Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Sorglegur farsi

Í gegnum tíðina hef ég oft haft óskaplega gaman af innanbúðarerjum kirkjunnar og hennar þjónum. Það líður jafnan ekki langt á milli og það er oftast einhver hasar í gangi á víðattumiklum engjum ríkiskirkjunar.

Oft eru þetta erjur vegna skipunar í embætti, að prestur lendir upp á kant við söfnuð sinn eða einstaka starfsmenn, organista eða kirkjuverði, og úr verður skrípaleikur.

Það sem vekur manni hvað mesta kátínu og bros er hversu hatrammar þessar deilur geta orðið og hvað fyrirgefning, sáttargjörð, fórnfýsi og náungakærleikur er víðs fjarri. Það er bara stál í stál, ekkert gefið eftir og blásið er á allar sáttatilraunir.

Það er í sjálfum sér kannski ekkert fyndið þannig séð, en miðað við það sem prestarnir predika, boða og gefa sig út fyrir að vera getur maður ekki annað gert en að brosa út í annað - jafnvel bæði - yfir försunum. En svo koma því miður inn á milli mál sem manni finnst alls ekkert fyndin eða sniðug.

Eitt af þeim málum er einmitt núna fyrirferðamikið í fjölmiðlum og allri umræðu yfirleitt og varðar sóknarprestinn á Selfossi hann séra Gunnar Björnsson.

Ég gæti hlegið mikið yfir þessu leikhúsi öllu saman ef ekki væri fyrir eitt mikilvægt atriði er virðist gleymast. Þetta atriði veldur því að manni er ekki hlátur í huga, en það er að á bak við þessar deilur eru fjölskyldur og ungmenni sem hlýtur að líða verulega illa, jafnvel kveljast.

Ungar stúlkur og fjölskyldur þeirra, sem þessi deila er löngu hætt að snúast um, þyrlast með í hvirfilbylnum með tilheyrandi angist og sálarkvöl meðan valdaöfl innan kirkjunar berast á banaspjótum. Þar heggur sá er hlífa skildi, ekkert er heilagt og tilgangurinn helgar meðalið.

Ég gæti hlegið en mér liggur nær gráti.

Sigurður Ólafsson 23.10.2009
Flokkað undir: ( Hugvekja , Siðferði og trú )

Viðbrögð


Tinna G. Gígja - 23/10/09 09:25 #

Aldrei þessu vant fannst mér biskup taka sæmilega ákvörðun. Það var kannske til of mikils ætlast að sérann sætti sig við hana, enda sér hann ekki að hann hafi gert nokkuð rangt.

Ætli þetta hefði farið öðruvísi ef hér væri ekki um að ræða ríkisstarfsmann, heldur starfsmann 'einkarekins' trúfélags?


ArnarG - 23/10/09 09:58 #

Eftir því sem mér skilst í máli sr. Gunnars frá Selfossi er að þetta er í 3.skiptið sem hann lendir í einhverju svona. Ætli kennari sem lendir í svona þó ekki væri nema einu sinni yrði bara færður til í starfi sínu? Hvað haldið þið?


Óskar Kettler - 23/10/09 15:45 #

Heyr heyr Vel að orði komist

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.