Allar fćrslur Allir flokkar Sos Um félagiđ Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Trúfélagalöggjöf brýtur gegn félagafrelsi og persónuvernd

Eins og flestir vita starfar íslenska ţjóđkirkjan í skjóli 62. greinar stjórnarskrárinnar. Ţađ ađ eitt trúfélag öđrum fremur skuli njóta sérstakrar verndar ríkisins er nokkuđ sem oft hefur veriđ gagnrýnt. Löggjöf um starfsemi trúfélaga almennt og ţjóđkirkju sérstaklega byggir á ákvćđum stjórnarskrár en virđast um leiđ brjóta gegn tveimur grundvallaratriđum mannréttinda sem lögtekin hafa veriđ hér á landi: félagafrelsi og persónufrelsi.

Ţrjár greinar stjórnarskrárinnar koma hér viđ sögu. (Stjórnarskrá lýđveldisins, lög nr. 33/1944)

62. gr. Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera ţjóđkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldiđ ađ ţví leyti styđja hana og vernda.
-Breyta má ţessu međ lögum.
63. gr. Allir eiga rétt á ađ stofna trúfélög og iđka trú sína í samrćmi viđ sannfćringu hvers og eins. Ţó má ekki kenna eđa fremja neitt sem er gagnstćtt góđu siđferđi eđa allsherjarreglu.
64. gr. Enginn má neins í missa af borgaralegum og ţjóđlegum réttindum fyrir sakir trúarbragđa sinna, né heldur má nokkur fyrir ţá sök skorast undan almennri ţegnskyldu.
- Öllum er frjálst ađ standa utan trúfélaga. Enginn er skyldur til ađ inna af hendi persónuleg gjöld til trúfélags sem hann á ekki ađild ađ.
- Nú er mađur utan trúfélaga og greiđir hann ţá til Háskóla Íslands gjöld ţau sem honum hefđi ella boriđ ađ greiđa til trúfélags síns. Breyta má ţessu međ lögum.

Félagafrelsiđ verndađ

Félagafrelsi er grundvallarmannréttindi sem kveđa á um frelsi manna til ađ stofna hvađa félagsskap sem er og frelsi til ađ standa utan eđa vera međlimur í slíkum félagasamtökum án afskipta ríkisvaldsins. Stjórnarskráin verndar félagafrelsiđ sérstaklega í 74. grein.

Trúfélög eru skv. 74. grein ekki frábrugđin öđrum félögum og viđ fyrstu sýn virđast 63. og 64. grein einmitt tryggja rétt manna til ađ stofna trúfélög og vera í ţeim eđa ekki eins og ţeim sýnist. En viđ nánari athugun kemur í ljós ađ svo er alls ekki.

Skylduađild gegn félagafrelsi

Önnur og ţriđja málsgrein 64. greinar eru ţess valdandi ađ löggjöf um trúfélög er eins gölluđ og raun ber vitni. Í annarri málsgrein er tekiđ fram ađ engum sé skylt ađ greiđa til trúfélags sem hann er ekki ađili ađ. Ţetta merkir í raun ađ ţađ sé hćgt ađ skylda menn til ađ greiđa til ţeirra trúfélaga sem ţeir eiga ađild ađ. Greinin heimilar sem sagt ríkisvaldinu til ađ skylda menn til ađ inna af hendi persónuleg gjöld til síns trúfélags.

Ţriđja málsgreinin skyldar ţá sem standa utan trúfélaga til ađ greiđa áđurnefnd gjöld til Háskóla Íslands. Rétt er ađ minna á ađ ţetta eru persónuleg gjöld vegna ađildar ađ félagsskap (trúfélagi) eins og greinilega kemur fram í 2. málsgrein. Ţriđja málsgreinin býr ţví í rauninni til félagsskap einstaklinga sem er skilgreindur út frá afstöđu ţeirra til trúmála. Ţessi félagsskapur er látinn greiđa sín persónulegu félagsgjöld til Háskólans og bak viđ ţá stađreynd liggur vćntanlega sú hugsun ađ Háskólinn sé fulltrúi hinnar frjálsu hugsunar sem einkennir ţennan félagsskap trúlausra.

