Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Þróun rugls

Heimspekingurinn Daniel Dennett er þekktur fyrir skrif sín um hug- og líffræði. Undanfarin ár hefur hann verið framarlega í flokki trúleysingja sem gagnrýna trú opinberlega.

Í fyrirlestrinum "The Evolution of Confusion" fjallar hann meðal annars um presta sem eru "í skápnum" með trúleysi sitt, tilgang guðfræði og orðfæri guðfræðinnar.

Daniel Dennett að flytja fyrirlesturinn

Ritstjórn 23.11.2009
Flokkað undir: ( Myndbönd )

Viðbrögð


Birgir Baldursson (meðlimur í Vantrú) - 23/11/09 13:52 #

Dennett tekur hér a mikilvægu stöffi. Nokkrar greinar hér á Vantrú taka á þessu og hér eru einhverjar þeirra:


Kristinn - 24/11/09 00:13 #

Þetta var alveg þrælskemmtilegur og fróðlegur fyrirlestur. Ég er einmitt búinn að vera að eiga við óskaplega mikið af svona merkingarlausum útúrsnúningum á hugtökum eins og þekkingu á blogginu undanfarið. Allt skal sent í gegnum pómókvörnina og skoðað út frá einhverju "öðru" sjónarhorni.

Maður hljómar náttúrulega agalega lokaður þegar maður segir svona, en þetta pómóþvaður er bara sorglegt. Það er ekkert skýrt í því, engin niðurstaða önnur en niðurstöðuleysið og mitt í þeirri þoku á sannleikurinn að leynast.

Neibb. Þetta er leikur að orðum sem miðar að því einu að gera okkur kleift að kalla hvað sem okkur dettur í hug þekkingu og sannleik.


Bjarki Sigursveinsson - 26/11/09 14:33 #

Þetta er fínt hjá Dennett. Það þarf að finna íslenska þýðingu á nýyrðinu "deepity".


Valdimar (meðlimur í Vantrú) - 26/11/09 19:59 #

Kannski...

Þetta var svona djúpalúpa!

Virkar djúp, en er í raun þvaður.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.