Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Er hjátrú ekki bara krúttleg?

Enn er veriđ ađ brenna fólk vegna nornahjátrúar, en nútíma nornabrennur er hćgt ađ kvikmynda, sem gerir ţađ verulega mikiđ óhugnalegra heldur en gömlu tréristurnar frá tímum rannsóknarréttarins.

Svona leit athugasemd eins vantrúarseggs út er hann vísađi á einkaspjalli okkar í myndband sem sýnir fimm gamalmenni í skurđi í Afríku. Allt um kring stóđ múgurinn (ađgerđalaus) og fylgdist međ nokkrum ofuráköfum ungmennum berja gamalmennin og sparka í ţau varnar- og umkomulaus. Í miđjum skurđinum logađi eldur, í eldinum lágu tvćr manneskjur og gamall mađur sat ringlađur međ fćtur í logunum, logum sem höfđu lćst sig í skyrtu hans líka. En hann sat ţó uppréttur og hreyfingarlítill. Tvćr konur reyndu ađ skríđa í burtu en var dröslađ á báliđ, ađrir bćttu spreki á eldinn og í einu skotinu sést mađur međ hjólbarđa (en ţađ er algengt á ţessum slóđum ađ umlykja glćpamenn međ einum slíkum og bera svo eld ađ).

Svona er réttlćtiđ sums stađar, aftaka lýđsins án dóms og laga. Vissulega er snara, kúla, sprauta eđa jafnvel rafmagnsstóll huggulegri aftaka, en aftaka engu ađ síđur. Sumum líđur betur ef slík aftaka fer fram eftir misréttláta dómsmeđferđ.

En hver var glćpur ţessara vesćlu gamalmenna sem lýđurinn taldi réttdrćp? Ţau voru ÁLITIN nornir, galdrahyski.

Ég leitađi mér upplýsinga um ţennan atburđ og las ţar viđhorf íbúa á ţessu svćđi sem lýsti ţví hróđugur ađ ţar gćti fólk átt litasjónvarp í strákofum sínum án ţess ađ eiga á hćttu ađ ţjófar brjótist ţar inn og fjarlćgi ţau. Hann var stoltur af virkri baráttu síns fólks fyrir bćttu samfélagi og taldi ţađ ekkert til ađ skammast sín fyrir ađ berjast ötullega gegn ţjóđfélagsmeinum.

Látum viđhorf fólks til dauđarefsinga og dómsmeđferđar liggja á milli hluta. En hugum ađ hinu, viđhorfinu til galdra, til "hins illa". Ef fólk heldur, líkt og ţví er talin trú um, ađ "hiđ illa" grasseri á međal manna, taki sér jafnvel bólfestu í líkömum ţeirra - eins og Kristur kenndi - er sjálfsagt mál og eđlilegt ađ upprćta ţađ.... sér í lagi ef heilsa, hamingja og sálarheill samfélagsins veltur á slíku. Ţá eru nornabrennur réttlćtanlegar.

Ţetta er sá veruleiki sem blasir viđ okkur, ţetta kennir sagan okkur, ţetta bendum viđ í Vantrú á. Viđhorf fólks í trúmálum - ekki síst í kristni - getur veriđ stórhćttulegt, viđbjóđslegt og mannskemmandi, jafnvel ţótt hinn algóđi fyrirskipi ađ fólk sé grýtt frekar en brennt. Lokabrennuna eilífu, eldsofninn, annast hann sjálfur.

Sauđirnir sem horfđu á brennuna eru ekkert verra fólk en ég og ţú. Ungmennin sem slógu, spörkuđu og brenndu gamalmennin eru hetjur í vissum skilningi.... skilningi trúarbragđanna.

Af tillitssemi viđ lesendur og ţá ekki síđur fórnarlömb hindurvitnanna vísum viđ ekki á ţetta myndband. Hrođinn er ekki afstađinn, hann er yfirstandandi og fórnarlömbunum fjölgar daglega. Ţađ eina sem skilur okkur frá ţessum lýđ er breytt afstađa til hindurvitna.

Nei, hjátrú er ekki krúttleg.

Reynir Harđarson 22.04.2009
Flokkađ undir: ( Hugvekja )

Viđbrögđ


Reynir (međlimur í Vantrú) - 22/04/09 11:41 #

Karl Sigurbjörnsson hneykslast á formćlingum nornar á Íslandi nú nýlega:

Hvađ er formćling og bölbćnir? Ţađ er ađ kalla hiđ illa vald og vilja til liđs og ţar međ vegiđ ađ grundvelli lands og ţjóđar.

