Myndbandið með Daniel Dennett, sem Vantrú birti á mánudag, er fyrir margra hluta sakir merkilegt. Ég ætla að staldra örstutt við launhelgarnar sem hann talar um í fyrri hluta erindis síns og velta upp nokkrum spurningum.
Trúlausir prestar eru sennilega fleiri en okkur grunar. Og ástæða þess að þeir segja ekki skilið við fína vellaunaða starfið þrátt fyrir að hafa snúist í lífsskoðun sinni liggur í efnahagslegri afkomu, auk þess sem þeir eiga erfitt með að horfast í augu við þá staðreynd að hafa sóað lífi sínu í rugl.
En guðfræðin býr yfir launhelgum að auki, eins og Dennett bendir á.
En hverjar eru þær í raun? Getur verið að hinar guðfræðilegu launhelgar æðstuprestanna felist í því að tilvist guðs sé útilokuð og kenningakerfi kirkjunnar sé bull? Og felst þá stefna þeirra sem þekkja leyndardóminn í því að halda almenningi í fáfræði um þessa staðreynd, en vita betur? Felst kikkið í því að vita betur en skríllinn? Hlunnindi þessarar stefnu væru augljós: Þægileg, vel greidd innivinna og ómæld virðing pöpulsins fyrir þeirri föðurímynd, ímynd hins andlega leiðtoga, sem prestar hafa komið sé upp frá aldaöðli.
Virðing og peningar. Hvað er hægt að óska sér betra?
Hvað ef þetta er raunin? Hvað myndi það segja okkur um þá presta sem þekkja leyndardóm bræðralagsins? Ekki aðeins reynast þeir þá vera óheiðarlegasta stétt samfélagsins, heldur eru þeir trúleysingjar í þokkabót!
Prestar eru gjarnir á að tala um vonda og siðlausa trúleysingja. Slíkt er partur af áróðri þeirra til að hræða fólk til fylgilags við kenningakerfið sem þeir boða. En þegar á allt er litið væru það þó einmitt þeir sjálfir sem eru þessir siðlausu og vondu trúleysingjar sem þeir hafa svo gaman af því að úthúða.
Þetta væru þá akkúrat þeir trúleysingjar sem maður myndi skammast sín fyrir að aðhyllist sömu heimsmynd og maður sjálfur. Trúleysi mitt innifelur heiðarleika, eða öllu heldur er það vitsmunalegur heiðarleiki minn sem gerir mig að trúleysingja. Mér þætti vont til þess að vita að flokkur fólks sem deilir með mér lífsskoðun væri svo gersamlega á hinum enda hreinskiptniskalans og ég vona svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér.
Ég hef nefnilega lítið umburðarlyndi gagnvart siðleysi og skiptir þá heimsmynd siðleysingjans engu máli.
Já, ég man eftir þessari frétt af danska prestinum. Það er meira að segja til Wikipedia-síða um hann
Ég held nú samt að yfirgnæfandi meirihluti presta á Íslandi séu ekki trúlausir. Einhverjir eru það þó líklega. Mér finnst ekkert skrítið að Denett og félagar hafi getað fundið fjóra bandaríska presta/pastora sem eru trúlausir og í skápnum (það eru svo margir í þessum bransa þar, og erfiðara að koma út úr skápnum séu slíkir menn trúlausir vegna þrýstings frá samfélaginu og fjölskyldum).
Karen Armstrong (guðfræðingurinn sem Denett ræddi mest um í myndbandinu ef ég man rétt) er síðan alls ekki dæmigerður guðfræðingur sem nýtur mikilla vinsælda meðal presta. Ég veit að margir guðfræðinemar og prestar lesa miklu trúaðari eða meira orthodox guðfræðinga en hana.
Getið þið nefnt einn prest á Íslandi sem er bevísanlega trúlaus máli ykkar til stuðnings?
Karen Armstrong er í miklu uppáhaldi hjá mér, ég hef lesið allar hennar bækur, er núna að lesa "Muhammed, a profet for our times".
Og ekki tel ég mig trúlausan.
Þannig að..........
Sæll Þórhallur, ég held að punkturinn sé einmitt sá að ef prestur væri trúlaus, þá myndi hann þegja yfir því vegna þess að annars gæti hann misst vinnuna sína (sbr danska prestinn).