Ţađ er ţví ljóst ađ 64. greinin skyldar alla Íslendinga til ţátttöku annađ hvort í einhverju trúfélagi eđa ţá í tilteknum félagsskap sem kemur í stađinn fyrir trúfélag. Jafnframt skyldar greinin alla Íslendinga til ađ borga persónuleg félagsgjöld til ţessara félaga, hvort sem ţađ er eitthvert trúfélaganna eđa í-stađinn-fyrir-trúfélagiđ. Auđvitađ er hér um gróft brot á 74. greininni ađ rćđa – ţetta er ekki félagafrelsi.

Auk ákvćđa stjórnarskrárinnar er félagafrelsi verndađ í tveimur alţjóđasamningum um mannréttindi sem lögfestir hafa veriđ hér á landi. Í viđaukanum viđ Mannréttindasáttmála Evrópu (lög nr. 62/1994) fjallar 11.gr. um funda- og félagafrelsi en 8. grein um trúfrelsi og 9. grein um hugsana-, samvisku- og trúfrelsi. Saman má skilja ţessar greinar ţannig ađ ţađ megi ekki skylda mann til ađ vera félagi í einhverju félagi, og ţađ má heldur ekki skylda menn til ađ velja milli ţess ađ vera félagi í trúfélagi eđa ekki.

Alţjóđasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (lög nr. 10/1979), er ítarlegri. Ţar má skođa 18. og 19. grein saman, um skýlausan rétt manna til ađ stunda trúarlíf og hafa skođanir án afskipta, einnig 21. og 22. grein um félagafrelsi og samkomufrelsi. Ţađ er alveg kýrljóst af ţessum greinum ađ ríkisvaldiđ hefur ekkert leyfi til ađ skipta sér af ţví međ hvađa hćtti landsmenn skipa sér í trúfélög eđa hvort.

Trúfélagaeftirlit ríkisins

Framkvćmd löggfjafans á ţessum ákvćđum stjórnarskrárinnar er á ţá leiđ ađ skilgreind er sérstök tegund félagsskapar sem nefnist “skráđ trúfélög”, samanber lög nr. 73/1999. Eitt athyglisvert atriđi varđandi ţessa tegund félagsskapar er ađ ţađ er bannađ međ lögum ađ vera í fleiri en einu félagi. Sá sem er skráđur í ţjóđkirkjuna má ekki, samkvćmt lögum, skrá sig í Ásatrúarfélagiđ svo dćmi sé tekiđ. Enn eitt brotiđ á félagafrelsi og án stođar í stjórnarskrá.

Auđvitađ ber ađ geta ţess ađ lögin banna ekki óskráđ trúfélög. Menn hafa enn fullt frelsi til ađ stofna trúfélög eins og önnur félög. En í raun er um nauđung ađ rćđa enda getur óskráđ trúfélag ekki innheimt sóknargjöld af félagsmönnum sínum ţví ţađ gjald er ţegar innheimt af ríkinu og dreift til skráđra trúfélaga og Háskóla Íslands. Óskráđ trúfélag nýtur ţví ekki fjárhagslegs jafnrćđis á viđ skráđ trúfélög sem hlýtur ađ vera brot á jafnrćđisreglu og setur óskráđ trúfélög í fjárhagsnauđ gagnvart félagsmönnum sínum. Stjórnarskrá getur ţess hvergi ađ skrá ţurfi trúfélög og veita ţeim ţar međ leyfi til starfsemi.

