Allar færslur Allir flokkar Sos Um félagið Úrskráning Lógó Spjallid@Vantru Póstfang Vantru@Facebook Vantru@Youtube Vantru@Twitter

Með kross um háls og vantrú milli tannanna

Vantrú er stundum á milli tannanna á fólki, alltaf í sumum tilvikum. Ákveðnir menn hafa unun af því að hneykslast á þessu öfgafólki og aðrir hafa atvinnu af því að benda á hversu hættulegt það er menningunni og siðgæðinu í landinu.

Nýjasta hneykslunarefnið er viðtal við formann Vantrúar, Matthías Ásgeirsson, í DV í dag.

Á bloggi Matta má sjá blaðaviðtalið og lesa um sögu þess. Þar er ennfremur vísun í umræður sem fóru fram í Íslandi í bítið í morgun.

Það er fagnaðarefni að fólk er farið að gera sér grein fyrir að kristnin, kristin trúartákn og fleira þess háttar er fjarri því sjálfsagður hlutur í opinberum stofnunun.

Ritstjórn 26.11.2008
Flokkað undir: ( Vísun )

Viðbrögð


Matti (meðlimur í Vantrú) - 26/11/08 17:45 #

Almannatengillinn og fyrrverandi blaðamaðurinn Ómar R. Valdimarsson sem er fyrst og fremst frægur fyrir að kæra fólk bloggar um málið:

Vælandi Vantrú
Í DV í dag er formaður Vantrúar að væla yfir því að ein þulan á RÚV hafi verið með kross um hálsinn, í einhverri kynningu um daginn. Afsakið á meðan ég æli. Ótrúlegt hvað þessir menn nenna að eyða miklu púðri í að berjast gegn trúarsannfæringu meirihluta þjóðarinnar.

Get a life...


pönkið lifir - 26/11/08 19:05 #

Þetta er írónísk manía í þér Matti...maður getur ekki annað en haft áhyggjur af þér minnn kæri :-)


Matti (meðlimur í Vantrú) - 26/11/08 19:13 #

Ég verð að játa að ég skil ekki athugasemdina. Hvað er "írónísk manía" í mér?


Bróðir - 26/11/08 19:36 #

Það er trúfrelsi á Íslandi Matthías og hverjum er frjálst að bera það skart og trúartákn sem hann vill. Ef þú átt eitthvað bágt með að horfa á hálsmen annars fólks þá líttu bara undan og haltu áfram með líf þitt. Þetta er bara sorglegt.

Umburðarlyndi þarf að vera á báða bóga Matthías, eins og þú vilt að aðrir sýni vantrú þinni umburðarlyndi þá ætti það að vera eðlileg krafa að þú sért umburðarlyndur gangvart því að aðrir trúa. Það er bara þannig að mjög margir íslendingar eru kristnir, líka fólk sem vinnur hjá RÚV, þú verður bara að sætta þig við það og sýna því umburðarlyndi en ekki að vera síröflandi eins og lítill frekur krakki sem er ekki sáttur við að lífið sé ekki allt eftir eigin höfði.

Bestu kveðjur, Bróðir


Þórður Ingvarsson (meðlimur í Vantrú) - 26/11/08 19:39 #

Er leti landlægt helvíti hjá sumu fólki? Nenna sumir ekki að lesa, en vilja einna helst bara hneykslast?

-Blaðamaður hringdi í Matta og bað um álit -Matti kippti sér ekki upp við þetta -DV birtir grein


matti hvíti - 26/11/08 19:59 #

Ég rak einmitt augun í fyrirsögnina á þessarri grein í vinnunni í morgun og það fyrsta sem ég hugsaði var, hvur andskotinn, er formaður vantrúar farinn að haga sér eins og þessir bévítans feministar (skondið samt að feministi skuli vera karlkynsorð), ég sem var einmitt nýbúinn að finna mig á vantrú.is En mikið var ég fegin þegar ég loks las greinina og ennfremur þegar ég las bloggið eftir matta, þá skyldist mér hversu ofboðslega þetta var blásið út um rangt rassgat (afsakið frönskuna). Að sjálfsögðu mega menn hafa skoðanir á því þegar menn/konur sem koma reglulega fram fyrir sjónir almennings, bera tákn trúar sem skerast á við trú annarra trúar eða ekki-trúar manna. Það er sjálfsagður hlutur að menn geti tjáð sig munnlega eða með öðrum aðferðum (eins og t.d með skarti eða öðru) svo lengi sem ekki er verið að boða eða troða sinni skoðum í gegnum ríkisfjölmiðil sem allir neyðast til að greiða fyrir. Ég er allavega þeirrar skoðunnar að þú ætlar að koma fram sem almmenningstengill, þá ættir þú að hafa þínar persónulegar skoðanir og trúr útaf fyrir þig.


Reynir (meðlimur í Vantrú) - 26/11/08 20:55 #

Óskaplega eru trúmenn tæpir. Matti má ekki svara fyrirspurn án þess að þeir stökkvi upp á nef sér. Já, umburðarlyndi þeirra er viðbrugðið.