Hiđ illa er veruleiki, og engin barnaleikur, gleymum ţví ekki.


Birgir Baldursson (međlimur í Vantrú) - 22/04/09 11:54 #

Hjátrú, biskups eđa annarra, er enginn barnaleikur, heldur grafalvarlegt mál.


Sigurđur - 22/04/09 16:44 #

Kalli bskup nefnir einnig í greininni:

Dómgreindarleysi og oflátungsháttur hafa leitt ţjóđina í ógöngur. Öfl ágirndar, grćđgi, hroka og oflćtis hafa leikiđ okkur grátt!

Hann sýndi ótrúlegt dómgreindarleysi ţegar hann setti tengdason sinn í embćtti prests í London (ţótt slíkt embćtti sé algjör tímaskekkja).


anna benkovic - 22/04/09 17:57 #

Gaman vćri ađ heyra skođanir um Carl Jung? Er kenning hans t.d. um "collectiv consiousness" Hjátrú?


Reynir (međlimur í Vantrú) - 24/04/09 13:03 #

Ég er hrćddur um ađ ţeir sem hafa ekki séđ myndbandiđ átti sig engan veginn á alvöru málsins. Lifandi fólk er brennt.

Í Papúa Nýju Gíneu er ţetta gríđarlegt vandamál:

The country's Post-Courier newspaper reported Thursday that more than 50 people were killed in two Highlands provinces last year for allegedly practicing sorcery.

In a well-publicized case last year, a pregnant woman gave birth to a baby girl while struggling to free herself from a tree. Villagers had dragged the woman from her house and hung her from the tree, accusing her of sorcery after her neighbor suddenly died.

Emory University anthropology professor Bruce Knauft, who lived in a village in the western province of Papua New Guinea in the early 1980s, traced family histories for 42 years and found that one in three adult deaths were homicides -- "the bulk of these being collective killings of suspected sorcerers," he wrote in his book, "From Primitive to Postcolonial in Melanesia and Anthropology."

Á síđunni sem hér er vísađ í er búiđ ađ fjarlćgja myndband međ greininni en ţar má ţó sjá Ítali skemmta sér viđ nornabrennu fyrir utan Hringleikahúsiđ í Róm. Ţar er ađ vísu um greinilega strábrúđu ađ rćđa en hlátur og skemmtan fólksins er sérlega óviđeigandi hafi mađur séđ ósvikna nornabrennu.

En Hringleikahúsiđ minnir okkur á ađ virđing fyrir mannslífum var ekki alltaf mikil hjá Evrópubúum. Ţar voru skylmingaţrćlar látnir berjast til dauđa og kristnum kastađ fyrir ljón.

Kristni ber ţví ekki alla sök, eđa trúarbrögđin heldur virđingarleysi fyrir mannslífum. Nú skemmtum viđ okkur viđ dráp í tölvuleikjum og á sjónvarpsskjá eđa kvikmyndatjaldi.

En ţađ er ekki kristninni ađ ţakka ađ virđing fyrir mannslífum jókst. Ţungamiđja hennar er blóđug mannfórn. Viđ ţekkjum galdrafáriđ og aftökućđi hennar.

En virđingingarleysi fyrir mannréttindum og hjátrú er banvćn blanda.

Ţess vegna er illt til ţess ađ vita ađ hér á landi er ein stofnun sem hefur ţann yfirlýsta tilgang ađ koma grillum í hausinn á fólki... og sú hin sama stofnun gerir sér sérstakt far um ađ valta yfir mannréttindi annarra til ađ ná til barna ţeirra í leik- og grunnskólum.

Enda ţótt Guđ skapi og viđhaldi náttúrunni, ţá er orsök syndarinnar samt sem áđur vilji hinna vondu, svo sem djöfulsins og guđlausra manna, sem, ţegar Guđ hjálpar ekki, snýr sér frá Guđi, eins og Kristur segir í Jóh.8. "Ţegar hann talar lygi, talar hann af sínu eigin".


Brynjólfur Ţorvarđarson (međlimur í Vantrú) - 24/04/09 22:03 #

Hjátrú er einmitt grafarvarlegt mál og ţegar vel menntađir og hálaunađir ríkisstarfsmenn halda ţví blákalt fram ađ ómanneskjuleg hjátrú sé "sannleikur" ţá er samfélagsgerđ okkar stefnt í vođa.


Óttar - 26/04/09 21:58 #

Anna: Carl Jung var sálgreinandi sem er óvísindaleg sálfrćđi. Ţannig ađ já: Ţađ er húmbúkk og kjaftćđi.

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.