Skráning trúfélaga er háđ sérstöku leyfi sem veitt er á grundvelli ţess hvers eđlis félagiđ er, sbr. 3. grein laganna. Ţetta ákvćđi ásamt ţeirri fjárhagsnauđ sem fylgir ţví ađ vera međlimur óskráđs trúfélags hlýtur ađ brjóta gegn félagafrelsi ţví sem tryggt er skv. 74. grein stjórnarskrárinnar.

Hér er ekki ađeins um orđaleik ađ rćđa – ţess eru dćmi um trúfélög hér á landi sem starfađ hafa árum saman, međ tugum eđa hundruđum félaga, en hafa ekki fengiđ samţykki ríkisvaldsins til skráningar. Starfsemi ţessara trúfélaga hefur ţví ekki veriđ á jafnréttisgrunni sem gengur gegn félagafrelsi og jafnrćđisreglu.

Persónuvernd ađ engu höfđ

Ákvćđi 4. greinar áđurnefndra laga um skráđ trúfélög lýsir ţví hvernig sćkja skal um skráningu. Ţar er gerđ krafa um ađ afhenda skuli ríkisvaldinu nákvćmt félagatal ásamt kennitölum og heimilsföngum. Ţetta ákvćđi gengur nćrri broti á mannréttindasáttmálum og lögum um persónuvernd.

Sérhver međferđ persónulegra upplýsinga er ađeins heimil í samrćmi viđ lög um persónuvernd og međferđ persónuupplýsinga (nr. 77/2000). Samkvćmt áttundu grein laganna ţarf ađ liggja fyrir nauđsyn áđur en slík vinnsla á sér stađ. Umsókn um skráningu trúfélags fellur ekki undir slíka nauđsyn. Níunda grein laganna fjallar sérstaklega um vinnslu viđkvćmra persónuuplýsinga en til ţeirra teljast trúar- og lífsskođanir.

Afhending félagatals til ríkisvaldsins er á mjög gráu svćđi gagnvart lögunum. Ţađ er til dćmis alveg ljóst ađ skriflegt samţykki ţarf frá öllum félögum áđur en nöfn ţeirra eru afhent, auk ţess sem gera ţarf skýra grein fyrir tilgangi og međferđ upplýsinganna fyrir afhendingu. Ţađ er engin leiđ ađ afhenda megi slíkar upplýsingar ađ manni forspurđum, nema til ţess liggji sérstök lagaheimild.

Ţjóđskrá utan laga

Hlutverk ţjóđskrár er athyglisvert í ţessu samhengi. Lög um skráđ trúfélög gera á einum stađ ráđ fyrir ađ ţjóđskrá haldi utan um trúfélagaskráningu í ákveđnum tilfellum, samanber 4. málsgrein 9. greinar laganna. Hins vegar veita lögin ekki heimild til slíkrar skráningar. Ţvert á móti er ekki hćgt ađ skilja ađrar málsgreinar 9. greinar öđruvísi en svo ađ forstöđumađur trúfélags haldi utan um trúfélagaskráningu. Ţannig ber ađ tilkynna um úrsögn eđa inngöngu í trúfélag til forstöđumanna viđeigandi trúfélaga samkvćmt lögunum – en ekki til ţjóđskrár!

Ţađ er engu ađ síđur stađreynd ađ ţjóđskrá heldur utan um trúarafstöđu allra Íslendinga (hvort sem hún nú er rétt skráđ í hverju tilfelli fyrir sig) og svo virđist sem hver sem er geti nálgast ţessar upplýsingar um hvern sem er. Mannréttindaákvćđi um verndun pesónulegra upplýsinga, um mannhelgi og rétt manna til ađ hafa skođanir sínar í friđi fyrir ríkisvaldinu, eru hér ađ engu höfđ.

