Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Draugfullir í Fréttablaðinu?

Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá bandaríska lögfræðingnum Stuart Peacock sem tók "margar myndir" af Hólavallakirkjugarði um jólin, en það var aðeins ein "þar sem sjá má [...] þoku eða slæðu."

Hvaða ályktun er dregin? Fréttamaður á vegum Fréttablaðsins leitaði yfirnáttúrulega til formanns Sálarannsóknarfélags Reykjavíkur, "helsta sérfræðings Íslands á þessu sviði", og Magnús Skarphéðinsson var ekki lengi að álykta að þetta væri vitaskuld draugur. Auðvitað.

Það þarf enga mannvitsbrekku til að sjá að þessi lögfræðingur náði að taka mynd af sínum eigin andadrætti.

Sjá einnig:
Who ya gonna call?
Ímyndaðir vinir
Draugar, skrök eða geðröskun

Ritstjórn 08.01.2009
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


jogus (meðlimur í Vantrú) - 08/01/09 13:05 #

Hvað eruði að gefa í skyn?

Að skýringarnar hjá þessum og þessum séu réttar? Að þetta séu ekki draugar?

Eruði að reyna að segja að þetta sé andardráttur hundsins á þessari mynd?

Að ekki sé draugur að ráðast á drenginn?

Furðulegt!


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 08/01/09 13:18 #

...allmargar sannfærandi röksemdir liggja fyrir því hjá alvöru sálarrannsóknarfélögum heims að þetta sé raunveruleg ljósmynd af "draug"...

Ég minni á þessi orð Magnúsar. Það er greinilega búið að rannsaka þetta og meta hjá málsmetandi stofnunum og rökin "liggja fyrir".

Hins vegar finnst mér óviðurkvæmilegt af Fréttablaðinu að birta svona dónalega mynd, og það af framliðnum. "Andadráttur" ætti að vera einkamál.


DoctorE - 08/01/09 14:17 #

Maggi Skarp er einn óskarpasti maður íslands... eða einfaldlega svikahrappur. Svona menn eiga blöð ekki að tala við.. unless they want to look silly


Arnold - 08/01/09 15:23 #

Þetta er rétt athugað hjá Reyni. Svona persónuleg málefni eiga ekki heima í virðulegum fjölmiðlum. Svo er spurning hvort þarna sé um kynferðisglæp að ræða. Var andinn þáttakandi í þessum drætti af fúsum og frjálsum vilja?


Anna - 08/01/09 16:35 #

Alveg stórfurðuleg frétt verður að segjast, ég gat ekki annað en hlegið. Aftur á móti er það mjög varhugavert að fjölmiðlar séu gagnrýnislaust að bera út svona rökleysu. Kallandi til "sérfræðinga", það þarf engan sérfræðing til að sjá að hér er um fullkomlega eðlilegan hlut að ræða og frekar vandræðalegt fyrir þá aðila sem leyfa ímyndunaraflinu að ganga með sig í gönur á þennan hátt.


Jon Arnar Magnusson - 08/01/09 17:36 #

Sæll þar sem ég sá í þessari mynd var gufa.

Jondi


Kristján Hrannar Pálsson - 08/01/09 19:03 #

Enn klikkaðra er að kona ljósmyndarans heldur að þetta séu djöflar. Það þyrfti að kíkja í hausinn á fólki sem þykist sjá djöfla í hverju horni.


Árni Árnason - 08/01/09 20:05 #

Maður fær aulahroll af að lesa svona steypu, og veit vart hver er vitlausastur, ameríkaninn, döflatrúarkellingin hans, blaðamaðurinn eða Magnús Skarphéðinsson. Kannski einfaldast að stilla þeim upp í hring og segja að hver sé vitlausari en hinn sem stendur honum á vinstri hönd. Öllu verra er þó að ég var að hlusta fyrir einhverja rælni á Útvarpm Sögu um daginn ( kannski Páll Óskar hafi hrakið mig snarlega yfir á aðra rás ) en þar var umræddur drauga-geimveru og dulspekisérfræðingur Magnús að hafa eftir einhverjar afspyrnulélegar álfasögur sem hann fullyrti að væru dagsannar. Hann sagðist, og takið nú eftir, oft koma í grunnskóla að ræða við börnin. What????
Þetta þarfnast skýringa. Hver andskotann á þetta fífl með að troða sér inn í grunnskóla með ruglið úr sér? Ég bara spyr.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 09/01/09 08:26 #

Fréttablaðið leiðréttir kúrsinn aðeins í dag.


