Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Orðabók leyndardómanna

Í umræðum um trúmál þvælist gjarnan fyrir að fólk virðist hafa mismunandi skilgreiningar á grundvallarhugtökum. Mig hefur lengi fundist það vanta bók sem myndi skilgreina helstu hugtökin sem eru notuð í trúmálaumræðunni svo að það væri hægt að ræða eitthvað annað en endalausar skilgreiningar.

Nú er þessi bók loks komin út. Þetta er auðvitað nýja útgáfan af bók Þórhalls Heimissonar, Orðabók leyndardómanna. Þórhallur er óhræddur við að feta ófarnar slóðir í skýringum sínum og fléttar saman þekkingu sinni á sagnfræði, orðsifjafræði og heimspeki.

Ég verð stundum afar hissa á því sem ég les á heimasíðu höfundarins, en þegar ég hef orðabókina góðu við hendina þá er eins og það opnist nýr heimur fyrir mann í trúmálaumræðunni.

Hérna eru nokkur dæmi frá síðunni hans og færslur úr nýju útgáfu Orðabók leyndardómanna sem útskýra merkingu viðkomandi orðs:

En [kommúnistar og nasistar] voru guðlausir, þeir höfnuðu Guði þó nasistar hafi útbúið sér sína eigin útgáfu af einhverskonar guði nasismans. #

Þetta hljómar auðvitað eins og bölvuð vitleysa. Nasistar voru guðlausir þó þeir hafi verið með guð? En samkvæmt orðabókinni er þetta allt satt og rétt:

gudleysingi nasisti

Kíkjum á annað dæmi frá Þórhalli:

Það er þess vegna ekki hægt að vera bæði kristinn og fordómafullur. #

Þetta hljómar auðvitað fáránlega í eyrum þeirra sem þekkja eitthvað til sögu kristninnar eða kristinna manna í nútímanum. Orðabókin kemur aftur til bjargar:

fordómafullur

Þetta kom mér líka á óvart:

Trú er þýðing á enska orðinu „faith“...#

En ef maður kíkir í orðabókina sér maður að þetta er hárrétt:

trú er faith

Ég mæli hiklaust með því að fólk verði sér út um eintak af þessari upplýsandi bók, því annars er hætta á því að maður telji presta vera að segja ótrúlega vitlausa hluti.

Hjalti Rúnar Ómarsson 26.08.2009
Flokkað undir: ( Bókadómur , Grín )

Viðbrögð


Kristinn - 26/08/09 09:41 #

Góður Hjalti, þetta er þrælfyndið.

En það sem þú segir í upphafi er ekkert grín. Það er ótrúlegt hvað fólk getur þvælst með einföld hugtök. Trú t.d. er afkspalega auðvelt að verða sammála um að sé yfirleitt það að trúa á einhverja yfirnáttúru án sannana.

En nei, alltaf skal trúfólk reyna að snúa þessu upp á skynsamlega hluti og leggja að jöfnu við trú á Guð. "þú trúir því að það komi nýr dagur á morgun, þú ert trúaður".

Ótrúlega þreytt.


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 27/08/09 17:05 #

Ég held að þetta með nastistana sé eitthvað á þá leið að þeir voru ekki guðlausir heldur Guðlausir, þ.e. trúðu kannski á einhvern guð en ekki Guð með stóru g-i. Svona gengur þetta kannski upp í kollinum á prestunum þótt þetta sé náttúrulega vond framsetning.

Þess fyrir utan að þetta er náttúrulega rangt þar sem kirkjan var einn af hornsteinum stefnu nasismans.

Vandamálið við trúað fólk er að það notar oft trúleysi og guðleysi sem samheiti við illsku. Því miður.


Trausti finnbogason - 04/02/10 20:31 #

Þegar ég er að koma frá mér skoðunum á lífspeki minni vill ég hafa skylning á þeim orðum sem ég vel til að gefa sem bestu mynd. oft fynn ég ekki uprunann eða merkingu Islensku orðanna sem dæmi hégómi. sá skylningur sem ég legg í þetta orð er gómur sem talar hé eða ég og gómur mælir allt um sig einann. ekki veit ég hvort þetta er rétt líkega ekki en merkinguna hef ég ekki fundið eða þá bók sem varpar ljósi á merkingar, en ég er sannfærður um að islenska sé með fremstu tungumálum til að greina frá með árangri hlutum sem eigin orð fá lýst.


Alvitur - 19/07/11 13:26 #

[ athugasemd færð á spjall ]

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.