Vörður Leví forstöðumaður Fíladelfíu knúsar Baldur Frey Einarsson á bænagöngu 2007 eftir ræðu þess síðarnefnda. Við hlið þeirra stendur Þorvaldur Víðisson miðbæjarprestur ríkiskirkjunnar.
Eiríkur Jónsson ritstjóri Séð&Heyrt, bendir á í téðu tímariti viðtal við Friðrik Ómar, einn af okkar ástsælu söngvurum, að samkynhneigðum söngvurum er meinað að syngja í kór Fíladelfíu ef upp kemst um kynhneigð þeirra
[...] Séð og Heyrt upplýsir í dag að hommar fái ekki að syngja með Fíladelfíukórnum ef upp um kynhneigð þeirra kemst. Gera má ráð fyrir að hið sama gildi um lesbíur. Er þetta miður þar sem margir af fremstu söngvurum þjóðarinnar eru samkynhneigðir og jólatónleikum Fíladelfíusafnaðarins er sjónvarpað um land allt í kristilegum anda.
Fyrir rúmu ári síðan vísuðum við í ljósvakapistill sem Ásgeir Ingvarsson reit og umfjöllunin sem sá pistill fékk hjá stjórnendum þáttarins Í bítið. Umfjöllunarefnið var einmitt Hvítasunnutónleikar Fíladelfíukórsins í Ríkissjónvarpinu ohf. Viðbrögðin við þessari tilteknu umfjöllun voru frekar ógnvekjandi.
Pressan leitaði til söngvarans Pál Óskars varðandi sína afstöðu gagnvart ákvörðun Hvítasunnusafnaðarins, þar sem hann spyr "af hverju vill maður syngja þar sem maður er ekki velkominn? Það er nóg pláss í garði Guðs fyrir alla. Það geta allir fundið sér stökkpall eða farveg til að troða upp."
Frásögn hans frá því er hann átti að koma fram á jólatónleikum Skálholtskirkju árið 1995 er áhugavert. Þá var hann var tekin af dagskránni stuttu fyrir atburðinn. Þáverandi forráðamenn Skáltholtskirkju, einsog Páll Óskar segir sjálfur frá:
[...]gáfu þá skýringu að það væri ekki vel séð að ég myndi syngja þarna því ég væri boðberi. Það var hins vegar aldrei tekið fram boðberi hvers ég væri og ég þurfti að skálda í eyðurnar.“
Einnig er hægt að horfa á viðtal Evu Maríu við Pál Óskar þar sem hann ræðir um þetta mál.
Páll Óskar vill meina að það sé lítill hluti meðlima þessara félaga sem haldinn er fordómum gagnvart samkynhneigðum. Ekki vitum hvað hvaðan hann fær þá hugmynd því ekki er hægt að sjá annað en að hommahatur sé frekar almennt innan kristnu sértrúarsafnaðanna á Íslandi. Við minnum t.d. á bænagönguna sem fram fór um árið, en hún var meðal annars hugsuð sem mótvægi við Gaypride göngunni og kölluð Praypride meðal ofsakristinna gárunga. Ekki sé minnst á það að ríkiskirkjan beinlínis stöðvaði nýju hjúskaparlögin - sem áttu að veita trúfélögum heimild til að gifta samkynhneigða - með frekju og yfirgangi.
Spurningin er hvort RÚV - sjónvarp allra landsmanna - muni sýna þessa tónleika í sjónvarpinu þrátt fyrir augljósa mismunun gagnvart samkynhneigðum af hálfu Fíladelfíu? Er ekki við hæfi að tónleikunum verði einfaldlega sjónvarpað á Ómega?
Jenný Anna Baldursdóttir bloggar um þetta mál og finnst það ekki sanngjarnt:
Nú ætlast ég til að RÚV sem segir okkur hátt og í hljóði að það sé okkar allra, enda allir bæði hommar, lesbíur og þeir sem teljast “normal” með skylduáskrift að stöðinni, taki ekki í þátt í þessari mismunun.
Það er talsverður slatti af fólki sem tekur undir með henni, þar á meðal við í Vantrú.
Já, ríkisstjórnin og opinberar stofnanir eiga ekki að taka þátt í að styðja eða setja í opinberan fjölmiðil útsendingar hópa sem mismuna fólki eftir kynhneigð.
Skil aldrei afhverju samkynhneigðir eru að snudda utan í þessum kristnu trúfélögum. Fyrir mér er að eins og litað fólk að reyna við að fá inni í KKK.
Lárus; ertu að segja að fíladelfía sé eins og KKK. Ef svo, þá hlítur þú annaðhvort að vera segja að KKK sé hinn fínasti klúbbur eða að fíladelfía eigi engan veginn heima í okkar samfélagi.
Forsenda fyrir því að samkynhneigðir eru í mun betri stöðu í dag heldur en fyrir 20-30 árum síðan er að þeir hafa óhræddir bent á misrétti og fórdóma á móti sér. Finnst þessvegna flott að þeir geri eitthvað í þessu máli - spurningin er hinsvegar hvort hópsleikur sé sniðugasta leiðin.
Það er vist ekki talað um neinn hópsleik lengur eins og fram kemur á facebook-síðu hópsins sem byrjaði að hvetja til þess. Þetta var brandari sem fór úr böndunum.
Núnar er stefnt að friðsælum mótmælum fyrir utan, skilst mér.
Endilega öll að ganga í þennan hóp á facebook og hvetja RÚV til að hætta að sýna Fíladelfíutónleikana:
Ég sá í Velvakanda morgunblaðsins einhvern kalla þennan hugsanlega hópsleiks verknað hryðjuverk. Það virðist vera hugtak sem hægt er að fleygja fram og til baka nú til dags.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Þorsteinn - 26/11/09 20:15 #
linkurinn á síðuna hennar jennýar er bilaður. vantar H fremst í http