Lög um ţjóđskrá heimila hins vegar ekki slíka skráningu (lög nr. 54/1962). Lögin kveđa á um ýmsar upplýsingar sem prestar og forstöđumenn annarra trúfélaga eiga ađ senda ţjóđskrá, um skírnir, hjónavígslur og fleira. Hvergi er í lögunum kveđiđ á um ađ skrá skuli ađild manna ađ trúfélögum eđa ekki. Slík skráning getur ţó ekki átt sér stađ án lagaheimildar enda um viđkvćmar persónuuplýsingar ađ rćđa.

Eina lagaheimildin sem ţjóđskrá hefur til skráningar á trúfélagastöđu einstaklinga sem finna má í íslenskum lögum eru í lögum um stöđu og starfshćtti ţjóđkirkjunnar (nr. 78/1997) en ţar segir í 3. málsgrein 1. greinar ađ hver sá er ađili ađ ţjóđkirkjunni sem er skráđur sem slíkur í ţjóđskrá og sem hlotiđ hefur skírn í nafni heilagrar ţrenningar.

Ţađ er ţví ljóst ađ ţjóđskrá er einungis heimilt, samkvćmt lögum, ađ halda utan um félagatal ţjóđkirkjunnar. Jafnframt er ljóst ađ lagastođ vantar um međferđ slíkra upplýsinga. Hvađ varđar skráningu í ţjóđskrá ţá virđist ekki vera nein lagastođ fyrir annarri skráningu en ţeirri sem framkvćmd er af einstaklingnum sjálfum. Ákvćđi 2. málsgreinar 8. greinar laga um skráđ trúfélög, sem kveđa á um ađ barn skuli frá fćđingu tilheyra trúfélagi móđur, gefur ekki lagaheimild til ađ skrá barniđ međ sjálfkrafa hćtti í ţjóđskrá enda gengur slík skráning gegn foreldrarétti (28.gr.4.gr. Barnalaga nr. 76/2003), ákvćđum persónuverndarlaga, jafnréttislaga (nr. 10/2008) og mannréttindasáttmála.

Af öllu ofansögđu er erfitt ađ álykta öđruvísi en svo ađ hin ýmsu lög um trúfélög brjóti gegn félagafrelsi og persónuvernd. Jafnframt verđur ekki annađ séđ en ađ starfshćttir ţjóđskrár séu nánast međ öllu leyti án lagaheimildar hvađ varđar skráningu manna í trúfélög. Samkvćmt íslenskum lögum geta eingöngu ađilar máls kvartađ yfir ranglátum lögum og reglum. Hér er af nógu ađ taka fyrir trúađa jafnt sem trúlausa.

Brynjólfur Ţorvarđarson 12.12.2008
Flokkađ undir: ( Stjórnmál og trú )

Viđbrögđ


Sveinn - 12/12/08 11:39 #

Réttast vćri ađ trúfélög vćru yfirhöfuđ ekkert félög í nútamalegum skilningi. Engin kennitala, engir bankareikningar heldur bara hópur fólks sem trúir á hiđ sama.

Ţá fyrst vćri hćgt ađ tala um raunverulegt trúfrelsi, enginn ţyrfti ađ reyna ađ fá trúarbrögđ samţykkt af ţjóđskrá...


Baldvin (međlimur í Vantrú) - 12/12/08 11:54 #

Eđa bara nákvćmlega eins og öll önnur félög.

Fólk skráir sig í ţađ félag sem ţađ vill vera í, eđa sleppir ţví ella. Félögin innheimta svo sín félagsgjöld međ gíróseđlum án nokkurrar ađkomu ríkisins.

Engin miđlćg skrá, engin skattheimta. Bara eđlileg félagsgjöld.


Sveinn - 12/12/08 13:34 #

Eđa ţađ.

Ţá gćti eitt trúfélag ekki haldiđ landsmönnum öllum og sjálfsögđum réttindum ţeirra í gíslingu lengur...

Lokađ hefur veriđ fyrir athugasemdir viđ ţessa fćrslu. Viđ bendum á spjalliđ ef ţiđ viljiđ halda umrćđum áfram.