Björn Ómarsson - 09/01/09 16:17 #

Í fyrri "fréttinni" var hægt að opna myndina þannig að hún huldi nær allann skjáinn, þannig að mér datt í hug að gera smá tilraun:

Ég kallaði á kærustuna mína, sýndi henni myndina (án þess að hún sæji samhengið við drauga fréttina) og spurði hvort hún sæji eitthvað merkilegt á myndinni. Hún rýndi lengi í hana og sagði svo nei. Þá spurði ég hvort hún sæji drauginn? Eftir aðra grandskoðun (og nokkur gisk á legsteinanna í bakrunninum) var svarið aftur nei. Þá benti ég á gufuna og spurði "hvað er þetta?". Hún svaraði: "Andadráttur. Er draugurinn á bak við hann?"


Valgarður Guðjónsson - 09/01/09 23:41 #

Samt, á endanum þetta skilaði fínni kynningu í Fréttablaðinu..

En ég hef aldrei skilið almennilega þetta með að ljósmynda drauga - hélt einhvern veginn að það væri andstætt öllum "skilgreiningum" á draugum að það væri hægt að festa þá á filmu - þetta væri "andlegt" fyrirbæri...

En hvað veit ég...


Brynjólfur Þorvarðarson (meðlimur í Vantrú) - 10/01/09 13:20 #

Gaman að því hvernig hægt er að ná ótrúlegustu hlutum á filmu. Hér fyrir neðan er mynd af Flying Spaghetti Monster sem staðfestir í eitt skipti fyrir öll tilvist þess. Hver getur annað en trúað?

http://www.facebook.com/pages/The-Flying-Spaghetti-Monster-FSM/19294792578?sid=d3feb7e2e3d43b790a0669e694315a62&ref=s#/photo.php?pid=1475025&op=1&o=all&view=all&subj=19294792578&aid=-1&oid=19294792578&id=502760828


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 10/01/09 15:13 #

Þú ættir að benda Fréttablaðinu á þessa mynd, Binni.


Árni Árnason - 14/01/09 10:17 #

Tók enginn eftir því sem ég hafði eftir Magnúsi Skarphéðinssyni, að hann heimsæki oft grunnskóla til að ræða við börnin um dulrænuna sína?

Mér finnst það hefði átt að kveikja meiri viðbrögð, en það að einhver marklaus fréttamaður á marklausu fréttablaði birti bull-ekkifréttir af "gufu-"rugluðu liði.


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 14/01/09 10:40 #

Sem betur fer nær Magnús ekki að koma sér inn í kennslu í skólum, að því er ég best veit.

Hann hins vegar er oft með fyrirlestur á "þema dögum" eða "öðruvísi dögum" eða þvíumlíku, þeas þegar krökkunum í efri bekkjum er gefið frí frá venjulegu námi í nokkra daga og þau fá að sitja námskeið og fyrirlestra um hitt og þetta, allt frá förðun að fyrstu hjálp, já og drauga og huldufólk líka.

Ég held að það sé svo sem ekkert við því að segja fyrirlestur um svona vitleysu sé haldinn í þessu samhengi, enda er krökkunum alveg í sjálfs vald sett hvort þau skrá sig.

Hins vegar væri allt annað mál ef þetta væri hluti af venjubundnu skólastarfi.


Matti (meðlimur í Vantrú) - 14/01/09 10:42 #

Eru þessir þemadagar í grunnskólum? Ég hélt þetta væri bara framhaldsskólum. Getur verið að Magnús hafi verið að rugla eitthvað? (hann á það til)


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 14/01/09 11:09 #

Ég veit að þetta tíðkast allavega í Garðaskóla, meira veit ég svosem ekki. Þetta voru bara efstu bekkirnir þegar ég var þarna, en það er komið svolítið síðan það var. Ég er ekki viss hvernig þetta er núna.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.