Óli Gneisti (meðlimur í Vantrú) - 26/11/08 21:27 #

Fyrir nokkrum árum vann ég í útlánadeild Landsbókasafnsins. Þrátt fyrir að eiga ýmsa flotta boli með bæði vísunum í trúleysi mitt og stjórnmálaskoðanir passaði ég mig alltaf á því að vera í bolum sem voru hlutlausir varðandi þessi mál. Ég taldi einfaldlega að þó ég stæði fyrir þessar skoðanir gerði safnið það ekki.

Var þetta ekki rétt hugsað hjá mér?


Sveinn - 26/11/08 21:52 #

Ég er ansi hræddur um að það kæmi annað hljóð í strokkinn hjá þessu liði sem er að hneykslast á Matta (greinilega án þess að lesa greinina) ef þulan væri klædd búrku...


Kristján Hrannar Pálsson - 27/11/08 00:53 #

MIkið eru sumir höfundar athugasemda hér umburðalyndir og skilningsríkir gagnvart ýmsu nema þegar kemur að þessum bévítans feministum. Já þessi öfgakenndi hópur sem vill greinilega bara hatur og öfgastefnu, væri þeim ekki nær að hætta þessu væli. Eða eins og Ómar R. komst næstm því að orði, ótrúlegt hvað þessar kerlingar nenna að eyða miklu púðri í að berjast gegn kynjasannfæringu meirihluta þjóðarinnar.

Það er eiginlega sorglegt hvað maður sér marga skoðanabræður í trúmálum hérna á vantrú sem sjá alltaf eftir púðri til að eyða á þessa "helvítis" feminista. Það er engu líkt en öfgastimpillinn sé sparaður í trúmálum en óspart klístrað á einhverja sem dirfast að gagnrýna núverandi kynjaskipulag landsins. En maður sér jú hræsni í þessu athugunasemdakerfi sem annars staðar. (Ef stjórnendur síðunnar sjá ástæðu til að flytja þessa athugunarsemd á spjallið þá mun ég ekki agnúast út í það - hins vegar er þessari athugunarsemd beint gegn öðru kommenti hér fyrir ofan svo réttast væri að flytja það líka á viðeigandi stað.)


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/11/08 08:32 #

Kristján, þetta pirrar mig líka en þetta eru rökrildi sem ég vil helst forðast á þessum vettvangi. Nóg annað er hægt að karpa um hér.


jogus (meðlimur í Vantrú) - 27/11/08 13:03 #

Það er ekkert mál að vera umburðarlyndur þegar það passar við eigin skoðanir. Eins og menn hafa bent á hér fyrir ofan þá kæmi annað hljóð í skrokkinn á hinum "umburðarlyndu" krysslingum ef þulan hefði verið í bol þar sem stæði "Satan rulez" eða bara að krossinn hefði verið á hvolfi. Jafnvel bara bolur með "666" framan á hefði dugað til held ég. Búrkan var líka fínt dæmi. Menn hefðu fríkað út.

Ímyndið ykkur að eitthvað af þessu hefði gerst, og hugsið svo hvort þið hefðuð sagt "jújú, þetta er bara kúl, hún má víst tjá skoðanir sínar"...


Íris - 27/11/08 14:15 #

jahh,, ég verð bara að segja fyrir mína parta að "krosstáknið" þykir mér fallegt án þess að ég sé að tengja það við einhver sérstakan guð eða trú... Yfir öllu má nú rífast. Efast líka stórlega um að blessuð þulan sé einhver trúboði í dulargefi :) Það er allt annað að vera með einhverjar dónalegar athugasemdir utan á sér en krossin er bara smekklegur... Eins og Eimskipamerkið forðum daga. Hvar er það?


Baldvin (meðlimur í Vantrú) - 27/11/08 15:21 #

Enda er enginn að rífast neitt, nema kannski þeir sem hneykslast á því að nokkur skuli voga sér að benda á þetta.


Óskar Helgi Helgason - 27/11/08 21:49 #

Gott kvöld; Matthías !

Hugði; þig vita betur. Þá Þorgeir Ljósvetningagoði kvað upp, úrskurð sinn, á Þingvöllum, á sínum tíma, skyldi hann fá að standa, meðan land byggðist. Auðvitað; hefir Lútherska kirkjan, sína fjölmörgu annmarka, hverjum flestum er kunnugt, en,.... er ekki heldur stungin tólgin, að fjargviðrast yfir krossburði yngismærinnar Matthildar Magnúsdóttur, að óþ0rfu, þegar munn brýnni mál, sem öldungis alvarlegri, hvíla á, landsmönnum öllum ?

Með ágætum kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason, frá Gamla Hrauni og Hvítárvöllum


Matti (meðlimur í Vantrú) - 27/11/08 22:20 #

Þetta er ótrúlegt!

Úr greininni í DV:

"Hann [Matthías] bætir við að þetta trufli hann ekkert sérstaklega en honum finnist allt í lagi að fólk velti þessum hlutum fyrir sér."


Ásta Elínardóttir - 27/11/08 23:12 #

Það er alveg magnað hvursu óþarft fólk telur að lesa greinina sjálfa. Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég þoli ekki fyrirsagnir í blöðum í dag.

Lokað hefur verið fyrir athugasemdir við þessa færslu. Við bendum á spjallið ef þið viljið halda umræðum áfram.