[Spurning færð hingað á spjallið, þar sem svarið er einnig að finna - Hjalti]
Ágæti Þórhallur.
Ég er fullviss um að margir prestar séu í raun trúlausir eins og Dennet ýjar að í pistli sínum. þá á ég við trúlausir t.d þeim skilning að trúa ekki á að upprisan sem dæmi hafi átt sér stað.
Ég held að margir prestar líti svo á að þeir geri jú gagn fyrir einhverja, stuðli að félagslegum stöðugleika osfr. S.s. pragmatískar ástæður. Fyrir svo utan ofurlaunin og sporslurnar frá ríkinu og allt það.
Ég held þetta vegna þess að veit að margir prestar, eins og þú, hafa einlægan áhuga á trúarbragðafræði og trúarbragaðasifjafræði.
Ef við tökum t.d upprisuna sem dæmi. Atburð sem þú telur grundvallandi fyrir hvern krisinn mann og biskup skilgreinir barasta kristindómin út frá (sem nauðsynlega forsendu fyrir að kalla einhvern krisinn). Ef við tökum upprisuna fyrir. Skoðum hana í samhengi og vegum og metum atburðinn. Ekki út frá líffræði eða eðlisfræði. Heldur bara út frá goðgsögurýni. þá kemur í ljós að upprisusögur áþekkar þeirri sem guðspjöllin greina frá, eru alls ekkert óalgengar og greinileg fyrirmynd kristnu upprisusögunnar. þekktasta dæmið er eins og þú sjálfsagt veist, dæmið um Hórus hinn egypska. Sem var eins og þú örugglega veist, mikið eldra fyrirbæri en jesú og vinir hans. Þessi Hórus -fæddist af hreinni mey, -þann 25.desember, -í helli, -fylgjendur hans áttu að fá eilíft líf, -ríður á asna inn í borg, -deyr um páskanna fyrir syndir mannanna, -dæmir fólk eftir dauða þeirra til himna eða heljarvistar.
......Svo fátt eitt sé nefnt.
Sama má segja um Dyonisos og Ósíris sem voru líka "mannguðir" eins og Jesús.
Annars veistu þú þetta örugglega betur en ég.
Með bestu kveðju, Teitur Atlason
Teitur, ég held að samanburður við Hórus sé lélegt dæmi, þar sem mikið af því sem maður les um það styðst bara við einhverjar vafasamar heimildir.
Betra dæmi myndi ég segja að væri ýmislegt um áreiðanleika Nýja testamentisins. Hve oft taka prestar til dæmis það fram að stór hluti Pálsbréfa í Nýja testamentinu eru falsanir?
Vid Thórhallur eigum thad sameiginlegt ad hafa gaman ad Karen Armstrong. Thegar Dennett tekur titil bókar hennar sem dæmi um UME thá nefnir hann ekki hvort thad hafi verid ætlun hennar viljandi ad rugla med rökleysu, eda hvort titillinn bara hljómadi betur svona: "A History of God" frekar en "A History of How the Concept of God Has Evolved Over the Millennia" sem væri sannari titill midad vid innihald bókarinnar.
Karen er trúud á sinn hátt, thad sést af lestri bóka hennar, en hún er engan veginn kristinnar trúar. Hún er dæmigerd fyrir vel gefinn einstakling sem getur ekki ad fullu vidurkennt eigid trúleysi og leitar inn í lodkennda algydistrú í stadinn.
Hennar leid er sjálfsagt einnig leid hinna "trúlausu" presta sem geta engan veginn sætt sig vid kristna kenningu sem raunverulegan sannleika, en frida samvisku sína med ad their séu vissuelga "trúadir" ... og halda áfram ad lifa i lyginni.
Sæll Teitur - þetta er fróðlegt hjá þér, en snertir nú ekki þessa grein eða spurninguna um trúleysi presta. Annars veit ég auðvitað ekki hvað allir prestar eru að hugsa, ekki frekar en hvað þið allir eruð að hugsa. Kannski er Vantrúarmaður að reyna að komast út úr "trúleysisskápnum" en þorir ekki af ótta við að missa góða vini sína til margra ára?
