Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Ágústínusarverðlaun - hratið

Kosning um Ágústínusarverðlaun Vantrúar fyrir árið 2008 stendur yfir. Eftir mikla yfirlegu valdi dómnefnd tíu tilvitnanir sem komust í úrslit. Við hvetjum alla til að kjósa.

Hér eru nokkur ummæli sem ekki hlutu náð fyrir augum dómnefndar.

Uppáhalds kaþólklikkinn okkar allra, Jón Valur Jensson, fer iðulega á kostum og er alltaf alveg á leiðinni að svara stóru spurningunum. Verst hvað maðurinn er upptekinn. Mannúðin og frelsisástin lekur af Jón Val.

Svo vara ég þig við frekara guðlasti en því, sem sjá hefur mátt á síðum þínum, því að ella máttu eiga von á því að lenda í réttarsalnum vegna brota á landsins lögum og stjórnarskrá. - Jón Valur Jensson #

Þó prestar keppist í dag við að afneitað góðærinu og hengja það á fráhvarf frá kristni tóku sumir þátt í því enda prestar á ágætis launum.

Ég er undir sömu sök seldur. Ég keypti mér dýran Landcruiser jeppa í haust. Ég hefði alveg getað ekið áfram á gamla bílnum mínum en ég ákvað að kaupa jeppann. Mitt var valið. - Sighvatur Karlsson, ríkiskirkjuprestur #

María Ágústsdóttir kemst oftar á blað en nokkur annar, þankagangur hennar virðist stundum á skjön við almenna skynsemi.

Vantrúarmenn, sem oft virðast meiri bókstafstrúarmenn en við hin, hafa dregið fram eitt og annað sem þeirra rannsókn á ritningum kristinna manna virðist benda til að sé á skjön við almenna skynsemi. - María Ágústsdóttir, ríkiskirkjuprestur #

Það er stundum pínlegt þegar prestar reyna að tengja ritninguna við raunveruleikann og vísindin. Hér glímir séra Skúli við erfðafræðina og endar í góflinu.

Þetta eru upplýsingar sem hægt er að umorða með bókstöfunum D, N og A og það hvernig þeir para sig saman ræður því hvernig lífveran lítur út! - Skúli Sigurður Ólafsson, ríkiskirkjuprestur #

Karl Sigurbjörnsson fær milljón á mánuði í laun frá ríkinu fyrir að vera biskup Íslands. Þetta er það sem við borgum fyrir.

Bænin er hámark málþroskans, og trúin hin æðsta viska. - Karl Sigurbjörnsson, æðsti biskup ríkiskirkjunnar #

Endum þetta á Maríu Ágústsdóttur enn og aftur.

Ég heyrði í vikunni sem leið athyglisverða kenningu um að nafnið á landinu okkar, að það sé ekki kennt við kulda eða frost heldur Jesú. Jesúland – Jísland – Ísland. Þessi ágæta kenning sem Garðar Cortes setti fram í smásöguformi á útskrift Söngskólans í Reykjavík sl. fimmtudag tengir aftur til papana sem hér bjuggu á undan víkingunum og írska múnkinn Brendan.
Jesúland. Hvað finnst ykkur um það? Mér finnst það flott. Ýmsir spádómar hafa gefið Íslandi sérstaka stöðu meðal þjóðanna, jafnvel í þá veru að þessi norðlæga eyja muni skipta sköpum um framtíð heims. Ég er nú enginn sérfræðingur í því en mér þótti strax vænt um þessa hugmynd sem hann Garðar eldri bar fram. Jesúland. Landið hans Jesú. Góð hugmynd. - María Ágústsdóttir #

Ritstjórn 18.03.2009
Flokkað undir: ( Ágústínusarverðlaunin )

Viðbrögð


Óskar P. Einarsson - 18/03/09 15:20 #

María Ágústsdóttir er á pínulitlum villigötum - reyndar heyrði ég þessa kenningu um að Ísar=Guðir sé uppruni nafnsins á skerinu okkar en KOMMON! "Jísland"?!?


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 18/03/09 17:14 #

Er ekki bara best að beita rakhnífnum á þetta. Augljósasta skýringin er sú sennilegasta..

Ísland = land með ís...

Jésú-land og Isara-land er einum of langsótt.


Magnús T - 18/03/09 20:17 #

Mér þetta alls ekkert hrat, heldur mjög athyglisverð ummæli. Jón Valur er stórkostlegur, ég reyndi einmitt einu sinni að tala við hann og það endaði með því að hann svaraði engu þótt ég gæfi honum persónuupplýsingar um mig sem hann heimtaði sem forsendu fyrir því að hann svaraði. Frábær náungi. En þetta Jesúland hafði ég ekki séð áður. Kenning sem byggist á þeirri stórkostlegu tilviljun að bókstafurinn s kemur fyrir bæði í "ís" og "Jesú". Á hvaða sýru er þetta lið eiginlega?


Teitur Atlason - 18/03/09 22:13 #

jesú á grísku er skrifað Iesous. Þaðan er svo afleitt í Íesus og síðan -Ísús!? -Íslandsús...!?

Allt um Nafið og titla: Héðan: http://en.wikipedia.org/wiki/Jesus#Namesandtitles


Lárus Viðar (meðlimur í Vantrú) - 18/03/09 22:21 #

Synd að erfðafræði prestsins Skúla skuli ekki ná í aðalvalið. Ef menn hafa ekki hundsvit á því sem þeir ætla að tala um þá er betra að þegja. Regla sem hefur dugað mér vel í gegnum tíðina. Þetta er honum til ævarandi háðungar.


Kristján Hrannar Pálsson - 18/03/09 23:54 #

Þetta síðasta kvót í Maríu finnst mér eiginlega bera af öllum hinum, ekki síst þegar hún nefnir að einhverjir spádómar segi að Ísland hafi sérstöðu og muni skipta sköpum í framtíðinni. Djöfulsins mikilmennskubrjálæði, þetta er svona "guðs-útvalda-þjóð" syndrómið.


Teitur Atlason - 19/03/09 10:39 #

Þetta eru upplýsingar sem hægt er að umorða með bókstöfunum D, N og A og það hvernig þeir para sig saman ræður því hvernig lífveran lítur út! - Skúli Sigurður Ólafsson, ríkiskirkjuprestur #

Á ekki Sigurður við júnitin (4 stykki) sem eru inn í DNA? -A -T -C og eitthvað annað?

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.