guð í eyðuna.

Varðandi hvernig líf varð til; abiogenesis útskýrir teorískt hvernig það varð til en rannsóknir og prófanir hafa ekki tekist það að öllu leyti. Hinsvegar er athyglisvert að hugsa til þess að á þessu ári tókst að búa til RNA sem fjölgar sér sjálf.

p.s. þekki ekki líffræðina upp á 10 og vona að ég hafi ekki verið að segja eitthvað bull.


FellowRanger - 05/12/09 11:37 #

Frikki og Þröstur, varðandi uppruna lífsins: http://en.wikipedia.org/wiki/Miller_experiment

Í tilrauninni sem var gerð árið 1952 fundust fimm amínósýrur, en var svo framkvæmd aftur árið 2008, fundust þá 22 amínósýrur.

Þessvegna þykir mér 'guðs-stökkið' tilgangslaust og í raun hamlandi þegar kemur að því að finna út hvernig náttúran hagar sér í raun.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 05/12/09 11:59 #

FellowRanger, þetta samtal í Harmageddon fór fram 24. nóvember.

Sjálfur trúi ekki á guð. en set mig ekki á það háann hest að halda því fram að fólk þurfi að sanna að hann sé til svo það hafi rétt á að trúa.

Það geri ég ekki heldur, fólk má trúa hverju sem er. En þegar fólk fer að fullyrða eitthvað um þennan gvuð sinn og heldur því jafnvel fram að trú á þann gvuð sé forsenda siðferðis finnst mér allt í lagi að við hin spyrjum nánar út í fyrirbærið og förum jafnvel fram á að trúmaðurinn færi rök fyrir máli sínu.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.