Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Vísindaþátturinn

Á Útvarp Sögu á hverjum þriðjudegi er hinn afar fróðlegi Vísindaþáttur á dagskrá frá klukkan 17:00 til 18:00. Umsjónarmenn þáttarins eru þeir félagar Björn Berg Gunnarsson og Sævar Helgi Bragason.

Á Stjörnufræðivefnum er hægt að nálgast alla þættina sem eru orðnir fjórtán talsins. Meðal efnistaka má nefna Cern-hraðallinn í Sviss, stofnfrumurannsóknir, stjörnuskoðun, kjarnorkuverkfræði, samanburðarlífeðlisfræði, olíujarðfræði og margt fleira sem gæti vakið áhuga leikna sem lærða.

Í nýjasta þættinum var rætt við þá Matthías Ásgeirsson og Óla Gneista Sóleyjarsson um efahyggju og Vantrú:

Ritstjórn 04.12.2008
Flokkað undir: ( Vísun , Útvarp )

Viðbrögð


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 04/12/08 10:49 #

Í þættinum minntist ég á bókina Játningar Láru miðils. Hún er einmitt eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson eins og mig minnti. Mæli með henni.


Björn Ómarsson - 05/12/08 03:23 #

Þótt þið hafið verið ansi öflugir piltar, voru Auglýsingarhléin það allra besta við þessa hljóðskrá! Þetta eru frábærar auglýsingar á besta tíma:

"Angelica getur dregið úr kvíða og gefið þér aukna orku Angelica er náttúruvara úr íslenskum lækningajurtum, Angelica fæst í heilsuvöruverslunum, lyfjavöruverslunum og völdum stórmörkuðum, Saga Medica, Heilsujurtir"

"Láttu ekki bara dekra við hárið, heldur líka sálina. Hár og heilun"

"Þú getur pantað mismunandi galdra og spádómsaðferðir. Víkingahringurinn.is"

"Ertu orkulaus? Græna orkuduftið, Turbo-Greens, frá Gillian-McKeiths er frábær næringarbomba sem hjálpar þér í gírinn. Fæst í Apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaðanna."


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 05/12/08 08:20 #

Auglýsingarnar eru allrar athygli verðar. Svo eru heilu þættirnir um kukl á útvarpi Sögu.

Á öðrum rásum útvarpsins eru kristilegar stöðvar og ekki má gleyma Omega í sjónvarpinu.

Samt má iðulega rekast á pirraða lesendur hér á vantrú sem skilja ekkert í frekju okkar og yfirgangi, að vera að koma gagnrýni á þetta rugl og peningaplokk.

En til hamingju með Vísindaþáttinn og Stjörnufræðivefinn, sannkallaðar vinjar í eyðimörkinni.


Teitur Atlason (meðlimur í Vantrú) - 05/12/08 12:07 #

Ég brosti einmitt af þessum auglýsingum.

Pínulítið fyndið alltsaman.


Þórðit Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 05/12/08 12:09 #

Kallast þetta ekki bara mótvægi við þessum gegndarlausa efahyggju-áróðri sem átti sér stað í þessum þætti? :)

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.