Hvað veit ég? Ég gæti haldið því fram og skrifað grein um það á trú.is að margir Vantrúarmenn væru trúaðir í kristinni merkingu. Þá yrðuð þið nú ekki ánægðir! En sú grein yrði eintómar getgátur og ekki annað.
Varðandi Karen Armstrong þá mæli ég með henni fyrir ykkur alla, endilega lesið hana - ég veit ekki hvort hún er algyðistrúar, held hún sé að hallast yfir í íslam með árunum- (með kristilegu ívafi)
Velkominn Þórhallur, gaman að sjá þig hér aftur. Ég saknaði þín í útvarpinu á þriðjudag!
Er ekki rétt munað hjá mér að þú hafir (ítrekað) sagt að trúleysi sé trú og trúleysingjar þar með alveg jafn trúaðir og t.d. þeir sem aðhyllast kristni?
Það er varla hægt að bera það að meðlimur í Vantrú tæki trú og þyrfti að hætta í félaginu saman við það að prestur ríkiskirkjunnar myndi lýsa yfir trúleysi og þyrfti að gefa eftir sjö hundruð þúsund krónur á mánuði auk virðingarsess meðal trúmanna.
Jú jú ágæti Þórhallur. Víst snertir þessi flötur minn á trúleysi presta. Það sem ég er að segja er að prestar, öðrum fremur hljóta að þekkja fyrirbæri á borð við trúarbragasifjar. Ágætis bók í þeim efnum er t.d "The River og God" eftir Gregory J. Riley sem var á pensúminu þegar ég var í guðfræðideildinni. Svo mætti minnast á bókina sem er jú grunnurinn á bak við "DaVinci-lykilinn", bókina "Jesus Mysteries" eftir Freke og Gandy. En þar eru reyfaðar helstu guðs-manna kenningar sem eru að finna.
Trúleysi presta kemur ekki bara úr tóminu. það hlýtur að eiga sér einhverja orsök, einhverja pælingu sem lætur fólk ekki í friði.
Ég á afar erfitt með að trúa því að nokkur maður, hvað þá sá sem gengið hefur í gegnum háskólanám ,trúi því að mannguðinn Jesús (mannguðir eru algengir í trúarbragðafræðum)hafi fæðst af hreinni mey (meyfæðingar eru algengt minni úr trúarbragðafræðunum líka) og boðað kenningar (sem eiga sér nýplátónska rót) sem eru í raun komnar frá pabba sínum (sem er ósýnilegur og óskiljanlegur. Dæmi um þannig fyrirbæri er gríska hugmyndin um Monad)
Mér finnast reyndar öll rök trúmanna vera veik nema þau sem aldrei er talað um.
-o-o-o-o-
Svo finnst mér leiðinlegt að þú skildir ekki mæta í útvarpsþáttin með Matta.
Jæja hvað um það strákar. Þið hljótið nú að sjá að þessi pæling hér er dulítið langsótt...eins og fullyrðingin um K.Armstrong sem er byggð á algerri vanþekkingu.
PS gaman að einhver sakni manns.
See you boys
Því miður Þórhallur fyrir þig Þórhallur (sem betur fer fyrir mig), þú ert ekki dómari hér, :-)
Ég sé ekki hvað er langsótt við pælinguna.
Það er nú undarleg fullyrðing að telja Karen Armstrong halla undir Íslam ... það sem hún skrifar um Múhameð sýnir frekar áunnin velvilja þess sem reynir að vera hlutlaus.
En það er skemmtilegt að þu skyldir taka þetta til þín, Þórhallur, með algyðistrú hinna "ég-þori-ekki-alveg-að-vera-trúlaus" trúlausu.
Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.
Guðmundur I. Markússon - 25/11/09 13:08 #
Það spratt upp mikil deila í Danmörku fyrir ekki svo löngu vegna prests sem viðurkenndi trúleysi opinberlega. Af viðtölum við guðfræðinga sem tjáðu sig mátti ráða að þessi afstaða væri vel þekkt innan 20. aldar guðfræði - man ekki hvort Bultman, Tillich og Barth bar á góma. Veit svo sem ekki meir - tilvalið að einhver guðfræðingurinn kommenteri.